Þurfa að læra að lifa með takmörkunum vegna jarðhræringanna Kjartan Kjartansson skrifar 13. október 2024 11:35 Árni Þór Sigurðsson, formaður Grindavíkurnefndarinnar, sagði frá stöðunni í málefnum bæjarins í þættinum Sprengisandi á Bylgjunni. Bylgjan Formaður framkvæmdanefndar um málefni Grindavíkur segir að fólk þurfi að læra að lifa með þeim takmörkunum sem jarðhræringarnar á Reykjanesi setja á sama tíma og unnið sé að því að auka aðgengi að bænum. Tillögur um það verða kynntar á allra næstunni. Aðeins íbúar og starfsfólk fyrirtækja í Grindavík hafa aðgang að bænum og lokunarpóstar eru á öllum innakstursleiðum þangað nú þegar er farið að nálgast ár frá því að fyrst byrjaði að gjósa við Grindavík og bærinn var rýmdur. Árni Þór Sigurðsson, formaður svokallaðrar Grindavíkurnefndar, lýsti því í viðtali á Sprengisandi á Bylgjunni í morgun að nefndin skoðaði möguleikana á hindrunarlausum aðgangi að bænum, að minnsta kosti á meðan óvissustig eða vægari viðbúnaður er í gildi. Vonast væri til að hugmyndir um opnun bæjarins yrðu kynntar á næstunni, jafnvel á næstu dögum. Markmiðið væri að tryggja öryggi eins og hægt væri til þess að hægt væri að hleypa meira súrefni inn í bæinn. Það hefur meðal annars verið gert með því að kortleggja holrými innan bæjarmarkanna og girða þau svæði af og fylla upp í sprungur. „Auðvitað erum að vonast til þess að það sé verið að hleypa meira súrefni inn í bæinn og samfélagið og renna styrkari stoðum undir þá starfsemi sem er þar nú þegar en er kannski að berjast í bökkum. Hugsanlega verður það til þess að einhver starfsemi getur opnað sem hefur ekki getað verið í gangi að undanförnu,“ sagði Árni Þór. Verður ekki eins og var Hann gerði sér þó grein fyrir að einnig væru atvinnufyrirtæki sem ekki gætu eða treystu sér hvorki til þess að hefja starfsemi annars staðar né snúa aftur til Grindavíkur. Þá væri ljóst að viss önnur starfsemi færi ekki aftur í gang, þar á meðal skólarnir og hjúkrunarheimili. „Þannig að þetta verður auðvitað ekki eins og var og það er auðvitað kannski langt í það líka, sérstaklega á meðan atburðarrásin er í gangi. Það er ekki hægt að lýsa yfir goslokum í Grindavík,“ sagði Árni Þór. „Við þurfum svolítið að læra að lifa með þeim takmörkunum sem jarðhræringarnar setja okkur innan þess ramma og reyna að búa þannig um hnútana að starfsemi geti átt sér stað,“ sagði hann. Grindavík Eldgos og jarðhræringar Stjórnsýsla Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Eldgos á Reykjanesskaga Sprengisandur Mest lesið Sambandið við Rússland og siðrof í Evrópu í forgangi Erlent Hættir á Spotify: „Ég er frjáls!“ Innlent Á fjórða tug barna drepin í drónaárás á leikskóla Erlent Krefjast skýringa á boðuðum breytingum ráðherra á framhaldsskólum Innlent Karlmaður handtekinn í tengslum við mannslát Innlent Sonur Ölmu Möller íhugar framboð Innlent „Mér brá við að sjá þessa tölu“ Innlent Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Innlent Óvænt breyting hækkaði lyfin um tugi þúsunda Innlent Hrossahjörð á brokki fram Álftanesveg Innlent Fleiri fréttir Þrír handteknir fyrir hótanir og vopnalagabrot Hrossahjörð á brokki fram Álftanesveg Krefjast skýringa á boðuðum breytingum ráðherra á framhaldsskólum Sonur Ölmu Möller íhugar framboð Gefa út litlausa viðvörun Karlmaður handtekinn í tengslum við mannslát Vonast til að opna nýtt Konukot sem fyrst Ekki markmiðið að takmarka aðgengi fjölmiðla Óvænt breyting hækkaði lyfin um tugi þúsunda „Mér brá við að sjá þessa tölu“ Alltaf ljóst að Flokkur fólksins væri veiki hlekkurinn Hættir á Spotify: „Ég er frjáls!“ Reiknað með fjölmenni á jólamarkaði á Flúðum í dag Þórunn biðst afsökunar: „Bara mannleg eins og annað fólk“ Forseti Alþingis tjáir sig um ummælin umdeildu Fjárlög afgreidd fyrir hlæjandi þingsal Vakna seinast en vilja mest morgunbirtu Gripinn á 130 á 80-götu Með hamagang á hóteli og kastaði innanstokksmunum „Brast eitthvað innra með mér og ég sá að ekki var allt með felldu“ Skólp og klór frá Hveragerði gerir Ölfusingum lífið leitt MAST búið að snúa hnífnum Spennandi að sjá hvernig borgin bregst við Þakkar fyrir að hafa ekki verið búinn að rýja kindurnar „Ég vísa ekki beint í þessa skýrslu“ Glæpastarfsemi á Íslandi orðin jafn mikil og á Norðurlöndum „Aldrei heyrt aðra eins fjarstæðu á ævi minni“ Tvö prósent vilja Heiðu sem borgarstjóra Brostnar forsendur, ný könnun og fyrrverandi nýnasisti „Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk“ Sjá meira
Aðeins íbúar og starfsfólk fyrirtækja í Grindavík hafa aðgang að bænum og lokunarpóstar eru á öllum innakstursleiðum þangað nú þegar er farið að nálgast ár frá því að fyrst byrjaði að gjósa við Grindavík og bærinn var rýmdur. Árni Þór Sigurðsson, formaður svokallaðrar Grindavíkurnefndar, lýsti því í viðtali á Sprengisandi á Bylgjunni í morgun að nefndin skoðaði möguleikana á hindrunarlausum aðgangi að bænum, að minnsta kosti á meðan óvissustig eða vægari viðbúnaður er í gildi. Vonast væri til að hugmyndir um opnun bæjarins yrðu kynntar á næstunni, jafnvel á næstu dögum. Markmiðið væri að tryggja öryggi eins og hægt væri til þess að hægt væri að hleypa meira súrefni inn í bæinn. Það hefur meðal annars verið gert með því að kortleggja holrými innan bæjarmarkanna og girða þau svæði af og fylla upp í sprungur. „Auðvitað erum að vonast til þess að það sé verið að hleypa meira súrefni inn í bæinn og samfélagið og renna styrkari stoðum undir þá starfsemi sem er þar nú þegar en er kannski að berjast í bökkum. Hugsanlega verður það til þess að einhver starfsemi getur opnað sem hefur ekki getað verið í gangi að undanförnu,“ sagði Árni Þór. Verður ekki eins og var Hann gerði sér þó grein fyrir að einnig væru atvinnufyrirtæki sem ekki gætu eða treystu sér hvorki til þess að hefja starfsemi annars staðar né snúa aftur til Grindavíkur. Þá væri ljóst að viss önnur starfsemi færi ekki aftur í gang, þar á meðal skólarnir og hjúkrunarheimili. „Þannig að þetta verður auðvitað ekki eins og var og það er auðvitað kannski langt í það líka, sérstaklega á meðan atburðarrásin er í gangi. Það er ekki hægt að lýsa yfir goslokum í Grindavík,“ sagði Árni Þór. „Við þurfum svolítið að læra að lifa með þeim takmörkunum sem jarðhræringarnar setja okkur innan þess ramma og reyna að búa þannig um hnútana að starfsemi geti átt sér stað,“ sagði hann.
Grindavík Eldgos og jarðhræringar Stjórnsýsla Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Eldgos á Reykjanesskaga Sprengisandur Mest lesið Sambandið við Rússland og siðrof í Evrópu í forgangi Erlent Hættir á Spotify: „Ég er frjáls!“ Innlent Á fjórða tug barna drepin í drónaárás á leikskóla Erlent Krefjast skýringa á boðuðum breytingum ráðherra á framhaldsskólum Innlent Karlmaður handtekinn í tengslum við mannslát Innlent Sonur Ölmu Möller íhugar framboð Innlent „Mér brá við að sjá þessa tölu“ Innlent Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Innlent Óvænt breyting hækkaði lyfin um tugi þúsunda Innlent Hrossahjörð á brokki fram Álftanesveg Innlent Fleiri fréttir Þrír handteknir fyrir hótanir og vopnalagabrot Hrossahjörð á brokki fram Álftanesveg Krefjast skýringa á boðuðum breytingum ráðherra á framhaldsskólum Sonur Ölmu Möller íhugar framboð Gefa út litlausa viðvörun Karlmaður handtekinn í tengslum við mannslát Vonast til að opna nýtt Konukot sem fyrst Ekki markmiðið að takmarka aðgengi fjölmiðla Óvænt breyting hækkaði lyfin um tugi þúsunda „Mér brá við að sjá þessa tölu“ Alltaf ljóst að Flokkur fólksins væri veiki hlekkurinn Hættir á Spotify: „Ég er frjáls!“ Reiknað með fjölmenni á jólamarkaði á Flúðum í dag Þórunn biðst afsökunar: „Bara mannleg eins og annað fólk“ Forseti Alþingis tjáir sig um ummælin umdeildu Fjárlög afgreidd fyrir hlæjandi þingsal Vakna seinast en vilja mest morgunbirtu Gripinn á 130 á 80-götu Með hamagang á hóteli og kastaði innanstokksmunum „Brast eitthvað innra með mér og ég sá að ekki var allt með felldu“ Skólp og klór frá Hveragerði gerir Ölfusingum lífið leitt MAST búið að snúa hnífnum Spennandi að sjá hvernig borgin bregst við Þakkar fyrir að hafa ekki verið búinn að rýja kindurnar „Ég vísa ekki beint í þessa skýrslu“ Glæpastarfsemi á Íslandi orðin jafn mikil og á Norðurlöndum „Aldrei heyrt aðra eins fjarstæðu á ævi minni“ Tvö prósent vilja Heiðu sem borgarstjóra Brostnar forsendur, ný könnun og fyrrverandi nýnasisti „Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk“ Sjá meira