Paul Pogba: Reiðin mun hjálpa mér Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 17. október 2024 10:01 Paul Pogba má spila aftur fótbolta á næsta ári en það verður þó ekki með Juventus . Getty/Andrea Staccioli Franski fótboltamaðurinn Paul Pogba segir að hann muni snúa aftur í fótboltann betri en hann var áður. Hann segist líka vera enginn svindlari. Lykilmaður heimsmeistara Frakka frá 2018 fær að spila aftur fótbolta í mars 2025 eftir að bannið hans var stytt úr fjórum árum niður í átján mánuði. Pogba féll á lyfjaprófi fyrir að nota bannað efni en hann verður 32 ára í mars næstkomandi. Hann hefur alltaf haldið fram sakleysi sínu. „Ég er enginn svindlari,“ sagði Paul Pogba. Frakkinn lék síðast með Juventus á tímabilinu 2023-24 en hann glímdi mikið meiðsli eftir að hann færði sig frá Manchester United yfir til Ítalíu. „Engin spurning. Þið munuð sjá nýjan Pogba,“ sagði Pogba við ESPN þegar hann var spurður um hvort hann gæti komist aftur á þann stall sem var á. Það er búist við því að hann spili í bandarísku deildinni þegar hann snýr aftur og hefur miðjumaðurinn verið orðaður við Inter Miami. „Ég horfi á jákvæðu hliðarnar og ég veit að ég kem til baka hungraðri og ákveðnari en áður,“ sagði Pogba. „Mér líður eins og krakka sem vill verða atvinnumaður, strák sem hefur ekki náð að komast á toppinn. Það kraumar líka í mér reiði. Reiðin mun hjálpa mér og drífa mig áfram. Ég mun gera allt mitt til að komast aftur þangað sem ég var og verða jafnvel enn betri. Af hverju ekki?“ spurði Pogba á móti. „Ef þú ert meiddur andlega þá meiðist þú líka líkamlega. Eitt það mikilvægasta fyrir mig er að hreinsa andann og hafa aðeins jákvæðni í kringum mig. Að gera það rétta og passa upp á allt því maður er ekki átján ára lengur,“ sagði Pogba. „Þú verður að hugsa vel um þig og ég ætla að nota allan minn tíma í að passa upp á það að nýta sem best tímann sem ég á eftir. Ég vil halda áfram sem lengst gera það sem ég elska mest,“ sagði Pogba. „Þegar eitthvað er tekið frá þér sem þú elskar svo mikið þá fer það virkilega að skipta þig máli. Ég sé fótboltann með öðrum augum núna og ætla að njóta alla daganna þar til ferill minn er á enda,“ sagði Pogba. View this post on Instagram A post shared by ESPN FC (@espnfc) Bandaríski fótboltinn Ítalski boltinn Mest lesið „Hann elskar íslenska stuðningsmenn“ Fótbolti Hroðaleg meiðsli Musiala setja dökkan blett á HM Fótbolti Kláruðu óuppgert Evrópueinvígi 65 árum síðar Fótbolti Real Madrid afgreiddi Dortmund að mestu í fyrri hálfleik Fótbolti Þungt högg fyrir Hildi: Styðjum hana og hún verður klár í leik þrjú Fótbolti Metfjöldi á Íslandsmótinu í þríþraut Sport Sauð upp úr á blaðamannafundi Hollands á EM Fótbolti Taka ákvörðun um Glódísi á leikdag Fótbolti Yfirlýsing frá Frökkum í fyrsta leik Fótbolti Hundur vildi prófa nýja gervigrasið og fór inn á völlinn í Eyjum Íslenski boltinn Fleiri fréttir Kláruðu óuppgert Evrópueinvígi 65 árum síðar Real Madrid afgreiddi Dortmund að mestu í fyrri hálfleik „Hann elskar íslenska stuðningsmenn“ Hroðaleg meiðsli Musiala setja dökkan blett á HM Þungt högg fyrir Hildi: Styðjum hana og hún verður klár í leik þrjú „Búnir að vera á smá hrakhólum“ Yfirlýsing frá Frökkum í fyrsta leik Evrópumeistararnir kláruðu Bayern tveimur mönnum færri Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 0-0 | Hundleiðinlegt í Eyjum „Ég er bara þokkalega sáttur með okkar leik í dag“ Diego Leon orðinn leikmaður Manchester United Hundur vildi prófa nýja gervigrasið og fór inn á völlinn í Eyjum Wales - Holland 0-3 | Holland númeri of stórt fyrir Wales Æfðu ekki á vellinum: Vildu sleppa við rútuferð og tímapressu Taka ákvörðun um Glódísi á leikdag Svona var fundur Íslands fyrir stórleikinn við Sviss á EM Uppgjörið: ÍA - Fram 0-1 | Vuk heldur áfram að skora Uppgjörið: Vestri - Valur 0-2 | Valur heldur pressu á Víkingum Sauð upp úr á blaðamannafundi Hollands á EM EM í dag: Kubbmót, bljúg bæn í kirkju og Lehmann í rassvasanum „Vitum hvað það var sem að klikkaði“ Fimmta flokks stelpur með sterk skilaboð til Sviss Þurfti að forgangsraða í lífinu og landsliðið fékk að víkja „Fullkomið kvöld“ þegar Chelsea fór áfram í undanúrslit HM Tími Söndru eftir barnsburð og meiðsli: „Trúi og vona að þetta verði mitt mót“ Óvissan tekur við hjá Hákoni Þrennubikar Man. United geymdur á Anfield Heimir og Lagerbäck sameinaðir á ný Oasis tileinkaði Diogo Jota lag á fyrstu tónleikunum í sextán ár Vilja allar það sem Sveindís hefur: „Margt sem ég myndi vilja taka frá þeim“ Sjá meira
Lykilmaður heimsmeistara Frakka frá 2018 fær að spila aftur fótbolta í mars 2025 eftir að bannið hans var stytt úr fjórum árum niður í átján mánuði. Pogba féll á lyfjaprófi fyrir að nota bannað efni en hann verður 32 ára í mars næstkomandi. Hann hefur alltaf haldið fram sakleysi sínu. „Ég er enginn svindlari,“ sagði Paul Pogba. Frakkinn lék síðast með Juventus á tímabilinu 2023-24 en hann glímdi mikið meiðsli eftir að hann færði sig frá Manchester United yfir til Ítalíu. „Engin spurning. Þið munuð sjá nýjan Pogba,“ sagði Pogba við ESPN þegar hann var spurður um hvort hann gæti komist aftur á þann stall sem var á. Það er búist við því að hann spili í bandarísku deildinni þegar hann snýr aftur og hefur miðjumaðurinn verið orðaður við Inter Miami. „Ég horfi á jákvæðu hliðarnar og ég veit að ég kem til baka hungraðri og ákveðnari en áður,“ sagði Pogba. „Mér líður eins og krakka sem vill verða atvinnumaður, strák sem hefur ekki náð að komast á toppinn. Það kraumar líka í mér reiði. Reiðin mun hjálpa mér og drífa mig áfram. Ég mun gera allt mitt til að komast aftur þangað sem ég var og verða jafnvel enn betri. Af hverju ekki?“ spurði Pogba á móti. „Ef þú ert meiddur andlega þá meiðist þú líka líkamlega. Eitt það mikilvægasta fyrir mig er að hreinsa andann og hafa aðeins jákvæðni í kringum mig. Að gera það rétta og passa upp á allt því maður er ekki átján ára lengur,“ sagði Pogba. „Þú verður að hugsa vel um þig og ég ætla að nota allan minn tíma í að passa upp á það að nýta sem best tímann sem ég á eftir. Ég vil halda áfram sem lengst gera það sem ég elska mest,“ sagði Pogba. „Þegar eitthvað er tekið frá þér sem þú elskar svo mikið þá fer það virkilega að skipta þig máli. Ég sé fótboltann með öðrum augum núna og ætla að njóta alla daganna þar til ferill minn er á enda,“ sagði Pogba. View this post on Instagram A post shared by ESPN FC (@espnfc)
Bandaríski fótboltinn Ítalski boltinn Mest lesið „Hann elskar íslenska stuðningsmenn“ Fótbolti Hroðaleg meiðsli Musiala setja dökkan blett á HM Fótbolti Kláruðu óuppgert Evrópueinvígi 65 árum síðar Fótbolti Real Madrid afgreiddi Dortmund að mestu í fyrri hálfleik Fótbolti Þungt högg fyrir Hildi: Styðjum hana og hún verður klár í leik þrjú Fótbolti Metfjöldi á Íslandsmótinu í þríþraut Sport Sauð upp úr á blaðamannafundi Hollands á EM Fótbolti Taka ákvörðun um Glódísi á leikdag Fótbolti Yfirlýsing frá Frökkum í fyrsta leik Fótbolti Hundur vildi prófa nýja gervigrasið og fór inn á völlinn í Eyjum Íslenski boltinn Fleiri fréttir Kláruðu óuppgert Evrópueinvígi 65 árum síðar Real Madrid afgreiddi Dortmund að mestu í fyrri hálfleik „Hann elskar íslenska stuðningsmenn“ Hroðaleg meiðsli Musiala setja dökkan blett á HM Þungt högg fyrir Hildi: Styðjum hana og hún verður klár í leik þrjú „Búnir að vera á smá hrakhólum“ Yfirlýsing frá Frökkum í fyrsta leik Evrópumeistararnir kláruðu Bayern tveimur mönnum færri Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 0-0 | Hundleiðinlegt í Eyjum „Ég er bara þokkalega sáttur með okkar leik í dag“ Diego Leon orðinn leikmaður Manchester United Hundur vildi prófa nýja gervigrasið og fór inn á völlinn í Eyjum Wales - Holland 0-3 | Holland númeri of stórt fyrir Wales Æfðu ekki á vellinum: Vildu sleppa við rútuferð og tímapressu Taka ákvörðun um Glódísi á leikdag Svona var fundur Íslands fyrir stórleikinn við Sviss á EM Uppgjörið: ÍA - Fram 0-1 | Vuk heldur áfram að skora Uppgjörið: Vestri - Valur 0-2 | Valur heldur pressu á Víkingum Sauð upp úr á blaðamannafundi Hollands á EM EM í dag: Kubbmót, bljúg bæn í kirkju og Lehmann í rassvasanum „Vitum hvað það var sem að klikkaði“ Fimmta flokks stelpur með sterk skilaboð til Sviss Þurfti að forgangsraða í lífinu og landsliðið fékk að víkja „Fullkomið kvöld“ þegar Chelsea fór áfram í undanúrslit HM Tími Söndru eftir barnsburð og meiðsli: „Trúi og vona að þetta verði mitt mót“ Óvissan tekur við hjá Hákoni Þrennubikar Man. United geymdur á Anfield Heimir og Lagerbäck sameinaðir á ný Oasis tileinkaði Diogo Jota lag á fyrstu tónleikunum í sextán ár Vilja allar það sem Sveindís hefur: „Margt sem ég myndi vilja taka frá þeim“ Sjá meira