Innlent

Vatnsleki í Skeifunni

Árni Sæberg skrifar
Vatn lekur nú í Skeifunni.
Vatn lekur nú í Skeifunni. Vísir/Vilhelm

Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins aðstoðar nú Veitur við að dæla upp vatni sem lekur í Skeifunni í Reykjavík.

Þetta segir Stefán Kristinsson, varðstjóri hjá Slökkviliðinu, í samtali við Vísi. Hann segir einn dælubíl hafa verið sendan á staðinn og Veitur séu einnig með viðbragð.

Hann búi ekki fyrir upplýsingum um umfang lekans eða hvað orsakar hann. Verið sé að skrúfa fyrir heitt vatn til þess að stöðva lekann. 

Voru við viðgerðir

Í tilkynningu á vef Veitna klukkan 13:52 segir að heitavatnslaust sé í og við Skeifuna vegna viðgerðar.

„Fólki er bent á að hafa skrúfað fyrir alla heitavatnskrana til að draga úr hættu á slysi eða tjóni þegar vatnið kemst á að nýju. Húseigendum er bent á að huga að innanhússkerfum. Við biðjumst velvirðingar á þeim óþægindum sem þetta kann að valda.“

Veistu meira um málið? Áttu myndefni af svæðinu? Sendu okkur línu á ritstjorn@visir.is.

Uppfært klukkan 15:10:

Samkvæmt tilkynningu af vef veitna er heitavatnslaust í Skeifunni 2, 4, 6, 8, 10, 15, 17 og 19 ásamt Grensásvegi 5, 7, 9, 11 og 13 lau 12. október 13:52

Fólki er bent á að hafa skrúfað fyrir alla heitavatnskrana til að draga úr hættu á slysi eða tjóni þegar vatnið kemst á að nýju. Húseigendum er bent á að huga að innanhússkerfum.

„Við biðjumst velvirðingar á þeim óþægindum sem þetta kann að valda.“




Fleiri fréttir

Sjá meira


×