„Ég hef alveg trú á að við komumst í gegnum þetta“ Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 21. október 2024 22:08 Funi Sigurðsson, framkvæmdastjóri meðferðarsviðs Barna- og fjölskyldustofu. Vísir/Einar Meðferðarrýmum á Stuðlum fækkar úr sex í fjögur þegar starfsemi hefst að nýju á næstu dögum. Allir verkferlar verða yfirfarnir í kjölfar eldsvoða sem þar varð um helgina. Staðan er bæði þung og erfið segir framkvæmdastjóri. Fjöldi iðnaðarmanna var að störfum á Stuðlum í dag við viðgerðir og breytingar á húsnæði eftir alvarlegan bruna um helgina. Vonast er til þess að hægt verði að hefja starfsemi að nýju á allra næstu dögum. „Nú erum við í rauninni bara að reyna að gera húsið klárt þannig að við getum tekið við börnum. Það er verið að útbúa ný rými fyrir neyðarvistun og gera það klárt,“ segir Funi Sigurðsson, framkvæmdastjóri meðferðarsviðs Barna- og fjölskyldustofu. Meðal annars er verið að koma upp nýjum veggjum og setja upp öryggisbúnað. Ekki verður pláss fyrir eins marga í meðferð. „En við erum alla veganna að koma upp einhverju núna, það er svona það fyrsta sem við þurfum að gera. Meðferðardeildin hún minnkar í rauninni niður í fjögur pláss sem voru áður sex pláss til þess að við höfum meira rými í neyðarvistun. Þannig að við erum að reyna að aðlaga okkur að þessum nýja veruleika,“ segir Funi. Starfsfólk reyni að gera það besta úr þungri stöðu Sautján ára piltur lést í brunanum á laugardaginn sem enn er til rannsóknar. Funi segir ljóst að allir öryggis- og verkferlar verði yfirfarnir í kjölfar eldsvoðans. „Það er bara rannsókn í gangi og við fáum mögulega einhverjar ábendingar út frá því. En alltaf þegar einhverjir vondir hlutir gerast þá þarf að skoða allt,“ segir Funi. Börnum sem voru á Stuðlum um helgina var ýmist komið í annað úrræði að Vogi eða þeim ekið heim til foreldra í kjölfar brunans. Tvö þeirra struku að heiman í framhaldinu. Funi segir að taka hafi þurft hraðar ákvarðanir undir erfiðum kringumstæðum, en með hagsmuni barnanna að leiðarljósi. Mikið hafi mætt á bæði skjólstæðingum og starfsfólki að undanförnu. „Við vitum að við erum að gera okkar besta. Við vitum og ég veit að við erum með afskaplega fært og flott fólk sem er með hjartað á réttum stað. Þannig ég hef alveg trú á að við komumst í gegnum þetta, en þetta er bara þungt núna,“ segir Funi. Barnavernd Meðferðarheimili Málefni Stuðla Mest lesið Hugsi yfir ríflegum launahækkunum kennara Innlent Leggur til íslenskan her, leyniþjónustu og herskyldu Innlent Jakob Reynir Aftur reyndi aftur og fær að reyna aftur Innlent Brugðist við biðlaunum Ragnars Þórs: „Mesta bull sem ég hef heyrt“ Innlent Furðu lostin yfir bílaplani í grænmetisparadís Innlent Vilja að RÚV feti í fótspor Slóveníu Innlent Ragnar um biðlaun annars formanns: „Hvað gerir þessa gæðinga að svo miklu betri mönnum en okkur?“ Innlent „Að gera þetta svona rétt fyrir sauðburð þykir okkur mjög grimmilegt“ Innlent Engin röð á Læknavaktinni Innlent Lítil huggun í svörum sendiráðsins og íþróttafólki hótað lífstíðarbanni Innlent Fleiri fréttir Hefur ekki áhyggjur af því að launahækkanir valdi óróa Vonar að áfanginn leiði til þess að kennarar treysti stjórnvöldum á ný „Að gera þetta svona rétt fyrir sauðburð þykir okkur mjög grimmilegt“ Skoðaði staðsetningu stúlkunnar hátt í 150 sinnum fyrir árásina Flokkur fólksins á niðurleið Flugbrautin opnuð á ný Þjófurinn reyndist sofandi inn á baði Sögulegur samningur og Flokkur fólksins á niðurleið Ragnar um biðlaun annars formanns: „Hvað gerir þessa gæðinga að svo miklu betri mönnum en okkur?“ Bein útsending: Öryggismál í öndvegi Bæjarskrifstofan snýr aftur til Grindavíkur Brugðist við biðlaunum Ragnars Þórs: „Mesta bull sem ég hef heyrt“ Furðu lostin yfir bílaplani í grænmetisparadís Tekur varaformannsslaginn Jakob Reynir Aftur reyndi aftur og fær að reyna aftur Ráðist í skipulagsbreytingar og þremur sagt upp Hugsi yfir ríflegum launahækkunum kennara Kátt á hjalla í Karphúsinu í gærkvöldi Leggjast aftur yfir myndefnið Leggur til íslenskan her, leyniþjónustu og herskyldu Vilja hvalkjöt af matseðlinum Lítil huggun í svörum sendiráðsins og íþróttafólki hótað lífstíðarbanni Handtökur vegna nágrannaerja og slagsmála í miðbænum Nágranni vill banna kylfingum að nota veginn að Bakkakotsvelli Vilja að RÚV feti í fótspor Slóveníu „Þetta er bara það sem aðrir hópar hjá okkur hafa fengið í gegnum tíðina“ Ógeðslega stoltur af kennurum Einróma samþykki og borgarstjóri í skýjunum Kjarasamningur kennara í höfn Engin röð á Læknavaktinni Sjá meira
Fjöldi iðnaðarmanna var að störfum á Stuðlum í dag við viðgerðir og breytingar á húsnæði eftir alvarlegan bruna um helgina. Vonast er til þess að hægt verði að hefja starfsemi að nýju á allra næstu dögum. „Nú erum við í rauninni bara að reyna að gera húsið klárt þannig að við getum tekið við börnum. Það er verið að útbúa ný rými fyrir neyðarvistun og gera það klárt,“ segir Funi Sigurðsson, framkvæmdastjóri meðferðarsviðs Barna- og fjölskyldustofu. Meðal annars er verið að koma upp nýjum veggjum og setja upp öryggisbúnað. Ekki verður pláss fyrir eins marga í meðferð. „En við erum alla veganna að koma upp einhverju núna, það er svona það fyrsta sem við þurfum að gera. Meðferðardeildin hún minnkar í rauninni niður í fjögur pláss sem voru áður sex pláss til þess að við höfum meira rými í neyðarvistun. Þannig að við erum að reyna að aðlaga okkur að þessum nýja veruleika,“ segir Funi. Starfsfólk reyni að gera það besta úr þungri stöðu Sautján ára piltur lést í brunanum á laugardaginn sem enn er til rannsóknar. Funi segir ljóst að allir öryggis- og verkferlar verði yfirfarnir í kjölfar eldsvoðans. „Það er bara rannsókn í gangi og við fáum mögulega einhverjar ábendingar út frá því. En alltaf þegar einhverjir vondir hlutir gerast þá þarf að skoða allt,“ segir Funi. Börnum sem voru á Stuðlum um helgina var ýmist komið í annað úrræði að Vogi eða þeim ekið heim til foreldra í kjölfar brunans. Tvö þeirra struku að heiman í framhaldinu. Funi segir að taka hafi þurft hraðar ákvarðanir undir erfiðum kringumstæðum, en með hagsmuni barnanna að leiðarljósi. Mikið hafi mætt á bæði skjólstæðingum og starfsfólki að undanförnu. „Við vitum að við erum að gera okkar besta. Við vitum og ég veit að við erum með afskaplega fært og flott fólk sem er með hjartað á réttum stað. Þannig ég hef alveg trú á að við komumst í gegnum þetta, en þetta er bara þungt núna,“ segir Funi.
Barnavernd Meðferðarheimili Málefni Stuðla Mest lesið Hugsi yfir ríflegum launahækkunum kennara Innlent Leggur til íslenskan her, leyniþjónustu og herskyldu Innlent Jakob Reynir Aftur reyndi aftur og fær að reyna aftur Innlent Brugðist við biðlaunum Ragnars Þórs: „Mesta bull sem ég hef heyrt“ Innlent Furðu lostin yfir bílaplani í grænmetisparadís Innlent Vilja að RÚV feti í fótspor Slóveníu Innlent Ragnar um biðlaun annars formanns: „Hvað gerir þessa gæðinga að svo miklu betri mönnum en okkur?“ Innlent „Að gera þetta svona rétt fyrir sauðburð þykir okkur mjög grimmilegt“ Innlent Engin röð á Læknavaktinni Innlent Lítil huggun í svörum sendiráðsins og íþróttafólki hótað lífstíðarbanni Innlent Fleiri fréttir Hefur ekki áhyggjur af því að launahækkanir valdi óróa Vonar að áfanginn leiði til þess að kennarar treysti stjórnvöldum á ný „Að gera þetta svona rétt fyrir sauðburð þykir okkur mjög grimmilegt“ Skoðaði staðsetningu stúlkunnar hátt í 150 sinnum fyrir árásina Flokkur fólksins á niðurleið Flugbrautin opnuð á ný Þjófurinn reyndist sofandi inn á baði Sögulegur samningur og Flokkur fólksins á niðurleið Ragnar um biðlaun annars formanns: „Hvað gerir þessa gæðinga að svo miklu betri mönnum en okkur?“ Bein útsending: Öryggismál í öndvegi Bæjarskrifstofan snýr aftur til Grindavíkur Brugðist við biðlaunum Ragnars Þórs: „Mesta bull sem ég hef heyrt“ Furðu lostin yfir bílaplani í grænmetisparadís Tekur varaformannsslaginn Jakob Reynir Aftur reyndi aftur og fær að reyna aftur Ráðist í skipulagsbreytingar og þremur sagt upp Hugsi yfir ríflegum launahækkunum kennara Kátt á hjalla í Karphúsinu í gærkvöldi Leggjast aftur yfir myndefnið Leggur til íslenskan her, leyniþjónustu og herskyldu Vilja hvalkjöt af matseðlinum Lítil huggun í svörum sendiráðsins og íþróttafólki hótað lífstíðarbanni Handtökur vegna nágrannaerja og slagsmála í miðbænum Nágranni vill banna kylfingum að nota veginn að Bakkakotsvelli Vilja að RÚV feti í fótspor Slóveníu „Þetta er bara það sem aðrir hópar hjá okkur hafa fengið í gegnum tíðina“ Ógeðslega stoltur af kennurum Einróma samþykki og borgarstjóri í skýjunum Kjarasamningur kennara í höfn Engin röð á Læknavaktinni Sjá meira
Ragnar um biðlaun annars formanns: „Hvað gerir þessa gæðinga að svo miklu betri mönnum en okkur?“ Innlent
Ragnar um biðlaun annars formanns: „Hvað gerir þessa gæðinga að svo miklu betri mönnum en okkur?“ Innlent