Bar fram samsæriskenningar á fyrsta kosningafundinum Samúel Karl Ólason skrifar 18. október 2024 14:21 Elon Musk á sviði í Pennsylvaníu í gær. AP/Matt Rourke Elon Musk, einn auðugasti maður heims, bar í gær upp gamlar og ósannar samsæriskenningar um kosningasvik í forsetakosningunum 2020. Það gerði hann á kosningafundi fyrir Donald Trump í Pennsylvaníu og gaf hann meðal annars til kynna að kosningavélar Dominion Voting Systems hefðu verið notuð til kosningasvika. Dominion framleiðir kosningavélar sem eru notaðar víða í Bandaríkjunum en margar samsæriskenningar beindust að fyrirtækinu eftir kosningarnar 2020 og höfðaði fyrirtækið mál gegn ýmsu fólki og fjölmiðlum sem dreifðu þeim. Margar af ásökunum um kosningasvindl sem beindust að Dominion sneru meðal annars að því að vélar fyrirtækisins hefðu verið forritaðar til að breyta atkvæðum sem Trump fékk í atkvæði til Bidens. Dreifing þessarar samsæriskenninga kostaði Fox News meira en hundrað milljarða króna, eftir að Dominion höfðaði mál gegn fjölmiðlafyrirtækinu. Dómskjöl sýndu fram á að starfsmenn og yfirmenn Fox vissu að kosningasvindl hefði ekki átt sér stað en héldu því samt ítrekað á lofti. Bandamenn Trumps höfðuðu fjölda mála vegna meints kosningasvindls 2020 en nánast öllum þeirra var vísað frá og ekkert þeirra skilaði árangri. Rannsóknir hafa ítrekað sýnt fram á að umfangsmikið kosningasvindl átti sér ekki stað í kosningunum. Heilt yfir eru kosningasvik mjög sjaldgæf í Bandaríkjunum, samkvæmt sérfræðingum, og yfirleitt þegar það á sér stað kemst upp um það. Á áðurnefndum kosningafundi í skóla í úthverfi Philadeilhia í gærkvöldi, sem var fyrsti kosningafundurinn þar sem Musk var einn á sviði, nefndi auðjöfurinn nokkrar samsæriskenningar á sviði, þegar maður í salnum spurði hann út í kosningasvindl. Þá hélt Musk því fram að þegar kæmi að utankjörfundaratkvæðum væri mjög erfitt að sanna kosningasvindl, og að kjósendur þyrftu ekki að sanna að þeir væru ríkisborgarar Bandaríkjanna. Hvorugt er rétt. „Það voru nokkuð undarlegir hlutir sem gerðust, sem voru tölfræðilega ótrúlega ólíklegir,“ sagði Musk, samkvæmt frétt CNN. Þá nefndi hann vélar Dominion og hélt því fram að þær hefðu eingöngu verið notaðar í Philadelphia og í Maricopa-sýslu í Arizona og í mjög fáum öðrum sýslum Bandaríkjanna. „Virðist það ekki heljarinnar tilviljun?“ spurði Musk. Í yfirlýsingu frá Dominion segir að fyrirtækið hafi ekki gert út vélar í Philadelphia og þar að auki sé alltaf pappírsslóð með atkvæðum sem greidd eru gegnum vélar fyrirtækisins. Talningar og rannsóknir hafi ítrekað sýnt fram á að vélarnar skili réttum niðurstöðum. „Þetta eru staðreyndir.“ Reuters hefur einnig sagt frá því að vélar Dominion voru notaðar í að minnsta kosti 24 ríkjum Bandaríkjanna árið 2020. Þá hafa embættismenn úr báðum flokkum í bæði Pennnsylvaníu og Arizona ítrekað sagt að niðurstöður kosninganna í ríkjunum árið 2020 hafi verið réttar. Joe Biden sigraði Trump í báðum. Samkvæmt frétt NBC News talaði Musk einnig um að eingöngu ætti að notast við kjörseðla úr pappír í Bandaríkjunum. Tölvum væri ekki treystandi. Á öðrum tímapunkti hélt Musk því fram að Kamölu Harris, mótframbjóðanda Trumps, væri stjórnað úr skuggunum af óþekktum hópi fólks. Bandaríkin Forsetakosningar í Bandaríkjunum 2024 Donald Trump Kamala Harris Elon Musk Tengdar fréttir Mætti á Fox í gær og á í viðræðum um viðtal við Rogan Kamala Harris, varaforseti Bandaríkjanna og forsetaefni Demókrataflokksins, var til viðtals á Fox News í gær og sitt sýnist hverjum um hvernig hún stóð sig. 17. október 2024 10:41 Lagði Trump til 10 milljarða króna á þremur mánuðum Auðjöfurinn Elon Musk gaf 75 milljónir dala, jafnvirði rúmlega 10 milljarða króna, í kosningasjóðinn America PAC á aðeins þremur mánuðum, sem fjármagnar aðgerðir til að fá kjósendur Donald Trump á kjörstað í barátturíkjunum sjö. 16. október 2024 07:09 Kosningafundur breyttist í undarlegt diskótek Kosningafundur Donalds Trump, fyrrverandi forseta Bandaríkjanna, í Pennsylvaníu í gær breyttist í einhverskonar diskótek eftir að huga þurfti að tveimur áhorfendum í salnum. Í stað þess að svara spurningum úr sal, eins og til stóð, lét Trump spila tónlist í tæpar fjörutíu mínútur á meðan hann stóð á sviðinu og vaggaði sér. 15. október 2024 11:40 Mest lesið Mótmælendur lokuðu veginum að Bláa lóninu Innlent Tekur U-beygju og kallar stuðningsmenn sína aumingja Erlent Grunur um að maður hafi kveikt í húsi í Reykjanesbæ Innlent Átta börn fædd úr erfðaefni þriggja einstaklinga til að fyrirbyggja sjúkdóma Erlent Von der Leyen dásamaði útsýnið á Reykjavíkurflugvelli Innlent Félag eldri borgara vildi bygginguna nær lóðarmörkunum Innlent Ætlar ekki að þegja til að láta fordómafullu fólki líða betur Innlent Ásthildur bendir strandveiðimönnum á minnihlutann Innlent Segir ferðaþjónustunni mismunað og efnir til mótmæla Innlent Dregið úr virkni en virðist enn gjósa í um tíu gígum Innlent Fleiri fréttir Saksóknari í Epstein-málinu látinn taka pokann sinn Borgarstjóri Istanbúl í tuttugu mánaða fangelsi Tugir látnir eftir eldsvoða í verslunarmiðstöð Átta börn fædd úr erfðaefni þriggja einstaklinga til að fyrirbyggja sjúkdóma Tekur U-beygju og kallar stuðningsmenn sína aumingja Aðalsvið Tomorrowland brann til kaldra kola Ísrael sprengir í Sýrlandi: Þrír látnir og tugir særðir Fimm glæpamenn fluttir frá Bandaríkjunum til Esvatíní Handtekin fyrir að stunda kynlíf með munkum og kúga af þeim fé Að ráðast, eða ráðast ekki, á Moskvu Leggur til að frídögum verði fækkað um tvo Hyggst ekki segja af sér þrátt fyrir reiði vegna Epstein-listans Pútín lætur sér fátt um finnast Ekkja Navalní mótmælir tónleikum „náins vinar“ Pútín Leynd aflétt af leynilegri áætlun um móttöku Afgana Fyrirætlanir um búðir í Rafah vekja ágreining Rússar virðast hafa litlar áhyggjur af hótunum Trump Hótar Pútín með tollum ef friður næst ekki á fimmtíu dögum Uppgröftur að hefjast þar sem allt að 800 börn voru jarðsett Trump segir Pútín hafa komið sér á óvart „Tæknivilla“ hafi valdið árás á fólk sem var að sækja sér vatn Segjast hafa „útrýmt“ banamönnum ofurstans Gisèle Pelicot sæmd æðstu heiðursorðu Frakka Hvetja foreldra til að bólusetja börnin sín eftir andlát vegna mislinga Reyna aftur að sigla til Gasa Veita yfirráðasvæði Frakklands meira sjálfstæði Kim lofar Rússum „skilyrðislausum stuðningi“ Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Fjórir látnir eftir gríðarstóra loftárás Slökkt á eldsneytisflæði rétt eftir flugtak og ruglingur milli flugmanna Sjá meira
Dominion framleiðir kosningavélar sem eru notaðar víða í Bandaríkjunum en margar samsæriskenningar beindust að fyrirtækinu eftir kosningarnar 2020 og höfðaði fyrirtækið mál gegn ýmsu fólki og fjölmiðlum sem dreifðu þeim. Margar af ásökunum um kosningasvindl sem beindust að Dominion sneru meðal annars að því að vélar fyrirtækisins hefðu verið forritaðar til að breyta atkvæðum sem Trump fékk í atkvæði til Bidens. Dreifing þessarar samsæriskenninga kostaði Fox News meira en hundrað milljarða króna, eftir að Dominion höfðaði mál gegn fjölmiðlafyrirtækinu. Dómskjöl sýndu fram á að starfsmenn og yfirmenn Fox vissu að kosningasvindl hefði ekki átt sér stað en héldu því samt ítrekað á lofti. Bandamenn Trumps höfðuðu fjölda mála vegna meints kosningasvindls 2020 en nánast öllum þeirra var vísað frá og ekkert þeirra skilaði árangri. Rannsóknir hafa ítrekað sýnt fram á að umfangsmikið kosningasvindl átti sér ekki stað í kosningunum. Heilt yfir eru kosningasvik mjög sjaldgæf í Bandaríkjunum, samkvæmt sérfræðingum, og yfirleitt þegar það á sér stað kemst upp um það. Á áðurnefndum kosningafundi í skóla í úthverfi Philadeilhia í gærkvöldi, sem var fyrsti kosningafundurinn þar sem Musk var einn á sviði, nefndi auðjöfurinn nokkrar samsæriskenningar á sviði, þegar maður í salnum spurði hann út í kosningasvindl. Þá hélt Musk því fram að þegar kæmi að utankjörfundaratkvæðum væri mjög erfitt að sanna kosningasvindl, og að kjósendur þyrftu ekki að sanna að þeir væru ríkisborgarar Bandaríkjanna. Hvorugt er rétt. „Það voru nokkuð undarlegir hlutir sem gerðust, sem voru tölfræðilega ótrúlega ólíklegir,“ sagði Musk, samkvæmt frétt CNN. Þá nefndi hann vélar Dominion og hélt því fram að þær hefðu eingöngu verið notaðar í Philadelphia og í Maricopa-sýslu í Arizona og í mjög fáum öðrum sýslum Bandaríkjanna. „Virðist það ekki heljarinnar tilviljun?“ spurði Musk. Í yfirlýsingu frá Dominion segir að fyrirtækið hafi ekki gert út vélar í Philadelphia og þar að auki sé alltaf pappírsslóð með atkvæðum sem greidd eru gegnum vélar fyrirtækisins. Talningar og rannsóknir hafi ítrekað sýnt fram á að vélarnar skili réttum niðurstöðum. „Þetta eru staðreyndir.“ Reuters hefur einnig sagt frá því að vélar Dominion voru notaðar í að minnsta kosti 24 ríkjum Bandaríkjanna árið 2020. Þá hafa embættismenn úr báðum flokkum í bæði Pennnsylvaníu og Arizona ítrekað sagt að niðurstöður kosninganna í ríkjunum árið 2020 hafi verið réttar. Joe Biden sigraði Trump í báðum. Samkvæmt frétt NBC News talaði Musk einnig um að eingöngu ætti að notast við kjörseðla úr pappír í Bandaríkjunum. Tölvum væri ekki treystandi. Á öðrum tímapunkti hélt Musk því fram að Kamölu Harris, mótframbjóðanda Trumps, væri stjórnað úr skuggunum af óþekktum hópi fólks.
Bandaríkin Forsetakosningar í Bandaríkjunum 2024 Donald Trump Kamala Harris Elon Musk Tengdar fréttir Mætti á Fox í gær og á í viðræðum um viðtal við Rogan Kamala Harris, varaforseti Bandaríkjanna og forsetaefni Demókrataflokksins, var til viðtals á Fox News í gær og sitt sýnist hverjum um hvernig hún stóð sig. 17. október 2024 10:41 Lagði Trump til 10 milljarða króna á þremur mánuðum Auðjöfurinn Elon Musk gaf 75 milljónir dala, jafnvirði rúmlega 10 milljarða króna, í kosningasjóðinn America PAC á aðeins þremur mánuðum, sem fjármagnar aðgerðir til að fá kjósendur Donald Trump á kjörstað í barátturíkjunum sjö. 16. október 2024 07:09 Kosningafundur breyttist í undarlegt diskótek Kosningafundur Donalds Trump, fyrrverandi forseta Bandaríkjanna, í Pennsylvaníu í gær breyttist í einhverskonar diskótek eftir að huga þurfti að tveimur áhorfendum í salnum. Í stað þess að svara spurningum úr sal, eins og til stóð, lét Trump spila tónlist í tæpar fjörutíu mínútur á meðan hann stóð á sviðinu og vaggaði sér. 15. október 2024 11:40 Mest lesið Mótmælendur lokuðu veginum að Bláa lóninu Innlent Tekur U-beygju og kallar stuðningsmenn sína aumingja Erlent Grunur um að maður hafi kveikt í húsi í Reykjanesbæ Innlent Átta börn fædd úr erfðaefni þriggja einstaklinga til að fyrirbyggja sjúkdóma Erlent Von der Leyen dásamaði útsýnið á Reykjavíkurflugvelli Innlent Félag eldri borgara vildi bygginguna nær lóðarmörkunum Innlent Ætlar ekki að þegja til að láta fordómafullu fólki líða betur Innlent Ásthildur bendir strandveiðimönnum á minnihlutann Innlent Segir ferðaþjónustunni mismunað og efnir til mótmæla Innlent Dregið úr virkni en virðist enn gjósa í um tíu gígum Innlent Fleiri fréttir Saksóknari í Epstein-málinu látinn taka pokann sinn Borgarstjóri Istanbúl í tuttugu mánaða fangelsi Tugir látnir eftir eldsvoða í verslunarmiðstöð Átta börn fædd úr erfðaefni þriggja einstaklinga til að fyrirbyggja sjúkdóma Tekur U-beygju og kallar stuðningsmenn sína aumingja Aðalsvið Tomorrowland brann til kaldra kola Ísrael sprengir í Sýrlandi: Þrír látnir og tugir særðir Fimm glæpamenn fluttir frá Bandaríkjunum til Esvatíní Handtekin fyrir að stunda kynlíf með munkum og kúga af þeim fé Að ráðast, eða ráðast ekki, á Moskvu Leggur til að frídögum verði fækkað um tvo Hyggst ekki segja af sér þrátt fyrir reiði vegna Epstein-listans Pútín lætur sér fátt um finnast Ekkja Navalní mótmælir tónleikum „náins vinar“ Pútín Leynd aflétt af leynilegri áætlun um móttöku Afgana Fyrirætlanir um búðir í Rafah vekja ágreining Rússar virðast hafa litlar áhyggjur af hótunum Trump Hótar Pútín með tollum ef friður næst ekki á fimmtíu dögum Uppgröftur að hefjast þar sem allt að 800 börn voru jarðsett Trump segir Pútín hafa komið sér á óvart „Tæknivilla“ hafi valdið árás á fólk sem var að sækja sér vatn Segjast hafa „útrýmt“ banamönnum ofurstans Gisèle Pelicot sæmd æðstu heiðursorðu Frakka Hvetja foreldra til að bólusetja börnin sín eftir andlát vegna mislinga Reyna aftur að sigla til Gasa Veita yfirráðasvæði Frakklands meira sjálfstæði Kim lofar Rússum „skilyrðislausum stuðningi“ Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Fjórir látnir eftir gríðarstóra loftárás Slökkt á eldsneytisflæði rétt eftir flugtak og ruglingur milli flugmanna Sjá meira
Mætti á Fox í gær og á í viðræðum um viðtal við Rogan Kamala Harris, varaforseti Bandaríkjanna og forsetaefni Demókrataflokksins, var til viðtals á Fox News í gær og sitt sýnist hverjum um hvernig hún stóð sig. 17. október 2024 10:41
Lagði Trump til 10 milljarða króna á þremur mánuðum Auðjöfurinn Elon Musk gaf 75 milljónir dala, jafnvirði rúmlega 10 milljarða króna, í kosningasjóðinn America PAC á aðeins þremur mánuðum, sem fjármagnar aðgerðir til að fá kjósendur Donald Trump á kjörstað í barátturíkjunum sjö. 16. október 2024 07:09
Kosningafundur breyttist í undarlegt diskótek Kosningafundur Donalds Trump, fyrrverandi forseta Bandaríkjanna, í Pennsylvaníu í gær breyttist í einhverskonar diskótek eftir að huga þurfti að tveimur áhorfendum í salnum. Í stað þess að svara spurningum úr sal, eins og til stóð, lét Trump spila tónlist í tæpar fjörutíu mínútur á meðan hann stóð á sviðinu og vaggaði sér. 15. október 2024 11:40