Stefnir á endurkomu á næstu vikum: „Mæti með tvö glæný hné“ Stefán Árni Pálsson skrifar 16. október 2024 08:32 Kristófer var gestur í Körfuboltakvöldi Extra á Stöð 2 Sport í gærkvöldi. „Ég fór í aðgerð á báðum hnjám og gerði það í raun því ég hafði svo mikinn tíma,“ segir körfuboltamaðurinn Kristófer Acox sem var gestur í Bónus Körfuboltakvöldi Extra í gærkvöldi. Hann hefur verið frá keppni frá því að hann meiddist illa á hné í oddaleiknum um Íslandsmeistaratitilinn í vor, en þá varð Valur meistari eftir seríu gegn Grindvíkingum. Kristófer spilaði aðeins rúmlega tuttugu sekúndur í leiknum með Val. Leikmaðurinn varð að fara í aðgerð á hné í sumar og nýtti tímann til að fara einnig í aðgerð á hinu hnénu. „Það gengur allt mjög vel,“ segir Kristófer sem fékk að sjá þegar hann meiddist illa í oddaleiknum í vor í þættinum. „Ég á vanalega mjög erfitt með að horfa á meiðsli en þarna sést þetta svo lítið. Ef einhver snýr sig eða fótbrotnar þá get ég ekki horft en þarna lítur þetta ekkert eitthvað hræðilega út. En þetta var vissulega ógeðslega vont.“ Óþolinmóður „Ertu þá kominn með tvö glæný hné núna?,“ spurði Tómas Steindórsson Kristófer. „Ég mæti með tvö glæný hné. Ég fór í speglun á hægra hnénu því ég var alltaf í veseni með það hné allt síðasta tímabil. Brjóskið undir því hné var orðið mjög þunnt og lélegt. Ég fæddist greinilega með eitthvað mjög gölluð hné. Svo sögðu þeir mér að hnéð sem ég lendi í meiðslunum á að sú hnéskel sé í rauninni brotin. Það var sprunga í hnénu sem kom í raun ekki eftir höggið við [DeAndre] Kane. Svo liggur hægri hnéskelin eitthvað vitlaust,“ segir Kristófer en ráðist var í það í sumar að skera leikmanninn upp á báðum hnjám. „Ég byrjaði strax á meðan ég var í gifsinu enda er ég svo óþolinmóður og get illa verið að gera ekki neitt og er vanur að æfa örugglega tvisvar á dag. Þetta er í fyrsta sinn sem ég lendi í svona meiðslum. Þetta gengur vel en það er erfiðast að halda hausnum. Vonandi verð ég kominn til baka í nóvember eða desember. Ég er byrjaður að hoppa aðeins og byrjaður að drilla með mínum besta manni Jamil [Abiad, aðstoðarþjálfara Vals]. Ég er síðan ekki búinn að segja sjúkraþjálfaranum það að ég er byrjaður að skokka smá. Ég er reyndar að fara í frí til Tene eftir tvær vikur og mun ekki gera mikið þar. En ég verð farinn að gera slatta í nóvember eða desember og vonandi alveg klár í janúar.“ Hér að neðan má sjá brot úr þætti gærkvöldsins. Klippa: Stefnir á endurkomu á næstu vikum Bónus-deild karla Valur Körfuboltakvöld Mest lesið „Hún er búin að vera algjör klettur í þessu öllu“ Körfubolti Sveindís fær engar skýringar: „Ég hef greinilega ekki verið í uppáhaldi“ Fótbolti Martin: „Fór rosalega fyrir brjóstið á mér að heyra það“ Körfubolti Utan vallar: Pedersen ætti að vera þjóðhetja Körfubolti „Ég trúi þessu varla“ Sport Gylfi orðinn Víkingur Íslenski boltinn „Ef þeir fá ekki gul spjöld halda grófu brotin bara áfram“ Fótbolti United hættir að bjóða upp á frían hádegismat Enski boltinn Carragher kallaði Ferdinand trúð Enski boltinn Þolinmæðin á Højlund nánast á þrotum Enski boltinn Fleiri fréttir „Hún er búin að vera algjör klettur í þessu öllu“ Utan vallar: Pedersen ætti að vera þjóðhetja Martin: „Fór rosalega fyrir brjóstið á mér að heyra það“ „Þetta er eins og að vera dömpað“ Aðrir í VIP-sætum þeirra sem skráðu söguna Berjast um að fá Ísland til sín á EM: „Viljum fá eitthvað á móti“ Sex fara fyrir Ísland á sitt fyrsta stórmót Elvar og Martin: Hvernig þetta byrjaði, hvernig þetta gengur Luka Doncic líklega á leið til Íslands í sumar „Þetta er stærra en að vinna einhverja titla“ Sigur Ungverja á Ítalíu dugði skammt Uppgjörið: Ísland - Tyrkland 83-71 | Ísland tryggði sér sæti á EM Martin komst í hóp þeirra gömlu og mjög góðu Popovich kemur ekki til baka á þessu tímabili Loksins fékk Lakers að sjá Luka eins og við þekkjum hann Kári kemur inn í hópinn gegn Tyrkjum Uppselt á körfuboltalandsleikinn á morgun Ruglaðist á Tramadol og Toradol og féll á lyfjaprófi Slagur um stól formanns KKÍ LeBron með fjörutíu stig í fjarveru Doncic: „Hann storkar lögmálunum“ Fær ekki að spila á Íslandi vegna gamals dóms: „Ekki ógn við þjóðina“ Bætti skólamet pabba síns Undrið Wembanyama frá það sem eftir lifir leiktíðar Martin: Skemmtilegra að tryggja þetta fyrir fullri höll Uppgjör: Ungverjaland - Ísland 87-78 | Afleitur annar leikhluti mjög dýr Verður aðeins sá átjándi til að spila níutíu landsleiki Gætu tryggt EM sætið í kvöld: „Skrítin staða að vera í“ Fimm sigrar og eitt grátlegt tap í síðustu sjö landsleikjum Martins Fóturinn tekinn af körfuboltapabbanum kjaftfora Geta fagnað EM sæti þrátt fyrir tap: Fjórar leiðir inn á EM Sjá meira
Hann hefur verið frá keppni frá því að hann meiddist illa á hné í oddaleiknum um Íslandsmeistaratitilinn í vor, en þá varð Valur meistari eftir seríu gegn Grindvíkingum. Kristófer spilaði aðeins rúmlega tuttugu sekúndur í leiknum með Val. Leikmaðurinn varð að fara í aðgerð á hné í sumar og nýtti tímann til að fara einnig í aðgerð á hinu hnénu. „Það gengur allt mjög vel,“ segir Kristófer sem fékk að sjá þegar hann meiddist illa í oddaleiknum í vor í þættinum. „Ég á vanalega mjög erfitt með að horfa á meiðsli en þarna sést þetta svo lítið. Ef einhver snýr sig eða fótbrotnar þá get ég ekki horft en þarna lítur þetta ekkert eitthvað hræðilega út. En þetta var vissulega ógeðslega vont.“ Óþolinmóður „Ertu þá kominn með tvö glæný hné núna?,“ spurði Tómas Steindórsson Kristófer. „Ég mæti með tvö glæný hné. Ég fór í speglun á hægra hnénu því ég var alltaf í veseni með það hné allt síðasta tímabil. Brjóskið undir því hné var orðið mjög þunnt og lélegt. Ég fæddist greinilega með eitthvað mjög gölluð hné. Svo sögðu þeir mér að hnéð sem ég lendi í meiðslunum á að sú hnéskel sé í rauninni brotin. Það var sprunga í hnénu sem kom í raun ekki eftir höggið við [DeAndre] Kane. Svo liggur hægri hnéskelin eitthvað vitlaust,“ segir Kristófer en ráðist var í það í sumar að skera leikmanninn upp á báðum hnjám. „Ég byrjaði strax á meðan ég var í gifsinu enda er ég svo óþolinmóður og get illa verið að gera ekki neitt og er vanur að æfa örugglega tvisvar á dag. Þetta er í fyrsta sinn sem ég lendi í svona meiðslum. Þetta gengur vel en það er erfiðast að halda hausnum. Vonandi verð ég kominn til baka í nóvember eða desember. Ég er byrjaður að hoppa aðeins og byrjaður að drilla með mínum besta manni Jamil [Abiad, aðstoðarþjálfara Vals]. Ég er síðan ekki búinn að segja sjúkraþjálfaranum það að ég er byrjaður að skokka smá. Ég er reyndar að fara í frí til Tene eftir tvær vikur og mun ekki gera mikið þar. En ég verð farinn að gera slatta í nóvember eða desember og vonandi alveg klár í janúar.“ Hér að neðan má sjá brot úr þætti gærkvöldsins. Klippa: Stefnir á endurkomu á næstu vikum
Bónus-deild karla Valur Körfuboltakvöld Mest lesið „Hún er búin að vera algjör klettur í þessu öllu“ Körfubolti Sveindís fær engar skýringar: „Ég hef greinilega ekki verið í uppáhaldi“ Fótbolti Martin: „Fór rosalega fyrir brjóstið á mér að heyra það“ Körfubolti Utan vallar: Pedersen ætti að vera þjóðhetja Körfubolti „Ég trúi þessu varla“ Sport Gylfi orðinn Víkingur Íslenski boltinn „Ef þeir fá ekki gul spjöld halda grófu brotin bara áfram“ Fótbolti United hættir að bjóða upp á frían hádegismat Enski boltinn Carragher kallaði Ferdinand trúð Enski boltinn Þolinmæðin á Højlund nánast á þrotum Enski boltinn Fleiri fréttir „Hún er búin að vera algjör klettur í þessu öllu“ Utan vallar: Pedersen ætti að vera þjóðhetja Martin: „Fór rosalega fyrir brjóstið á mér að heyra það“ „Þetta er eins og að vera dömpað“ Aðrir í VIP-sætum þeirra sem skráðu söguna Berjast um að fá Ísland til sín á EM: „Viljum fá eitthvað á móti“ Sex fara fyrir Ísland á sitt fyrsta stórmót Elvar og Martin: Hvernig þetta byrjaði, hvernig þetta gengur Luka Doncic líklega á leið til Íslands í sumar „Þetta er stærra en að vinna einhverja titla“ Sigur Ungverja á Ítalíu dugði skammt Uppgjörið: Ísland - Tyrkland 83-71 | Ísland tryggði sér sæti á EM Martin komst í hóp þeirra gömlu og mjög góðu Popovich kemur ekki til baka á þessu tímabili Loksins fékk Lakers að sjá Luka eins og við þekkjum hann Kári kemur inn í hópinn gegn Tyrkjum Uppselt á körfuboltalandsleikinn á morgun Ruglaðist á Tramadol og Toradol og féll á lyfjaprófi Slagur um stól formanns KKÍ LeBron með fjörutíu stig í fjarveru Doncic: „Hann storkar lögmálunum“ Fær ekki að spila á Íslandi vegna gamals dóms: „Ekki ógn við þjóðina“ Bætti skólamet pabba síns Undrið Wembanyama frá það sem eftir lifir leiktíðar Martin: Skemmtilegra að tryggja þetta fyrir fullri höll Uppgjör: Ungverjaland - Ísland 87-78 | Afleitur annar leikhluti mjög dýr Verður aðeins sá átjándi til að spila níutíu landsleiki Gætu tryggt EM sætið í kvöld: „Skrítin staða að vera í“ Fimm sigrar og eitt grátlegt tap í síðustu sjö landsleikjum Martins Fóturinn tekinn af körfuboltapabbanum kjaftfora Geta fagnað EM sæti þrátt fyrir tap: Fjórar leiðir inn á EM Sjá meira