Heimilislæknar upplifi stundum pressu á að skrifa lyfin út Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar 9. október 2024 22:03 Margrét Ólafía Tómasdóttir, formaður Félags heimilislækna segir að það sem fram kom í Kompás hafi ekki komið á óvart enda endurspegl þátturinn það sem heimilislæknkar upplifi á hverjum degi. Vísir Dæmi eru um að heimilislæknar upplifi mikinn þrýsting frá skjólstæðingum um að fá þyngdarstjórnunarlyf uppáskrifuð. Þetta segir formaður Félags heimilislækna sem segir ásókn í lyfin gríðarlega og í samræmi við ákveðna hjarðhegðun Íslendinga. Í Kompás sem sýndur var á mánudag var fjallað um stóraukna notkun á þyngdarstjórnunarlyfjunum Ozempic og Wegovy og áhyggjur af misnotkun á lyfjunum. Ákveðin hjarðhegðum Formaður félags heimilislækna segir það sem fram kom í þættinum ekki koma á óvart enda í samræmi við það sem heimilislæknar upplifa á hverjum einasta degi. „Það er gríðarmikil ásókn í þessi lyf. Það er ekki bara ásókn í þessi lyf og þar mætti kannski koma aðeins að ákveðinni hjarðhegðun í íslensku þjóðfélagi. Við erum hástökkvarar í þessum þyngdarstjórnunarlyfjum en við erum það líka í ADHD meðferð og í róandi lyfjum og mætti áætla að við séum svolítið að leita að skjótum lausnum við vandanum,“ segir Margrét Ólafía Tómasdóttir, formaður Félags heimilislækna. Ætla ekki að missa af lestinni „Þetta er kannski partur af því að vera í litlu samfélagi, allir í saumaklúbbnum eru komnir á lyfin og þau virka svo vel og ég vil vera með og ekki missa af þessari lest.“ Allur gangur sé á því hvort fólk sé mjög ágengt í lyfin. „Stundum eru þessi lyf mjög viðeigandi en í önnur skipti finnum við fyrir pressu frá skjólstæðingum um að fá uppáskrifuð lyfin.“ Hún segir það hafa verið erfitt að marka ákveðnar vinnureglur um lyfin. Til að byrja með hafi verið mikil ásókn í Ozempic sem var ekki með ábendingu til að stuðla að þyngdarstjórnun í sérlyfjaskrá. „Og þegar það er þá er mjög erfitt að gefa út einhverjar verklagsleiðbeiningar þegar það er í rauninni verið að nota lyfin í svona “off label“ notkun, þegar það er ekki bein ábending fyrir því.“ Svo hafi Wegovy komið á markað sem hefur offitu sem ábendingu og segir Margrét að sjúkratryggingar hafi sett fram ákveðnar leiðbeiningar um hóp þeirra sem fær lyfin niðurgreidd en sá hópur hafi verið afar þröngur. Ef fara ætti eftir þeim leiðbeiningum færi nánast enginn á lyfin. „Í rauninni þannig að við myndum nánast aldrei koma fólki inn á lyfin, það er nánast vonlaust. Þú þarft að vera með lífsógnandi sjúkdóm eða í gríðarlegri offitu. Og þá erum við komin með hóp sem er að borga meira fyrir lyfin (því hópurinn fær þau ekki niðurgreidd) og þá krafan ríkari því skjólstæðingar segja oft: En ég er tilbúinn að borga meira fyrir að fá lyfin, af hverju getur þú ekki bara skrifað upp á það? Sem setur mann í erfiða samningsstöðu að vissu leyti.“ Skynsamlegt að setja vinnureglur Hún segist sammála þeim læknum sem fram komu í þættinum og segja að skynsamlegt væri að setja vinnureglur um hvenær ráðlagt sé að skrifa lyfin út og hvenær ekki. „Ég held að þessi lyf hafi komið inn með mikilli sprengju eins og gerist oft á Íslandi. Við erum svona hægt og bítandi að færast í átt að sameiginlegu verklagi um hvernig við nálgumst þessa hluti, vera harðari á því hverjum við skrifum lyfin út fyrir og hvenær ekki.“ „Ekki alveg svo þægilegt“ „Við erum líka alltaf að fá meiri og meiri upplýsingar um áhrif langtímanotkunar á lyfinu og það setur aðeins annan fókus á samtalið sem við eigum við skjólstæðinga. Því rauninni sýna rannsóknir að ávinningurinn er ekkert mikill nema þú sért á lyfinu til mjög langs tíma. Og oft þegar við erum í samtölum við þessa krefjandi skjólstæðinga þá eru þeir kannski ekkert að hugsa sér að vera á þessu til lengri tíma, þeir vilja bara taka megrunarkúrinn til að ná tíu kílóum af og svo ætla þeir bara að hætta á lyfinu, en það er kannski ekki alveg svo þægilega sem þetta virkar.“ Kompás Þyngdarstjórnunarlyf Lyf Heilbrigðismál Heilsa Tengdar fréttir Lyfin hjálpi fólki í vandræðum en leysi ekki vandann Hátt í hundrað börn eru á þyngdarstjórnunarlyfjum. Barnalæknir sem hefur sérhæft sig í offitu segir þyngdarstjórnunarlyf ekki leysa offituvandann en þau hjálpi til. 9. október 2024 07:02 Skorti langtímarannsóknir á áhrifum Ozempic og Wegovy Læknir segir skynsamlegt að setja vinnureglur um hvenær skuli ávísa þyngdarstjórnunarlyfjum og hvenær ekki. Það muni taka nokkur ár í viðbót áður en góður skilningur fáist á langtímaávinningi og mögulegum aukaverkunum af lyfjunum. 8. október 2024 15:02 Sprautan umdeilda sem fólk er tilbúið að borga fyrir út ævina Sprenging hefur orðið í notkun þyngdarstjórnarlyfja á borð við Ozempic og Wegovy. Ætla má að þúsundir Íslendinga sprauti sig í von um að léttast. Lyfin eru sögð öflugt tól í baráttunni við offitu en aðgengi að þeim virðist stjórnlaust og læknir óttast misnotkun. Í Kompás skoðum við notkun þessara lyfja á Íslandi. 8. október 2024 07:02 Mest lesið Lykillinn að kraftaverki að Birgir var frá Íslandi Erlent Fossvogsbrúin sé álíka gáfuleg og að setja göngustíg í Reynisfjöru Innlent Magga Stína á leið til Gasa með Frelsisflotanum Innlent Vissu af auknum töfum en óraði ekki fyrir viðbrögðunum Innlent Ísland land númer 197 Innlent Fleiri en tuttugu látnir eftir jarðskjálfta á Filippseyjum Erlent Þurftu að finna lausn á uppskáldaðri hryðjuverkaárás á Íslandi Innlent Læknir í Kópavogi blekkti fjölskyldu sína með lygasögu um krabbamein Innlent Sendiherra fannst látinn í miðborg Parísar Erlent Ríkisreksturinn í Bandaríkjunum í limbó Erlent Fleiri fréttir Vissu af auknum töfum en óraði ekki fyrir viðbrögðunum Magga Stína á leið til Gasa með Frelsisflotanum Útköll vegna slagsmála Þurftu að finna lausn á uppskáldaðri hryðjuverkaárás á Íslandi Fossvogsbrúin sé álíka gáfuleg og að setja göngustíg í Reynisfjöru Ísland land númer 197 Skiptastjóri þurfi að ákveða hvort hann geri kröfu í dótturfélag Play Fjöldauppsagnir á Keflavíkurflugvelli Gjaldþrotið leiðir til hópuppsagnar og afarkostir Bandaríkjaforseta Fyrrum meðferðarheimili sett á sölu Strandaglópar slaga í tuttugu þúsund Sultuslakir strandaglópar eftir heilsuferð til Split Kallar þjóðaröryggisráð saman Verulegt högg fyrir ferðaþjónustuna Eftirköstin af gjaldþroti Play og friðaráætlun á Gasa Læknir í Kópavogi blekkti fjölskyldu sína með lygasögu um krabbamein Áhyggjur landsmanna af útbreiðslu hernaðarátaka í Evrópu aukast Hættir sem þingflokksformaður Sundlaugar borgarinnar verði bættar fyrir ungbarnafjölskyldur Hópslagsmál og hundaárás Vonsviknir ferðamenn og reiði út í Icelandair vegna hækkunar fargjalda Arnarflug lifað lengst í samkeppni við Icelandair Fall Play frá öllum hliðum Tilkynnt um dróna yfir Keflavíkurflugvelli Þriggja ára fangelsi: Tók ekki mark á lygilegri frásögn Neyðast til að millilenda, tapaður peningur og rándýr flug heim Lítur svo á að hann njóti ekki trausts og hefur beðist lausnar Banaslys á Skagavegi 2024: Drukknaði eftir að hafa misst stjórn í beygju Sjokk, stress og særindi í Leifsstöð Bein útsending: Lýðheilsuvísar 2025 kynntir Sjá meira
Í Kompás sem sýndur var á mánudag var fjallað um stóraukna notkun á þyngdarstjórnunarlyfjunum Ozempic og Wegovy og áhyggjur af misnotkun á lyfjunum. Ákveðin hjarðhegðum Formaður félags heimilislækna segir það sem fram kom í þættinum ekki koma á óvart enda í samræmi við það sem heimilislæknar upplifa á hverjum einasta degi. „Það er gríðarmikil ásókn í þessi lyf. Það er ekki bara ásókn í þessi lyf og þar mætti kannski koma aðeins að ákveðinni hjarðhegðun í íslensku þjóðfélagi. Við erum hástökkvarar í þessum þyngdarstjórnunarlyfjum en við erum það líka í ADHD meðferð og í róandi lyfjum og mætti áætla að við séum svolítið að leita að skjótum lausnum við vandanum,“ segir Margrét Ólafía Tómasdóttir, formaður Félags heimilislækna. Ætla ekki að missa af lestinni „Þetta er kannski partur af því að vera í litlu samfélagi, allir í saumaklúbbnum eru komnir á lyfin og þau virka svo vel og ég vil vera með og ekki missa af þessari lest.“ Allur gangur sé á því hvort fólk sé mjög ágengt í lyfin. „Stundum eru þessi lyf mjög viðeigandi en í önnur skipti finnum við fyrir pressu frá skjólstæðingum um að fá uppáskrifuð lyfin.“ Hún segir það hafa verið erfitt að marka ákveðnar vinnureglur um lyfin. Til að byrja með hafi verið mikil ásókn í Ozempic sem var ekki með ábendingu til að stuðla að þyngdarstjórnun í sérlyfjaskrá. „Og þegar það er þá er mjög erfitt að gefa út einhverjar verklagsleiðbeiningar þegar það er í rauninni verið að nota lyfin í svona “off label“ notkun, þegar það er ekki bein ábending fyrir því.“ Svo hafi Wegovy komið á markað sem hefur offitu sem ábendingu og segir Margrét að sjúkratryggingar hafi sett fram ákveðnar leiðbeiningar um hóp þeirra sem fær lyfin niðurgreidd en sá hópur hafi verið afar þröngur. Ef fara ætti eftir þeim leiðbeiningum færi nánast enginn á lyfin. „Í rauninni þannig að við myndum nánast aldrei koma fólki inn á lyfin, það er nánast vonlaust. Þú þarft að vera með lífsógnandi sjúkdóm eða í gríðarlegri offitu. Og þá erum við komin með hóp sem er að borga meira fyrir lyfin (því hópurinn fær þau ekki niðurgreidd) og þá krafan ríkari því skjólstæðingar segja oft: En ég er tilbúinn að borga meira fyrir að fá lyfin, af hverju getur þú ekki bara skrifað upp á það? Sem setur mann í erfiða samningsstöðu að vissu leyti.“ Skynsamlegt að setja vinnureglur Hún segist sammála þeim læknum sem fram komu í þættinum og segja að skynsamlegt væri að setja vinnureglur um hvenær ráðlagt sé að skrifa lyfin út og hvenær ekki. „Ég held að þessi lyf hafi komið inn með mikilli sprengju eins og gerist oft á Íslandi. Við erum svona hægt og bítandi að færast í átt að sameiginlegu verklagi um hvernig við nálgumst þessa hluti, vera harðari á því hverjum við skrifum lyfin út fyrir og hvenær ekki.“ „Ekki alveg svo þægilegt“ „Við erum líka alltaf að fá meiri og meiri upplýsingar um áhrif langtímanotkunar á lyfinu og það setur aðeins annan fókus á samtalið sem við eigum við skjólstæðinga. Því rauninni sýna rannsóknir að ávinningurinn er ekkert mikill nema þú sért á lyfinu til mjög langs tíma. Og oft þegar við erum í samtölum við þessa krefjandi skjólstæðinga þá eru þeir kannski ekkert að hugsa sér að vera á þessu til lengri tíma, þeir vilja bara taka megrunarkúrinn til að ná tíu kílóum af og svo ætla þeir bara að hætta á lyfinu, en það er kannski ekki alveg svo þægilega sem þetta virkar.“
Kompás Þyngdarstjórnunarlyf Lyf Heilbrigðismál Heilsa Tengdar fréttir Lyfin hjálpi fólki í vandræðum en leysi ekki vandann Hátt í hundrað börn eru á þyngdarstjórnunarlyfjum. Barnalæknir sem hefur sérhæft sig í offitu segir þyngdarstjórnunarlyf ekki leysa offituvandann en þau hjálpi til. 9. október 2024 07:02 Skorti langtímarannsóknir á áhrifum Ozempic og Wegovy Læknir segir skynsamlegt að setja vinnureglur um hvenær skuli ávísa þyngdarstjórnunarlyfjum og hvenær ekki. Það muni taka nokkur ár í viðbót áður en góður skilningur fáist á langtímaávinningi og mögulegum aukaverkunum af lyfjunum. 8. október 2024 15:02 Sprautan umdeilda sem fólk er tilbúið að borga fyrir út ævina Sprenging hefur orðið í notkun þyngdarstjórnarlyfja á borð við Ozempic og Wegovy. Ætla má að þúsundir Íslendinga sprauti sig í von um að léttast. Lyfin eru sögð öflugt tól í baráttunni við offitu en aðgengi að þeim virðist stjórnlaust og læknir óttast misnotkun. Í Kompás skoðum við notkun þessara lyfja á Íslandi. 8. október 2024 07:02 Mest lesið Lykillinn að kraftaverki að Birgir var frá Íslandi Erlent Fossvogsbrúin sé álíka gáfuleg og að setja göngustíg í Reynisfjöru Innlent Magga Stína á leið til Gasa með Frelsisflotanum Innlent Vissu af auknum töfum en óraði ekki fyrir viðbrögðunum Innlent Ísland land númer 197 Innlent Fleiri en tuttugu látnir eftir jarðskjálfta á Filippseyjum Erlent Þurftu að finna lausn á uppskáldaðri hryðjuverkaárás á Íslandi Innlent Læknir í Kópavogi blekkti fjölskyldu sína með lygasögu um krabbamein Innlent Sendiherra fannst látinn í miðborg Parísar Erlent Ríkisreksturinn í Bandaríkjunum í limbó Erlent Fleiri fréttir Vissu af auknum töfum en óraði ekki fyrir viðbrögðunum Magga Stína á leið til Gasa með Frelsisflotanum Útköll vegna slagsmála Þurftu að finna lausn á uppskáldaðri hryðjuverkaárás á Íslandi Fossvogsbrúin sé álíka gáfuleg og að setja göngustíg í Reynisfjöru Ísland land númer 197 Skiptastjóri þurfi að ákveða hvort hann geri kröfu í dótturfélag Play Fjöldauppsagnir á Keflavíkurflugvelli Gjaldþrotið leiðir til hópuppsagnar og afarkostir Bandaríkjaforseta Fyrrum meðferðarheimili sett á sölu Strandaglópar slaga í tuttugu þúsund Sultuslakir strandaglópar eftir heilsuferð til Split Kallar þjóðaröryggisráð saman Verulegt högg fyrir ferðaþjónustuna Eftirköstin af gjaldþroti Play og friðaráætlun á Gasa Læknir í Kópavogi blekkti fjölskyldu sína með lygasögu um krabbamein Áhyggjur landsmanna af útbreiðslu hernaðarátaka í Evrópu aukast Hættir sem þingflokksformaður Sundlaugar borgarinnar verði bættar fyrir ungbarnafjölskyldur Hópslagsmál og hundaárás Vonsviknir ferðamenn og reiði út í Icelandair vegna hækkunar fargjalda Arnarflug lifað lengst í samkeppni við Icelandair Fall Play frá öllum hliðum Tilkynnt um dróna yfir Keflavíkurflugvelli Þriggja ára fangelsi: Tók ekki mark á lygilegri frásögn Neyðast til að millilenda, tapaður peningur og rándýr flug heim Lítur svo á að hann njóti ekki trausts og hefur beðist lausnar Banaslys á Skagavegi 2024: Drukknaði eftir að hafa misst stjórn í beygju Sjokk, stress og særindi í Leifsstöð Bein útsending: Lýðheilsuvísar 2025 kynntir Sjá meira
Lyfin hjálpi fólki í vandræðum en leysi ekki vandann Hátt í hundrað börn eru á þyngdarstjórnunarlyfjum. Barnalæknir sem hefur sérhæft sig í offitu segir þyngdarstjórnunarlyf ekki leysa offituvandann en þau hjálpi til. 9. október 2024 07:02
Skorti langtímarannsóknir á áhrifum Ozempic og Wegovy Læknir segir skynsamlegt að setja vinnureglur um hvenær skuli ávísa þyngdarstjórnunarlyfjum og hvenær ekki. Það muni taka nokkur ár í viðbót áður en góður skilningur fáist á langtímaávinningi og mögulegum aukaverkunum af lyfjunum. 8. október 2024 15:02
Sprautan umdeilda sem fólk er tilbúið að borga fyrir út ævina Sprenging hefur orðið í notkun þyngdarstjórnarlyfja á borð við Ozempic og Wegovy. Ætla má að þúsundir Íslendinga sprauti sig í von um að léttast. Lyfin eru sögð öflugt tól í baráttunni við offitu en aðgengi að þeim virðist stjórnlaust og læknir óttast misnotkun. Í Kompás skoðum við notkun þessara lyfja á Íslandi. 8. október 2024 07:02