Fréttamenn í bölvuðum vandræðum í óveðrinu Jón Þór Stefánsson skrifar 10. október 2024 10:55 „Það er sársaukafullt að standa hérna úti,“ sagði Robert Ray, fréttamaður Fox. CNN/Fox Fellibylurinn Milton gekk á land í Flórída í nótt og hefur valdið miklum skaða. Fjölmiðlar vestanhafs keppast við að fjalla um storminn sem geysar. Nokkrir fréttamenn sem eru á vettvangi hafa lent í bölvuðum vandræðum í óveðrinu. Anderson Cooper, eitt helsta andlit CNN, var í beinni útsendingu á höfn við borgina Bradenton í Flórída að segja sjónvarpsáhorfendum frá áhirfum Milton þegar óþekktur hlutur fauk í andlitið á honum. „Þetta var ekki mjög gott. Við förum líklega inn eftir skamma stund,“ sagði hann strax í kjölfarið. Þrátt fyrir þetta lét Cooper höggið ekki á sig fá og hélt áfram að fjalla um óveðrið. Þulur CNN tók fram að það væri í góðu lagi með Cooper, en að aðstæður fréttamanna á vettvangi væru vissulega erfiðar. Robert Ray, fréttamaður Fox News, greindi frá því að stórt tré hefði fallið til jarðar einmitt þar sem hann hafði staðið andartaki áður. „Þetta tré féll beint á bílinn okkar,“ sagði Ray. Hann segist hafa verið nýbúinn að klára útsendingu þegar hann hafi farið inn í bíl og litið á símann sinn. Þá hafi hann heyrt stóran hvell, þegar fréttið féll. Þá sagðist hann óttast að annar hluti trésins, sem stóð enn, myndi falla líka. View this post on Instagram A post shared by FOX Weather (@foxweather) Þetta var ekki eina augnablikið sem vakti athygli hjá Robert Ray. Á meðan hann var í beinni útsendingu virtist hann eiga erfitt með að halda sér á jörðinni vegna mikils vinds. Hann lýsti því yfir að um væri að ræða verstu aðstæður sem hefðu komið upp á þessu fellibylatímabili. „Það er sársaukafullt að standa hérna úti,“ sagði Ray. View this post on Instagram A post shared by FOX Weather (@foxweather) Fellibylurinn Milton Bandaríkin Veður Mest lesið Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Innlent Frans páfi er látinn Erlent Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Innlent Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Innlent Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Innlent Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Innlent Hvernig er nýr páfi valinn? Erlent Halla Tómasdóttir minnist „Pope Francis“ Innlent Breskir þingmenn leggjast gegn því að Trump ávarpi þingið Erlent Fleiri fréttir Dánarorsök páfans talin vera heilablóðfall Trump styður Hegseth: Neitar að um trúnaðarbrest hafi verið að ræða Breskir þingmenn leggjast gegn því að Trump ávarpi þingið Skýrslan sé „full af lygum“ Leiðtogar minnast páfans Hvernig er nýr páfi valinn? Loftvarnarsírenur óma á ný eftir skammvinnt „vopnahlé“ Frans páfi er látinn Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Segja samfélagsmiðla valda auknu kvenhatri og rasisma í skólum Ísraelsher játar „fagleg mistök“ í máli hjálparstarfsmannanna Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Páfinn fordæmdi gyðingahatur og ástandið á Gasa Á fjórða hundrað stórskotaliðsárása á fyrstu nótt vopnahlés Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður „Önnur tilraun Pútín til að leika sér að mannslífum“ Pútín tilkynnir um „páskavopnahlé“ Hæstiréttur frestar brottvísunum Trumps Lést í snjóflóði í Ölpunum Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Diddy ekki veittur aukafrestur Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Hamas hafnar tillögu Ísrael um vopnahlé Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Sjá meira
Anderson Cooper, eitt helsta andlit CNN, var í beinni útsendingu á höfn við borgina Bradenton í Flórída að segja sjónvarpsáhorfendum frá áhirfum Milton þegar óþekktur hlutur fauk í andlitið á honum. „Þetta var ekki mjög gott. Við förum líklega inn eftir skamma stund,“ sagði hann strax í kjölfarið. Þrátt fyrir þetta lét Cooper höggið ekki á sig fá og hélt áfram að fjalla um óveðrið. Þulur CNN tók fram að það væri í góðu lagi með Cooper, en að aðstæður fréttamanna á vettvangi væru vissulega erfiðar. Robert Ray, fréttamaður Fox News, greindi frá því að stórt tré hefði fallið til jarðar einmitt þar sem hann hafði staðið andartaki áður. „Þetta tré féll beint á bílinn okkar,“ sagði Ray. Hann segist hafa verið nýbúinn að klára útsendingu þegar hann hafi farið inn í bíl og litið á símann sinn. Þá hafi hann heyrt stóran hvell, þegar fréttið féll. Þá sagðist hann óttast að annar hluti trésins, sem stóð enn, myndi falla líka. View this post on Instagram A post shared by FOX Weather (@foxweather) Þetta var ekki eina augnablikið sem vakti athygli hjá Robert Ray. Á meðan hann var í beinni útsendingu virtist hann eiga erfitt með að halda sér á jörðinni vegna mikils vinds. Hann lýsti því yfir að um væri að ræða verstu aðstæður sem hefðu komið upp á þessu fellibylatímabili. „Það er sársaukafullt að standa hérna úti,“ sagði Ray. View this post on Instagram A post shared by FOX Weather (@foxweather)
Fellibylurinn Milton Bandaríkin Veður Mest lesið Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Innlent Frans páfi er látinn Erlent Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Innlent Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Innlent Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Innlent Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Innlent Hvernig er nýr páfi valinn? Erlent Halla Tómasdóttir minnist „Pope Francis“ Innlent Breskir þingmenn leggjast gegn því að Trump ávarpi þingið Erlent Fleiri fréttir Dánarorsök páfans talin vera heilablóðfall Trump styður Hegseth: Neitar að um trúnaðarbrest hafi verið að ræða Breskir þingmenn leggjast gegn því að Trump ávarpi þingið Skýrslan sé „full af lygum“ Leiðtogar minnast páfans Hvernig er nýr páfi valinn? Loftvarnarsírenur óma á ný eftir skammvinnt „vopnahlé“ Frans páfi er látinn Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Segja samfélagsmiðla valda auknu kvenhatri og rasisma í skólum Ísraelsher játar „fagleg mistök“ í máli hjálparstarfsmannanna Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Páfinn fordæmdi gyðingahatur og ástandið á Gasa Á fjórða hundrað stórskotaliðsárása á fyrstu nótt vopnahlés Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður „Önnur tilraun Pútín til að leika sér að mannslífum“ Pútín tilkynnir um „páskavopnahlé“ Hæstiréttur frestar brottvísunum Trumps Lést í snjóflóði í Ölpunum Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Diddy ekki veittur aukafrestur Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Hamas hafnar tillögu Ísrael um vopnahlé Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Sjá meira