Tveir létust á HM í þríþraut Sindri Sverrisson skrifar 22. október 2024 10:03 Í þríþraut er keppt í sundi, hjólreiðum og hlaupi. Myndin tengist fréttinni óbeint. Getty Tvö andlát vörpuðu skugga á lokakeppni heimsmótaraðarinnar í þríþraut sem fram fór í Torremolinos á Spáni um helgina. Mennirnir sem létust voru meðal keppenda í eldri aldursflokkum. Annar þeirra var 57 ára gamall Breti en nafn hans hefur ekki verið gert opinbert. Hann mun hafa fengið hjartaáfall. Hinn var Roger Mas Colomer, 79 ára gamall Mexíkói. Þeir kepptu í hálfri þríþraut, þar sem synda þarf 750 metra, hjóla 20 kílómetra og hlaupa 5 kílómetra. Bandaríkjamaðurinn Branden Scheel, keppandi og þjálfari í þríþraut, var á Spáni og hefur gagnrýnt alþóðaþríþrautarsambandið og mótshaldara harðlega vegna andlátanna. „Þið ættuð að skammast ykkar“ „Algjörlega brjálaður. Við ættum ekki að vera að missa íþróttafólk vegna andvaraleysis. Standið ykkur betur @worldtriathlon, þetta var viðbjóðslegt að sjá,“ sagði Scheel í myndbandi á Instagram. „Ég var að koma frá keppninni. Ég vil bara segja, alþjóðaþríþrautarsamband, að þetta var einhver versta lífvarsla, mesta meðvitundarleysi og mesta samskiptaleysi sem ég hef orðið vitni að í keppni, nokkurn tímann,“ sagði Scheel og bætti við: „Þarna var eldri maður sem var augljóslega að kalla eftir hjálp, nokkur hundruð jördum frá endamarkinu. Allir á ströndinni sáu það og allir voru að kalla eftir því að einhver færi til hans. Sá sem var á kajaknum tók ekki eftir neinu, og reri í burtu. Ekkert „jet ski“ sjáanlegt. Eftir tuttugu mínútur af hjartahnoði fór ég. Þetta er versta lið sem ég hef séð að störfum í vatninu. Þið ættuð að skammast ykkar. Eitthvað verður að breytast. Fólk ætti ekki að vera að deyja út af þríþraut.“ Alþjóða þríþrautarsambandið sendi frá sér tilkynningu og vottaði fjölskyldu og vinum mannanna samúð. Heimsmeistarar krýndir Þrátt fyrir andlátin var mótið klárað og varð ólympíumeistarinn Alex Yee heimsmeistari með því að ná þriðja sæti mótsins. Þetta er hans fyrsti heimsmeistaratitill. Yee kom inn í mótið með 428 stiga forskot á Frakkann Leo Bergere og vissi að það dygði að enda á meðal sex fremstu til að vinna heildarstigakeppnina. Hin franska Cassandre Beaugrand varð einnig heimsmeistari, eftir að hafa orðið ólympíumeistari í sumar. Beugrand var efst fyrir mótið á Spáni en vann þá keppni einnig, þrátt fyrir að villast af leið í 1.500 metra sundinu. Þríþraut Andlát Mest lesið Vann hálft maraþon, fæddi barn og varð svo meistari í heilu maraþoni Sport Elísa langfyrst fyrir Magnús Mána: „Þessi dagur er fyrir hann“ Sport Reykjavíkurmaraþonið í beinni á Vísi Sport Magnaður sigur Dags í Vestratreyju: „Núna er bara stefnan sett á ÓL“ Sport Svekktur Íslandsmeistari: „Þetta var rosalega erfitt hlaup“ Sport Skelfileg mistök City og fullkomin byrjun Spurs Enski boltinn Öruggur sigur Arsenal á nýliðunum Enski boltinn Hjörvar fékk treyju með kveðju frá De Gea í beinni Fótbolti Sjáðu „fólkið frá þessum stað“ fagna í alvöru gæsahúðarmyndbandi Fótbolti Aurier í bann vegna lifrarbólgu Fótbolti Fleiri fréttir Yfirgaf æfingaferð Marseille í áfalli Tilfinningaþrungin stund þegar Magnús Máni kom í mark Keflvíkingar létu mörkunum rigna gegn Völsungi Í beinni: Levante - Barcelona | Börsungar í Valencia Þórsarar á toppinn Orðinn langþreyttur á glímunni við Útlendingastofnun Eze í treyju númer tíu og byrjar á stórleik við Liverpool Þrír leikir í enska: Draumabyrjun Outtara en gömlu félagarnir unnu líka Öruggur sigur Arsenal á nýliðunum Þróttur fær tvo tíma á toppnum og Fylkir úr fallsæti Íslenska tríóið grátlega nálægt titli Ronaldo þarf enn að bíða eftir titli þrátt fyrir tímamótamark Hjörvar fékk treyju með kveðju frá De Gea í beinni Skelfileg mistök City og fullkomin byrjun Spurs Valgeir fékk að spila og lagði strax upp í fyrsta sigrinum Vann hálft maraþon, fæddi barn og varð svo meistari í heilu maraþoni Svekktur Íslandsmeistari: „Þetta var rosalega erfitt hlaup“ Elísa langfyrst fyrir Magnús Mána: „Þessi dagur er fyrir hann“ Magnaður sigur Dags í Vestratreyju: „Núna er bara stefnan sett á ÓL“ Sjáðu „fólkið frá þessum stað“ fagna í alvöru gæsahúðarmyndbandi Aurier í bann vegna lifrarbólgu Myndaveisla frá sögulegri stund Vestra Reykjavíkurmaraþonið í beinni á Vísi Gat ekki skammað frænda því hann þurfti að fara upp á spítala Sjáðu markaveisluna hjá Chelsea í Austur-Lundúnum Dagskráin í dag: Enski boltinn á sviðið „Greenwood fékk annað tækifæri en ekki sonur minn“ Potter niðurlútur: „Ekki margt jákvætt“ „Það er æfing á morgun“ „Flottasta mark sem ég hef skorað á ferlinum“ Sjá meira
Mennirnir sem létust voru meðal keppenda í eldri aldursflokkum. Annar þeirra var 57 ára gamall Breti en nafn hans hefur ekki verið gert opinbert. Hann mun hafa fengið hjartaáfall. Hinn var Roger Mas Colomer, 79 ára gamall Mexíkói. Þeir kepptu í hálfri þríþraut, þar sem synda þarf 750 metra, hjóla 20 kílómetra og hlaupa 5 kílómetra. Bandaríkjamaðurinn Branden Scheel, keppandi og þjálfari í þríþraut, var á Spáni og hefur gagnrýnt alþóðaþríþrautarsambandið og mótshaldara harðlega vegna andlátanna. „Þið ættuð að skammast ykkar“ „Algjörlega brjálaður. Við ættum ekki að vera að missa íþróttafólk vegna andvaraleysis. Standið ykkur betur @worldtriathlon, þetta var viðbjóðslegt að sjá,“ sagði Scheel í myndbandi á Instagram. „Ég var að koma frá keppninni. Ég vil bara segja, alþjóðaþríþrautarsamband, að þetta var einhver versta lífvarsla, mesta meðvitundarleysi og mesta samskiptaleysi sem ég hef orðið vitni að í keppni, nokkurn tímann,“ sagði Scheel og bætti við: „Þarna var eldri maður sem var augljóslega að kalla eftir hjálp, nokkur hundruð jördum frá endamarkinu. Allir á ströndinni sáu það og allir voru að kalla eftir því að einhver færi til hans. Sá sem var á kajaknum tók ekki eftir neinu, og reri í burtu. Ekkert „jet ski“ sjáanlegt. Eftir tuttugu mínútur af hjartahnoði fór ég. Þetta er versta lið sem ég hef séð að störfum í vatninu. Þið ættuð að skammast ykkar. Eitthvað verður að breytast. Fólk ætti ekki að vera að deyja út af þríþraut.“ Alþjóða þríþrautarsambandið sendi frá sér tilkynningu og vottaði fjölskyldu og vinum mannanna samúð. Heimsmeistarar krýndir Þrátt fyrir andlátin var mótið klárað og varð ólympíumeistarinn Alex Yee heimsmeistari með því að ná þriðja sæti mótsins. Þetta er hans fyrsti heimsmeistaratitill. Yee kom inn í mótið með 428 stiga forskot á Frakkann Leo Bergere og vissi að það dygði að enda á meðal sex fremstu til að vinna heildarstigakeppnina. Hin franska Cassandre Beaugrand varð einnig heimsmeistari, eftir að hafa orðið ólympíumeistari í sumar. Beugrand var efst fyrir mótið á Spáni en vann þá keppni einnig, þrátt fyrir að villast af leið í 1.500 metra sundinu.
Þríþraut Andlát Mest lesið Vann hálft maraþon, fæddi barn og varð svo meistari í heilu maraþoni Sport Elísa langfyrst fyrir Magnús Mána: „Þessi dagur er fyrir hann“ Sport Reykjavíkurmaraþonið í beinni á Vísi Sport Magnaður sigur Dags í Vestratreyju: „Núna er bara stefnan sett á ÓL“ Sport Svekktur Íslandsmeistari: „Þetta var rosalega erfitt hlaup“ Sport Skelfileg mistök City og fullkomin byrjun Spurs Enski boltinn Öruggur sigur Arsenal á nýliðunum Enski boltinn Hjörvar fékk treyju með kveðju frá De Gea í beinni Fótbolti Sjáðu „fólkið frá þessum stað“ fagna í alvöru gæsahúðarmyndbandi Fótbolti Aurier í bann vegna lifrarbólgu Fótbolti Fleiri fréttir Yfirgaf æfingaferð Marseille í áfalli Tilfinningaþrungin stund þegar Magnús Máni kom í mark Keflvíkingar létu mörkunum rigna gegn Völsungi Í beinni: Levante - Barcelona | Börsungar í Valencia Þórsarar á toppinn Orðinn langþreyttur á glímunni við Útlendingastofnun Eze í treyju númer tíu og byrjar á stórleik við Liverpool Þrír leikir í enska: Draumabyrjun Outtara en gömlu félagarnir unnu líka Öruggur sigur Arsenal á nýliðunum Þróttur fær tvo tíma á toppnum og Fylkir úr fallsæti Íslenska tríóið grátlega nálægt titli Ronaldo þarf enn að bíða eftir titli þrátt fyrir tímamótamark Hjörvar fékk treyju með kveðju frá De Gea í beinni Skelfileg mistök City og fullkomin byrjun Spurs Valgeir fékk að spila og lagði strax upp í fyrsta sigrinum Vann hálft maraþon, fæddi barn og varð svo meistari í heilu maraþoni Svekktur Íslandsmeistari: „Þetta var rosalega erfitt hlaup“ Elísa langfyrst fyrir Magnús Mána: „Þessi dagur er fyrir hann“ Magnaður sigur Dags í Vestratreyju: „Núna er bara stefnan sett á ÓL“ Sjáðu „fólkið frá þessum stað“ fagna í alvöru gæsahúðarmyndbandi Aurier í bann vegna lifrarbólgu Myndaveisla frá sögulegri stund Vestra Reykjavíkurmaraþonið í beinni á Vísi Gat ekki skammað frænda því hann þurfti að fara upp á spítala Sjáðu markaveisluna hjá Chelsea í Austur-Lundúnum Dagskráin í dag: Enski boltinn á sviðið „Greenwood fékk annað tækifæri en ekki sonur minn“ Potter niðurlútur: „Ekki margt jákvætt“ „Það er æfing á morgun“ „Flottasta mark sem ég hef skorað á ferlinum“ Sjá meira