Uppgjörið: Keflavík - Njarðvík 99-79 | Meistararnir komnir á blað eftir frábæran fjórða leikhluta Stefán Marteinn Ólafsson skrifar 9. október 2024 20:52 vísir/Diego Keflavík tók á móti nágrönnum sínum í Njarðvík þegar 2. umferð Bónus deildar kvenna hélt áfram göngu sinni í Blue höllinni í kvöld. Eftir baráttu leik framan af voru það Keflavík sem sigldu fram úr og fóru með 99-79 sigur. Keflavík vann uppkastið og byrjaði strax af krafti og settu fyrstu stigin strax í fyrstu sókn. Skotin voru að detta með Keflavík fyrstu mínúturnar en þær náðu þó ekki að slíta sig almennilega frá Njarðvík. Sóknarleikur beggja liða var mjög góður á köflum og bæði lið að sýna flottar rispur. Keflavík leiddi eftir fyrsta leikhluta með sex stigum 32-26. Annar leikhluti byrjaði mjög keimlíkur þeim fyrsta þar sem bæði lið voru fljót að bæta við stigum á töfluna. Bæði lið skiptust á að eiga áhlaup og náði Njarðvík að koma leiknum í tveggja stiga mun á kafla. Keflavík náði flottu áhlaupi rétt fyrir hálfleik og fóru með átta stiga forystu inn í hlé 53-45. Brittany Dinkins dró vagninn algjörlega fyrir gestina í fyrri hálfleiknum og var stigahæst á vellinum með 25 stig þegar gengið var til búningsklefa í hálfleik. Jasmine Dickey var einnig öflug í liði Keflavíkur með 20 stig í hálfleik. Það var eins og það kæmi örlítið meiri kraftur út með Njarðvík eftir hálfleikinn. Þær settu fyrstu stigin í síðari hálfleik og settu svolítið tóninn. Njarðvík kom vel inn í þriðja leikhluta og náði að saxa vel á forskot Keflavíkur og fékk færi til þess að snúa leiknum sér í hag en náði ekki að brjóta niður sterka vörn Keflavíkur þegar líða tók á leikhlutann. Keflavík leiddi eftir þriðja leikhluta 67-65. Keflavík kom með miklum krafti inn í fjórða leikhluta og hrifsaði mómentið svolítið til sín strax í upphafi með frábæru áhlaupi. Keflavík setti tvo þrista strax í upphafi leikhlutans sem virtist slá Njarðvík út af laginu. Keflavík gekk á lagið og náði að hlaupa með leikinn frá Njarðvík í fjórða leikhluta og höfðu að lokum betur með tuttugu stiga mun 99-79. Atvik leiksins Thelma Dís Ágústsdóttir rífur mómentið til Keflavíkur með tveim þristum strax í upphafi fjórða leikhluta eftir að Njarðvík var búið að vera hóta endurkomu. Sló Njarðvík alveg út af laginu og Keflavík hlupu með leikinn. Stjörnur og skúrkar Erfitt að horfa framhjá Brittany Dinkins í Njarðvík og Jasmine Dickey hjá Keflavík. Þær voru á eldi í kvöld fyrir sín lið. Thelma Dís Ágústsdóttir var á eldi í fjórða leikhluta sérstaklega og setti hvern þristinn á fætur öðrum til að kæfa leikinn endanlega. Hefði mátt koma meiri og fleiri framlög hjá Njarðvík sóknarlega en Brittany Dinkins var svolítið að draga lestina. Þurfa fleiri að stíga upp hjá Njarðvík. Dómarinn Byrjaði brösulega hjá teyminu fannst mér en unnu sig ágætlega inn í leikinn þegar leið á. Það er auðvitað hægt að pikka út einhver smáræði og köll sem hefðu mátt gefa eða sleppa eins og gengur og gerist en heilt yfir var þetta bara fínasta frammistaða. Stemingin og umgjörð Það var vel mætt í Blue höllina í kvöld eins og við var að búast þegar þessi lið mætast. Stutt fyrir gestina að fara og auðvelt að fylla stúkuna. Nágrannaslagur af bestu gerð og liðin sem mættust í úrslitum síðasta tímabil. Allt upp á 10,5. „Þá einhvern veginn springur blaðran bara“ „Svekkelsi með tap og vantaði mikið upp á varnarlega hjá okkur í dag,“ sagði Einar Árni Jóhannsson þjálfari Njarðvíkur eftir leikinn í kvöld. Leikurinn var alveg í járnum lengst af og Njarðvík voru aðeins tveim stigum frá Keflavík þegar fjórði leikhluti fór af stað en hvað gerðist í fjórða leikhluta? Einar Árni, sem er lengst til hægri á myndinni, tók við liði Njarðvíkur í sumar af Rúnari Inga Erlingssyni sem er lengst til vinstri á þessari mynd.JBÓ / umfn.is „Þær fá auðveldar körfur. Bæði þriggja stiga skot og tapaðir boltar sem gefa sniðskot. Munurinn fer hratt úr því að vera jafn leikur í einhver tíu, tólf stig og þá einhvern veginn springur blaðran bara.“ Keflavík setti tvö þriggja stiga skot í röð með skömmu millibili í upphafi fjórða leikhluta. „Ég myndi ekki segja að einhver trú hafi farið en auðvitað var þetta bara orðin svolítið djúp hola og við þurftum að hafa mikið fyrir því að koma til baka en ég held að leikurinn hafi ekki tapast á þessu runni „per se“. Við vorum að ströggla varnarlega í eiginlega þrjátíu mínútur í dag. Þriðji leikhlutinn var fínn en 53 stig á okkur í fyrri hálfleik og 32 í fjórða. Það er erfitt að vinna gott Keflavíkurlið þegar þær eru að skora 100 stig og eru að skjóta 66% tveggja og 40% þriggja. Þá er bara mjög erfitt að eiga við þær. Njarðvík mun mætir Tindastól í næstu umferð en þá verða þær mættar á sinn nýja heimavöll. „Þetta er biðin langa sem er senn á enda. Strákarnir ríða á vaðið á laugardaginn og svo fáum við Tindastól í heimsókn“ Bónus-deild kvenna Keflavík ÍF UMF Njarðvík
Keflavík tók á móti nágrönnum sínum í Njarðvík þegar 2. umferð Bónus deildar kvenna hélt áfram göngu sinni í Blue höllinni í kvöld. Eftir baráttu leik framan af voru það Keflavík sem sigldu fram úr og fóru með 99-79 sigur. Keflavík vann uppkastið og byrjaði strax af krafti og settu fyrstu stigin strax í fyrstu sókn. Skotin voru að detta með Keflavík fyrstu mínúturnar en þær náðu þó ekki að slíta sig almennilega frá Njarðvík. Sóknarleikur beggja liða var mjög góður á köflum og bæði lið að sýna flottar rispur. Keflavík leiddi eftir fyrsta leikhluta með sex stigum 32-26. Annar leikhluti byrjaði mjög keimlíkur þeim fyrsta þar sem bæði lið voru fljót að bæta við stigum á töfluna. Bæði lið skiptust á að eiga áhlaup og náði Njarðvík að koma leiknum í tveggja stiga mun á kafla. Keflavík náði flottu áhlaupi rétt fyrir hálfleik og fóru með átta stiga forystu inn í hlé 53-45. Brittany Dinkins dró vagninn algjörlega fyrir gestina í fyrri hálfleiknum og var stigahæst á vellinum með 25 stig þegar gengið var til búningsklefa í hálfleik. Jasmine Dickey var einnig öflug í liði Keflavíkur með 20 stig í hálfleik. Það var eins og það kæmi örlítið meiri kraftur út með Njarðvík eftir hálfleikinn. Þær settu fyrstu stigin í síðari hálfleik og settu svolítið tóninn. Njarðvík kom vel inn í þriðja leikhluta og náði að saxa vel á forskot Keflavíkur og fékk færi til þess að snúa leiknum sér í hag en náði ekki að brjóta niður sterka vörn Keflavíkur þegar líða tók á leikhlutann. Keflavík leiddi eftir þriðja leikhluta 67-65. Keflavík kom með miklum krafti inn í fjórða leikhluta og hrifsaði mómentið svolítið til sín strax í upphafi með frábæru áhlaupi. Keflavík setti tvo þrista strax í upphafi leikhlutans sem virtist slá Njarðvík út af laginu. Keflavík gekk á lagið og náði að hlaupa með leikinn frá Njarðvík í fjórða leikhluta og höfðu að lokum betur með tuttugu stiga mun 99-79. Atvik leiksins Thelma Dís Ágústsdóttir rífur mómentið til Keflavíkur með tveim þristum strax í upphafi fjórða leikhluta eftir að Njarðvík var búið að vera hóta endurkomu. Sló Njarðvík alveg út af laginu og Keflavík hlupu með leikinn. Stjörnur og skúrkar Erfitt að horfa framhjá Brittany Dinkins í Njarðvík og Jasmine Dickey hjá Keflavík. Þær voru á eldi í kvöld fyrir sín lið. Thelma Dís Ágústsdóttir var á eldi í fjórða leikhluta sérstaklega og setti hvern þristinn á fætur öðrum til að kæfa leikinn endanlega. Hefði mátt koma meiri og fleiri framlög hjá Njarðvík sóknarlega en Brittany Dinkins var svolítið að draga lestina. Þurfa fleiri að stíga upp hjá Njarðvík. Dómarinn Byrjaði brösulega hjá teyminu fannst mér en unnu sig ágætlega inn í leikinn þegar leið á. Það er auðvitað hægt að pikka út einhver smáræði og köll sem hefðu mátt gefa eða sleppa eins og gengur og gerist en heilt yfir var þetta bara fínasta frammistaða. Stemingin og umgjörð Það var vel mætt í Blue höllina í kvöld eins og við var að búast þegar þessi lið mætast. Stutt fyrir gestina að fara og auðvelt að fylla stúkuna. Nágrannaslagur af bestu gerð og liðin sem mættust í úrslitum síðasta tímabil. Allt upp á 10,5. „Þá einhvern veginn springur blaðran bara“ „Svekkelsi með tap og vantaði mikið upp á varnarlega hjá okkur í dag,“ sagði Einar Árni Jóhannsson þjálfari Njarðvíkur eftir leikinn í kvöld. Leikurinn var alveg í járnum lengst af og Njarðvík voru aðeins tveim stigum frá Keflavík þegar fjórði leikhluti fór af stað en hvað gerðist í fjórða leikhluta? Einar Árni, sem er lengst til hægri á myndinni, tók við liði Njarðvíkur í sumar af Rúnari Inga Erlingssyni sem er lengst til vinstri á þessari mynd.JBÓ / umfn.is „Þær fá auðveldar körfur. Bæði þriggja stiga skot og tapaðir boltar sem gefa sniðskot. Munurinn fer hratt úr því að vera jafn leikur í einhver tíu, tólf stig og þá einhvern veginn springur blaðran bara.“ Keflavík setti tvö þriggja stiga skot í röð með skömmu millibili í upphafi fjórða leikhluta. „Ég myndi ekki segja að einhver trú hafi farið en auðvitað var þetta bara orðin svolítið djúp hola og við þurftum að hafa mikið fyrir því að koma til baka en ég held að leikurinn hafi ekki tapast á þessu runni „per se“. Við vorum að ströggla varnarlega í eiginlega þrjátíu mínútur í dag. Þriðji leikhlutinn var fínn en 53 stig á okkur í fyrri hálfleik og 32 í fjórða. Það er erfitt að vinna gott Keflavíkurlið þegar þær eru að skora 100 stig og eru að skjóta 66% tveggja og 40% þriggja. Þá er bara mjög erfitt að eiga við þær. Njarðvík mun mætir Tindastól í næstu umferð en þá verða þær mættar á sinn nýja heimavöll. „Þetta er biðin langa sem er senn á enda. Strákarnir ríða á vaðið á laugardaginn og svo fáum við Tindastól í heimsókn“
Uppgjörið: Króatía - Slóvenía 29-26 | Dagur stýrði Króötum til sigurs og sendi strákana okkar heim Handbolti
Uppgjörið: Króatía - Slóvenía 29-26 | Dagur stýrði Króötum til sigurs og sendi strákana okkar heim Handbolti