„Sóknin alls ekki klár hjá okkur“ Siggeir Ævarsson skrifar 8. október 2024 22:50 Þorleifur Ólafsson er þjálfari Grindavíkur Vísir/Pawel Cieslikiewicz Grindavík vann torsóttan 67-61 sigur á Val í kvöld í Bónus-deild kvenna en leikurinn var jafn og spennandi allt fram á síðustu mínútu. Þorleifur Ólafsson, þjálfari Grindavíkur, tók undir orð blaðamanns að það hafi verið sannkallaður haustbragur yfir leik kvöldsins. „Klárlega. Sóknin alls ekki klár hjá okkur. Maður er eitthvað að reyna öskra á þær varnarlega en áttar sig kannski ekki á því fyrr en eftir leikinn að við höldum þeim í 61 stigi, það er bara góð vörn. Svo eru það sóknarfráköstin, ég var ekki ánægður með þau í fyrri hálfleik. Þær tóku bara fjögur í seinni hálfleik [ellefu í fyrri. Innsk. blm.] sem er bara mjög gott á móti Val. Þær eru mjög góðar í sóknarfráköstum. Þetta var erfið fæðing en ég er virkilega sáttur með niðurstöðuna og leikinn heilt á litið.“ Alexis Morris lék sinn fyrsta leik fyrir Grindavík í kvöld og fór á kostum sóknarlega og ljóst að þarna hæfaleikaríkur leikmaður á ferð. „Hún er það og við vissum það alveg. Hún er náttúrulega búin að vera á stóra sviðinu og góð í körfubolta. En svo bara þetta gamla góða. Þær þurfa að aðlagast henni og hún þeim. Hún er nýkomin og ekki búin að vera á mörgum æfingum en við fyrstu sýn, bara virkilega góð og mun klárlega hjálpa okkur í vetur.“ Þrátt fyrir gott framlag frá Morris og öðrum bakvörðum liðsins er ljóst að Grindavík á töluvert inni frá stóru leikmönnum sínum, en þær Isabella Ósk Sigurðardóttir og Sofie Tryggedsson skoruðu samanlagt fimm stig. „Engin spurning, sóknarlega. Við þurfum að finna þetta jafnvægi, þetta gamla góða„inside-outside“, og reyna að koma þessum stelpum kannski í stöður þar sem þeim líður vel. Við erum bara að vinna í því og þetta mun bara verða betra.“ Þrátt fyrir að áferðin hafi ekki verið falleg á sigri kvöldsins er Þorleifur bjartsýnn á framhaldið. „Ég er bara virkilega ánægður með liðið mitt í heild sinni. Þessar stelpur sem komu inn og hvernig þetta lítur út. Það er jákvæður og öðruvísi bragur á þessu heldur en í fyrra. Ég er bara rosalega bjartsýnn fyrir framhaldið. Þær kunna körfubolta og eru skemmtilegar stelpur. Þetta lítur bara vel út hjá okkur.“ Körfubolti Bónus-deild kvenna UMF Grindavík Mest lesið Einn besti dómari landsins fær ekki leik Körfubolti Sakaði syni sína um „fullkomið mannorðsmorð“ á leynilegri upptöku Sport Uppgjörið: Valur - Grindavík 94-89| Valsarar sluppu fyrir horn Körfubolti Uppgjör: Tindastóll - Keflavík 94-87 | Stólarnir sterkari í lokin Körfubolti Jota hetjan þegar Liverpool náði aftur tólf stiga forystu Sport Var kóngurinn 1995 en „algjörlega á botninum“ 1997 Íslenski boltinn Svona var kynningarfundur Bestu deildar karla Íslenski boltinn Vilja VAR á Íslandi og finnst Gylfi langbestur Íslenski boltinn „Meðvituð um að þetta er samfélagslegt vandamál“ Íslenski boltinn Jón Guðni Fjóluson leggur skóna á hilluna Íslenski boltinn Fleiri fréttir Kári Jóns meiddist illa á hné í kvöld Uppgjör: Tindastóll - Keflavík 94-87 | Stólarnir sterkari í lokin Styrmir stigahæstur á vellinum Uppgjörið: Valur - Grindavík 94-89| Valsarar sluppu fyrir horn „Undir okkur komið að hamra járnið á meðan það er heitt“ Einn besti dómari landsins fær ekki leik Jokic skoraði 61 stig en Westbrook eyðilagði allt Fimm fengu bann fyrir slagsmálin „Ekki tími ársins til að fara inn í einhverja skel“ Uppgjörið: Njarðvík 84-75 Stjarnan | Njarðvík tekur foyrsuna í kaflaskiptum leik „Verðum að nýta hvert einasta tækifæri sem við fáum“ Uppgjörið: Þór - Valur 86-92 | Sterkur sigur sóttur í fyrsta leik Pelikanarnir búnir að gefast upp Reiknar ekki með öðru en Chris Paul taki annað tímabil „Ætluðum að gera þetta fyrir hana í kvöld“ „Frábært að stela heimavellinum“ „Gerðum ekki ráð fyrir einhverri rosalegri flugeldasýningu“ Uppgjörið: Keflavík - Tindastóll 92-63 | Keflvíkingar gáfu engin grið Uppgjörið: Haukar - Grindavík 86-91 | Háspenna og framlenging í upphafi úrslitakeppni Vildu sjá Kjartan Atla og Rúnar lenda í slag eins og í NBA Eldmóður í nýjum þjálfara: „Meira en spenntur“ Pekka Salminen nýr landsliðsþjálfari Sjáðu nýjan þjálfara Íslands kynna sig Hópslagsmál í NBA og sjö hent úr húsi Hafa engar áhyggjur af hugarfari Njarðvíkinga Tryggvi með rifu í vöðva og verður frá næstu vikur Svefnlítill Emil sagði stopp en var stressaður fyrir kveðjustundinni Eini þjálfarinn sem hefur orðið deildarmeistari og dottið strax út „Flotti fíni Garðabær á móti Breiðholtinu“ „Trúi á fyrirgefningu og að fólk eigi að fá annað tækifæri“ Sjá meira
Þorleifur Ólafsson, þjálfari Grindavíkur, tók undir orð blaðamanns að það hafi verið sannkallaður haustbragur yfir leik kvöldsins. „Klárlega. Sóknin alls ekki klár hjá okkur. Maður er eitthvað að reyna öskra á þær varnarlega en áttar sig kannski ekki á því fyrr en eftir leikinn að við höldum þeim í 61 stigi, það er bara góð vörn. Svo eru það sóknarfráköstin, ég var ekki ánægður með þau í fyrri hálfleik. Þær tóku bara fjögur í seinni hálfleik [ellefu í fyrri. Innsk. blm.] sem er bara mjög gott á móti Val. Þær eru mjög góðar í sóknarfráköstum. Þetta var erfið fæðing en ég er virkilega sáttur með niðurstöðuna og leikinn heilt á litið.“ Alexis Morris lék sinn fyrsta leik fyrir Grindavík í kvöld og fór á kostum sóknarlega og ljóst að þarna hæfaleikaríkur leikmaður á ferð. „Hún er það og við vissum það alveg. Hún er náttúrulega búin að vera á stóra sviðinu og góð í körfubolta. En svo bara þetta gamla góða. Þær þurfa að aðlagast henni og hún þeim. Hún er nýkomin og ekki búin að vera á mörgum æfingum en við fyrstu sýn, bara virkilega góð og mun klárlega hjálpa okkur í vetur.“ Þrátt fyrir gott framlag frá Morris og öðrum bakvörðum liðsins er ljóst að Grindavík á töluvert inni frá stóru leikmönnum sínum, en þær Isabella Ósk Sigurðardóttir og Sofie Tryggedsson skoruðu samanlagt fimm stig. „Engin spurning, sóknarlega. Við þurfum að finna þetta jafnvægi, þetta gamla góða„inside-outside“, og reyna að koma þessum stelpum kannski í stöður þar sem þeim líður vel. Við erum bara að vinna í því og þetta mun bara verða betra.“ Þrátt fyrir að áferðin hafi ekki verið falleg á sigri kvöldsins er Þorleifur bjartsýnn á framhaldið. „Ég er bara virkilega ánægður með liðið mitt í heild sinni. Þessar stelpur sem komu inn og hvernig þetta lítur út. Það er jákvæður og öðruvísi bragur á þessu heldur en í fyrra. Ég er bara rosalega bjartsýnn fyrir framhaldið. Þær kunna körfubolta og eru skemmtilegar stelpur. Þetta lítur bara vel út hjá okkur.“
Körfubolti Bónus-deild kvenna UMF Grindavík Mest lesið Einn besti dómari landsins fær ekki leik Körfubolti Sakaði syni sína um „fullkomið mannorðsmorð“ á leynilegri upptöku Sport Uppgjörið: Valur - Grindavík 94-89| Valsarar sluppu fyrir horn Körfubolti Uppgjör: Tindastóll - Keflavík 94-87 | Stólarnir sterkari í lokin Körfubolti Jota hetjan þegar Liverpool náði aftur tólf stiga forystu Sport Var kóngurinn 1995 en „algjörlega á botninum“ 1997 Íslenski boltinn Svona var kynningarfundur Bestu deildar karla Íslenski boltinn Vilja VAR á Íslandi og finnst Gylfi langbestur Íslenski boltinn „Meðvituð um að þetta er samfélagslegt vandamál“ Íslenski boltinn Jón Guðni Fjóluson leggur skóna á hilluna Íslenski boltinn Fleiri fréttir Kári Jóns meiddist illa á hné í kvöld Uppgjör: Tindastóll - Keflavík 94-87 | Stólarnir sterkari í lokin Styrmir stigahæstur á vellinum Uppgjörið: Valur - Grindavík 94-89| Valsarar sluppu fyrir horn „Undir okkur komið að hamra járnið á meðan það er heitt“ Einn besti dómari landsins fær ekki leik Jokic skoraði 61 stig en Westbrook eyðilagði allt Fimm fengu bann fyrir slagsmálin „Ekki tími ársins til að fara inn í einhverja skel“ Uppgjörið: Njarðvík 84-75 Stjarnan | Njarðvík tekur foyrsuna í kaflaskiptum leik „Verðum að nýta hvert einasta tækifæri sem við fáum“ Uppgjörið: Þór - Valur 86-92 | Sterkur sigur sóttur í fyrsta leik Pelikanarnir búnir að gefast upp Reiknar ekki með öðru en Chris Paul taki annað tímabil „Ætluðum að gera þetta fyrir hana í kvöld“ „Frábært að stela heimavellinum“ „Gerðum ekki ráð fyrir einhverri rosalegri flugeldasýningu“ Uppgjörið: Keflavík - Tindastóll 92-63 | Keflvíkingar gáfu engin grið Uppgjörið: Haukar - Grindavík 86-91 | Háspenna og framlenging í upphafi úrslitakeppni Vildu sjá Kjartan Atla og Rúnar lenda í slag eins og í NBA Eldmóður í nýjum þjálfara: „Meira en spenntur“ Pekka Salminen nýr landsliðsþjálfari Sjáðu nýjan þjálfara Íslands kynna sig Hópslagsmál í NBA og sjö hent úr húsi Hafa engar áhyggjur af hugarfari Njarðvíkinga Tryggvi með rifu í vöðva og verður frá næstu vikur Svefnlítill Emil sagði stopp en var stressaður fyrir kveðjustundinni Eini þjálfarinn sem hefur orðið deildarmeistari og dottið strax út „Flotti fíni Garðabær á móti Breiðholtinu“ „Trúi á fyrirgefningu og að fólk eigi að fá annað tækifæri“ Sjá meira