„Ég er búinn að vera hérna frá fyrsta degi. Þetta er búið að vera búningsherbergið mitt í 37 ár,“ segir John McCook sem fer með hlutverk Eric Forrester.
„Þetta er góður hópur, við vinum mikið og skemmtum okkur saman. En við þurfum alltaf að vera mjög einbeitt, sérstaklega á svona dögum. Við erum með söngvarann í Kaleo sem er ótrúlegt,“ segir Jacqueline MacInnes Wood sem leikur Steffy Forrester í samtali við Dröfn.
„Þetta er frekar skemmtilegt og eitthvað sem vatt upp á sig sem byrjaði samt í léttu gríni. Ég spurði fyrst hvort ég gæti verið vondur tvífari. Svo var ég að spila um daginn á Ítalíu og þar var hluti af leikarahópnum á tónleikum hjá Andrea Bocelli. Ég sat með þeim öllum á borði og þau voru voðalega æst að láta þetta verða að veruleika,“ segir Jökull Júlíusson sem leikur sjálfan sig í einum þætti.
Katherine Kelly Lang sem fer með hlutverk Brooke Logan ræðir einnig við Dröfn og fjölmargir aðrir í leikarahópnum en innslagið má sjá hér að neðan.