Parið birti myndir af þeim saman í brúðkaupi um helgina, afar lukkuleg á svip.
Íris og Arnar voru hluti af íslenska Eurovision-hópnum í ár, þar sem þau sungu bakraddir fyrir Heru Björk Þórhallsdóttur í laginu „Scared of Heights“ í keppninni í Malmö.
Íris starfar sem yfirkennari hjá Söngskóla Maríu Bjarkar auk þess sem hún hefur tekið þátt í fjölbreyttum tónsitarverkefnum og unnið með fremstu tónlistarmönnun landsins.
Arnar, sem er kenndur við hljómsveitina Luxor, gaf nýverið út lagið Tales of Blue sem er lag á fyrstu væntanlegu breiðskífu Arnars. Íris syngur lagið með honum og samdi textann.