Vilja taka réttindi af íslendingum í ESB og EES Jón Frímann Jónsson skrifar 15. október 2024 10:31 Þegar Bretland gekk úr Evrópusambandinu þann 30. janúar 2020 þá töpuðu ríkisborgarar Bretland öllum réttindum sínum innan Evrópusambandsins. Þetta þýðir meðal annars að Bretar sem vilja flytja til Evrópusambandsins og Íslands þurfa núna að sækja um heimild til þess að búa á Íslandi, sækja um leyfi til þess að vinna á Íslandi eins og allir aðrir þriðja ríkis borgarar sem flytja til Íslands. Þegar Bretland var í Evrópusambandinu, þá þurft Bretar bara að flytja til Íslands, fá kennitölu og finna sér vinnu. Núna er Bretum einnig óheimilt að vera lengur innan Evrópusambandsins en sem nemur 90 dögum á hverjum 180 dögum. Auk allra annara áhrifa sem Breskir ríkisborgarar urðu fyrir sem ég nefni ekki hérna. Listinn er mjög langur. Með skipulögðum lygum, þá voru öll réttindi Breta tekin af þeim. Réttindi sem þeir höfðu fengið síðan árið 1973 og síðan 1993 þegar stofnað var til Evrópusambandsins. Allt saman á grundvelli lyga, rasisma, fasisma og öfga-hægri mennsku sem er mjög skaðleg þjóðfélögum. Núna vilja andstæðingar Evrópusambandsins á Íslandi gera þetta við Íslendinga. Þar er talað núna um að fríverslunarsamningar séu betri en aðild Íslands að EES í gegnum EFTA. Þetta er ekkert nema kjaftæði og ef af þessu yrði. Þá yrðu íslendingar réttinda lausir eins og Bretar í Evrópusambandinu. Það mundi einnig stöðva útflutning á fiski og landbúnaðarvörum frá Íslandi til Evrópusambandsins í einhverja mánuði, þar sem þá væri Ísland ekki land sem er hluti af innri markaði Evrópusambandsins í gegnum EES, heldur yrði Ísland þriðja ríki gagnvart Evrópusambandinu og þá koma aðrar reglur og kröfur til. Þar sem þessar kröfur eru settar núna í lögum með EES samningum. Fríverslunarsamningur mundi ekki ná yfir þessi atriði, vegna þess að fríverslunarsamningur snýr eingöngu að viðskiptum fyrirtækja í Evrópusambandinu. Almenningur mundi ekki græða neitt á þessu, almenningur mundi tapa öllu á svona breytingu. Íslendingar mundu sem dæmi, tapa réttinum til þess að kaupa húsnæði á Spáni og yrði takmarkaðir við viðveru á Spáni í 90 daga á hverjum 180 dögum. Einnig sem að þá getur spænska ríkið gert þá kröfu um að þeir íslendingar sem færu til Spánar sanni að þeir geti séð um sig og hafi fjárráð til að vera á Spáni. Þetta er reglulega gert við ríkisborgara frá ríkjum utan Evrópusambandsins, EES og Sviss. Það er alveg ljóst að Evrópu andstæðingar á Íslandi hata almenning og vilja og stefna að því að gera líf almennings á Íslandi mun erfiðara en hefur verið hingað til. Íslendingar mundu fara aftur til ársins 1992 varðandi réttindi í Evrópu við útgöngu úr EES samningum. Það á að berjast gegn öllum þeim málflutningi og þeim sem vilja skerða réttindi Íslendinga, skerða fullveldi íslendinga niður í ekki neitt og stórskaða efnahag Íslands með því að minnka hann niður í ekki neitt og koma Íslandi þangað sem það var í kringum árið 1990. Útganga Bretlands úr Evrópusambandinu var byggð á lygum og nýjustu kannanir sýna að meira en 60% Breta sjá eftir útgöngu Bretlands úr Evrópusambandinu. Þó er ekki víst hvenær Bretland sækir aftur um aðild að Evrópusambandinu og verður aftur aðili. Það ferli gæti tekið marga áratugi að eiga sér stað og ljóst að núverandi ríkisstjórn Bretlands mun ekki gera það. Efnahagur Bretlands er núna um 2,5% til 3% minni en ef Bretlandi hefði verið áfram í Evrópusambandinu og þetta gat mun eingöngu aukast með tímanum. Evrópu andstæðingar á Íslandi vilja gera þetta sama við íslensku þjóðina og sjá ekkert að því. Vegna þess að þeir hugsa ekki um íslensku þjóðina, þeir eru að hugsa um einhverja allt aðra hagsmuni sem ég veit ekki hverjir eru. Höfundur er búsettur í Evrópusambandinu og er rithöfundur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Evrópusambandið Brexit Jón Frímann Jónsson Mest lesið Þjóðin vill eitt, Kristrún annað Ole Anton Bieltvedt Skoðun Palestína í Eurovision Sigurður Loftur Thorlacius Skoðun Narsissismi í hnotskurn Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir Skoðun Ferðaþjónustan er burðarás í íslensku efnahagslífi Þórir Garðarsson Skoðun Hversu lítill fiskur yrðum við? Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Vígvellir barna eru víða Rakel Linda Kristjánsdóttir Skoðun Heimur skorts eða gnægða? Þorvaldur Víðisson Skoðun Framtíð safna í síbreytilegum samfélögum – nærsamfélaginu sem heimssamfélaginu Hólmar Hólm Skoðun Söngur Ísraels og RÚV Ingólfur Gíslason. Skoðun Lélegir íslenskir læknar...eru ekki til! Steinunn Þórðardóttir Skoðun Skoðun Skoðun Heimur skorts eða gnægða? Þorvaldur Víðisson skrifar Skoðun Vígvellir barna eru víða Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Narsissismi í hnotskurn Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar Skoðun Framtíð safna í síbreytilegum samfélögum – nærsamfélaginu sem heimssamfélaginu Hólmar Hólm skrifar Skoðun Palestína í Eurovision Sigurður Loftur Thorlacius skrifar Skoðun Ferðaþjónustan er burðarás í íslensku efnahagslífi Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Hversu lítill fiskur yrðum við? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þjóðin vill eitt, Kristrún annað Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Lélegir íslenskir læknar...eru ekki til! Steinunn Þórðardóttir skrifar Skoðun Þjóðin sem selur sjálfri sér: Vangaveltur um sölu Íslandsbanka Guðjón Heiðar Pálsson skrifar Skoðun Hagsmunir heildarinnar - Þriðji kafli: Skálmöld Hannes Örn Blandon skrifar Skoðun Valkyrjurnar verða að losa okkur við Rapyd Björn B. Björnsson skrifar Skoðun Söngur Ísraels og RÚV Ingólfur Gíslason. skrifar Skoðun Ófullnægjandi vinnubrögð ófaglærðra „iðnaðarmanna“: Áhrif á húskaupendur Kristinn R Guðlaugsson skrifar Skoðun Uppiskroppa með umræðuefni í málþófi? Talið um Gaza! Viðar Eggertsson skrifar Skoðun Kærleikurinn pikkaði í mig Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Gigt er ekki bara sjúkdómur fullorðinna – Gigtarfélagið heldur opið hús til að fræða og styðja alla aldurshópa Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Friðun Grafarvogs Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Torfærur, hossur og hristingar! Jóhanna Dýrunn Jónsdóttir skrifar Skoðun NÓG ER NÓG – Heilbrigðiskerfið er í neyðarástandi Ásthildur Kristín Björnsdóttir skrifar Skoðun Við munum aldrei fela okkur aftur Kári Garðarsson skrifar Skoðun Er Kópavogsbær vel rekinn? Bergljót Kristinsdóttir skrifar Skoðun Oft er forræðishyggja hjá fjölskyldum og á heimilum fatlaðs fólks Atli Már Haraldsson Zebitz skrifar Skoðun Um sjónarhorn og sannleika Líf Magneudóttir skrifar Skoðun Lýðræðið er farið – er of seint að snúa við? Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Er gagnlegt að kunna að forrita á tímum gervigreindar? Henning Arnór Úlfarsson skrifar Skoðun Málþóf og/eða lýðræði? Elín Íris Fanndal skrifar Skoðun Umdeildasti fríverslunarsamningur sögunnar? Arnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Ísafjarðarbær í Bestu deild Sigríður Júlía Brynleifsdóttir,Gylfi Ólafsson skrifar Skoðun Þjóðarmorð í beinni Arnar Eggert Thoroddsen skrifar Sjá meira
Þegar Bretland gekk úr Evrópusambandinu þann 30. janúar 2020 þá töpuðu ríkisborgarar Bretland öllum réttindum sínum innan Evrópusambandsins. Þetta þýðir meðal annars að Bretar sem vilja flytja til Evrópusambandsins og Íslands þurfa núna að sækja um heimild til þess að búa á Íslandi, sækja um leyfi til þess að vinna á Íslandi eins og allir aðrir þriðja ríkis borgarar sem flytja til Íslands. Þegar Bretland var í Evrópusambandinu, þá þurft Bretar bara að flytja til Íslands, fá kennitölu og finna sér vinnu. Núna er Bretum einnig óheimilt að vera lengur innan Evrópusambandsins en sem nemur 90 dögum á hverjum 180 dögum. Auk allra annara áhrifa sem Breskir ríkisborgarar urðu fyrir sem ég nefni ekki hérna. Listinn er mjög langur. Með skipulögðum lygum, þá voru öll réttindi Breta tekin af þeim. Réttindi sem þeir höfðu fengið síðan árið 1973 og síðan 1993 þegar stofnað var til Evrópusambandsins. Allt saman á grundvelli lyga, rasisma, fasisma og öfga-hægri mennsku sem er mjög skaðleg þjóðfélögum. Núna vilja andstæðingar Evrópusambandsins á Íslandi gera þetta við Íslendinga. Þar er talað núna um að fríverslunarsamningar séu betri en aðild Íslands að EES í gegnum EFTA. Þetta er ekkert nema kjaftæði og ef af þessu yrði. Þá yrðu íslendingar réttinda lausir eins og Bretar í Evrópusambandinu. Það mundi einnig stöðva útflutning á fiski og landbúnaðarvörum frá Íslandi til Evrópusambandsins í einhverja mánuði, þar sem þá væri Ísland ekki land sem er hluti af innri markaði Evrópusambandsins í gegnum EES, heldur yrði Ísland þriðja ríki gagnvart Evrópusambandinu og þá koma aðrar reglur og kröfur til. Þar sem þessar kröfur eru settar núna í lögum með EES samningum. Fríverslunarsamningur mundi ekki ná yfir þessi atriði, vegna þess að fríverslunarsamningur snýr eingöngu að viðskiptum fyrirtækja í Evrópusambandinu. Almenningur mundi ekki græða neitt á þessu, almenningur mundi tapa öllu á svona breytingu. Íslendingar mundu sem dæmi, tapa réttinum til þess að kaupa húsnæði á Spáni og yrði takmarkaðir við viðveru á Spáni í 90 daga á hverjum 180 dögum. Einnig sem að þá getur spænska ríkið gert þá kröfu um að þeir íslendingar sem færu til Spánar sanni að þeir geti séð um sig og hafi fjárráð til að vera á Spáni. Þetta er reglulega gert við ríkisborgara frá ríkjum utan Evrópusambandsins, EES og Sviss. Það er alveg ljóst að Evrópu andstæðingar á Íslandi hata almenning og vilja og stefna að því að gera líf almennings á Íslandi mun erfiðara en hefur verið hingað til. Íslendingar mundu fara aftur til ársins 1992 varðandi réttindi í Evrópu við útgöngu úr EES samningum. Það á að berjast gegn öllum þeim málflutningi og þeim sem vilja skerða réttindi Íslendinga, skerða fullveldi íslendinga niður í ekki neitt og stórskaða efnahag Íslands með því að minnka hann niður í ekki neitt og koma Íslandi þangað sem það var í kringum árið 1990. Útganga Bretlands úr Evrópusambandinu var byggð á lygum og nýjustu kannanir sýna að meira en 60% Breta sjá eftir útgöngu Bretlands úr Evrópusambandinu. Þó er ekki víst hvenær Bretland sækir aftur um aðild að Evrópusambandinu og verður aftur aðili. Það ferli gæti tekið marga áratugi að eiga sér stað og ljóst að núverandi ríkisstjórn Bretlands mun ekki gera það. Efnahagur Bretlands er núna um 2,5% til 3% minni en ef Bretlandi hefði verið áfram í Evrópusambandinu og þetta gat mun eingöngu aukast með tímanum. Evrópu andstæðingar á Íslandi vilja gera þetta sama við íslensku þjóðina og sjá ekkert að því. Vegna þess að þeir hugsa ekki um íslensku þjóðina, þeir eru að hugsa um einhverja allt aðra hagsmuni sem ég veit ekki hverjir eru. Höfundur er búsettur í Evrópusambandinu og er rithöfundur.
Framtíð safna í síbreytilegum samfélögum – nærsamfélaginu sem heimssamfélaginu Hólmar Hólm Skoðun
Skoðun Framtíð safna í síbreytilegum samfélögum – nærsamfélaginu sem heimssamfélaginu Hólmar Hólm skrifar
Skoðun Þjóðin sem selur sjálfri sér: Vangaveltur um sölu Íslandsbanka Guðjón Heiðar Pálsson skrifar
Skoðun Ófullnægjandi vinnubrögð ófaglærðra „iðnaðarmanna“: Áhrif á húskaupendur Kristinn R Guðlaugsson skrifar
Skoðun Gigt er ekki bara sjúkdómur fullorðinna – Gigtarfélagið heldur opið hús til að fræða og styðja alla aldurshópa Hrönn Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Oft er forræðishyggja hjá fjölskyldum og á heimilum fatlaðs fólks Atli Már Haraldsson Zebitz skrifar
Framtíð safna í síbreytilegum samfélögum – nærsamfélaginu sem heimssamfélaginu Hólmar Hólm Skoðun