Neville um Tuchel: „Ákveðin vonbrigði“ Valur Páll Eiríksson skrifar 16. október 2024 16:31 Gary Neville var um tíma aðstoðarþjálfari hjá enska landsliðinu. Robbie Jay Barratt/Getty Images Gary Neville, sparkspekingur og fyrrum landsliðsmaður Englands, segist fyrir ákveðnum vonbrigðum að Thomas Tuchel hafi verið ráðinn þjálfari enska landsliðsins. Hann sé þó góður kostur í starfið. Tilkynnt var um ráðningu Tuchels í dag en hann tekur til starfa á næsta ári. Sá þýski hefur náð fínum árangri á ferli sínum með Dortmund í heimalandinu, PSG í Frakklandi og Chelsea á Englandi. „Þeir réðu frábæran þjálfara, það er engin spurning um það. Thomas Tuchel er með flotta ferilskrá og hefur sannað að hann getur unnið erfiða leiki í útsláttarkeppni. Frá því séð, er erfitt að gagnrýna knattspyrnusambandið, og hægt að segja að sambandið hafi fengið besta þjálfarann sem er á lausu í Evrópu,“ segir Neville um ráðninguna. "I'm not sure it fits the criteria of St George's Park and the belief in English coaches" 💬Gary Neville on Thomas Tuchel becoming England's new head coach 🏴 pic.twitter.com/zQl7MJSbnM— Sky Sports News (@SkySportsNews) October 16, 2024 Vonbrigði hans tengd Tuchel snerti hins vegar á því að hann sé ekki enskur. Gareth Southgate, forveri Tuchel í starfi, náði góðum árangri á sínum tíma með liðið og þá hafa enskir þjálfara getið sér gott orð með yngri landsliðin. Neville hefði því viljað sjá annan Englending taka við og viðhalda þeim kúltúr sem Southgate byggði grunninn að í höfuðstöðvum landsliðsins í St. George's Park. „En ég er ekki viss um að þetta passi við þróun ensks fótbolta og sé ekki í línu við þá þróun sem við höfum séð í St. George‘s Park undanfarin ár: Trúin á enska þjálfara, auk vaxtarins og árangursins sem hefur náðst með karla- og kvennaliðið, auk yngri landsliða, síðustu sjö til átta ár,“ „Þetta var staðurinn sem sýndi fram á að enskir þjálfarar gætu náð aftur á toppinn í Evrópu. Það er erfitt fyrir enska þjálfara að fá störfin á toppnum og núna er ráðinn þjálfari annars staðar frá í þetta starf, sem eru ákveðin vonbrigði,“ segir Neville. Enski boltinn Fótbolti Þjóðadeild karla í fótbolta Mest lesið Uppgjörið: Stjarnan - Tindastóll 91-86 | Stjarnan tryggði oddaleik eftir háspennu Körfubolti Svarar Brynjari fullum hálsi: „Óboðleg tilraunastarfsemi á börnum í íþróttum“ Körfubolti Uppgjörið: Fram - Valur 27-26 | Fram einum sigri frá Íslandsmeistaratitlinum Handbolti Brynjar veður í Viðar og sakar hann um að vera fræðafant Sport Samgleðst vinkonum í Val sem eru vonandi þunnar Handbolti „Varð fljótt að hinni verstu martröð“ Sport Beckham varar Manchester United við Enski boltinn Uppgjörið: Valur - Haukar 30-28 (1-0) | Engin þynnka í Evrópumeisturunum Handbolti Uppgjörið: Breiðablik - Valur 2-1 | Blikar á toppinn Íslenski boltinn Tryllt eftirspurn eftir miðum Körfubolti Fleiri fréttir „Manchester er heima“ Rómverjar vilja Nuno sem gæti verið ósáttur í Skírisskógi De Bruyne kvaddur með stæl Frimpong í læknisskoðun hjá Liverpool og Kerkez í launaviðræðum Beckham varar Manchester United við Hinselwood hetja Brighton gegn meisturunum Cunha að ganga í raðir Man United Hættir á BBC strax á sunnudaginn: „Ég geri mér grein fyrir uppnáminu sem ég olli“ Glæsimark Rice gulltryggði Arsenal Meistaradeildarsæti Draumaendir hjá Vardy í kveðjuleiknum Chelsea vann á Wembley og fullkomnaði þrennuna Stórkostleg stemning og sætur sigur í síðasta leiknum í Guttagarði Átti Henderson að fá rautt spjald? „Æfingu morgundagsins er aflýst“ Crystal Palace bikarmeistari í fyrsta sinn „Talar ekki um eggið fyrr en hænan er búin að verpa“ Salah gagnrýndi stuðningsmenn Liverpool Eitt töfrabragð dugði gegn United í dýrmætum sigri Villa ekki í vandræðum með Spurs og stefnir aftur í Meistaradeildina Vonast til að Man United sé tilbúið að selja sig á tæplega sjö milljarða króna Dóttir Liams Gallagher á von á barni með guðsyni Guðna Bergs Þrír frá Liverpool og tveir frá Forest tilnefndir sem leikmaður ársins Maður Serenu kaupir hlut í Chelsea Awoniyi vaknaður eftir lífshættulegar en vel heppnaðar aðgerðir Segist ekki ætla að hætta en viðurkennir að hann gæti verið rekinn Kulusevski missir af úrslitaleiknum gegn Man United Sunderland sló áhorfendamet á leiðinni í úrslitaleikinn Awoniyi sofandi á gjörgæslu og gengst undir aðra aðgerð í dag Félagið neitar að borga svo Amorim opnar veskið Kvennalið Everton mun spila á Goodison sem verður ekki rifinn Sjá meira
Tilkynnt var um ráðningu Tuchels í dag en hann tekur til starfa á næsta ári. Sá þýski hefur náð fínum árangri á ferli sínum með Dortmund í heimalandinu, PSG í Frakklandi og Chelsea á Englandi. „Þeir réðu frábæran þjálfara, það er engin spurning um það. Thomas Tuchel er með flotta ferilskrá og hefur sannað að hann getur unnið erfiða leiki í útsláttarkeppni. Frá því séð, er erfitt að gagnrýna knattspyrnusambandið, og hægt að segja að sambandið hafi fengið besta þjálfarann sem er á lausu í Evrópu,“ segir Neville um ráðninguna. "I'm not sure it fits the criteria of St George's Park and the belief in English coaches" 💬Gary Neville on Thomas Tuchel becoming England's new head coach 🏴 pic.twitter.com/zQl7MJSbnM— Sky Sports News (@SkySportsNews) October 16, 2024 Vonbrigði hans tengd Tuchel snerti hins vegar á því að hann sé ekki enskur. Gareth Southgate, forveri Tuchel í starfi, náði góðum árangri á sínum tíma með liðið og þá hafa enskir þjálfara getið sér gott orð með yngri landsliðin. Neville hefði því viljað sjá annan Englending taka við og viðhalda þeim kúltúr sem Southgate byggði grunninn að í höfuðstöðvum landsliðsins í St. George's Park. „En ég er ekki viss um að þetta passi við þróun ensks fótbolta og sé ekki í línu við þá þróun sem við höfum séð í St. George‘s Park undanfarin ár: Trúin á enska þjálfara, auk vaxtarins og árangursins sem hefur náðst með karla- og kvennaliðið, auk yngri landsliða, síðustu sjö til átta ár,“ „Þetta var staðurinn sem sýndi fram á að enskir þjálfarar gætu náð aftur á toppinn í Evrópu. Það er erfitt fyrir enska þjálfara að fá störfin á toppnum og núna er ráðinn þjálfari annars staðar frá í þetta starf, sem eru ákveðin vonbrigði,“ segir Neville.
Enski boltinn Fótbolti Þjóðadeild karla í fótbolta Mest lesið Uppgjörið: Stjarnan - Tindastóll 91-86 | Stjarnan tryggði oddaleik eftir háspennu Körfubolti Svarar Brynjari fullum hálsi: „Óboðleg tilraunastarfsemi á börnum í íþróttum“ Körfubolti Uppgjörið: Fram - Valur 27-26 | Fram einum sigri frá Íslandsmeistaratitlinum Handbolti Brynjar veður í Viðar og sakar hann um að vera fræðafant Sport Samgleðst vinkonum í Val sem eru vonandi þunnar Handbolti „Varð fljótt að hinni verstu martröð“ Sport Beckham varar Manchester United við Enski boltinn Uppgjörið: Valur - Haukar 30-28 (1-0) | Engin þynnka í Evrópumeisturunum Handbolti Uppgjörið: Breiðablik - Valur 2-1 | Blikar á toppinn Íslenski boltinn Tryllt eftirspurn eftir miðum Körfubolti Fleiri fréttir „Manchester er heima“ Rómverjar vilja Nuno sem gæti verið ósáttur í Skírisskógi De Bruyne kvaddur með stæl Frimpong í læknisskoðun hjá Liverpool og Kerkez í launaviðræðum Beckham varar Manchester United við Hinselwood hetja Brighton gegn meisturunum Cunha að ganga í raðir Man United Hættir á BBC strax á sunnudaginn: „Ég geri mér grein fyrir uppnáminu sem ég olli“ Glæsimark Rice gulltryggði Arsenal Meistaradeildarsæti Draumaendir hjá Vardy í kveðjuleiknum Chelsea vann á Wembley og fullkomnaði þrennuna Stórkostleg stemning og sætur sigur í síðasta leiknum í Guttagarði Átti Henderson að fá rautt spjald? „Æfingu morgundagsins er aflýst“ Crystal Palace bikarmeistari í fyrsta sinn „Talar ekki um eggið fyrr en hænan er búin að verpa“ Salah gagnrýndi stuðningsmenn Liverpool Eitt töfrabragð dugði gegn United í dýrmætum sigri Villa ekki í vandræðum með Spurs og stefnir aftur í Meistaradeildina Vonast til að Man United sé tilbúið að selja sig á tæplega sjö milljarða króna Dóttir Liams Gallagher á von á barni með guðsyni Guðna Bergs Þrír frá Liverpool og tveir frá Forest tilnefndir sem leikmaður ársins Maður Serenu kaupir hlut í Chelsea Awoniyi vaknaður eftir lífshættulegar en vel heppnaðar aðgerðir Segist ekki ætla að hætta en viðurkennir að hann gæti verið rekinn Kulusevski missir af úrslitaleiknum gegn Man United Sunderland sló áhorfendamet á leiðinni í úrslitaleikinn Awoniyi sofandi á gjörgæslu og gengst undir aðra aðgerð í dag Félagið neitar að borga svo Amorim opnar veskið Kvennalið Everton mun spila á Goodison sem verður ekki rifinn Sjá meira