Hinn sautján ára Littler var að spila boxtölvuleik í beinni útsendingu þegar kvenmannsrödd heyrðist í bakgrunni.
„Ég ætla að reyna að fara að sofa því ég er svo þreytt,“ sagði konan.
Meðspilarar Littlers voru fljótir að kveikja og skutu á strákinn sem skildi ekkert af hverju hljóðið í leiknum var jafn hátt stillt og raun bar vitni.
Þrír mánuðir eru síðan Littler og fyrrverandi kærasta hans, Eloise Milburn, hættu saman eftir tíu mánaða samband.
Samband Littlers og Milburns vakti talsverða athygli, ekki síst vegna fjögurra ára aldursmunar á þeim. Áreitið var svo mikið að Littler þurfti að fá utanaðkomandi hjálp til að eyða neikvæðum og meiðandi athugasemdum af Instagram-síðu sinni.
Nú virðist Littler vera búinn að finna ástina á ný. Margt hefur gerst í lífi þessa unga manns síðan hann skaust upp á stjörnuhimininn á HM í pílukasti þar sem hann lenti í 2. sæti. Síðan þá hefur Littler unnið fjölmörg mót og klifið metorðastiga pílukastsins.