Paul Pogba: Reiðin mun hjálpa mér Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 17. október 2024 10:01 Paul Pogba má spila aftur fótbolta á næsta ári en það verður þó ekki með Juventus . Getty/Andrea Staccioli Franski fótboltamaðurinn Paul Pogba segir að hann muni snúa aftur í fótboltann betri en hann var áður. Hann segist líka vera enginn svindlari. Lykilmaður heimsmeistara Frakka frá 2018 fær að spila aftur fótbolta í mars 2025 eftir að bannið hans var stytt úr fjórum árum niður í átján mánuði. Pogba féll á lyfjaprófi fyrir að nota bannað efni en hann verður 32 ára í mars næstkomandi. Hann hefur alltaf haldið fram sakleysi sínu. „Ég er enginn svindlari,“ sagði Paul Pogba. Frakkinn lék síðast með Juventus á tímabilinu 2023-24 en hann glímdi mikið meiðsli eftir að hann færði sig frá Manchester United yfir til Ítalíu. „Engin spurning. Þið munuð sjá nýjan Pogba,“ sagði Pogba við ESPN þegar hann var spurður um hvort hann gæti komist aftur á þann stall sem var á. Það er búist við því að hann spili í bandarísku deildinni þegar hann snýr aftur og hefur miðjumaðurinn verið orðaður við Inter Miami. „Ég horfi á jákvæðu hliðarnar og ég veit að ég kem til baka hungraðri og ákveðnari en áður,“ sagði Pogba. „Mér líður eins og krakka sem vill verða atvinnumaður, strák sem hefur ekki náð að komast á toppinn. Það kraumar líka í mér reiði. Reiðin mun hjálpa mér og drífa mig áfram. Ég mun gera allt mitt til að komast aftur þangað sem ég var og verða jafnvel enn betri. Af hverju ekki?“ spurði Pogba á móti. „Ef þú ert meiddur andlega þá meiðist þú líka líkamlega. Eitt það mikilvægasta fyrir mig er að hreinsa andann og hafa aðeins jákvæðni í kringum mig. Að gera það rétta og passa upp á allt því maður er ekki átján ára lengur,“ sagði Pogba. „Þú verður að hugsa vel um þig og ég ætla að nota allan minn tíma í að passa upp á það að nýta sem best tímann sem ég á eftir. Ég vil halda áfram sem lengst gera það sem ég elska mest,“ sagði Pogba. „Þegar eitthvað er tekið frá þér sem þú elskar svo mikið þá fer það virkilega að skipta þig máli. Ég sé fótboltann með öðrum augum núna og ætla að njóta alla daganna þar til ferill minn er á enda,“ sagði Pogba. View this post on Instagram A post shared by ESPN FC (@espnfc) Bandaríski fótboltinn Ítalski boltinn Mest lesið Bjóða skaðabætur vegna þess að hitt liðið var án Messi Fótbolti „Gæti skilið á milli fyrir KR hversu góður hann er“ Körfubolti Ancelotti segir Real Madríd þurfa að vakna fyrir Meistaradeildina Fótbolti Gylfi með augun á komandi landsleikjum: „Við áttum fínasta spjall“ Fótbolti Dagskráin í dag: Lögmál leiksins og hvaða lið verður síðast inn í átta liða úrslitin Sport Hamrarnir hentu frá sér tveggja marka forystu gegn Arsenal Enski boltinn Stefán Teitur og félagar mæta Aston Villa Enski boltinn „Gefur okkur mikið sjálfstraust“ Körfubolti Þór ekki í teljandi vandræðum með Val Körfubolti Draumaprinsinn Benóný: „Kannski sá besti hérna í að klára færin“ Enski boltinn Fleiri fréttir Draumaprinsinn Benóný: „Kannski sá besti hérna í að klára færin“ Gylfi með augun á komandi landsleikjum: „Við áttum fínasta spjall“ Bjóða skaðabætur vegna þess að hitt liðið var án Messi Ancelotti segir Real Madríd þurfa að vakna fyrir Meistaradeildina Stefán Teitur og félagar mæta Aston Villa Hamrarnir hentu frá sér tveggja marka forystu gegn Arsenal Kristian Nökkvi með mark og stoðsendingu Chelsea tapaði óvænt stigum á meðan Hlín tapaði fyrir Rauðu djöflunum Rauðu djöflarnir verja ekki bikarinn Kristianstad byrjar vel í bikarnum Orri Steinn og félagar steinlágu í Katalóníu Pedersen með tvö og Valsmenn í undanúrslit Draumainnkoma Dags Welbeck skaut Brighton áfram Sjáðu Benóný stimpla sig inn hjá stuðningsmönnum Stockport Orðinn þjálfari Galdurs eftir að hafa verið rekinn í beinni Munu taka hart á því hversu lengi markvörður heldur á boltanum Sjáðu: Glæsilegt sigurmark Jóhanns Bergs gegn Ronaldo Mateta líður vel þrátt fyrir tæklingu í andlitið Hákon Arnar kom inn af bekknum í erfiðum leik í París Real Madríd varð af mikilvægum stigum í titilbaráttunni Jafnt í toppslagnum á Ítalíu Man City sterkari í síðari hálfleik og komið áfram „Nýja hetjan“ Benóný Breki tryggði sigurinn með sínum fyrstu mörkum Venezia hélt jöfnu gegn Atalanta Fyrrverandi markvörður Hattar lagði upp mark í toppslagnum Fólskulegt brot markvarðar Milwall þegar Palace fór áfram Annað bikarævintýri hjá Júlíusi? „Þakka Alberti frá dýpstu hjartarótum“ Auðun tekur við Þrótti Vogum Sjá meira
Lykilmaður heimsmeistara Frakka frá 2018 fær að spila aftur fótbolta í mars 2025 eftir að bannið hans var stytt úr fjórum árum niður í átján mánuði. Pogba féll á lyfjaprófi fyrir að nota bannað efni en hann verður 32 ára í mars næstkomandi. Hann hefur alltaf haldið fram sakleysi sínu. „Ég er enginn svindlari,“ sagði Paul Pogba. Frakkinn lék síðast með Juventus á tímabilinu 2023-24 en hann glímdi mikið meiðsli eftir að hann færði sig frá Manchester United yfir til Ítalíu. „Engin spurning. Þið munuð sjá nýjan Pogba,“ sagði Pogba við ESPN þegar hann var spurður um hvort hann gæti komist aftur á þann stall sem var á. Það er búist við því að hann spili í bandarísku deildinni þegar hann snýr aftur og hefur miðjumaðurinn verið orðaður við Inter Miami. „Ég horfi á jákvæðu hliðarnar og ég veit að ég kem til baka hungraðri og ákveðnari en áður,“ sagði Pogba. „Mér líður eins og krakka sem vill verða atvinnumaður, strák sem hefur ekki náð að komast á toppinn. Það kraumar líka í mér reiði. Reiðin mun hjálpa mér og drífa mig áfram. Ég mun gera allt mitt til að komast aftur þangað sem ég var og verða jafnvel enn betri. Af hverju ekki?“ spurði Pogba á móti. „Ef þú ert meiddur andlega þá meiðist þú líka líkamlega. Eitt það mikilvægasta fyrir mig er að hreinsa andann og hafa aðeins jákvæðni í kringum mig. Að gera það rétta og passa upp á allt því maður er ekki átján ára lengur,“ sagði Pogba. „Þú verður að hugsa vel um þig og ég ætla að nota allan minn tíma í að passa upp á það að nýta sem best tímann sem ég á eftir. Ég vil halda áfram sem lengst gera það sem ég elska mest,“ sagði Pogba. „Þegar eitthvað er tekið frá þér sem þú elskar svo mikið þá fer það virkilega að skipta þig máli. Ég sé fótboltann með öðrum augum núna og ætla að njóta alla daganna þar til ferill minn er á enda,“ sagði Pogba. View this post on Instagram A post shared by ESPN FC (@espnfc)
Bandaríski fótboltinn Ítalski boltinn Mest lesið Bjóða skaðabætur vegna þess að hitt liðið var án Messi Fótbolti „Gæti skilið á milli fyrir KR hversu góður hann er“ Körfubolti Ancelotti segir Real Madríd þurfa að vakna fyrir Meistaradeildina Fótbolti Gylfi með augun á komandi landsleikjum: „Við áttum fínasta spjall“ Fótbolti Dagskráin í dag: Lögmál leiksins og hvaða lið verður síðast inn í átta liða úrslitin Sport Hamrarnir hentu frá sér tveggja marka forystu gegn Arsenal Enski boltinn Stefán Teitur og félagar mæta Aston Villa Enski boltinn „Gefur okkur mikið sjálfstraust“ Körfubolti Þór ekki í teljandi vandræðum með Val Körfubolti Draumaprinsinn Benóný: „Kannski sá besti hérna í að klára færin“ Enski boltinn Fleiri fréttir Draumaprinsinn Benóný: „Kannski sá besti hérna í að klára færin“ Gylfi með augun á komandi landsleikjum: „Við áttum fínasta spjall“ Bjóða skaðabætur vegna þess að hitt liðið var án Messi Ancelotti segir Real Madríd þurfa að vakna fyrir Meistaradeildina Stefán Teitur og félagar mæta Aston Villa Hamrarnir hentu frá sér tveggja marka forystu gegn Arsenal Kristian Nökkvi með mark og stoðsendingu Chelsea tapaði óvænt stigum á meðan Hlín tapaði fyrir Rauðu djöflunum Rauðu djöflarnir verja ekki bikarinn Kristianstad byrjar vel í bikarnum Orri Steinn og félagar steinlágu í Katalóníu Pedersen með tvö og Valsmenn í undanúrslit Draumainnkoma Dags Welbeck skaut Brighton áfram Sjáðu Benóný stimpla sig inn hjá stuðningsmönnum Stockport Orðinn þjálfari Galdurs eftir að hafa verið rekinn í beinni Munu taka hart á því hversu lengi markvörður heldur á boltanum Sjáðu: Glæsilegt sigurmark Jóhanns Bergs gegn Ronaldo Mateta líður vel þrátt fyrir tæklingu í andlitið Hákon Arnar kom inn af bekknum í erfiðum leik í París Real Madríd varð af mikilvægum stigum í titilbaráttunni Jafnt í toppslagnum á Ítalíu Man City sterkari í síðari hálfleik og komið áfram „Nýja hetjan“ Benóný Breki tryggði sigurinn með sínum fyrstu mörkum Venezia hélt jöfnu gegn Atalanta Fyrrverandi markvörður Hattar lagði upp mark í toppslagnum Fólskulegt brot markvarðar Milwall þegar Palace fór áfram Annað bikarævintýri hjá Júlíusi? „Þakka Alberti frá dýpstu hjartarótum“ Auðun tekur við Þrótti Vogum Sjá meira