Auðkýfingurinn ekki lengur grunaður um dauða eiginkonunnar Kjartan Kjartansson skrifar 18. október 2024 10:04 Tom Hagen var handtekinn og sakaður um morð á Anne-Elisabeth en málið hefur nú verið látið niður falla vegna skorts á sönnunargögnum. EPA/Torbjørn Olsen Saksóknarar í Noregi hafa fellt niður rannsókn á Tom Hagen, auðkýfingi, sem var sakaður um að myrða eiginkonu sína, Anne-Elisabeth Hagen. Engar sannanir hafi komið fram um að Hagen hafi borið ábyrgð á hvarfi hennar fyrir sex árum. Hagen hefur alla tíð neitað sök en aldrei hefur fundist tangur né tetur af eiginkonu hans. Í yfirlýsingu frá lögmönnum hans segir að ákvöðun saksóknara sé alger uppreist æru fyrir hann. Á blaðamannafundi í morgun sagði lögreglan að rannsóknin hafi verið ein sú stærsta sem hún hefði unnið að á undanförnum árum. Teknar hafa verið um 700 vitnaskýrslur og farið yfir um sex þúsund klukkustundir af upptökum úr öryggismyndavélum. Þá bárust lögreglu um 26.000 ábendingar vegna málsins. Niðurstaða lögreglunnar eftir allt þetta er að engar vísbendingar séu um að Tom Hagen hafi átt þátt í hvarfi eiginkonu sinnar, að sögn Vibeke Schøyen, yfirmanns ákærusviðs lögreglunnar. Lögmenn Hagen hafa einnig boðað til fundar klukkan ellefu. Anne-Elisabeth hvarf af heimili þeirra hjóna í úthverfi Oslóar 31. október árið 2018. Hagen var handtekinn og sakaður um að myrða hana eða eiga hlutdeild í morði í apríl 2020. Hann hélt því fram að hann hefði fundið hótunarbréf í húsinu þar sem hann var krafinn um lausnargjald sem hann ætti að greiða með rafmyntum. Ríkissaksóknari sagði síðast í desember að líkur væri á að Anne-Elisabeth hefði verið myrt. Tveir aðrir hafa stöðu sakbornings í málinu en þeir neita báðir sök. Fréttin hefur verið uppfærð. Anne-Elisabeth Hagen Noregur Erlend sakamál Mest lesið Tálbeitan ákærð fyrir rangt brot Innlent Telja sig hafa fundið skipið sem skaut drónunum Erlent Létu sér andlát Hjörleifs í léttu rúmi liggja Innlent Hafði hvorki þekkingu né umboð til að tjá sig um fjármálin Innlent Vissu af auknum töfum en óraði ekki fyrir viðbrögðunum Innlent Lykillinn að kraftaverki að Birgir var frá Íslandi Erlent Samtök „gamalla karla“ sem sumum finnst „kúl“ Innlent Átján tegundir af sólarvörn teknar úr sölu í Ástralíu Erlent Ekki sama manneskjan eftir hörmungarnar á Gasa Innlent Magga Stína á leið til Gasa með Frelsisflotanum Innlent Fleiri fréttir Frelsisflotinn umkringdur og farþegar fluttir til Ísraels Jane Goodall látin Telja sig hafa fundið skipið sem skaut drónunum Brýnt að koma rafmagni aftur á kjarnorkuverið „Dimmur dagur“ í sögu Slóvakíu Völdu tveggja ára stúlku sem nýja jómfrúargyðju Höfuðpaur tælingarhóps dæmdur í þrjátíu og fimm ára fangelsi Chunk er loksins „feitasti“ björninn Átján tegundir af sólarvörn teknar úr sölu í Ástralíu Dómari skikkar lækna til að vanda skriftina Tæplega hundrað nemenda saknað Gríðarleg öryggisgæsla í Kaupmannahöfn í aðdraganda leiðtogafundar Ríkisreksturinn í Bandaríkjunum í limbó Tala látinna hækkar á Filippseyjum Lykillinn að kraftaverki að Birgir var frá Íslandi Fleiri en tuttugu látnir eftir jarðskjálfta á Filippseyjum Sendiherra fannst látinn í miðborg Parísar Tillögum Trumps lýst sem uppgjöf Segir herforingjum að búa sig undir átök gegn innlendum „óvinum“ Aðstoðarmaður AfD-leiðtoga í fangelsi fyrir njósnir Stefnir í fyrstu ríkisstöðvunina í sjö ár Ná ekki að leika árangur Wagner eftir Vilja Diddy í ellefu ára fangelsi „Við erum ekki í stríði en við búum ekki við frið“ Um þúsund manns teknir af lífi í Íran það sem af er ári Tugir drengja fastir í rústum skóla sem hrundi til grunna Leiðtogar fagna áætluninni en bíða svara frá Hamas Misstu allt samband við Internetið Erlendir miðlar fjalla um gjaldþrot Play Ísraelar samþykkja friðaráætlun Trumps Sjá meira
Hagen hefur alla tíð neitað sök en aldrei hefur fundist tangur né tetur af eiginkonu hans. Í yfirlýsingu frá lögmönnum hans segir að ákvöðun saksóknara sé alger uppreist æru fyrir hann. Á blaðamannafundi í morgun sagði lögreglan að rannsóknin hafi verið ein sú stærsta sem hún hefði unnið að á undanförnum árum. Teknar hafa verið um 700 vitnaskýrslur og farið yfir um sex þúsund klukkustundir af upptökum úr öryggismyndavélum. Þá bárust lögreglu um 26.000 ábendingar vegna málsins. Niðurstaða lögreglunnar eftir allt þetta er að engar vísbendingar séu um að Tom Hagen hafi átt þátt í hvarfi eiginkonu sinnar, að sögn Vibeke Schøyen, yfirmanns ákærusviðs lögreglunnar. Lögmenn Hagen hafa einnig boðað til fundar klukkan ellefu. Anne-Elisabeth hvarf af heimili þeirra hjóna í úthverfi Oslóar 31. október árið 2018. Hagen var handtekinn og sakaður um að myrða hana eða eiga hlutdeild í morði í apríl 2020. Hann hélt því fram að hann hefði fundið hótunarbréf í húsinu þar sem hann var krafinn um lausnargjald sem hann ætti að greiða með rafmyntum. Ríkissaksóknari sagði síðast í desember að líkur væri á að Anne-Elisabeth hefði verið myrt. Tveir aðrir hafa stöðu sakbornings í málinu en þeir neita báðir sök. Fréttin hefur verið uppfærð.
Anne-Elisabeth Hagen Noregur Erlend sakamál Mest lesið Tálbeitan ákærð fyrir rangt brot Innlent Telja sig hafa fundið skipið sem skaut drónunum Erlent Létu sér andlát Hjörleifs í léttu rúmi liggja Innlent Hafði hvorki þekkingu né umboð til að tjá sig um fjármálin Innlent Vissu af auknum töfum en óraði ekki fyrir viðbrögðunum Innlent Lykillinn að kraftaverki að Birgir var frá Íslandi Erlent Samtök „gamalla karla“ sem sumum finnst „kúl“ Innlent Átján tegundir af sólarvörn teknar úr sölu í Ástralíu Erlent Ekki sama manneskjan eftir hörmungarnar á Gasa Innlent Magga Stína á leið til Gasa með Frelsisflotanum Innlent Fleiri fréttir Frelsisflotinn umkringdur og farþegar fluttir til Ísraels Jane Goodall látin Telja sig hafa fundið skipið sem skaut drónunum Brýnt að koma rafmagni aftur á kjarnorkuverið „Dimmur dagur“ í sögu Slóvakíu Völdu tveggja ára stúlku sem nýja jómfrúargyðju Höfuðpaur tælingarhóps dæmdur í þrjátíu og fimm ára fangelsi Chunk er loksins „feitasti“ björninn Átján tegundir af sólarvörn teknar úr sölu í Ástralíu Dómari skikkar lækna til að vanda skriftina Tæplega hundrað nemenda saknað Gríðarleg öryggisgæsla í Kaupmannahöfn í aðdraganda leiðtogafundar Ríkisreksturinn í Bandaríkjunum í limbó Tala látinna hækkar á Filippseyjum Lykillinn að kraftaverki að Birgir var frá Íslandi Fleiri en tuttugu látnir eftir jarðskjálfta á Filippseyjum Sendiherra fannst látinn í miðborg Parísar Tillögum Trumps lýst sem uppgjöf Segir herforingjum að búa sig undir átök gegn innlendum „óvinum“ Aðstoðarmaður AfD-leiðtoga í fangelsi fyrir njósnir Stefnir í fyrstu ríkisstöðvunina í sjö ár Ná ekki að leika árangur Wagner eftir Vilja Diddy í ellefu ára fangelsi „Við erum ekki í stríði en við búum ekki við frið“ Um þúsund manns teknir af lífi í Íran það sem af er ári Tugir drengja fastir í rústum skóla sem hrundi til grunna Leiðtogar fagna áætluninni en bíða svara frá Hamas Misstu allt samband við Internetið Erlendir miðlar fjalla um gjaldþrot Play Ísraelar samþykkja friðaráætlun Trumps Sjá meira