Þetta segir tónlistarmaðurinn Patrik Atlason, einnig þekktur sem Prettyboitjokko, á samfélagsmiðlinum Instagram. Hann er staddur í Orlando í Flórída þar sem fellibylurinn Milton hefur gengið yfir.
Þar er Patrik í glæsihýsi ásamt stórfjölskyldunni, þar á meðal er afi hans Helgi Vilhjálmsson, oftast kenndur við Góu.
Í gær sýndi Patrik fylgjendum sínum frá hvernig það væri að vera í Flórída í aðdraganda fellibylsins. Honum virtist takast að stytta sér stundir þrátt fyrir að stormur væri í aðsigi og birti myndbönd af sér í stóðum leiktækjasal þar sem hann var með sýndaveruleikagleraugu. Þá fór hann á pizzastað.
„Fólk er búið að segja okkur að leita skjóls, en við erum ekki að fara neitt. Við erum bara að fara taka storminn inn,“ sagði Patrik í gær.