Paul Pogba: Reiðin mun hjálpa mér Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 17. október 2024 10:01 Paul Pogba má spila aftur fótbolta á næsta ári en það verður þó ekki með Juventus . Getty/Andrea Staccioli Franski fótboltamaðurinn Paul Pogba segir að hann muni snúa aftur í fótboltann betri en hann var áður. Hann segist líka vera enginn svindlari. Lykilmaður heimsmeistara Frakka frá 2018 fær að spila aftur fótbolta í mars 2025 eftir að bannið hans var stytt úr fjórum árum niður í átján mánuði. Pogba féll á lyfjaprófi fyrir að nota bannað efni en hann verður 32 ára í mars næstkomandi. Hann hefur alltaf haldið fram sakleysi sínu. „Ég er enginn svindlari,“ sagði Paul Pogba. Frakkinn lék síðast með Juventus á tímabilinu 2023-24 en hann glímdi mikið meiðsli eftir að hann færði sig frá Manchester United yfir til Ítalíu. „Engin spurning. Þið munuð sjá nýjan Pogba,“ sagði Pogba við ESPN þegar hann var spurður um hvort hann gæti komist aftur á þann stall sem var á. Það er búist við því að hann spili í bandarísku deildinni þegar hann snýr aftur og hefur miðjumaðurinn verið orðaður við Inter Miami. „Ég horfi á jákvæðu hliðarnar og ég veit að ég kem til baka hungraðri og ákveðnari en áður,“ sagði Pogba. „Mér líður eins og krakka sem vill verða atvinnumaður, strák sem hefur ekki náð að komast á toppinn. Það kraumar líka í mér reiði. Reiðin mun hjálpa mér og drífa mig áfram. Ég mun gera allt mitt til að komast aftur þangað sem ég var og verða jafnvel enn betri. Af hverju ekki?“ spurði Pogba á móti. „Ef þú ert meiddur andlega þá meiðist þú líka líkamlega. Eitt það mikilvægasta fyrir mig er að hreinsa andann og hafa aðeins jákvæðni í kringum mig. Að gera það rétta og passa upp á allt því maður er ekki átján ára lengur,“ sagði Pogba. „Þú verður að hugsa vel um þig og ég ætla að nota allan minn tíma í að passa upp á það að nýta sem best tímann sem ég á eftir. Ég vil halda áfram sem lengst gera það sem ég elska mest,“ sagði Pogba. „Þegar eitthvað er tekið frá þér sem þú elskar svo mikið þá fer það virkilega að skipta þig máli. Ég sé fótboltann með öðrum augum núna og ætla að njóta alla daganna þar til ferill minn er á enda,“ sagði Pogba. View this post on Instagram A post shared by ESPN FC (@espnfc) Bandaríski fótboltinn Ítalski boltinn Mest lesið Enni ungs sonar Man. Utd leikmanns í tvennt Enski boltinn Eygló ætlar að vinna Ólympíugull: „Ég hlýði bara Vésteini“ Sport Í beinni: Afturelding - Valur | Mosfellingar ætla að jafna Handbolti Reyndi að stela nærfatnaði leikmanna Fótbolti Í beinni: Man. City - Aston Villa | Mikilvægur leikur í Meistaradeildarbaráttunni Enski boltinn Einhentur en ætlar í nýliðaval NBA Körfubolti Leik lokið: Þróttur - Breiðablik 2-2 | Samantha bjargaði stigi Íslenski boltinn Kom þriðja liðinu upp í ensku úrvalsdeildina í fyrstu tilraun Enski boltinn Bæði Akranesliðin fengu heimaleik í bikarnum Íslenski boltinn Leggja til að byggja nýjan San Siro neðanjarðar Fótbolti Fleiri fréttir „Fótbolti er þannig að allir þurfa að taka ábyrgð“ Uppgjörið: Stjarnan - Víkingur 2-6 | Áslaug Dóra með þrennu í stórsigri Víkinga „Skoraði síðast þrennu í sjöunda flokki“ Í beinni: Barcelona - Mallorca | Geta náð sjö stiga forskoti Í beinni: Man. City - Aston Villa | Mikilvægur leikur í Meistaradeildarbaráttunni Stutt stopp í Vesturbæ: Valor aftur til Eyja Leik lokið: Fram - FH 0-2 | Nýliðarnir enn án sigurs Leik lokið: Þróttur - Breiðablik 2-2 | Samantha bjargaði stigi Leikmenn ÍBV hjálpuðu til við að færa sætin á milli valla í Eyjum United vill fá Cunha Kom þriðja liðinu upp í ensku úrvalsdeildina í fyrstu tilraun Bæði Akranesliðin fengu heimaleik í bikarnum Leggja til að byggja nýjan San Siro neðanjarðar Leið eins og BBC vildi losna við hann úr Match of the Day Reyna að lesa eitthvað út úr fagni Trents Alexander-Arnold Maður leiksins fékk lifandi lamb í verðlaun Enni ungs sonar Man. Utd leikmanns í tvennt Biður stuðningsfólk afsökunar á skítnum Reyndi að stela nærfatnaði leikmanna „Munum gefa allt sem við eigum til að enda meðal efstu fimm“ Þjálfari Nóels Atla rekinn eftir tapið gegn Íslendingaliði Sönderjyske „Ekki til nokkur einasta króna á Sauðárkróki í kvennafótbolta” „Kemur einn leikmaður sem við getum staðfest í kringum næsta leik” „Við stóðum af okkur storminn“ Burnley og Leeds United aftur upp í ensku úrvalsdeildina Forest upp í þriðja sætið eftir sigur á Tottenham FCK tímabundið á toppinn Alfons með sitt fyrsta mark fyrir Birmingham Uppgjörið: Þór/KA - Tindastóll 2-1 | Endurkoma í Boganum Uppgjörið: FHL - Valur 0-2 | Valskonur sóttu þrjú stig austur Sjá meira
Lykilmaður heimsmeistara Frakka frá 2018 fær að spila aftur fótbolta í mars 2025 eftir að bannið hans var stytt úr fjórum árum niður í átján mánuði. Pogba féll á lyfjaprófi fyrir að nota bannað efni en hann verður 32 ára í mars næstkomandi. Hann hefur alltaf haldið fram sakleysi sínu. „Ég er enginn svindlari,“ sagði Paul Pogba. Frakkinn lék síðast með Juventus á tímabilinu 2023-24 en hann glímdi mikið meiðsli eftir að hann færði sig frá Manchester United yfir til Ítalíu. „Engin spurning. Þið munuð sjá nýjan Pogba,“ sagði Pogba við ESPN þegar hann var spurður um hvort hann gæti komist aftur á þann stall sem var á. Það er búist við því að hann spili í bandarísku deildinni þegar hann snýr aftur og hefur miðjumaðurinn verið orðaður við Inter Miami. „Ég horfi á jákvæðu hliðarnar og ég veit að ég kem til baka hungraðri og ákveðnari en áður,“ sagði Pogba. „Mér líður eins og krakka sem vill verða atvinnumaður, strák sem hefur ekki náð að komast á toppinn. Það kraumar líka í mér reiði. Reiðin mun hjálpa mér og drífa mig áfram. Ég mun gera allt mitt til að komast aftur þangað sem ég var og verða jafnvel enn betri. Af hverju ekki?“ spurði Pogba á móti. „Ef þú ert meiddur andlega þá meiðist þú líka líkamlega. Eitt það mikilvægasta fyrir mig er að hreinsa andann og hafa aðeins jákvæðni í kringum mig. Að gera það rétta og passa upp á allt því maður er ekki átján ára lengur,“ sagði Pogba. „Þú verður að hugsa vel um þig og ég ætla að nota allan minn tíma í að passa upp á það að nýta sem best tímann sem ég á eftir. Ég vil halda áfram sem lengst gera það sem ég elska mest,“ sagði Pogba. „Þegar eitthvað er tekið frá þér sem þú elskar svo mikið þá fer það virkilega að skipta þig máli. Ég sé fótboltann með öðrum augum núna og ætla að njóta alla daganna þar til ferill minn er á enda,“ sagði Pogba. View this post on Instagram A post shared by ESPN FC (@espnfc)
Bandaríski fótboltinn Ítalski boltinn Mest lesið Enni ungs sonar Man. Utd leikmanns í tvennt Enski boltinn Eygló ætlar að vinna Ólympíugull: „Ég hlýði bara Vésteini“ Sport Í beinni: Afturelding - Valur | Mosfellingar ætla að jafna Handbolti Reyndi að stela nærfatnaði leikmanna Fótbolti Í beinni: Man. City - Aston Villa | Mikilvægur leikur í Meistaradeildarbaráttunni Enski boltinn Einhentur en ætlar í nýliðaval NBA Körfubolti Leik lokið: Þróttur - Breiðablik 2-2 | Samantha bjargaði stigi Íslenski boltinn Kom þriðja liðinu upp í ensku úrvalsdeildina í fyrstu tilraun Enski boltinn Bæði Akranesliðin fengu heimaleik í bikarnum Íslenski boltinn Leggja til að byggja nýjan San Siro neðanjarðar Fótbolti Fleiri fréttir „Fótbolti er þannig að allir þurfa að taka ábyrgð“ Uppgjörið: Stjarnan - Víkingur 2-6 | Áslaug Dóra með þrennu í stórsigri Víkinga „Skoraði síðast þrennu í sjöunda flokki“ Í beinni: Barcelona - Mallorca | Geta náð sjö stiga forskoti Í beinni: Man. City - Aston Villa | Mikilvægur leikur í Meistaradeildarbaráttunni Stutt stopp í Vesturbæ: Valor aftur til Eyja Leik lokið: Fram - FH 0-2 | Nýliðarnir enn án sigurs Leik lokið: Þróttur - Breiðablik 2-2 | Samantha bjargaði stigi Leikmenn ÍBV hjálpuðu til við að færa sætin á milli valla í Eyjum United vill fá Cunha Kom þriðja liðinu upp í ensku úrvalsdeildina í fyrstu tilraun Bæði Akranesliðin fengu heimaleik í bikarnum Leggja til að byggja nýjan San Siro neðanjarðar Leið eins og BBC vildi losna við hann úr Match of the Day Reyna að lesa eitthvað út úr fagni Trents Alexander-Arnold Maður leiksins fékk lifandi lamb í verðlaun Enni ungs sonar Man. Utd leikmanns í tvennt Biður stuðningsfólk afsökunar á skítnum Reyndi að stela nærfatnaði leikmanna „Munum gefa allt sem við eigum til að enda meðal efstu fimm“ Þjálfari Nóels Atla rekinn eftir tapið gegn Íslendingaliði Sönderjyske „Ekki til nokkur einasta króna á Sauðárkróki í kvennafótbolta” „Kemur einn leikmaður sem við getum staðfest í kringum næsta leik” „Við stóðum af okkur storminn“ Burnley og Leeds United aftur upp í ensku úrvalsdeildina Forest upp í þriðja sætið eftir sigur á Tottenham FCK tímabundið á toppinn Alfons með sitt fyrsta mark fyrir Birmingham Uppgjörið: Þór/KA - Tindastóll 2-1 | Endurkoma í Boganum Uppgjörið: FHL - Valur 0-2 | Valskonur sóttu þrjú stig austur Sjá meira