Sautján daga fyrirburi tekinn af sjúkrahúsi í París Samúel Karl Ólason skrifar 22. október 2024 11:07 Umfangsmikil leit stendur nú yfir í París. Myndin tengist fréttinni ekki beint. Getty/Carl Recine Lögreglan í París hefur lýst eftir sautján daga gömlum fyrirbura sem tekinn var frá sjúkrahúsi í borginni í gær. Foreldrar drengsins liggja undir grun og eru þau talin hafa tekið barnið af sjúkrahúsinu seint í gærkvöldi. LeParisien segir tilkynningu hafa borist til lögreglunnar skömmu eftir miðnætti í gærkvöldi. Sökum þess að drengurinn, sem heitir Santiago, fæddist nokkuð löngu fyrir settan dag þarfnast það mikillar umönnunar og er áætlað að það geti ekki lifað af utan sjúkrahúss í meira en tólf tíma. Miðillinn hefur einnig eftir forsvarsmönnum sjúkrahússins þar sem barnið var að starfsfólk hafi rætt við foreldra Santiago seint í gærkvöldi. Þá voru þau á leið út af sjúkrahúsinu og voru þau spurð hvort þau kæmu aftur þegar drengurinn fengi pela um miðnætti. Þau svöruðu játandi. Foreldrarnir voru með litla tösku, sem vakti ekki athygli starfsfólksins, en skömmu síðar tók hjúkrunarfræðingur eftir því að barnið var horfið. Foreldrarnir sneru ekki aftur á sjúkrahúsið og er talið að drengurinn hafi verið í töskunni. Foreldrar Santiago eru 23 ára maður og 25 ára kona og hefur lögreglan birt myndir af þeim og beðið fólk um að hafa augun opin. Fólk sem sér þau er beðið um að hafa samband við lögreglu og ekki reyna sjálft að koma barninu til bjargar. 🔴 Alerte Enlèvement en cours : si vous localisez l’enfant, n’intervenez pas vous-même, appelez immédiatement le 197 ou envoyez un courriel à pppj-enlevement@interieur.gouv.frInformations >> https://t.co/2I4aZM0WxH pic.twitter.com/sJGdL58Hkh— Ministère de la Justice (@justice_gouv) October 22, 2024 Búið er að leita á heimili fólksins og fundust þau ekki þar. AFP fréttaveitan hefur þó eftir lögreglunni að nokkrar handtökur hafi verið framkvæmdar við rannsókn lögreglunnar. Frakkland Erlend sakamál Mest lesið Vaktin: Robert Francis Prevost er nýr páfi Erlent Lá alblóðugur á gangstétt eftir að hafa komist undan árás æskuvinarins Innlent Þungt hugsi og í áfalli Innlent Hafi verið rangkynjuð oftar en hún geti talið og segir transfóbíu bitna á öllum Innlent Samþykktu Trump-samninginn einróma Erlent Vantraust á framkvæmdastjóra Félagsbústaða talið alvarlegt Innlent Norðmenn undirbúi sig undir möguleg stríðsátök Erlent „Rotnir starfshættir og ríkisrekið ofbeldi gegn borgurunum“ Innlent Hvað vitum við um Leó páfa? Erlent „Þvílík spenna og þvílíkur heiður fyrir landið okkar“ Erlent Fleiri fréttir Hvað vitum við um Leó páfa? Norðmenn undirbúi sig undir möguleg stríðsátök „Þvílík spenna og þvílíkur heiður fyrir landið okkar“ Bíða með að stimpla AfD sem öfgasamtök Margrét Þórhildur lögð inn á sjúkrahús Samþykktu Trump-samninginn einróma Takmörkuð eftirspurn eftir ríkisstjórn með flokki Farage Gera enn árásir með drónum og eldflaugum Reyndi til hins síðasta að koma skikki á fjármál Vatíkansins Einhliða vopnahlé Rússa hafið Vesturlönd þurfa að borga milljarðatjón af árás Rússa á Tsjernobyl Heimila hernum að hefna fyrir árásirnar í gær Vaktin: Robert Francis Prevost er nýr páfi Herþota hrapaði til jarðar í Finnlandi Auka njósnir og eftirlit á Grænlandi Misstu aðra herþotu í sjóinn Segjast hafa skotið niður indverskar herþotur Indland gerir árás á Pakistan Trump um kaupin á Kanada: „Aldrei segja aldrei“ Merz náði kjöri í annarri tilraun Niðurlægjandi fyrir Merz og AfD krefst þingkosninga á ný Sakar Rússa um fordæmalaus afskipti af kosningum í Póllandi Kardinálarnir læstir inni á morgun Ríkisstjórn Rúmeníu liðast í sundur eftir sigur öfgahægrimanns Náði ekki kjöri í sögulegri atkvæðagreiðslu Fækkar herforingjum um fimmtung Lokuðu flugvöllum í Moskvu vegna dróna „Ástandið er að versna“ Íbúar Gasa verði fluttir á brott „í þágu eigin öryggis“ Páfabíll verður færanleg heilsugæsla fyrir börn á Gasa Sjá meira
LeParisien segir tilkynningu hafa borist til lögreglunnar skömmu eftir miðnætti í gærkvöldi. Sökum þess að drengurinn, sem heitir Santiago, fæddist nokkuð löngu fyrir settan dag þarfnast það mikillar umönnunar og er áætlað að það geti ekki lifað af utan sjúkrahúss í meira en tólf tíma. Miðillinn hefur einnig eftir forsvarsmönnum sjúkrahússins þar sem barnið var að starfsfólk hafi rætt við foreldra Santiago seint í gærkvöldi. Þá voru þau á leið út af sjúkrahúsinu og voru þau spurð hvort þau kæmu aftur þegar drengurinn fengi pela um miðnætti. Þau svöruðu játandi. Foreldrarnir voru með litla tösku, sem vakti ekki athygli starfsfólksins, en skömmu síðar tók hjúkrunarfræðingur eftir því að barnið var horfið. Foreldrarnir sneru ekki aftur á sjúkrahúsið og er talið að drengurinn hafi verið í töskunni. Foreldrar Santiago eru 23 ára maður og 25 ára kona og hefur lögreglan birt myndir af þeim og beðið fólk um að hafa augun opin. Fólk sem sér þau er beðið um að hafa samband við lögreglu og ekki reyna sjálft að koma barninu til bjargar. 🔴 Alerte Enlèvement en cours : si vous localisez l’enfant, n’intervenez pas vous-même, appelez immédiatement le 197 ou envoyez un courriel à pppj-enlevement@interieur.gouv.frInformations >> https://t.co/2I4aZM0WxH pic.twitter.com/sJGdL58Hkh— Ministère de la Justice (@justice_gouv) October 22, 2024 Búið er að leita á heimili fólksins og fundust þau ekki þar. AFP fréttaveitan hefur þó eftir lögreglunni að nokkrar handtökur hafi verið framkvæmdar við rannsókn lögreglunnar.
Frakkland Erlend sakamál Mest lesið Vaktin: Robert Francis Prevost er nýr páfi Erlent Lá alblóðugur á gangstétt eftir að hafa komist undan árás æskuvinarins Innlent Þungt hugsi og í áfalli Innlent Hafi verið rangkynjuð oftar en hún geti talið og segir transfóbíu bitna á öllum Innlent Samþykktu Trump-samninginn einróma Erlent Vantraust á framkvæmdastjóra Félagsbústaða talið alvarlegt Innlent Norðmenn undirbúi sig undir möguleg stríðsátök Erlent „Rotnir starfshættir og ríkisrekið ofbeldi gegn borgurunum“ Innlent Hvað vitum við um Leó páfa? Erlent „Þvílík spenna og þvílíkur heiður fyrir landið okkar“ Erlent Fleiri fréttir Hvað vitum við um Leó páfa? Norðmenn undirbúi sig undir möguleg stríðsátök „Þvílík spenna og þvílíkur heiður fyrir landið okkar“ Bíða með að stimpla AfD sem öfgasamtök Margrét Þórhildur lögð inn á sjúkrahús Samþykktu Trump-samninginn einróma Takmörkuð eftirspurn eftir ríkisstjórn með flokki Farage Gera enn árásir með drónum og eldflaugum Reyndi til hins síðasta að koma skikki á fjármál Vatíkansins Einhliða vopnahlé Rússa hafið Vesturlönd þurfa að borga milljarðatjón af árás Rússa á Tsjernobyl Heimila hernum að hefna fyrir árásirnar í gær Vaktin: Robert Francis Prevost er nýr páfi Herþota hrapaði til jarðar í Finnlandi Auka njósnir og eftirlit á Grænlandi Misstu aðra herþotu í sjóinn Segjast hafa skotið niður indverskar herþotur Indland gerir árás á Pakistan Trump um kaupin á Kanada: „Aldrei segja aldrei“ Merz náði kjöri í annarri tilraun Niðurlægjandi fyrir Merz og AfD krefst þingkosninga á ný Sakar Rússa um fordæmalaus afskipti af kosningum í Póllandi Kardinálarnir læstir inni á morgun Ríkisstjórn Rúmeníu liðast í sundur eftir sigur öfgahægrimanns Náði ekki kjöri í sögulegri atkvæðagreiðslu Fækkar herforingjum um fimmtung Lokuðu flugvöllum í Moskvu vegna dróna „Ástandið er að versna“ Íbúar Gasa verði fluttir á brott „í þágu eigin öryggis“ Páfabíll verður færanleg heilsugæsla fyrir börn á Gasa Sjá meira