Tveir létust á HM í þríþraut Sindri Sverrisson skrifar 22. október 2024 10:03 Í þríþraut er keppt í sundi, hjólreiðum og hlaupi. Myndin tengist fréttinni óbeint. Getty Tvö andlát vörpuðu skugga á lokakeppni heimsmótaraðarinnar í þríþraut sem fram fór í Torremolinos á Spáni um helgina. Mennirnir sem létust voru meðal keppenda í eldri aldursflokkum. Annar þeirra var 57 ára gamall Breti en nafn hans hefur ekki verið gert opinbert. Hann mun hafa fengið hjartaáfall. Hinn var Roger Mas Colomer, 79 ára gamall Mexíkói. Þeir kepptu í hálfri þríþraut, þar sem synda þarf 750 metra, hjóla 20 kílómetra og hlaupa 5 kílómetra. Bandaríkjamaðurinn Branden Scheel, keppandi og þjálfari í þríþraut, var á Spáni og hefur gagnrýnt alþóðaþríþrautarsambandið og mótshaldara harðlega vegna andlátanna. „Þið ættuð að skammast ykkar“ „Algjörlega brjálaður. Við ættum ekki að vera að missa íþróttafólk vegna andvaraleysis. Standið ykkur betur @worldtriathlon, þetta var viðbjóðslegt að sjá,“ sagði Scheel í myndbandi á Instagram. „Ég var að koma frá keppninni. Ég vil bara segja, alþjóðaþríþrautarsamband, að þetta var einhver versta lífvarsla, mesta meðvitundarleysi og mesta samskiptaleysi sem ég hef orðið vitni að í keppni, nokkurn tímann,“ sagði Scheel og bætti við: „Þarna var eldri maður sem var augljóslega að kalla eftir hjálp, nokkur hundruð jördum frá endamarkinu. Allir á ströndinni sáu það og allir voru að kalla eftir því að einhver færi til hans. Sá sem var á kajaknum tók ekki eftir neinu, og reri í burtu. Ekkert „jet ski“ sjáanlegt. Eftir tuttugu mínútur af hjartahnoði fór ég. Þetta er versta lið sem ég hef séð að störfum í vatninu. Þið ættuð að skammast ykkar. Eitthvað verður að breytast. Fólk ætti ekki að vera að deyja út af þríþraut.“ Alþjóða þríþrautarsambandið sendi frá sér tilkynningu og vottaði fjölskyldu og vinum mannanna samúð. Heimsmeistarar krýndir Þrátt fyrir andlátin var mótið klárað og varð ólympíumeistarinn Alex Yee heimsmeistari með því að ná þriðja sæti mótsins. Þetta er hans fyrsti heimsmeistaratitill. Yee kom inn í mótið með 428 stiga forskot á Frakkann Leo Bergere og vissi að það dygði að enda á meðal sex fremstu til að vinna heildarstigakeppnina. Hin franska Cassandre Beaugrand varð einnig heimsmeistari, eftir að hafa orðið ólympíumeistari í sumar. Beugrand var efst fyrir mótið á Spáni en vann þá keppni einnig, þrátt fyrir að villast af leið í 1.500 metra sundinu. Þríþraut Andlát Mest lesið Líður alltaf yfir hana þegar hún kemur í mark Sport „Hefði séð eftir því alla ævi“ Íslenski boltinn Scholes hættir og setur einhverfan son sinn í fyrsta sætið Enski boltinn „Mjög sáttur með samninginn“ Íslenski boltinn „Hann ætti bara að skrifa afsökunarbiblíuna“ Körfubolti Þýskaland - Ísland | Máta sig við sveina Alfreðs Handbolti Rekinn fyrir ummæli sín um krabbameinssjúka handboltagoðsögn Handbolti Rúmar tvær milljónir í boði ef þú finnur hundinn hans Aarons Ramsey Fótbolti Hefur spilað 16 mínútur og fengið tvö rauð spjöld Enski boltinn Carrick í einkaviðtali: Sigurinn á Anfield stór stund fyrir Man. Utd Enski boltinn Fleiri fréttir Juventus ræður Spalletti út tímabilið Álftanes - Njarðvík | Heimamenn tapað tveimur í röð Keflavík - Þór Þ. | Stigalausir gestir í Blue-höllinni Valur - Grindavík | Eina liðið sem unnið hefur alla KR - ÍA | Langþráð kría á flugi Þýskaland - Ísland | Máta sig við sveina Alfreðs Tilkynnti um óléttu og nýjan samning á sama tíma Meistaradeildin skiptir um bjór og Heineken snýr sér að padel Aron Einar kominn á toppinn Patrekur hættur eftir dapurt gengi Stjörnunnar Tölur úr Bestu: Hallgrímur Mar bjó til langflest færi Íslandsmeistararnir frá því fyrir sextíu árum heiðursgestir í kvöld Góðvinur þáttarins meiddist illa og menn áttu erfitt með að horfa Hljóp hálft maraþon í Crocs og drakk úr skónum Fantasýn: „Þessi vörn er eitthvað skrímsli“ Scholes hættir og setur einhverfan son sinn í fyrsta sætið Rúmar tvær milljónir í boði ef þú finnur hundinn hans Aarons Ramsey Carrick í einkaviðtali: Sigurinn á Anfield stór stund fyrir Man. Utd Hefur spilað 16 mínútur og fengið tvö rauð spjöld Bættu Evrópumet AC Milan liðsins með Gullit og Van Basten innanborðs Slot: Engin auka pressa við þetta tap Real Madrid vill stórar skaðabætur frá UEFA „Hann ætti bara að skrifa afsökunarbiblíuna“ „Mjög sáttur með samninginn“ Heimsleikarnir í CrossFit 2026 klárast fyrir verslunarmannahelgina „Hefði séð eftir því alla ævi“ Rekinn fyrir ummæli sín um krabbameinssjúka handboltagoðsögn Magnús Már í viðræðum við HK Bað alla nema þjálfarann afsökunar Líður alltaf yfir hana þegar hún kemur í mark Sjá meira
Mennirnir sem létust voru meðal keppenda í eldri aldursflokkum. Annar þeirra var 57 ára gamall Breti en nafn hans hefur ekki verið gert opinbert. Hann mun hafa fengið hjartaáfall. Hinn var Roger Mas Colomer, 79 ára gamall Mexíkói. Þeir kepptu í hálfri þríþraut, þar sem synda þarf 750 metra, hjóla 20 kílómetra og hlaupa 5 kílómetra. Bandaríkjamaðurinn Branden Scheel, keppandi og þjálfari í þríþraut, var á Spáni og hefur gagnrýnt alþóðaþríþrautarsambandið og mótshaldara harðlega vegna andlátanna. „Þið ættuð að skammast ykkar“ „Algjörlega brjálaður. Við ættum ekki að vera að missa íþróttafólk vegna andvaraleysis. Standið ykkur betur @worldtriathlon, þetta var viðbjóðslegt að sjá,“ sagði Scheel í myndbandi á Instagram. „Ég var að koma frá keppninni. Ég vil bara segja, alþjóðaþríþrautarsamband, að þetta var einhver versta lífvarsla, mesta meðvitundarleysi og mesta samskiptaleysi sem ég hef orðið vitni að í keppni, nokkurn tímann,“ sagði Scheel og bætti við: „Þarna var eldri maður sem var augljóslega að kalla eftir hjálp, nokkur hundruð jördum frá endamarkinu. Allir á ströndinni sáu það og allir voru að kalla eftir því að einhver færi til hans. Sá sem var á kajaknum tók ekki eftir neinu, og reri í burtu. Ekkert „jet ski“ sjáanlegt. Eftir tuttugu mínútur af hjartahnoði fór ég. Þetta er versta lið sem ég hef séð að störfum í vatninu. Þið ættuð að skammast ykkar. Eitthvað verður að breytast. Fólk ætti ekki að vera að deyja út af þríþraut.“ Alþjóða þríþrautarsambandið sendi frá sér tilkynningu og vottaði fjölskyldu og vinum mannanna samúð. Heimsmeistarar krýndir Þrátt fyrir andlátin var mótið klárað og varð ólympíumeistarinn Alex Yee heimsmeistari með því að ná þriðja sæti mótsins. Þetta er hans fyrsti heimsmeistaratitill. Yee kom inn í mótið með 428 stiga forskot á Frakkann Leo Bergere og vissi að það dygði að enda á meðal sex fremstu til að vinna heildarstigakeppnina. Hin franska Cassandre Beaugrand varð einnig heimsmeistari, eftir að hafa orðið ólympíumeistari í sumar. Beugrand var efst fyrir mótið á Spáni en vann þá keppni einnig, þrátt fyrir að villast af leið í 1.500 metra sundinu.
Þríþraut Andlát Mest lesið Líður alltaf yfir hana þegar hún kemur í mark Sport „Hefði séð eftir því alla ævi“ Íslenski boltinn Scholes hættir og setur einhverfan son sinn í fyrsta sætið Enski boltinn „Mjög sáttur með samninginn“ Íslenski boltinn „Hann ætti bara að skrifa afsökunarbiblíuna“ Körfubolti Þýskaland - Ísland | Máta sig við sveina Alfreðs Handbolti Rekinn fyrir ummæli sín um krabbameinssjúka handboltagoðsögn Handbolti Rúmar tvær milljónir í boði ef þú finnur hundinn hans Aarons Ramsey Fótbolti Hefur spilað 16 mínútur og fengið tvö rauð spjöld Enski boltinn Carrick í einkaviðtali: Sigurinn á Anfield stór stund fyrir Man. Utd Enski boltinn Fleiri fréttir Juventus ræður Spalletti út tímabilið Álftanes - Njarðvík | Heimamenn tapað tveimur í röð Keflavík - Þór Þ. | Stigalausir gestir í Blue-höllinni Valur - Grindavík | Eina liðið sem unnið hefur alla KR - ÍA | Langþráð kría á flugi Þýskaland - Ísland | Máta sig við sveina Alfreðs Tilkynnti um óléttu og nýjan samning á sama tíma Meistaradeildin skiptir um bjór og Heineken snýr sér að padel Aron Einar kominn á toppinn Patrekur hættur eftir dapurt gengi Stjörnunnar Tölur úr Bestu: Hallgrímur Mar bjó til langflest færi Íslandsmeistararnir frá því fyrir sextíu árum heiðursgestir í kvöld Góðvinur þáttarins meiddist illa og menn áttu erfitt með að horfa Hljóp hálft maraþon í Crocs og drakk úr skónum Fantasýn: „Þessi vörn er eitthvað skrímsli“ Scholes hættir og setur einhverfan son sinn í fyrsta sætið Rúmar tvær milljónir í boði ef þú finnur hundinn hans Aarons Ramsey Carrick í einkaviðtali: Sigurinn á Anfield stór stund fyrir Man. Utd Hefur spilað 16 mínútur og fengið tvö rauð spjöld Bættu Evrópumet AC Milan liðsins með Gullit og Van Basten innanborðs Slot: Engin auka pressa við þetta tap Real Madrid vill stórar skaðabætur frá UEFA „Hann ætti bara að skrifa afsökunarbiblíuna“ „Mjög sáttur með samninginn“ Heimsleikarnir í CrossFit 2026 klárast fyrir verslunarmannahelgina „Hefði séð eftir því alla ævi“ Rekinn fyrir ummæli sín um krabbameinssjúka handboltagoðsögn Magnús Már í viðræðum við HK Bað alla nema þjálfarann afsökunar Líður alltaf yfir hana þegar hún kemur í mark Sjá meira