Telur „töluverða“ orðsporsáhættu fyrir Eik að fara í útleigu á íbúðarhúsnæði
Stjórn Eikar telur að gengið í yfirtökutilboði Langasjávar í allt hlutafé fyrirtækisins sé of lágt, meðal annars á grundvelli greininga frá óháðum aðilum sem verðmeta það á tugprósenta hærra verði, enda þótt það sé „nokkur samhljómur“ í áformum fjárfestingafélagsins og Eikar. Stjórnin leggst gegn hugmyndum um að Eik fari í útleigu húsnæðis til almennings en arðsemi ef slíkri starfsemi sé „mun lægri“ og henni fylgi orðsporsáhætta sem gæti dregið úr áhuga sumra fjárfesta á félaginu.
Tengdar fréttir
Lækkar verðmat sitt á Eik en er samt talsvert yfir tilboðsverði Langasjávar
Dekkri rekstraráætlun og lakari sjóðstaða þýðir að verðmatsgengi á Eik hefur verið lækkað nokkuð frá fyrra mati, samkvæmt nýrri hlutabréfagreiningu, en þrátt fyrir það er fasteignafélagið metið á tugprósenta hærra verði borið saman við gildandi yfirtökutilboð Langasjávar í alla útistandandi hluti. Hlutabréfaverð Eikar hækkaði skarpt í Kauphöllinni í dag og er núna um tíu prósentum yfir tilboðsverði fjárfestingafélagsins.
Ólíklegt að stórir hluthafar samþykki yfirtökutilboð í Eik
Stjórnandi lífeyrissjóðs telur ólíklegt að hluthafar Eikar muni almennt samþykkja fyrirhugað yfirtökutilboð í fasteignafélagið miðað við núverandi tilboðsgengi. Mögulega takist Langasjó að eignast yfir 34 prósenta hlut og við það verði fjárfestingafélagið að samþykkja allar stærri ákvarðanir á vettvangi hluthafa Eikar til að þær fái brautargengi. Verðbréfamiðlari spyr hvers vegna hluthafar ættu að samþykkja tilboð á svipuðu gengi sem Langisjór hafi í reynd hafnað fyrir skömmu.