Skipta dómurum út fyrir gervigreind á sögufræga mótinu Smári Jökull Jónsson skrifar 9. október 2024 23:17 Novak Djokovic hefur sjö sinnum hrósað sigri á Wimbledon mótinu. Vísir/Getty Eitt af því sem forráðamenn Wimbledon mótsins í tennis eru þekktir fyrir er að halda vel í hefðirnar. Nú stendur hins vegar til að nýta sér gervigreind þegar mótið fer fram á næsta ári. Wimbledon mótið í tennis er einn af sögufrægari íþróttaviðburðum í heimi en mótið hefur verið haldið allt frá árinu 1877 eða í 147 ár. Þar eru leikmenn meðal annars skyldugir til að klæðast hvítu og mega ekki nota sokka, svitabönd eða töskur með merkjum fyrirtækja á. Snyrtilega klæddir línudómarar setja einnig svip sinn á mótið en þeir skera úr um hvort boltinn hafnar innan eða utan vallar og gegna því mikilvægu hlutverki. Nú stendur hins vegar til að skipta áðurnefndum línudómurum út og mun gervigreind taka við hlutverki þeirra. Búnaðurinn ELC [Electronic Line Calling] var prófaður á mótinu síðastliðið sumar og mun taka alfarið við hlutverki línudómara á næsta móti sem fram fer í júlí á næsta ári. Sally Bolton, framkvæmdastjóri mótsins, segir að ákvörðunin sé tekin eftir mikla íhugun. „Við teljum tæknina vera það góða og tímann vera kominn að taka þetta stóra og mikilvæga skref í því markmiði að ná mestu mögulegu nákvæmni í dómgæslu.“ Kerfið er ekki nýtt af nálinni fyrir leikmenn. Það hefur verið notað á Opna ástralska mótinu sem og því Opna bandaríska. Forráðamenn ATP-mótaraðarinnar hafa einnig tilkynnt að gervigreind verði notuð á öllum mótum frá og með næsta ári. Hawk-Eye tæknin hefur verið notuð síðustu árin til að hjálpa dómurum að leiðrétta ákvarðanir í leikjum en nú mun gervigreindin taka ákvarðanir í rauntíma. Tennis Mest lesið Heimir: Hálfur fundurinn fór í Viktor á fjærstönginni Fótbolti „Ótrúlegt að við höfum unnið þennan leik“ Handbolti Jón Þór: Höldum áfram að fá á okkur ódýr mörk Fótbolti Þakkaði sjálfboðaliðum og minnti á mikilvægi íþrótta Körfubolti Frábær byrjun dugði ekki til og Gunnlaugur Árni úr leik Golf „Það er bara áfram gakk og vinna næsta“ Sport Uppgjörið: Fram - Valur 27-26 | Fram einum sigri frá Íslandsmeistaratitlinum Handbolti „Við erum með fókus á þessu og æfum þetta alveg nokkuð stíft“ Íslenski boltinn Uppgjörið: ÍA - FH 1-3 | FH spyrnti sér af botninum með sigri á Skaganum Íslenski boltinn Ómar Ingi hélt upp á framlengingu á samningi með stórleik Handbolti Fleiri fréttir Heimir: Hálfur fundurinn fór í Viktor á fjærstönginni Jón Þór: Höldum áfram að fá á okkur ódýr mörk Þakkaði sjálfboðaliðum og minnti á mikilvægi íþrótta „Ótrúlegt að við höfum unnið þennan leik“ Frábær byrjun dugði ekki til og Gunnlaugur Árni úr leik „Það er bara áfram gakk og vinna næsta“ „Við erum með fókus á þessu og æfum þetta alveg nokkuð stíft“ „Ekki á hverjum degi, ekki einusinni á hverju tímabili“ Uppgjörið: Stjarnan - Víkingur 2-2 | Hornspyrnur urðu heimamönnum að falli Uppgjörið: ÍA - FH 1-3 | FH spyrnti sér af botninum með sigri á Skaganum Ómar Ingi hélt upp á framlengingu á samningi með stórleik Ísak Andri lagði upp sigurmark Norrköping Uppgjörið: Fram - Valur 27-26 | Fram einum sigri frá Íslandsmeistaratitlinum Uppgjörið: Breiðablik - Valur 2-1 | Blikar á toppinn Hinselwood hetja Brighton gegn meisturunum Kristian Nökkvi fær nýjan þjálfara hjá Ajax Cunha að ganga í raðir Man United Lögmálið: Er NBA að svindla í lottóinu? Muslera með mark og Mourinho súr Framarar fengu drjúgan tíma til að sóla sig um helgina Hættir á BBC strax á sunnudaginn: „Ég geri mér grein fyrir uppnáminu sem ég olli“ Dagur bikarmeistari eftir maraþon vítakeppni Svarar Brynjari fullum hálsi: „Óboðleg tilraunastarfsemi á börnum í íþróttum“ Pétur tekur við þjálfun Hauka Nýliðar á ráspól fyrir stærsta kappakstur í heimi „Fallegasta samband sem hægt er að mynda“ Tveir Vestramenn fluttir með sjúkrabíl eftir leik í gær Reiknar ekki með Shaq í oddaleiknum í Síkinu: „Vesen með nýrun“ Þeir bestu (20.-16. sæti): Glæsilegur endir gamalla manna og dönsku demantarnir í Kaplakrika Skoraði fyrsta markið fyrir Portúgal og fagnaði að hætti föður síns Sjá meira
Wimbledon mótið í tennis er einn af sögufrægari íþróttaviðburðum í heimi en mótið hefur verið haldið allt frá árinu 1877 eða í 147 ár. Þar eru leikmenn meðal annars skyldugir til að klæðast hvítu og mega ekki nota sokka, svitabönd eða töskur með merkjum fyrirtækja á. Snyrtilega klæddir línudómarar setja einnig svip sinn á mótið en þeir skera úr um hvort boltinn hafnar innan eða utan vallar og gegna því mikilvægu hlutverki. Nú stendur hins vegar til að skipta áðurnefndum línudómurum út og mun gervigreind taka við hlutverki þeirra. Búnaðurinn ELC [Electronic Line Calling] var prófaður á mótinu síðastliðið sumar og mun taka alfarið við hlutverki línudómara á næsta móti sem fram fer í júlí á næsta ári. Sally Bolton, framkvæmdastjóri mótsins, segir að ákvörðunin sé tekin eftir mikla íhugun. „Við teljum tæknina vera það góða og tímann vera kominn að taka þetta stóra og mikilvæga skref í því markmiði að ná mestu mögulegu nákvæmni í dómgæslu.“ Kerfið er ekki nýtt af nálinni fyrir leikmenn. Það hefur verið notað á Opna ástralska mótinu sem og því Opna bandaríska. Forráðamenn ATP-mótaraðarinnar hafa einnig tilkynnt að gervigreind verði notuð á öllum mótum frá og með næsta ári. Hawk-Eye tæknin hefur verið notuð síðustu árin til að hjálpa dómurum að leiðrétta ákvarðanir í leikjum en nú mun gervigreindin taka ákvarðanir í rauntíma.
Tennis Mest lesið Heimir: Hálfur fundurinn fór í Viktor á fjærstönginni Fótbolti „Ótrúlegt að við höfum unnið þennan leik“ Handbolti Jón Þór: Höldum áfram að fá á okkur ódýr mörk Fótbolti Þakkaði sjálfboðaliðum og minnti á mikilvægi íþrótta Körfubolti Frábær byrjun dugði ekki til og Gunnlaugur Árni úr leik Golf „Það er bara áfram gakk og vinna næsta“ Sport Uppgjörið: Fram - Valur 27-26 | Fram einum sigri frá Íslandsmeistaratitlinum Handbolti „Við erum með fókus á þessu og æfum þetta alveg nokkuð stíft“ Íslenski boltinn Uppgjörið: ÍA - FH 1-3 | FH spyrnti sér af botninum með sigri á Skaganum Íslenski boltinn Ómar Ingi hélt upp á framlengingu á samningi með stórleik Handbolti Fleiri fréttir Heimir: Hálfur fundurinn fór í Viktor á fjærstönginni Jón Þór: Höldum áfram að fá á okkur ódýr mörk Þakkaði sjálfboðaliðum og minnti á mikilvægi íþrótta „Ótrúlegt að við höfum unnið þennan leik“ Frábær byrjun dugði ekki til og Gunnlaugur Árni úr leik „Það er bara áfram gakk og vinna næsta“ „Við erum með fókus á þessu og æfum þetta alveg nokkuð stíft“ „Ekki á hverjum degi, ekki einusinni á hverju tímabili“ Uppgjörið: Stjarnan - Víkingur 2-2 | Hornspyrnur urðu heimamönnum að falli Uppgjörið: ÍA - FH 1-3 | FH spyrnti sér af botninum með sigri á Skaganum Ómar Ingi hélt upp á framlengingu á samningi með stórleik Ísak Andri lagði upp sigurmark Norrköping Uppgjörið: Fram - Valur 27-26 | Fram einum sigri frá Íslandsmeistaratitlinum Uppgjörið: Breiðablik - Valur 2-1 | Blikar á toppinn Hinselwood hetja Brighton gegn meisturunum Kristian Nökkvi fær nýjan þjálfara hjá Ajax Cunha að ganga í raðir Man United Lögmálið: Er NBA að svindla í lottóinu? Muslera með mark og Mourinho súr Framarar fengu drjúgan tíma til að sóla sig um helgina Hættir á BBC strax á sunnudaginn: „Ég geri mér grein fyrir uppnáminu sem ég olli“ Dagur bikarmeistari eftir maraþon vítakeppni Svarar Brynjari fullum hálsi: „Óboðleg tilraunastarfsemi á börnum í íþróttum“ Pétur tekur við þjálfun Hauka Nýliðar á ráspól fyrir stærsta kappakstur í heimi „Fallegasta samband sem hægt er að mynda“ Tveir Vestramenn fluttir með sjúkrabíl eftir leik í gær Reiknar ekki með Shaq í oddaleiknum í Síkinu: „Vesen með nýrun“ Þeir bestu (20.-16. sæti): Glæsilegur endir gamalla manna og dönsku demantarnir í Kaplakrika Skoraði fyrsta markið fyrir Portúgal og fagnaði að hætti föður síns Sjá meira