Þetta staðfestir hann í skriflegu svari til fréttastofu.
Hanna Katrín Friðriksson, þingflokksformaður Viðreisnar, sagði í samtali við fréttastofu að Sigurður hefði hætt í byrjun mánaðar. „En það getur bara vel verið að hann dúkki upp á listum hjá okkur.“
Greint var frá því í byrjun septembermánaðar í fyrra að Sigurður hefði hafið störf hjá Viðreisn, líkt og áður segir sem verkefnastjóri samfélagsmiðla og viðburða.
Árin á undan hafði Sigurður starfað í fjölmiðlum við ýmis verkefni og til að mynda verið fréttamaður hjá fréttastofu Stöðvar 2, Vísis og Bylgjunnar. Einnig hefur hann mikið verið viðloðinn umfjöllun um íþróttir, sér í lagi körfubolta.