„Þetta er móðgun gegn Íslandi“ Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 9. október 2024 13:56 Úr verkinu Mánasteinn í uppsetningu tékkneska leikhússins. Studio Hrdinu Þjóðleikhússtjóri Slóvakíu hefur hætt við sýningu á leikverkinu Mánasteinn sem byggt er á samnefndri bók rithöfundarins Sjón. Til stóð að sýna verkið þann 21. október næstkomandi í tilefni af alþjóðlegu hinsegin menningarhátíðinni Drama Queer festival. Stjórnandinn segir ákvörðunin alþjóðlegan skandal og fela í sér mikla móðgun gagnvart Íslandi. Í umfjöllun slóvakska miðilsins Spectator kemur fram að nýskipaður þjóðleikhússtjóri Zuzana Ťapáková hafi neitað að skrifa undir samstarfssamning við tékkneska leikhúsið Studio Hrdinu á ögurstundu. Stjórnandi hátíðarinnar segir þá ekkert annað í stöðunni en að hætta við sýninguna. Fram kemur að Zuzana hafi borið það fyrir sig að of seint væri að skrifa undir samninginn. Leikhúsið skipuleggi viðburði hálfu ári, ári jafnvel tveimur árum fyrir fram. Spectator hefur eftir öðrum stjórnanda innan leikhússins að það hafi þvert á móti verið nægur tími til stefnu, meira en fjórar vikur fyrir uppsetningu leikrits væri meira en nægur tími. Bókin eftir Sjón heitir Mánasteinn - drengurinn sem aldrei var til. Hún kom út árið 2013 og gerist árið 1918. Aðalpersóna bókarinnar er samkynhneigði drengurinn Máni Steinn sem býr í Reykjavík þegar spænska veikin nemur land. Segir ákvörðunina byggða á fordómum Þess er getið í umfjölluninni að þjóðleikhússtjórinn hafi verið skipaður í starfið í lok ágúst síðastliðnum af umdeildum menntamálaráðherra Martina Šimkovičová. Ráðherrann hafi látið hafa eftir sér niðrandi ummæli um hinsegin fólk. „Ég persónulega lít á þetta sem ritskoðun, þetta virðast vera fordómar og það sem verra er að þetta er alþjóðlegur skandall,“ segir stjórnandi hátíðarinnar Róbert Pakan. „Þetta er móðgun gegn Íslandi, enda er verkið byggt á texta íslenska skáldsins og rithöfundarins Sjón sem hefur samið fyrir listafólk eins og Björk.“ Miðillinn hefur eftir Jan Horák stjórnanda tékkneska leikhússins að það væri alveg ljóst að samkynhneigð hafi orðið til þess að verkið verði ekki sýnt á hátíðinni. Hann segir að sér finnist það skjóta skökku við, raunar vera galið. Menning Slóvakía Hinsegin Leikhús Íslendingar erlendis Mest lesið Fékk lífið til baka á korteri eftir tólf ár af sársauka Lífið Með blæðandi hjarta og ber örin með stolti Lífið Upplifði stöðugan ótta við helvíti í samfélagi múslima í Svíþjóð Lífið Áslaug Arna kom alblóðug inn í sjúkratjaldið Lífið Staðfesta loks sambandið Lífið Kynlífið innantómt með öðrum en fyrrverandi Lífið Katrín og Ragnar snúa aftur með nýja bók Menning Einar og Milla skírðu drenginn Lífið „Segið að ég sé samkynhneigður en ekki ljúga með hitt“ Lífið Krakkatían: Kvennafrídagurinn, Ólsen ólsen og málsháttur Lífið Fleiri fréttir Katrín og Ragnar snúa aftur með nýja bók Fullkominn vettvangur til að verja vetrarfríinu Hver er uppáhaldsbókin þín eftir Halldór Laxness? Ný gjaldfrjáls íslensk-ensk veforðabók opnuð Ryan Eyford handhafi Vigdísarverðlaunanna 2025 Víkingur Heiðar hlýtur tónlistarverðlaun Norðurlandaráðs Lína orðin að „peningasjúkum TikTok-trúði“ eða sjálfsögð markaðssetning? Páll Baldvin fer fram gegn tillögu kjörnefndar Menningarvaktin: Ráðning óperustjóra jafn spennandi og þjálfara KR Trylltust við taktinn í barokkbúningum László Krasznahorkai hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels? „Léleg“ hönnun gervigreindar reyndist mannanna verk Áhersla á hæglæti á Sequences Fögnuðu Heimsins besta degi í helvíti Markmiðið að græða ekkert og „helst tapa pening“ Heiður að fá að segja sögu kvennanna sem ruddu brautina „Kunna ekki að reikna, kunna svo ekki að skammast sín“ „Stefán er að hengja bakara fyrir að vera ekki smiður“ Sveppi, Ari Eldjárn og Valdimar minnast Róberts Arnar á tónleikum Sakar rithöfunda um að vilja forðast umræðuna Norræni skálinn á heimssýningunni í Osaka hlaut gullverðlaun Fólk vilji ekki bara sjá þetta á Instagram Með Banksy í stofunni heima Afgangsgler fær nýtt líf á sýningu í HAKK gallerý Segir strákum að hætta í bandarísku efni: „Eins og við séum í málhöltu úthverfi í Nebraska“ Innblástur frá handanheiminum Kynorkan alltumlykjandi hjá óléttu óperusöngkonunni Skortur á viðtengingarhætti hjá Laufeyju sé hluti af stærri þróun Uppselt á fimmtíu sýningar á Línu Langsokk Sjá meira
Í umfjöllun slóvakska miðilsins Spectator kemur fram að nýskipaður þjóðleikhússtjóri Zuzana Ťapáková hafi neitað að skrifa undir samstarfssamning við tékkneska leikhúsið Studio Hrdinu á ögurstundu. Stjórnandi hátíðarinnar segir þá ekkert annað í stöðunni en að hætta við sýninguna. Fram kemur að Zuzana hafi borið það fyrir sig að of seint væri að skrifa undir samninginn. Leikhúsið skipuleggi viðburði hálfu ári, ári jafnvel tveimur árum fyrir fram. Spectator hefur eftir öðrum stjórnanda innan leikhússins að það hafi þvert á móti verið nægur tími til stefnu, meira en fjórar vikur fyrir uppsetningu leikrits væri meira en nægur tími. Bókin eftir Sjón heitir Mánasteinn - drengurinn sem aldrei var til. Hún kom út árið 2013 og gerist árið 1918. Aðalpersóna bókarinnar er samkynhneigði drengurinn Máni Steinn sem býr í Reykjavík þegar spænska veikin nemur land. Segir ákvörðunina byggða á fordómum Þess er getið í umfjölluninni að þjóðleikhússtjórinn hafi verið skipaður í starfið í lok ágúst síðastliðnum af umdeildum menntamálaráðherra Martina Šimkovičová. Ráðherrann hafi látið hafa eftir sér niðrandi ummæli um hinsegin fólk. „Ég persónulega lít á þetta sem ritskoðun, þetta virðast vera fordómar og það sem verra er að þetta er alþjóðlegur skandall,“ segir stjórnandi hátíðarinnar Róbert Pakan. „Þetta er móðgun gegn Íslandi, enda er verkið byggt á texta íslenska skáldsins og rithöfundarins Sjón sem hefur samið fyrir listafólk eins og Björk.“ Miðillinn hefur eftir Jan Horák stjórnanda tékkneska leikhússins að það væri alveg ljóst að samkynhneigð hafi orðið til þess að verkið verði ekki sýnt á hátíðinni. Hann segir að sér finnist það skjóta skökku við, raunar vera galið.
Menning Slóvakía Hinsegin Leikhús Íslendingar erlendis Mest lesið Fékk lífið til baka á korteri eftir tólf ár af sársauka Lífið Með blæðandi hjarta og ber örin með stolti Lífið Upplifði stöðugan ótta við helvíti í samfélagi múslima í Svíþjóð Lífið Áslaug Arna kom alblóðug inn í sjúkratjaldið Lífið Staðfesta loks sambandið Lífið Kynlífið innantómt með öðrum en fyrrverandi Lífið Katrín og Ragnar snúa aftur með nýja bók Menning Einar og Milla skírðu drenginn Lífið „Segið að ég sé samkynhneigður en ekki ljúga með hitt“ Lífið Krakkatían: Kvennafrídagurinn, Ólsen ólsen og málsháttur Lífið Fleiri fréttir Katrín og Ragnar snúa aftur með nýja bók Fullkominn vettvangur til að verja vetrarfríinu Hver er uppáhaldsbókin þín eftir Halldór Laxness? Ný gjaldfrjáls íslensk-ensk veforðabók opnuð Ryan Eyford handhafi Vigdísarverðlaunanna 2025 Víkingur Heiðar hlýtur tónlistarverðlaun Norðurlandaráðs Lína orðin að „peningasjúkum TikTok-trúði“ eða sjálfsögð markaðssetning? Páll Baldvin fer fram gegn tillögu kjörnefndar Menningarvaktin: Ráðning óperustjóra jafn spennandi og þjálfara KR Trylltust við taktinn í barokkbúningum László Krasznahorkai hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels? „Léleg“ hönnun gervigreindar reyndist mannanna verk Áhersla á hæglæti á Sequences Fögnuðu Heimsins besta degi í helvíti Markmiðið að græða ekkert og „helst tapa pening“ Heiður að fá að segja sögu kvennanna sem ruddu brautina „Kunna ekki að reikna, kunna svo ekki að skammast sín“ „Stefán er að hengja bakara fyrir að vera ekki smiður“ Sveppi, Ari Eldjárn og Valdimar minnast Róberts Arnar á tónleikum Sakar rithöfunda um að vilja forðast umræðuna Norræni skálinn á heimssýningunni í Osaka hlaut gullverðlaun Fólk vilji ekki bara sjá þetta á Instagram Með Banksy í stofunni heima Afgangsgler fær nýtt líf á sýningu í HAKK gallerý Segir strákum að hætta í bandarísku efni: „Eins og við séum í málhöltu úthverfi í Nebraska“ Innblástur frá handanheiminum Kynorkan alltumlykjandi hjá óléttu óperusöngkonunni Skortur á viðtengingarhætti hjá Laufeyju sé hluti af stærri þróun Uppselt á fimmtíu sýningar á Línu Langsokk Sjá meira