Vandaverk vængbrotinna FH-inga: „Gefum allt í botn“ Valur Páll Eiríksson skrifar 8. október 2024 10:00 Sigursteinn Arndal, þjálfari FH, á hliðarlínunni í leik kvöldsins Vísir/Anton Brink Meiðsli herja á FH-inga sem mæta sterkum frönskum andstæðingi í Evrópudeild karla í handbolta síðdegis í dag. Aron Pálmarsson fór ekki með liðinu út og aðrir sterkir póstar verða fjarverandi. Þjálfari liðsins segir þetta tækifæri fyrir aðra að sýna sig á stóra sviðinu. FH mætir Fenix Toulouse í fyrsta leik liðsins í riðli liðsins í Evrópudeild karla í handbolta klukkan 16:45 í dag. Menn ráðast ekki á garðinn þar sem hann er lægstur en Toulouse er gríðarsterkt lið sem hefur farið vel af stað í frönsku deildinni. Klippa: Þeir yngri þurfa að stíga upp í meiðslunum „Verkefnið leggst vel í mig. Það er gaman að vera kominn hérna í þessa geggjuðu höll. Við erum að mæta virkilega öflugu liði, það verður ekki hægt að segja annað. Þetta lið er búið að vinna alla sína leiki í frönsku deildinni og eru í fyrsta sæti eins og staðan er í dag. Þannig að við þurfum á öllu okkar að halda,“ segir Sigursteinn Arndal, þjálfari FH. Lykilpóstar fjarverandi og Ágúst tæpur Aron Pálmarsson hefur verið að glíma við meiðsli og fór ekki með liðinu út. Ólafur Gústafsson á enn eftir að spila fyrir félagið eftir skipti sín til uppeldisfélagsins í sumar og þá Ásbjörn Friðriksson, spilandi aðstoðarþjálfari, er enn einn leikmaðurinn í útilínu FH-inga sem getur ekki spilað í dag. Landsliðsfyrirliðinn Aron Pálmarsson mætti heim í Kaplakrika til að vinna titla og það gengur vel.vísir/Diego „Þeir sem eru hérna eru glaðir og kátir. En það er búið að reyna aðeins á hópinn. Aron [Pálmasson] og Óli [Ólafur Gústafsson] fóru ekki með út og það er ljóst að Ási [Ásbjörn Friðriksson] mun ekki spila. Nú liggur Gústi Birgis [Ágúst Birgisson] veikur uppi á hóteli,“ segir Sigursteinn og ljóst að FH-ingar hafa verið betur mannaðir. Í þessu felist hins vegar tækifæri fyrir yngri menn að sýna sig og sanna. „Þetta verður eitthvað verkefni að finna út úr en á sama tíma eru alltaf tækifæri fólgin í þessu. Það þýðir að aðrir taka við keflinu. Það eru ungir og öflugir FH strákar sem ég veit að iða í skinninu að koma hérna út á völl,“ segir Sigursteinn. „Við reynum að tækla þetta verkefni saman sem lið, eins og við höfum alltaf gert. Við höfum verið að nýta tímann vel. Það var fínt ferðalag í gær og við lentum uppi á hóteli á góðum tíma. Það var gott að eiga þennan dag í dag [í gær] til að fara yfir málin. Við komum vel undirbúnir og gefum allt í botn.“ segir Sigursteinn enn fremur. FH mætir Fenix Toulouse klukkan 16:45 í dag. Valur verður einnig í eldlínunni í sömu keppni. Valsmenn eru í Norður-Makedóníu hvar þeir mæta liði Vardar í Skopje klukkan 18:45. Viðtalið við Sigurstein má sjá að ofan. Að neðan má sjá leikgreiningu Ásbjörns Friðrikssonar, spilandi aðstoðarþjálfara liðsins sem verður ekki með á eftir. Klippa: Ásbjörn leikgreinir andstæðing FH-inga FH Evrópudeild karla í handbolta Handbolti Mest lesið Látnir gista líka á æfingasvæðinu Enski boltinn Haaland klúðraði víti og City tapaði stigum Enski boltinn Stefndi allt í sigur Chelsea en Fulham hafði aðrar hugmyndir Enski boltinn „Ég elska NFL deildina en jóladagur er okkar“ Körfubolti Tók „erfiðustu ákvörðun ævinnar“ og fór til Valencia Fótbolti Meistarinn gæti þurft að slá út tvo nafna sína á leiðinni í úrslit Sport Sáu ekki til sólar en unnu samt Enski boltinn Fimm hlutu dóm fyrir ólætin í Amsterdam Fótbolti Hafa tvisvar áður mæst: „Gakpo er sem betur fer í mínu liði núna“ Enski boltinn 76ers sóttu sigur úr Garðinum Körfubolti Fleiri fréttir Viggó færir sig um set á nýju ári Stórsigur í toppslag og Melsungen með fjögurra stiga forystu Gísli fyrr heim í frí eftir árásina í Magdeburg Viktor Gísli góður þegar Wisla Plock fór á toppinn Negla Elínar Klöru eitt af flottustu mörkum EM Kolstad vann toppslaginn Dana áberandi í síðasta leik ársins Leik Gísla og félaga í Magdeburg frestað vegna árásarinnar Rosalegur hæðarmunur á liðsfélögum íslensku strákanna Lærisveinar Guðmundar fara í frí með góðan sigur að baki Arnór frá Gumma til Arnórs Ósáttir Harðarmenn stofnuðu kröfu í heimabanka dómara Staðfesta 10-0 sigur ÍBV gegn Haukum Íslendingaliðið heldur áfram í undanúrslit Lærisveinar Guðjóns Vals úr leik í bikarkeppninni „Jólin eru ekki alveg eins afslöppuð“ Þyrfti kraftaverk til að Ómar yrði með á HM Þetta eru strákarnir sem spila fyrir Ísland á HM Snorri kynnti HM-hóp Íslands Lofaði konunni að flytja ekki til Íslands Framarar slógu út bikarmeistarana Afturelding í bikarúrslitin Dana Björg næstmarkahæst í sigri í toppslag Þórir gæti orðið þjálfari ársins í tveimur löndum „Ég er bara búinn að vera að jafna mig“ Stelpurnar hans Þóris tryggðu sér tvær milljónir hver Kvaddi á sama tíma og Þórir en sagði liðsfélögunum ekki frá því Guðmundur Bragi og félagar verða með á bikarúrslitahelginni Stjörnumenn fyrstir í bikarúrslitin Lærisveinar Gumma Gumm úr leik í bikarnum Sjá meira
FH mætir Fenix Toulouse í fyrsta leik liðsins í riðli liðsins í Evrópudeild karla í handbolta klukkan 16:45 í dag. Menn ráðast ekki á garðinn þar sem hann er lægstur en Toulouse er gríðarsterkt lið sem hefur farið vel af stað í frönsku deildinni. Klippa: Þeir yngri þurfa að stíga upp í meiðslunum „Verkefnið leggst vel í mig. Það er gaman að vera kominn hérna í þessa geggjuðu höll. Við erum að mæta virkilega öflugu liði, það verður ekki hægt að segja annað. Þetta lið er búið að vinna alla sína leiki í frönsku deildinni og eru í fyrsta sæti eins og staðan er í dag. Þannig að við þurfum á öllu okkar að halda,“ segir Sigursteinn Arndal, þjálfari FH. Lykilpóstar fjarverandi og Ágúst tæpur Aron Pálmarsson hefur verið að glíma við meiðsli og fór ekki með liðinu út. Ólafur Gústafsson á enn eftir að spila fyrir félagið eftir skipti sín til uppeldisfélagsins í sumar og þá Ásbjörn Friðriksson, spilandi aðstoðarþjálfari, er enn einn leikmaðurinn í útilínu FH-inga sem getur ekki spilað í dag. Landsliðsfyrirliðinn Aron Pálmarsson mætti heim í Kaplakrika til að vinna titla og það gengur vel.vísir/Diego „Þeir sem eru hérna eru glaðir og kátir. En það er búið að reyna aðeins á hópinn. Aron [Pálmasson] og Óli [Ólafur Gústafsson] fóru ekki með út og það er ljóst að Ási [Ásbjörn Friðriksson] mun ekki spila. Nú liggur Gústi Birgis [Ágúst Birgisson] veikur uppi á hóteli,“ segir Sigursteinn og ljóst að FH-ingar hafa verið betur mannaðir. Í þessu felist hins vegar tækifæri fyrir yngri menn að sýna sig og sanna. „Þetta verður eitthvað verkefni að finna út úr en á sama tíma eru alltaf tækifæri fólgin í þessu. Það þýðir að aðrir taka við keflinu. Það eru ungir og öflugir FH strákar sem ég veit að iða í skinninu að koma hérna út á völl,“ segir Sigursteinn. „Við reynum að tækla þetta verkefni saman sem lið, eins og við höfum alltaf gert. Við höfum verið að nýta tímann vel. Það var fínt ferðalag í gær og við lentum uppi á hóteli á góðum tíma. Það var gott að eiga þennan dag í dag [í gær] til að fara yfir málin. Við komum vel undirbúnir og gefum allt í botn.“ segir Sigursteinn enn fremur. FH mætir Fenix Toulouse klukkan 16:45 í dag. Valur verður einnig í eldlínunni í sömu keppni. Valsmenn eru í Norður-Makedóníu hvar þeir mæta liði Vardar í Skopje klukkan 18:45. Viðtalið við Sigurstein má sjá að ofan. Að neðan má sjá leikgreiningu Ásbjörns Friðrikssonar, spilandi aðstoðarþjálfara liðsins sem verður ekki með á eftir. Klippa: Ásbjörn leikgreinir andstæðing FH-inga
FH Evrópudeild karla í handbolta Handbolti Mest lesið Látnir gista líka á æfingasvæðinu Enski boltinn Haaland klúðraði víti og City tapaði stigum Enski boltinn Stefndi allt í sigur Chelsea en Fulham hafði aðrar hugmyndir Enski boltinn „Ég elska NFL deildina en jóladagur er okkar“ Körfubolti Tók „erfiðustu ákvörðun ævinnar“ og fór til Valencia Fótbolti Meistarinn gæti þurft að slá út tvo nafna sína á leiðinni í úrslit Sport Sáu ekki til sólar en unnu samt Enski boltinn Fimm hlutu dóm fyrir ólætin í Amsterdam Fótbolti Hafa tvisvar áður mæst: „Gakpo er sem betur fer í mínu liði núna“ Enski boltinn 76ers sóttu sigur úr Garðinum Körfubolti Fleiri fréttir Viggó færir sig um set á nýju ári Stórsigur í toppslag og Melsungen með fjögurra stiga forystu Gísli fyrr heim í frí eftir árásina í Magdeburg Viktor Gísli góður þegar Wisla Plock fór á toppinn Negla Elínar Klöru eitt af flottustu mörkum EM Kolstad vann toppslaginn Dana áberandi í síðasta leik ársins Leik Gísla og félaga í Magdeburg frestað vegna árásarinnar Rosalegur hæðarmunur á liðsfélögum íslensku strákanna Lærisveinar Guðmundar fara í frí með góðan sigur að baki Arnór frá Gumma til Arnórs Ósáttir Harðarmenn stofnuðu kröfu í heimabanka dómara Staðfesta 10-0 sigur ÍBV gegn Haukum Íslendingaliðið heldur áfram í undanúrslit Lærisveinar Guðjóns Vals úr leik í bikarkeppninni „Jólin eru ekki alveg eins afslöppuð“ Þyrfti kraftaverk til að Ómar yrði með á HM Þetta eru strákarnir sem spila fyrir Ísland á HM Snorri kynnti HM-hóp Íslands Lofaði konunni að flytja ekki til Íslands Framarar slógu út bikarmeistarana Afturelding í bikarúrslitin Dana Björg næstmarkahæst í sigri í toppslag Þórir gæti orðið þjálfari ársins í tveimur löndum „Ég er bara búinn að vera að jafna mig“ Stelpurnar hans Þóris tryggðu sér tvær milljónir hver Kvaddi á sama tíma og Þórir en sagði liðsfélögunum ekki frá því Guðmundur Bragi og félagar verða með á bikarúrslitahelginni Stjörnumenn fyrstir í bikarúrslitin Lærisveinar Gumma Gumm úr leik í bikarnum Sjá meira