Samþykktu naumlega að stefna að ESB-aðild Kjartan Kjartansson skrifar 22. október 2024 10:33 Maia Sandu, forseti Moldóvu, þegar hún greiddi atkvæði á sunnudag. Hún hlaut 42 prósent atkvæða í fyrri umferð forsetakosninganna. Það hefði verið mikill ósigur fyrir hana ef ESB-aðild hefði verið hafnað í þjóðaratkvæðagreiðslunni. AP/Vadim Ghirda Naumur meirihluti kjósenda í Moldóvu samþykkti stjórnarskrárbreytingu sem leggur grunninn að Evrópusambandsaðild fyrrum Sovétlýðveldisins. Niðurstaðan þykir koma á óvart þar sem talið var að breytingin yrði samþykkt með ríflegum meirihluta. Forseti landsins sakar Rússa um að reyna að hafa áhrif á úrslitin. Þegar 99,41 prósent atkvæða höfðu verið talin reyndust 50,39 prósent hafa greitt atkvæði með tillögunni en 49,61 prósent gegn henni, samkvæmt tölum yfirkjörstjórnar Moldóvu. „Nei“ var með forystu í talningu þar til aðeins nokkur þúsund atkvæði voru enn ótalin, að sögn AP-fréttastofunnar. Maia Sandu, forseti Moldóvu, ítrekaði ásakanir sínar um stórfelld kosningasvik og önnur afskipti runnin undan rifjum stjórnvalda í Kreml. Stjórn hennar er fylgjandi Evrópusambandsaðildinni og studdi stjórnarskrárbreytingunni með ráð og dáð. Moldóva sótti um aðild að ESB eftir innrás Rússa í Úkraínu árið 2022 og hlaut stöðu umsóknarríkis þá um sumarið. Nú í sumar samþykkti sambandið að hefja aðildarviðræður við Moldóvu. Rússar hafa meðal annars verið sakaðir um að fjármagna andstöðuhópa, dreifa upplýsingafalsi og að reyna að hafa áhrif á úrslit kosninga, meðal annars með því að standa að atkvæðakaupum. Talsmaður Evrópusambandsins segir að kosningarnar hafi farið fram í skugga fordæmalausra afskipta og ógnana Rússa. Því hafna rússnesk stjórnvöld. Fréttaritarar breska ríkisútvarpsins BBC urðu þó persónulega vitni að því að kona sem greiddi atkvæði á kjörstað fyrir íbúa Transnistríu, héraðs Moldóvíu sem er hernumið af Rússum, spurði kosningaeftirlitsmann hvar hún fengi greitt fyrir það. Hún viðurkenndi það fúslega fyrir fréttamönnunum að henni hefði verið lofað greiðslu fyrir að kjósa en sagði ekki hvað hún kaus. Greitt fyrir atkvæði og lagt á ráðin um ófrið Lögreglan í Moldóvu afhjúpaði umfangsmikil atkvæðakaup sem Ilan Shor, auðkýfingur sem er hallur undir Rússland, skipualagði. Shor er í sjálfskipaðri útlegð í Rússlandi en hann var dæmdur í fimmtán ára fangelsi í fyrra fyrir fjársvik og peningaþvætti vegna fúlgna fjár sem hurfu úr moldóvskum bönkum árið 2014. Shor greiddi 130.000 manns alls fimmtán milljónir evra til þess að kjósa gegn stjórnarskrárbreytingunni og Sandu í fyrri umferð forsetakosninga sem fóru fram samhliða þjóðaratkvæðagreiðslunni. Þá segjast moldóvsk yfirvöld hafa stöðvað ráðabrugg um ófrið sem átti að spilla fyrir atkvæðagreiðslunum tveimur. Fleiri en hundrað ungmenni eru sögð hafa hlotið þjálfun málaliðahópa í Moskvu í að efna til ófriðar. Moldóva Evrópusambandið Sovétríkin Rússland Mest lesið Grét og sagði líf sitt búið eftir að hafa stungið þrjá Innlent Nefndir þingsins að taka á sig mynd Innlent Utankjörfundaratkvæði dagaði uppi á bæjarskrifstofum Kópavogs Innlent Nýtt hljóðmerki bílaeigendum til ama Innlent Tjón varð á yfir 20 bifreiðum vegna hola í höfuðborginni Innlent Kom Kolaportinu fyrir horn og leitar nú langtímalausna Innlent Heldur því fram að Efling sé hið raunverulega „gervistéttarfélag“ Innlent Tala látinna hækkar í LA og veðurspáin er óhagstæð Erlent Stjórnmálamenn fá ekki að tjá sig á 80 ára afmæli frelsunar Auschwitz Erlent Fimm handteknir í sérsveitaraðgerð á Akureyri Innlent Fleiri fréttir Stjórnmálamenn fá ekki að tjá sig á 80 ára afmæli frelsunar Auschwitz Svíar séu hvorki í stríði né búi þeir við frið Tala látinna hækkar í LA og veðurspáin er óhagstæð Tugir slasaðir eftir árekstur tveggja sporvagna Alls sextán látin í eldunum Heilbrigðisyfirvöld hafa lýst yfir neyðarástandi Tveir látnir eftir að rúta hafnaði á hliðinni Weidel og Scholz kanslaraefni Fyrrverandi barnastjarna og feðgar meðal látinna Tveir norður-kóreskir hermenn sagðir í haldi Úkraínuhers Anita Bryant er látin Byssumaður í Pizzagate-málinu skotinn til bana Rýnt í stöðuna í Úkraínu: „Heimurinn er að breytast, hvað sem er getur gerst“ „Faðir minn ætti að deyja í fangelsi“ „Við viljum ekki vera Bandaríkjamenn“ Útgöngubann í borginni í nótt Vörpuðu fimmtíu sprengjum á þrjú skotmörk í Jemen Trump ekki dæmdur í fangelsi Sagðir hafa greitt heimilislausum til að þykjast vera stuðningsmenn Trumps Staðfesta að 2024 var heitasta árið í mælingasögunni Sóttu sér meira en milljón ára gamlan ís á Suðurskautslandinu Óvænt skilaboð leiddu til ferðar með syni Trumps Egede biðlar til Grænlendinga um yfirvegun og samstöðu Óttast að stóriðja spilli besta stjörnuskoðunarstað jarðar Stóru eldarnir enn hömlulausir Hæstiréttur stöðvar ekki dómsuppsögu í máli Trumps Trúir ekki að Trump muni beita hervaldi Íslendingar þurfi að huga að forvörnum með auknum gróðri og skógi Fimm forsetar viðstaddir útför Carters Myndasyrpa: Að minnsta kosti tvö þúsund hús brunnin í Los Angeles Sjá meira
Þegar 99,41 prósent atkvæða höfðu verið talin reyndust 50,39 prósent hafa greitt atkvæði með tillögunni en 49,61 prósent gegn henni, samkvæmt tölum yfirkjörstjórnar Moldóvu. „Nei“ var með forystu í talningu þar til aðeins nokkur þúsund atkvæði voru enn ótalin, að sögn AP-fréttastofunnar. Maia Sandu, forseti Moldóvu, ítrekaði ásakanir sínar um stórfelld kosningasvik og önnur afskipti runnin undan rifjum stjórnvalda í Kreml. Stjórn hennar er fylgjandi Evrópusambandsaðildinni og studdi stjórnarskrárbreytingunni með ráð og dáð. Moldóva sótti um aðild að ESB eftir innrás Rússa í Úkraínu árið 2022 og hlaut stöðu umsóknarríkis þá um sumarið. Nú í sumar samþykkti sambandið að hefja aðildarviðræður við Moldóvu. Rússar hafa meðal annars verið sakaðir um að fjármagna andstöðuhópa, dreifa upplýsingafalsi og að reyna að hafa áhrif á úrslit kosninga, meðal annars með því að standa að atkvæðakaupum. Talsmaður Evrópusambandsins segir að kosningarnar hafi farið fram í skugga fordæmalausra afskipta og ógnana Rússa. Því hafna rússnesk stjórnvöld. Fréttaritarar breska ríkisútvarpsins BBC urðu þó persónulega vitni að því að kona sem greiddi atkvæði á kjörstað fyrir íbúa Transnistríu, héraðs Moldóvíu sem er hernumið af Rússum, spurði kosningaeftirlitsmann hvar hún fengi greitt fyrir það. Hún viðurkenndi það fúslega fyrir fréttamönnunum að henni hefði verið lofað greiðslu fyrir að kjósa en sagði ekki hvað hún kaus. Greitt fyrir atkvæði og lagt á ráðin um ófrið Lögreglan í Moldóvu afhjúpaði umfangsmikil atkvæðakaup sem Ilan Shor, auðkýfingur sem er hallur undir Rússland, skipualagði. Shor er í sjálfskipaðri útlegð í Rússlandi en hann var dæmdur í fimmtán ára fangelsi í fyrra fyrir fjársvik og peningaþvætti vegna fúlgna fjár sem hurfu úr moldóvskum bönkum árið 2014. Shor greiddi 130.000 manns alls fimmtán milljónir evra til þess að kjósa gegn stjórnarskrárbreytingunni og Sandu í fyrri umferð forsetakosninga sem fóru fram samhliða þjóðaratkvæðagreiðslunni. Þá segjast moldóvsk yfirvöld hafa stöðvað ráðabrugg um ófrið sem átti að spilla fyrir atkvæðagreiðslunum tveimur. Fleiri en hundrað ungmenni eru sögð hafa hlotið þjálfun málaliðahópa í Moskvu í að efna til ófriðar.
Moldóva Evrópusambandið Sovétríkin Rússland Mest lesið Grét og sagði líf sitt búið eftir að hafa stungið þrjá Innlent Nefndir þingsins að taka á sig mynd Innlent Utankjörfundaratkvæði dagaði uppi á bæjarskrifstofum Kópavogs Innlent Nýtt hljóðmerki bílaeigendum til ama Innlent Tjón varð á yfir 20 bifreiðum vegna hola í höfuðborginni Innlent Kom Kolaportinu fyrir horn og leitar nú langtímalausna Innlent Heldur því fram að Efling sé hið raunverulega „gervistéttarfélag“ Innlent Tala látinna hækkar í LA og veðurspáin er óhagstæð Erlent Stjórnmálamenn fá ekki að tjá sig á 80 ára afmæli frelsunar Auschwitz Erlent Fimm handteknir í sérsveitaraðgerð á Akureyri Innlent Fleiri fréttir Stjórnmálamenn fá ekki að tjá sig á 80 ára afmæli frelsunar Auschwitz Svíar séu hvorki í stríði né búi þeir við frið Tala látinna hækkar í LA og veðurspáin er óhagstæð Tugir slasaðir eftir árekstur tveggja sporvagna Alls sextán látin í eldunum Heilbrigðisyfirvöld hafa lýst yfir neyðarástandi Tveir látnir eftir að rúta hafnaði á hliðinni Weidel og Scholz kanslaraefni Fyrrverandi barnastjarna og feðgar meðal látinna Tveir norður-kóreskir hermenn sagðir í haldi Úkraínuhers Anita Bryant er látin Byssumaður í Pizzagate-málinu skotinn til bana Rýnt í stöðuna í Úkraínu: „Heimurinn er að breytast, hvað sem er getur gerst“ „Faðir minn ætti að deyja í fangelsi“ „Við viljum ekki vera Bandaríkjamenn“ Útgöngubann í borginni í nótt Vörpuðu fimmtíu sprengjum á þrjú skotmörk í Jemen Trump ekki dæmdur í fangelsi Sagðir hafa greitt heimilislausum til að þykjast vera stuðningsmenn Trumps Staðfesta að 2024 var heitasta árið í mælingasögunni Sóttu sér meira en milljón ára gamlan ís á Suðurskautslandinu Óvænt skilaboð leiddu til ferðar með syni Trumps Egede biðlar til Grænlendinga um yfirvegun og samstöðu Óttast að stóriðja spilli besta stjörnuskoðunarstað jarðar Stóru eldarnir enn hömlulausir Hæstiréttur stöðvar ekki dómsuppsögu í máli Trumps Trúir ekki að Trump muni beita hervaldi Íslendingar þurfi að huga að forvörnum með auknum gróðri og skógi Fimm forsetar viðstaddir útför Carters Myndasyrpa: Að minnsta kosti tvö þúsund hús brunnin í Los Angeles Sjá meira