„Gerðum okkur stundum lífið erfiðara en það þurfti að vera“ Stefán Marteinn skrifar 16. október 2024 21:46 Friðrik Ingi Rúnarsson, þjálfari Keflavíkur Vísir/Diego Keflavík heimsótti Val í N1-höllinni þegar 3. umferð Bónus deild kvenna hélt áfram göngu sinni. Í miklum baráttuleik var það Keflavík sem hafði að lokum betur 73-79. „Við byrjuðum mjög vel og það kannski gaf einhver fyrirheit um eitthvað en ég þóttist vita að Valur er með gott lið og er á heimavelli þannig það kom svo sem ekkert á óvart að þær kæmust með einhverjum hætti inn í leikinn aftur. Við erum fyrst og fremst ánægðar með sigurinn.“ Sagði Friðrik Ingi Rúnarsson þjálfari Keflavíkur eftir sigurinn í kvöld. „Við vorum að spila á köflum ágætlega en svo á köflum vorum við að spila líka með miklu fáti og gerðum okkur stundum lífið erfiðara en það þurfti að vera.“ Keflavík náði á kafla hátt í tuttugu stiga forystu en misstu það niður rétt fyrir hálfleik. „Mér fannst kannski ákvarðanartökur og við duttum aðeins niður í vörninni og talið var aðeins minna. Þær gengu á lagið og fengu nokkrar auðveldar körfur og svo voru þær okkur mjög erfiðar í fráköstum. Voru að fá mikið af sénsum númer tvö og jafnvel þrjú. Það kannski gerði það að verkum að munurinn minnkaði verulega. Sem betur fer náðum við alltaf að spýta í og halda þeim aðeins frá okkur sem er mjög mikilvægt þegar þú ert að spila á útivelli. Við gerðum það sem þurfti en ekkert í raun mikið meira en það. Við viljum spila betur en þetta.“ Keflavík var undir í frákasta baráttunni í kvöld og tók Valur átján fleiri fráköst en Keflavík en það kom Friðrik Inga þó ekki á óvart. „Nei í rauninni ekki ef ég á að vera alveg hreinskilinn. Við höfum verið að tapa frákasta baráttunni í flestum leikjum en við höfum kannski verið að vinna aðrar baráttur á vellinum þannig að í raun nei, ef ég á að vera hreinskilinn þá kom það ekki á óvart þannig lagað. Við viljum verða betri í því og þetta snýst ekki um það að við séum lægri eða lávaxnari á vellinum. Þetta snýst um ákveðið viðhorf og hvernig leikmenn eru staðsettir og annað. Við erum að reyna að vinna í því og laga.“ Körfubolti Bónus-deild kvenna Keflavík ÍF Mest lesið Kristófer opnar sig um ágreininginn: „Vonbrigði og vanvirðing“ Körfubolti Getur varla gengið lengur Sport Kristófer sendir frá sér yfirlýsingu: „Ekki ætlun mín að valda usla“ Körfubolti Uppgjörið: KR - Breiðablik 1-1 | Allt jafnt á nýja gervigrasinu Íslenski boltinn Yfir þrjúþúsund manns á Meistaravöllum:„Albestu stuðningsmenn á Íslandi“ Fótbolti Landsliðsfólk fagnaði sigri í Kerlingarfjöllum Sport Mynd af yngstu dóttur Kobe Bryant vekur lukku Körfubolti Spilaði með KV í gær en má spila með KR í dag Íslenski boltinn Frumsýning Wirtz engin flugeldasýning Fótbolti Shaq lofar að mæta í kjól ef Gobert verður valinn Körfubolti Fleiri fréttir Kristófer sendir frá sér yfirlýsingu: „Ekki ætlun mín að valda usla“ Kristófer opnar sig um ágreininginn: „Vonbrigði og vanvirðing“ Shaq lofar að mæta í kjól ef Gobert verður valinn Mynd af yngstu dóttur Kobe Bryant vekur lukku Mættur aftur tuttugu árum seinna Sagt að hann spili ekki aftur meðan Craig er með liðið Stólarnir styrkja íslenska kjarnann með Geks Mario og Jaka í æfingahópnum fyrir EM Ásakaði LeBron um steranotkun í gríni Þreyttur á fallbaráttu og furðulegum ákvörðunum Sutton snýr aftur á Krókinn Svona er riðill Íslands í undankeppni EM Daðraði við Dallas áður en hann skrifaði undir hjá Lakers á nýjan leik Frá Skagafirði á Akranes Paul ætlar að klára ferilinn hjá Clippers Gömul Boston Celtics stjarna semur við Los Angeles Lakers Þjóðverjar sendu íslensku strákana niður í B-deildina Fyrsta konan til að þjálfa karlalið í Brasilíu „Borgið okkur það sem þið skuldið okkur“ Strákarnir tryggðu sér úrslitaleik um sæti í A-deild EM með stórsigri Vill eyða draugasögunni um að Grindavík spili ekki í Grindavík í vetur Slapp snemma úr sjö ára banni og samdi strax við Skagamenn Ofurstjarnan Caitlin Clark ekki með í Stjörnuleiknum Hörður tekur við starfi Arnars Guðjóns hjá KKÍ Fær átta milljarða frá tveimur félögum á tímabili þar sem hann spilar ekki leik Bjóða dómurum í WNBA ókeypis LASIK aðgerðir Hentu frá sér leiknum með hörmungarbyrjun á seinni Körfuboltakvöld í Boston: Nablinn tók viðtal við Ice Cube og sættist við Pargo Caitlin Clark aftur meidd og vandaði dómaranum ekki kveðjurnar Bradley Beal til Clippers Sjá meira
„Við byrjuðum mjög vel og það kannski gaf einhver fyrirheit um eitthvað en ég þóttist vita að Valur er með gott lið og er á heimavelli þannig það kom svo sem ekkert á óvart að þær kæmust með einhverjum hætti inn í leikinn aftur. Við erum fyrst og fremst ánægðar með sigurinn.“ Sagði Friðrik Ingi Rúnarsson þjálfari Keflavíkur eftir sigurinn í kvöld. „Við vorum að spila á köflum ágætlega en svo á köflum vorum við að spila líka með miklu fáti og gerðum okkur stundum lífið erfiðara en það þurfti að vera.“ Keflavík náði á kafla hátt í tuttugu stiga forystu en misstu það niður rétt fyrir hálfleik. „Mér fannst kannski ákvarðanartökur og við duttum aðeins niður í vörninni og talið var aðeins minna. Þær gengu á lagið og fengu nokkrar auðveldar körfur og svo voru þær okkur mjög erfiðar í fráköstum. Voru að fá mikið af sénsum númer tvö og jafnvel þrjú. Það kannski gerði það að verkum að munurinn minnkaði verulega. Sem betur fer náðum við alltaf að spýta í og halda þeim aðeins frá okkur sem er mjög mikilvægt þegar þú ert að spila á útivelli. Við gerðum það sem þurfti en ekkert í raun mikið meira en það. Við viljum spila betur en þetta.“ Keflavík var undir í frákasta baráttunni í kvöld og tók Valur átján fleiri fráköst en Keflavík en það kom Friðrik Inga þó ekki á óvart. „Nei í rauninni ekki ef ég á að vera alveg hreinskilinn. Við höfum verið að tapa frákasta baráttunni í flestum leikjum en við höfum kannski verið að vinna aðrar baráttur á vellinum þannig að í raun nei, ef ég á að vera hreinskilinn þá kom það ekki á óvart þannig lagað. Við viljum verða betri í því og þetta snýst ekki um það að við séum lægri eða lávaxnari á vellinum. Þetta snýst um ákveðið viðhorf og hvernig leikmenn eru staðsettir og annað. Við erum að reyna að vinna í því og laga.“
Körfubolti Bónus-deild kvenna Keflavík ÍF Mest lesið Kristófer opnar sig um ágreininginn: „Vonbrigði og vanvirðing“ Körfubolti Getur varla gengið lengur Sport Kristófer sendir frá sér yfirlýsingu: „Ekki ætlun mín að valda usla“ Körfubolti Uppgjörið: KR - Breiðablik 1-1 | Allt jafnt á nýja gervigrasinu Íslenski boltinn Yfir þrjúþúsund manns á Meistaravöllum:„Albestu stuðningsmenn á Íslandi“ Fótbolti Landsliðsfólk fagnaði sigri í Kerlingarfjöllum Sport Mynd af yngstu dóttur Kobe Bryant vekur lukku Körfubolti Spilaði með KV í gær en má spila með KR í dag Íslenski boltinn Frumsýning Wirtz engin flugeldasýning Fótbolti Shaq lofar að mæta í kjól ef Gobert verður valinn Körfubolti Fleiri fréttir Kristófer sendir frá sér yfirlýsingu: „Ekki ætlun mín að valda usla“ Kristófer opnar sig um ágreininginn: „Vonbrigði og vanvirðing“ Shaq lofar að mæta í kjól ef Gobert verður valinn Mynd af yngstu dóttur Kobe Bryant vekur lukku Mættur aftur tuttugu árum seinna Sagt að hann spili ekki aftur meðan Craig er með liðið Stólarnir styrkja íslenska kjarnann með Geks Mario og Jaka í æfingahópnum fyrir EM Ásakaði LeBron um steranotkun í gríni Þreyttur á fallbaráttu og furðulegum ákvörðunum Sutton snýr aftur á Krókinn Svona er riðill Íslands í undankeppni EM Daðraði við Dallas áður en hann skrifaði undir hjá Lakers á nýjan leik Frá Skagafirði á Akranes Paul ætlar að klára ferilinn hjá Clippers Gömul Boston Celtics stjarna semur við Los Angeles Lakers Þjóðverjar sendu íslensku strákana niður í B-deildina Fyrsta konan til að þjálfa karlalið í Brasilíu „Borgið okkur það sem þið skuldið okkur“ Strákarnir tryggðu sér úrslitaleik um sæti í A-deild EM með stórsigri Vill eyða draugasögunni um að Grindavík spili ekki í Grindavík í vetur Slapp snemma úr sjö ára banni og samdi strax við Skagamenn Ofurstjarnan Caitlin Clark ekki með í Stjörnuleiknum Hörður tekur við starfi Arnars Guðjóns hjá KKÍ Fær átta milljarða frá tveimur félögum á tímabili þar sem hann spilar ekki leik Bjóða dómurum í WNBA ókeypis LASIK aðgerðir Hentu frá sér leiknum með hörmungarbyrjun á seinni Körfuboltakvöld í Boston: Nablinn tók viðtal við Ice Cube og sættist við Pargo Caitlin Clark aftur meidd og vandaði dómaranum ekki kveðjurnar Bradley Beal til Clippers Sjá meira