Er ást nóg fyrir ástarsamband ? Katrín Þrastardóttir skrifar 15. október 2024 10:01 Ást er yndisleg, ást er að þekkja ástartungumál hvors annars, ást er virðing, aðdáun, skilningur og skot. Ástin leiðir af sér ástarsambönd og jafnvel hjónaband. En hvað svo? Dugar ástin ein til að viðhalda heilbrigðu og hamingjuríku sambandi? Að vera í hjónabandi eða ástarsambandi getur verið yndisleg viðbót við lífið. Það er þó ekki sjálfgefið að það sé hamingjuríkt og gefi okkur orku. Hvernig höldum við í hamingjuna í ástarsambandinu? Ástin er skemmtileg og gefur okkur mikið en hún ein og sér dugar ekki til þess að halda parsambandi gangandi. Til þess þurfum við vinnulag frá báðum aðilum, gagnkvæma virðingu og tilfinningalega skuldbindingu. Þá eru ýmsir þættir sem hafa áhrif á gæði hjónabands, svo sem tilfinningagreind okkar og samskiptafærni, utanaðkomandi álagsþættir og hvernig okkur gengur að mæta áskorunum lífsins saman. Oft er mikill hraði í lífinu og fjölbreyttar kröfur gerðar til einstaklinga. Í þeirri hringiðu vill parsambandið oft lenda aftarlega í forgangsröðuninni. Sé það aftarlega í röðinni um langt skeið getur farið að hrikta í stoðum þess. Þó er óþarfi að örvænta því margt er hægt að gera til þess að kynda eld í gömlum glæðum. Opin og skýr samskipti eru lykilatriði Flest teljum við okkur vera náttúrulega góð í samskiptum. Rannsóknir hafa þó sýnt að svo er ekki, flest þurfa að leggja sig fram við að vanda samskipti svo gæði þeirra verði mikil og kostar það meðvitund og æfingu. Þessi skortur á samskiptafærni skapar ekki einungis vanda á vinnustöðum heldur einnig í fjölskyldum og parsamböndum. Það er því lykilatriði í öllum samböndum að iðka opin og skýr samskipti og vera meðvituð um þau. Með því er átt við að tjá tilfinningar, þarfir okkar, vonir, væntingar og áhyggjur en á sama tíma að bera virðingu fyrir viðhorfi maka okkar. Í þessu felst að sýna virka hlustun en það tryggir að báðir aðilar upplifi að þeirra sjónarmið séu heyrð og virt. Í umhverfi þar sem góð samskipti viðgangast eru minni líkur á misskilningi og gremju. Við erum mis meðvituð um samskiptamáta okkar og áhrif hans – það er verulega áhugavert að staldra við og velta fyrir sér í hreinskilni hvernig samskipti maður iðkar í ástarsambandinu og hver áhrif þeirra eru. Rannsóknir hafa sýnt okkur fjölskyldufræðingum að gæði samskipta eru í takt við gæði sambandins og leggjum við því ríka áherslu á að styðja pör við að temja sér jákvæð og árangursrík samskipti. Höfundur er fjölskyldufræðingur hjá Auðnast Klíník Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ástin og lífið Mest lesið Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun „Rússland hefur hins vegar ráðist inn í 19 ríki“ Einar Ólafsson Skoðun Jólahugvekja trans konu Arna Magnea Danks Skoðun Þegar lögheimilið verður að útilokunartæki Jack Hrafnkell Daníelsson Skoðun Er pláss fyrir unga karlmenn í kvennaheimi? Hnikarr Bjarmi Franklínsson Skoðun Jarðvegstilskipun Evrópu Anna María Ágústsdóttir Skoðun Samsköttun, samnýting eða skattahækkun? Kristófer Már Maronsson Skoðun Stóra myndin í fjárlögum Daði Már Kristófersson Skoðun Vandfýsin og útilokandi samstaða: Ólýðræðislegir tilburðir íslensku elítunnar gegn réttindabaráttu verkaðlýðsins Armando Garcia Skoðun Hvað ætlið þið að gera fyrir okkur Seyðfirðinga? Júlíana Björk Garðarsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Öll lífsins gæði mynda skattstofn Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Þegar lögheimilið verður að útilokunartæki Jack Hrafnkell Daníelsson skrifar Skoðun Vandfýsin og útilokandi samstaða: Ólýðræðislegir tilburðir íslensku elítunnar gegn réttindabaráttu verkaðlýðsins Armando Garcia skrifar Skoðun Mýtuvaxtarækt loftslagsafneitunar Sveinn Atli Gunnarsson skrifar Skoðun Hvað ætlið þið að gera fyrir okkur Seyðfirðinga? Júlíana Björk Garðarsdóttir skrifar Skoðun Jarðvegstilskipun Evrópu Anna María Ágústsdóttir skrifar Skoðun Jólagjöfin í ár Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Samsköttun, samnýting eða skattahækkun? Kristófer Már Maronsson skrifar Skoðun Framkvæmdir við gatnamót Höfðabakka Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Á krossgötum í Atlantshafi Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Börnin fyrst – er framtíðarsýn Vestmannaeyja að fjara út? Jóhann Ingi Óskarsson skrifar Skoðun Jólahugvekja trans konu Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Erum við sérstökust í heimi? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Gerum betur í borgarstjórn. Endurheimtum traust og bætum þjónustu við borgarbúa á öllum aldri Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Stóra myndin í fjárlögum Daði Már Kristófersson skrifar Skoðun „Rússland hefur hins vegar ráðist inn í 19 ríki“ Einar Ólafsson skrifar Skoðun Blessuð jólin, bókhaldið og börnin Kristín Lúðvíksdóttir skrifar Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson skrifar Skoðun Er pláss fyrir unga karlmenn í kvennaheimi? Hnikarr Bjarmi Franklínsson skrifar Skoðun Bréfið sem aldrei var skrifað Grímur Atlason skrifar Skoðun Hugleiðingar úr Dölum um framkomin drög að Samgönguáætlun 2026-2040 Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar Skoðun Íslensk ferðaþjónusta í nýju landslagi Ólína Laxdal skrifar Skoðun Sköpum öflugt, hafsækið atvinnulíf á viðskiptalegum forsendum! Gunnar Tryggvason skrifar Skoðun Hefurðu heyrt söguna? Ísak Hilmarsson skrifar Skoðun Teygjum okkur aðeins lengra Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Þingmenn raða sólstólum á Titanic Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hamarsvirkjun: Þegar horft er framhjá staðreyndum og lýðræði Ásrún Mjöll Stefánsdóttir skrifar Skoðun Réttlæti án sannleika er ekki réttlæti Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Spilakassar í skjóli mannúðar og björgunar Alma Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Traustur grunnur, ný tækifæri Svana Helen Björnsdóttir skrifar Sjá meira
Ást er yndisleg, ást er að þekkja ástartungumál hvors annars, ást er virðing, aðdáun, skilningur og skot. Ástin leiðir af sér ástarsambönd og jafnvel hjónaband. En hvað svo? Dugar ástin ein til að viðhalda heilbrigðu og hamingjuríku sambandi? Að vera í hjónabandi eða ástarsambandi getur verið yndisleg viðbót við lífið. Það er þó ekki sjálfgefið að það sé hamingjuríkt og gefi okkur orku. Hvernig höldum við í hamingjuna í ástarsambandinu? Ástin er skemmtileg og gefur okkur mikið en hún ein og sér dugar ekki til þess að halda parsambandi gangandi. Til þess þurfum við vinnulag frá báðum aðilum, gagnkvæma virðingu og tilfinningalega skuldbindingu. Þá eru ýmsir þættir sem hafa áhrif á gæði hjónabands, svo sem tilfinningagreind okkar og samskiptafærni, utanaðkomandi álagsþættir og hvernig okkur gengur að mæta áskorunum lífsins saman. Oft er mikill hraði í lífinu og fjölbreyttar kröfur gerðar til einstaklinga. Í þeirri hringiðu vill parsambandið oft lenda aftarlega í forgangsröðuninni. Sé það aftarlega í röðinni um langt skeið getur farið að hrikta í stoðum þess. Þó er óþarfi að örvænta því margt er hægt að gera til þess að kynda eld í gömlum glæðum. Opin og skýr samskipti eru lykilatriði Flest teljum við okkur vera náttúrulega góð í samskiptum. Rannsóknir hafa þó sýnt að svo er ekki, flest þurfa að leggja sig fram við að vanda samskipti svo gæði þeirra verði mikil og kostar það meðvitund og æfingu. Þessi skortur á samskiptafærni skapar ekki einungis vanda á vinnustöðum heldur einnig í fjölskyldum og parsamböndum. Það er því lykilatriði í öllum samböndum að iðka opin og skýr samskipti og vera meðvituð um þau. Með því er átt við að tjá tilfinningar, þarfir okkar, vonir, væntingar og áhyggjur en á sama tíma að bera virðingu fyrir viðhorfi maka okkar. Í þessu felst að sýna virka hlustun en það tryggir að báðir aðilar upplifi að þeirra sjónarmið séu heyrð og virt. Í umhverfi þar sem góð samskipti viðgangast eru minni líkur á misskilningi og gremju. Við erum mis meðvituð um samskiptamáta okkar og áhrif hans – það er verulega áhugavert að staldra við og velta fyrir sér í hreinskilni hvernig samskipti maður iðkar í ástarsambandinu og hver áhrif þeirra eru. Rannsóknir hafa sýnt okkur fjölskyldufræðingum að gæði samskipta eru í takt við gæði sambandins og leggjum við því ríka áherslu á að styðja pör við að temja sér jákvæð og árangursrík samskipti. Höfundur er fjölskyldufræðingur hjá Auðnast Klíník
Vandfýsin og útilokandi samstaða: Ólýðræðislegir tilburðir íslensku elítunnar gegn réttindabaráttu verkaðlýðsins Armando Garcia Skoðun
Skoðun Vandfýsin og útilokandi samstaða: Ólýðræðislegir tilburðir íslensku elítunnar gegn réttindabaráttu verkaðlýðsins Armando Garcia skrifar
Skoðun Gerum betur í borgarstjórn. Endurheimtum traust og bætum þjónustu við borgarbúa á öllum aldri Magnea Marinósdóttir skrifar
Skoðun Hugleiðingar úr Dölum um framkomin drög að Samgönguáætlun 2026-2040 Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar
Skoðun Þingmenn raða sólstólum á Titanic Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Hamarsvirkjun: Þegar horft er framhjá staðreyndum og lýðræði Ásrún Mjöll Stefánsdóttir skrifar
Vandfýsin og útilokandi samstaða: Ólýðræðislegir tilburðir íslensku elítunnar gegn réttindabaráttu verkaðlýðsins Armando Garcia Skoðun