Vill að rödd hins almenna launamanns heyrist á Alþingi Jakob Bjarnar og Kristín Ólafsdóttir skrifa 18. október 2024 11:32 Kristján Þórður, formaður Rafiðnaðarsambandsins, hefur ákveðið að gefa kost á sér á lista Samfylkingarinnar í öðru hvoru Reykjavíkurkjördæmanna. vísir/vilhelm Kristján Þórður Snæbjarnarson formaður Rafiðnaðarsambandsins ætlar að blanda sér í pólitíkina og gefur kost á sér í 2. sæti hjá Samfylkingunni í öðru Reykjavíkurkjördæmanna. Hvort þeirra? Kristján Þórður segir að það verði svo bara að koma á daginn hvernig uppstillingarnefnd hagi sínum störfum. „Það hefur mikill fjöldi komið að máli við mig. Það hefur verið ákall eftir því að málefni launafólks komist á dagskrá Alþingis. Rödd launafólks þarf að heyrast og hafa áhrif á okkar samfélag. Ég er iðnaðarmaður og þar er ákall um að okkar rödd heyrist og sé sterk,“ segir Kristján Þórður í samtali við fréttastofu. Hann segir ekki liggja fyrir hvort hann muni, ef til þess kemur, verða á lista í Reykjavík suður eða norður. Það sé uppstillinganefndar að eiga við. „Þetta kemur bratt til vegna þeirra aðstæðna sem nú eru uppi. Því hefur þetta gerst mjög hratt en þessi félagspólitík sem maður hefur starfað í á undanförnum árum hefur ýtt manni út í að velta þessum málum fyrir sér og að hafa meiri áhrif á samfélagið.“ Kristján segir að Samfylkingin hafi að undanförnu unnið markvisst að því að tengjast verkalýðshreyfingunni og hann ítrekar að miklu skipti að tengsl við hinn almenna launamann verði aukin. Og til þess horfi hann. Þó uppstillinganefnd sé að störfum þá er ljóst að einhver barátta verði um sætin en hvernig hún fari fram er óljóst. „Sko, nú fer þetta í hendur annarra að stilla upp á lista. Maður þarf að sjá hvað setur en margir horfa til þessara hluta. En ég tel tímapunktinn þannig að það þurfi að styrkja enn þessar tengingar.“ Alþingiskosningar 2024 Samfylkingin Reykjavíkurkjördæmi suður Reykjavíkurkjördæmi norður Mest lesið Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Innlent Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Erlent Hvar er opið á aðfangadag? Innlent Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Erlent Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Innlent Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Innlent Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Innlent Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Innlent Arion banki varar við svikaherferð Innlent Innflytjendamálin almenningi efst í huga Innlent Fleiri fréttir Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Maðurinn fundinn Sigríður Halldórsdóttir nýr ritstjóri Kastljóss Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Forsætisráðuneytið eyddi meiru í almannatengla í fyrra en í ár Inkalla snuð vegna of mikils magns BPA-plastefna Svanhildur Sif heiðruð Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Meðallaun upplýsingafulltrúa hækkuðu hlutfallslega mest Skötuilmurinn leggst yfir landið og Samkeppniseftirlitið ætlar að fylgjast vel með bensínverðinu Áfram auknar líkur á eldgosi Sektaður um hundruð þúsunda fyrir að sparka í hund Sjá meira
„Það hefur mikill fjöldi komið að máli við mig. Það hefur verið ákall eftir því að málefni launafólks komist á dagskrá Alþingis. Rödd launafólks þarf að heyrast og hafa áhrif á okkar samfélag. Ég er iðnaðarmaður og þar er ákall um að okkar rödd heyrist og sé sterk,“ segir Kristján Þórður í samtali við fréttastofu. Hann segir ekki liggja fyrir hvort hann muni, ef til þess kemur, verða á lista í Reykjavík suður eða norður. Það sé uppstillinganefndar að eiga við. „Þetta kemur bratt til vegna þeirra aðstæðna sem nú eru uppi. Því hefur þetta gerst mjög hratt en þessi félagspólitík sem maður hefur starfað í á undanförnum árum hefur ýtt manni út í að velta þessum málum fyrir sér og að hafa meiri áhrif á samfélagið.“ Kristján segir að Samfylkingin hafi að undanförnu unnið markvisst að því að tengjast verkalýðshreyfingunni og hann ítrekar að miklu skipti að tengsl við hinn almenna launamann verði aukin. Og til þess horfi hann. Þó uppstillinganefnd sé að störfum þá er ljóst að einhver barátta verði um sætin en hvernig hún fari fram er óljóst. „Sko, nú fer þetta í hendur annarra að stilla upp á lista. Maður þarf að sjá hvað setur en margir horfa til þessara hluta. En ég tel tímapunktinn þannig að það þurfi að styrkja enn þessar tengingar.“
Alþingiskosningar 2024 Samfylkingin Reykjavíkurkjördæmi suður Reykjavíkurkjördæmi norður Mest lesið Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Innlent Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Erlent Hvar er opið á aðfangadag? Innlent Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Erlent Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Innlent Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Innlent Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Innlent Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Innlent Arion banki varar við svikaherferð Innlent Innflytjendamálin almenningi efst í huga Innlent Fleiri fréttir Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Maðurinn fundinn Sigríður Halldórsdóttir nýr ritstjóri Kastljóss Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Forsætisráðuneytið eyddi meiru í almannatengla í fyrra en í ár Inkalla snuð vegna of mikils magns BPA-plastefna Svanhildur Sif heiðruð Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Meðallaun upplýsingafulltrúa hækkuðu hlutfallslega mest Skötuilmurinn leggst yfir landið og Samkeppniseftirlitið ætlar að fylgjast vel með bensínverðinu Áfram auknar líkur á eldgosi Sektaður um hundruð þúsunda fyrir að sparka í hund Sjá meira