Þurfa að læra að lifa með takmörkunum vegna jarðhræringanna Kjartan Kjartansson skrifar 13. október 2024 11:35 Árni Þór Sigurðsson, formaður Grindavíkurnefndarinnar, sagði frá stöðunni í málefnum bæjarins í þættinum Sprengisandi á Bylgjunni. Bylgjan Formaður framkvæmdanefndar um málefni Grindavíkur segir að fólk þurfi að læra að lifa með þeim takmörkunum sem jarðhræringarnar á Reykjanesi setja á sama tíma og unnið sé að því að auka aðgengi að bænum. Tillögur um það verða kynntar á allra næstunni. Aðeins íbúar og starfsfólk fyrirtækja í Grindavík hafa aðgang að bænum og lokunarpóstar eru á öllum innakstursleiðum þangað nú þegar er farið að nálgast ár frá því að fyrst byrjaði að gjósa við Grindavík og bærinn var rýmdur. Árni Þór Sigurðsson, formaður svokallaðrar Grindavíkurnefndar, lýsti því í viðtali á Sprengisandi á Bylgjunni í morgun að nefndin skoðaði möguleikana á hindrunarlausum aðgangi að bænum, að minnsta kosti á meðan óvissustig eða vægari viðbúnaður er í gildi. Vonast væri til að hugmyndir um opnun bæjarins yrðu kynntar á næstunni, jafnvel á næstu dögum. Markmiðið væri að tryggja öryggi eins og hægt væri til þess að hægt væri að hleypa meira súrefni inn í bæinn. Það hefur meðal annars verið gert með því að kortleggja holrými innan bæjarmarkanna og girða þau svæði af og fylla upp í sprungur. „Auðvitað erum að vonast til þess að það sé verið að hleypa meira súrefni inn í bæinn og samfélagið og renna styrkari stoðum undir þá starfsemi sem er þar nú þegar en er kannski að berjast í bökkum. Hugsanlega verður það til þess að einhver starfsemi getur opnað sem hefur ekki getað verið í gangi að undanförnu,“ sagði Árni Þór. Verður ekki eins og var Hann gerði sér þó grein fyrir að einnig væru atvinnufyrirtæki sem ekki gætu eða treystu sér hvorki til þess að hefja starfsemi annars staðar né snúa aftur til Grindavíkur. Þá væri ljóst að viss önnur starfsemi færi ekki aftur í gang, þar á meðal skólarnir og hjúkrunarheimili. „Þannig að þetta verður auðvitað ekki eins og var og það er auðvitað kannski langt í það líka, sérstaklega á meðan atburðarrásin er í gangi. Það er ekki hægt að lýsa yfir goslokum í Grindavík,“ sagði Árni Þór. „Við þurfum svolítið að læra að lifa með þeim takmörkunum sem jarðhræringarnar setja okkur innan þess ramma og reyna að búa þannig um hnútana að starfsemi geti átt sér stað,“ sagði hann. Grindavík Eldgos og jarðhræringar Stjórnsýsla Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Eldgos á Reykjanesskaga Sprengisandur Mest lesið Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Innlent Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af Innlent Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Innlent Þinglokasamningur í höfn Innlent Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Erlent Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Innlent Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Innlent Hríðskotabyssa í poka kom Íslendingi á lista CIA Innlent Fleiri fréttir Ofbeldi í garð fangavarða eykst Hnífstungumaður úrskurðaður í gæsluvarðhald Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Þinglokasamningur í höfn Þingfundi slitið eftir ítrekaðar frestanir og snörp orðaskipti Eldfimt ástand á þingi, árásir á fangaverði og full ungmenni á víðavangi Segir enga sérstaka ástæðu fyrir áhuga á 71. greininni Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Þingfundur hafinn eftir ítrekaðar frestanir Dettifoss nálgast endamarkið Þurfi að taka á þeim sem telji sig geta keypt líkama annarra Hríðskotabyssa í poka kom Íslendingi á lista CIA Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Vonar að minnihlutinn sýni ábyrgð svo ekki þurfi að beita ákvæðinu aftur Telja jákvæðu skrefin of fá Sjálfvirk bílaþvottastöð opnuð á Selfossi Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Mennirnir enn í haldi lögreglu Staðan á Alþingi og refsilaus vændiskaup Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Hvaðan kemur „kjarnorkuákvæðið“? Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Einn handtekinn eftir stunguárás Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Forstöðumaður spilar og syngur fyrir gesti Sundlaugar Akureyrar Sjá meira
Aðeins íbúar og starfsfólk fyrirtækja í Grindavík hafa aðgang að bænum og lokunarpóstar eru á öllum innakstursleiðum þangað nú þegar er farið að nálgast ár frá því að fyrst byrjaði að gjósa við Grindavík og bærinn var rýmdur. Árni Þór Sigurðsson, formaður svokallaðrar Grindavíkurnefndar, lýsti því í viðtali á Sprengisandi á Bylgjunni í morgun að nefndin skoðaði möguleikana á hindrunarlausum aðgangi að bænum, að minnsta kosti á meðan óvissustig eða vægari viðbúnaður er í gildi. Vonast væri til að hugmyndir um opnun bæjarins yrðu kynntar á næstunni, jafnvel á næstu dögum. Markmiðið væri að tryggja öryggi eins og hægt væri til þess að hægt væri að hleypa meira súrefni inn í bæinn. Það hefur meðal annars verið gert með því að kortleggja holrými innan bæjarmarkanna og girða þau svæði af og fylla upp í sprungur. „Auðvitað erum að vonast til þess að það sé verið að hleypa meira súrefni inn í bæinn og samfélagið og renna styrkari stoðum undir þá starfsemi sem er þar nú þegar en er kannski að berjast í bökkum. Hugsanlega verður það til þess að einhver starfsemi getur opnað sem hefur ekki getað verið í gangi að undanförnu,“ sagði Árni Þór. Verður ekki eins og var Hann gerði sér þó grein fyrir að einnig væru atvinnufyrirtæki sem ekki gætu eða treystu sér hvorki til þess að hefja starfsemi annars staðar né snúa aftur til Grindavíkur. Þá væri ljóst að viss önnur starfsemi færi ekki aftur í gang, þar á meðal skólarnir og hjúkrunarheimili. „Þannig að þetta verður auðvitað ekki eins og var og það er auðvitað kannski langt í það líka, sérstaklega á meðan atburðarrásin er í gangi. Það er ekki hægt að lýsa yfir goslokum í Grindavík,“ sagði Árni Þór. „Við þurfum svolítið að læra að lifa með þeim takmörkunum sem jarðhræringarnar setja okkur innan þess ramma og reyna að búa þannig um hnútana að starfsemi geti átt sér stað,“ sagði hann.
Grindavík Eldgos og jarðhræringar Stjórnsýsla Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Eldgos á Reykjanesskaga Sprengisandur Mest lesið Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Innlent Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af Innlent Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Innlent Þinglokasamningur í höfn Innlent Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Erlent Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Innlent Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Innlent Hríðskotabyssa í poka kom Íslendingi á lista CIA Innlent Fleiri fréttir Ofbeldi í garð fangavarða eykst Hnífstungumaður úrskurðaður í gæsluvarðhald Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Þinglokasamningur í höfn Þingfundi slitið eftir ítrekaðar frestanir og snörp orðaskipti Eldfimt ástand á þingi, árásir á fangaverði og full ungmenni á víðavangi Segir enga sérstaka ástæðu fyrir áhuga á 71. greininni Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Þingfundur hafinn eftir ítrekaðar frestanir Dettifoss nálgast endamarkið Þurfi að taka á þeim sem telji sig geta keypt líkama annarra Hríðskotabyssa í poka kom Íslendingi á lista CIA Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Vonar að minnihlutinn sýni ábyrgð svo ekki þurfi að beita ákvæðinu aftur Telja jákvæðu skrefin of fá Sjálfvirk bílaþvottastöð opnuð á Selfossi Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Mennirnir enn í haldi lögreglu Staðan á Alþingi og refsilaus vændiskaup Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Hvaðan kemur „kjarnorkuákvæðið“? Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Einn handtekinn eftir stunguárás Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Forstöðumaður spilar og syngur fyrir gesti Sundlaugar Akureyrar Sjá meira