Lögregla upplýsir ekki um notkun andlitsgreiningarhugbúnaðar Hólmfríður Gísladóttir skrifar 8. október 2024 13:00 Margir eru uggandi yfir því að andlitsgreiningarbúnaður muni grafa verulega undan friðhelgi einkalífsins. Getty/NurPhoto/Joan Cros Fjöldi Bandaríkjamanna hefur verið handtekinn grunaður um glæp eftir að myndir af þeim hafa komið upp við leit í gagnagrunnum á grundvelli andlitsgreiningarhugbúnaðs. Rannsókn Washington Post hefur hins vegar leitt í ljós að margir þeirra eru ekki upplýstir um notkun hugbúnaðarins, sem er ekki síst áhyggjuefni þar sem hann hefur reynst ófullkominn og „fordómafullur“. Blaðamenn WP óskuðu eftir upplýsingum frá yfir 100 lögregluembættum sem hafa gengist við því opinberlega að nýta sér umræddan hugbúnað en aðeins þrjátíu urðu við gagnabeiðninni. Flest neituðu að svara spurningum um notkun þeirra á búnaðinum. Nokkur sögðust notast við hugbúnaðinn en aldrei handtaka fólk aðeins út frá andlitsgreiningarniðurstöðum. Hins vegar virðast mörg embætti hafa freistað þess að fela það í skýrslum að hversu miklu leiti þau reiða sig á umrædd gögn við handtökur og rannsókn mála. Vitað er um sjö Bandaríkjamenn sem hafa verið handteknir á grundvelli niðurstaða andlitsgreiningar en þar af voru sex svartir. Vitað er að búnaðurinn á erfiðara með að bera kennsl á svarta, konur og aldraða. Sumir komust aðeins að því að búnaðurinn hafði verið notaður þegar lögregla gaf það óvart upp. Michael Jordan og teiknimynd komu upp við leit Meðal handteknu var Quran Reid, sem var handtekinn fyrir að nota stolin greiðslukort til að greiða fyrir lúxusvörur í Louisiana. Lögreglumaður reit skýrslu undir eiði um að „örugg heimild“ hefði bent honum á Reid, sem var á þessum tíma 28 og bjó í Atlanta. Reid hafði aldrei komið til Louisiana. Hann man eftir því að hafa spurt að því hvernig bönd hefðu borist að honum en ekki fengið svör. Hugbúnaðurinn sem um ræðir er notaður til að bera mynd eða stillu úr myndskeiði saman við myndir í ýmsum gagnabönkum, til að mynda handtökumyndir og myndir af ökuskírteinum. Það skilar síðan lista yfir einstaklinga sem þykja líkjast grunaða. Clearview AI, sem sópar í gegnum umfangsmikið magn mynda á netinu, er meðal þeirra forrita sem vitað er að lögregla notar en samkvæmt WP hefur það meðal annars skilað mynd af Michael Jordan og teiknimynd af svörtum manni við leit að glæpamanni. Samkvæmt reglum vestanhafs ber saksóknurum að upplýsa ákærðu um öll gögn er þykja benda til sakleysis þeirra eða dregið úr þyngd þeirrar refsingar sem þeim yrði mögulega gerð. Dómstólar hafa hins vegar ekki verið sammála í úrskurðum sínum um hvort yfirvöld þurfa að upplýsa um notkun andlitsgreiningarbúnaðs. Hér má finna ítarlega umfjöllun Washington Post um málið. Persónuvernd Lögreglan Bandaríkin Erlend sakamál Mest lesið „Algjört vandræðamál og sorglegt“ Innlent „Þetta er hættulegt ef við viljum áfram búa í frjálslyndu lýðræðissamfélagi“ Innlent Auka sýnileika milli rýma á leikskólum Innlent Misskilningur um losunarmarkmið „stórkostlegur áfellisdómur“ Innlent Hætta notkun metanhemjandi íblöndunarefnis Erlent Herja á umsækjendur um alþjóðlega vernd Innlent Rannsaka tengsl Epstein við Clinton Erlent Hefur áhyggjur af aukinni dagdrykkju eldri borgara Innlent Vitinn á Gjögurtá fallinn í sjó fram Innlent Tveir látnir í Gana vegna Marburg veirunnar Erlent Fleiri fréttir Hætta notkun metanhemjandi íblöndunarefnis Rannsaka tengsl Epstein við Clinton Þrír látnir eftir að rútu var ekið á biðskýli Sprengdu næst stærstu olíudælustöð Rússlands Sautján ára og í leit að peningum fyrir spöngum „Þeir sem leika sér að eldinum munu brenna upp til agna“ Rufu einangrun jaðarhægrisins til að afnema umhverfisreglur Enginn ákærður eftir umdeilt þrjú hundruð manna áhlaup Átján ára látnir svara spurningalista um hæfni þeirra til herþjónustu Vilja ekki feita innflytjendur Embættismenn hafa áhyggjur af sölu F-35 herþota til Sádi Arabíu BBC biður Trump afsökunar en hafnar bótakröfu Eldar í nær öllum hverfum eftir árásir Rússa á Kænugarð Óttast að Úkraínumenn verji Pokrovsk of lengi „Áratugur er ekki langur tími fyrir þá sem lifðu af“ „Ég er sá sem getur fellt hann“ Leiðtogi AfD segir Rússa ekki ógna Þýskalandi en varar við Pólverjum Minnast þess að tíu ár eru frá hryllingnum í París Lætur ráðherra fjúka vegna umfangsmikils spillingarmáls Alríki fjármagnað út janúar 2026 Stríð Trumps við fjölmiðla teygir sig yfir Atlantshafið Vörpuðu milljörðum erfðabreyttra fræja yfir akra Afganistan Sagði Trump hafa varið klukkustundum með fórnarlambi sínu Bruni jarðefna nær hámarki fyrir 2030 standi menn við orð sín Stærsta flugmóðurskip heims komið til Karíbahafsins Bandamenn Starmer óttast hallarbyltingu Tuttugu fórust þegar tyrknesk herflugvél hrapaði Loftmengun í Delí langt yfir öryggisviðmiðum Efnaðir Ítalir sagðir hafa myrt fólk í Sarajevo sér til ánægju Kom til átaka á mótmælum vegna COP30 Sjá meira
Rannsókn Washington Post hefur hins vegar leitt í ljós að margir þeirra eru ekki upplýstir um notkun hugbúnaðarins, sem er ekki síst áhyggjuefni þar sem hann hefur reynst ófullkominn og „fordómafullur“. Blaðamenn WP óskuðu eftir upplýsingum frá yfir 100 lögregluembættum sem hafa gengist við því opinberlega að nýta sér umræddan hugbúnað en aðeins þrjátíu urðu við gagnabeiðninni. Flest neituðu að svara spurningum um notkun þeirra á búnaðinum. Nokkur sögðust notast við hugbúnaðinn en aldrei handtaka fólk aðeins út frá andlitsgreiningarniðurstöðum. Hins vegar virðast mörg embætti hafa freistað þess að fela það í skýrslum að hversu miklu leiti þau reiða sig á umrædd gögn við handtökur og rannsókn mála. Vitað er um sjö Bandaríkjamenn sem hafa verið handteknir á grundvelli niðurstaða andlitsgreiningar en þar af voru sex svartir. Vitað er að búnaðurinn á erfiðara með að bera kennsl á svarta, konur og aldraða. Sumir komust aðeins að því að búnaðurinn hafði verið notaður þegar lögregla gaf það óvart upp. Michael Jordan og teiknimynd komu upp við leit Meðal handteknu var Quran Reid, sem var handtekinn fyrir að nota stolin greiðslukort til að greiða fyrir lúxusvörur í Louisiana. Lögreglumaður reit skýrslu undir eiði um að „örugg heimild“ hefði bent honum á Reid, sem var á þessum tíma 28 og bjó í Atlanta. Reid hafði aldrei komið til Louisiana. Hann man eftir því að hafa spurt að því hvernig bönd hefðu borist að honum en ekki fengið svör. Hugbúnaðurinn sem um ræðir er notaður til að bera mynd eða stillu úr myndskeiði saman við myndir í ýmsum gagnabönkum, til að mynda handtökumyndir og myndir af ökuskírteinum. Það skilar síðan lista yfir einstaklinga sem þykja líkjast grunaða. Clearview AI, sem sópar í gegnum umfangsmikið magn mynda á netinu, er meðal þeirra forrita sem vitað er að lögregla notar en samkvæmt WP hefur það meðal annars skilað mynd af Michael Jordan og teiknimynd af svörtum manni við leit að glæpamanni. Samkvæmt reglum vestanhafs ber saksóknurum að upplýsa ákærðu um öll gögn er þykja benda til sakleysis þeirra eða dregið úr þyngd þeirrar refsingar sem þeim yrði mögulega gerð. Dómstólar hafa hins vegar ekki verið sammála í úrskurðum sínum um hvort yfirvöld þurfa að upplýsa um notkun andlitsgreiningarbúnaðs. Hér má finna ítarlega umfjöllun Washington Post um málið.
Persónuvernd Lögreglan Bandaríkin Erlend sakamál Mest lesið „Algjört vandræðamál og sorglegt“ Innlent „Þetta er hættulegt ef við viljum áfram búa í frjálslyndu lýðræðissamfélagi“ Innlent Auka sýnileika milli rýma á leikskólum Innlent Misskilningur um losunarmarkmið „stórkostlegur áfellisdómur“ Innlent Hætta notkun metanhemjandi íblöndunarefnis Erlent Herja á umsækjendur um alþjóðlega vernd Innlent Rannsaka tengsl Epstein við Clinton Erlent Hefur áhyggjur af aukinni dagdrykkju eldri borgara Innlent Vitinn á Gjögurtá fallinn í sjó fram Innlent Tveir látnir í Gana vegna Marburg veirunnar Erlent Fleiri fréttir Hætta notkun metanhemjandi íblöndunarefnis Rannsaka tengsl Epstein við Clinton Þrír látnir eftir að rútu var ekið á biðskýli Sprengdu næst stærstu olíudælustöð Rússlands Sautján ára og í leit að peningum fyrir spöngum „Þeir sem leika sér að eldinum munu brenna upp til agna“ Rufu einangrun jaðarhægrisins til að afnema umhverfisreglur Enginn ákærður eftir umdeilt þrjú hundruð manna áhlaup Átján ára látnir svara spurningalista um hæfni þeirra til herþjónustu Vilja ekki feita innflytjendur Embættismenn hafa áhyggjur af sölu F-35 herþota til Sádi Arabíu BBC biður Trump afsökunar en hafnar bótakröfu Eldar í nær öllum hverfum eftir árásir Rússa á Kænugarð Óttast að Úkraínumenn verji Pokrovsk of lengi „Áratugur er ekki langur tími fyrir þá sem lifðu af“ „Ég er sá sem getur fellt hann“ Leiðtogi AfD segir Rússa ekki ógna Þýskalandi en varar við Pólverjum Minnast þess að tíu ár eru frá hryllingnum í París Lætur ráðherra fjúka vegna umfangsmikils spillingarmáls Alríki fjármagnað út janúar 2026 Stríð Trumps við fjölmiðla teygir sig yfir Atlantshafið Vörpuðu milljörðum erfðabreyttra fræja yfir akra Afganistan Sagði Trump hafa varið klukkustundum með fórnarlambi sínu Bruni jarðefna nær hámarki fyrir 2030 standi menn við orð sín Stærsta flugmóðurskip heims komið til Karíbahafsins Bandamenn Starmer óttast hallarbyltingu Tuttugu fórust þegar tyrknesk herflugvél hrapaði Loftmengun í Delí langt yfir öryggisviðmiðum Efnaðir Ítalir sagðir hafa myrt fólk í Sarajevo sér til ánægju Kom til átaka á mótmælum vegna COP30 Sjá meira