„Ég hef alveg trú á að við komumst í gegnum þetta“ Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 21. október 2024 22:08 Funi Sigurðsson, framkvæmdastjóri meðferðarsviðs Barna- og fjölskyldustofu. Vísir/Einar Meðferðarrýmum á Stuðlum fækkar úr sex í fjögur þegar starfsemi hefst að nýju á næstu dögum. Allir verkferlar verða yfirfarnir í kjölfar eldsvoða sem þar varð um helgina. Staðan er bæði þung og erfið segir framkvæmdastjóri. Fjöldi iðnaðarmanna var að störfum á Stuðlum í dag við viðgerðir og breytingar á húsnæði eftir alvarlegan bruna um helgina. Vonast er til þess að hægt verði að hefja starfsemi að nýju á allra næstu dögum. „Nú erum við í rauninni bara að reyna að gera húsið klárt þannig að við getum tekið við börnum. Það er verið að útbúa ný rými fyrir neyðarvistun og gera það klárt,“ segir Funi Sigurðsson, framkvæmdastjóri meðferðarsviðs Barna- og fjölskyldustofu. Meðal annars er verið að koma upp nýjum veggjum og setja upp öryggisbúnað. Ekki verður pláss fyrir eins marga í meðferð. „En við erum alla veganna að koma upp einhverju núna, það er svona það fyrsta sem við þurfum að gera. Meðferðardeildin hún minnkar í rauninni niður í fjögur pláss sem voru áður sex pláss til þess að við höfum meira rými í neyðarvistun. Þannig að við erum að reyna að aðlaga okkur að þessum nýja veruleika,“ segir Funi. Starfsfólk reyni að gera það besta úr þungri stöðu Sautján ára piltur lést í brunanum á laugardaginn sem enn er til rannsóknar. Funi segir ljóst að allir öryggis- og verkferlar verði yfirfarnir í kjölfar eldsvoðans. „Það er bara rannsókn í gangi og við fáum mögulega einhverjar ábendingar út frá því. En alltaf þegar einhverjir vondir hlutir gerast þá þarf að skoða allt,“ segir Funi. Börnum sem voru á Stuðlum um helgina var ýmist komið í annað úrræði að Vogi eða þeim ekið heim til foreldra í kjölfar brunans. Tvö þeirra struku að heiman í framhaldinu. Funi segir að taka hafi þurft hraðar ákvarðanir undir erfiðum kringumstæðum, en með hagsmuni barnanna að leiðarljósi. Mikið hafi mætt á bæði skjólstæðingum og starfsfólki að undanförnu. „Við vitum að við erum að gera okkar besta. Við vitum og ég veit að við erum með afskaplega fært og flott fólk sem er með hjartað á réttum stað. Þannig ég hef alveg trú á að við komumst í gegnum þetta, en þetta er bara þungt núna,“ segir Funi. Barnavernd Meðferðarheimili Málefni Stuðla Mest lesið Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar Innlent Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent „Já, líklega hef ég verið undrabarn“ Innlent Áslaug ætlar í formanninn Innlent Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Innlent Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Innlent Enginn megi vera krýndur formaður Innlent Byssumaðurinn hafi miðað á aðra í hópnum Innlent Musk birtist óvænt og ávarpaði samkomu fjarhægrimanna Erlent Þarf að taka fjölskylduna inn í myndina Innlent Fleiri fréttir Kærði lögregluna en málið ekki rannsakað af öðrum en lögreglunni Borgarstjóri tók við tæplega 3000 undirskriftum vegna Álfabakka Ráðherra hringdi í skólastjóra vegna týnds skópars Kristrún upplýst um fundinn með skömmum fyrirvara Óhapp á Reykjavíkurflugvelli og flugbraut lokað Óvíst hvenær fundað verður aftur Engin leit í gangi að leðurblökunni Styrkjamálið vindur upp á sig Þáðu líka styrk án réttrar skráningar Gerði ekki samkomulag við Þórdísi um formannsframboðið Vísir á vettvangi: Formannsefnið sem á „erindi við breiddina, en ekki bara Mjóddina“ Fann að eitthvað væri á seyði þegar hann skoðaði efnin Bíða þess að samningur um neyslurými verði endurnýjaður Notendur ADHD-lyfja aldrei fleiri og kostnaðurinn aldrei meiri Neitaði að yfirgefa öldurhús og sparkaði í lögreglumann „Það eru mikil tíðindi að verða í íslenskum stjórnmálum“ Leðurblaka flögrar um Hlíðarnar Harður árekstur á Miklubraut Ekkert ökklaband fyrir brot á nálgunarbanni þrátt fyrir fyrirmæli ríkissaksóknara Áslaug hafi þennan „x-factor“ Laugin muni ekki opna fyrr en í fyrsta lagi seinnipart mánudags Eldur á Álfhólsvegi Ekkert bólar á ökklaböndum og nýir tímar hjá Sjálfstæðisflokknum Ekki ákveðið hvort hún ætli í varaformanninn ef hún tapar Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar „Afar miður“ að sjá breytta afstöðu Bandaríkjanna í hinseginmálum Fimmtungsfjölgun íbúa í Vogum á síðasta ári Hefð fyrir ungum formönnum en ekki konum Áslaug ætlar í formanninn Fimmtánfalda sekt fyrir vopnaburð á almannafæri Sjá meira
Fjöldi iðnaðarmanna var að störfum á Stuðlum í dag við viðgerðir og breytingar á húsnæði eftir alvarlegan bruna um helgina. Vonast er til þess að hægt verði að hefja starfsemi að nýju á allra næstu dögum. „Nú erum við í rauninni bara að reyna að gera húsið klárt þannig að við getum tekið við börnum. Það er verið að útbúa ný rými fyrir neyðarvistun og gera það klárt,“ segir Funi Sigurðsson, framkvæmdastjóri meðferðarsviðs Barna- og fjölskyldustofu. Meðal annars er verið að koma upp nýjum veggjum og setja upp öryggisbúnað. Ekki verður pláss fyrir eins marga í meðferð. „En við erum alla veganna að koma upp einhverju núna, það er svona það fyrsta sem við þurfum að gera. Meðferðardeildin hún minnkar í rauninni niður í fjögur pláss sem voru áður sex pláss til þess að við höfum meira rými í neyðarvistun. Þannig að við erum að reyna að aðlaga okkur að þessum nýja veruleika,“ segir Funi. Starfsfólk reyni að gera það besta úr þungri stöðu Sautján ára piltur lést í brunanum á laugardaginn sem enn er til rannsóknar. Funi segir ljóst að allir öryggis- og verkferlar verði yfirfarnir í kjölfar eldsvoðans. „Það er bara rannsókn í gangi og við fáum mögulega einhverjar ábendingar út frá því. En alltaf þegar einhverjir vondir hlutir gerast þá þarf að skoða allt,“ segir Funi. Börnum sem voru á Stuðlum um helgina var ýmist komið í annað úrræði að Vogi eða þeim ekið heim til foreldra í kjölfar brunans. Tvö þeirra struku að heiman í framhaldinu. Funi segir að taka hafi þurft hraðar ákvarðanir undir erfiðum kringumstæðum, en með hagsmuni barnanna að leiðarljósi. Mikið hafi mætt á bæði skjólstæðingum og starfsfólki að undanförnu. „Við vitum að við erum að gera okkar besta. Við vitum og ég veit að við erum með afskaplega fært og flott fólk sem er með hjartað á réttum stað. Þannig ég hef alveg trú á að við komumst í gegnum þetta, en þetta er bara þungt núna,“ segir Funi.
Barnavernd Meðferðarheimili Málefni Stuðla Mest lesið Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar Innlent Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent „Já, líklega hef ég verið undrabarn“ Innlent Áslaug ætlar í formanninn Innlent Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Innlent Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Innlent Enginn megi vera krýndur formaður Innlent Byssumaðurinn hafi miðað á aðra í hópnum Innlent Musk birtist óvænt og ávarpaði samkomu fjarhægrimanna Erlent Þarf að taka fjölskylduna inn í myndina Innlent Fleiri fréttir Kærði lögregluna en málið ekki rannsakað af öðrum en lögreglunni Borgarstjóri tók við tæplega 3000 undirskriftum vegna Álfabakka Ráðherra hringdi í skólastjóra vegna týnds skópars Kristrún upplýst um fundinn með skömmum fyrirvara Óhapp á Reykjavíkurflugvelli og flugbraut lokað Óvíst hvenær fundað verður aftur Engin leit í gangi að leðurblökunni Styrkjamálið vindur upp á sig Þáðu líka styrk án réttrar skráningar Gerði ekki samkomulag við Þórdísi um formannsframboðið Vísir á vettvangi: Formannsefnið sem á „erindi við breiddina, en ekki bara Mjóddina“ Fann að eitthvað væri á seyði þegar hann skoðaði efnin Bíða þess að samningur um neyslurými verði endurnýjaður Notendur ADHD-lyfja aldrei fleiri og kostnaðurinn aldrei meiri Neitaði að yfirgefa öldurhús og sparkaði í lögreglumann „Það eru mikil tíðindi að verða í íslenskum stjórnmálum“ Leðurblaka flögrar um Hlíðarnar Harður árekstur á Miklubraut Ekkert ökklaband fyrir brot á nálgunarbanni þrátt fyrir fyrirmæli ríkissaksóknara Áslaug hafi þennan „x-factor“ Laugin muni ekki opna fyrr en í fyrsta lagi seinnipart mánudags Eldur á Álfhólsvegi Ekkert bólar á ökklaböndum og nýir tímar hjá Sjálfstæðisflokknum Ekki ákveðið hvort hún ætli í varaformanninn ef hún tapar Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar „Afar miður“ að sjá breytta afstöðu Bandaríkjanna í hinseginmálum Fimmtungsfjölgun íbúa í Vogum á síðasta ári Hefð fyrir ungum formönnum en ekki konum Áslaug ætlar í formanninn Fimmtánfalda sekt fyrir vopnaburð á almannafæri Sjá meira
Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent
Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent