Enn eitt barnið sem dettur ofan í holu Magnús Jochum Pálsson skrifar 9. október 2024 08:03 Erney Valsdóttir er önnur amman sem kemur fram til að segja frá því hvernig hún sá barnabarn sitt hverfa ofan í jörðina þegar það datt ofan í manngerða holu. Kona var á gangi með þriggja ára barnabarn sitt á Höfn í Hornafirði í sumar þegar barnið datt ofan í holu. Atvikið var ekki ósvipað því að sem gerðist í Garðabænum á föstudag þegar tveggja ára drengur datt ofan í vatnsbrunn. Um er að ræða þriðja barnið sem hefur dottið ofan í manngerða holu eða brunn vegna loks sem er illa fest. Vísir greindi frá því að tveggja ára drengur hefði dottið ofan í tveggja metra djúpan vatnsbrunn í Garðabænum á föstudag og í fyrradag greindu mbl frá því að fjögurra ára drengur hefði fallið ofan í sambærilegan brunn í Mosfellsbæ síðasta sumar. Nú hefur Eirný Valsdóttir, amma á Höfn í Hornafirði, stigið fram og greint frá sambærilegu atviki sem átti sér stað á Höfn síðasta sumar. Grét óskaplega lengi Eirný og þriggja ára ömmustrákur hennar voru úti að ganga seinni partinn í júní á svæði sem þau eru vel kunnug og er í nágrenni við leikskóla og íbúðir aldraðra. „Svo allt í einu hverfur barnið og ég sé svona lok snúast. Ég heyri öskur og hugsa... ég held ég hafi ekki hugsað, ég var bara alveg logandi hrædd og sá fyrir mér allt,“ segir hún um fall drengsins ofan í holuna. Upp í huga hennar hafi strax komið höfuðmeiðsli, varanlegur skaði eða hyldjúpt vatn „Svo tók ég lokið af og sá barnið sitjandi á botninum. Ég lagðist á magann og sagði ,Gríptu í hendurnar á ömmu' og vippaði honum upp. Ég var svo hrædd að lokið myndi detta á hausinn á honum. Þetta var hræðilegt.“ Var hann ekkert aumur eftir fallið? „Hann grét óskaplega lengi en hann var með bleyju sem hefur líklega dempað fallið,“ segir Eirný. „Þá kemur bara næsti og hrynur þarna ofan í“ Þegar hún var búin að hugga barnið reyndi Eirný að komast til botns í lausu lokinu. „Þetta var á laugardegi þannig ég reyndi að finna út úr því hvert maður gæti hringt og náði á endanum sambandi við mann sem er með útiverkin hjá sveitarfélagi Hornafjarðar,“ segir hún. Henni hafi þá verið sagt að ofan í holunni væru tengingar fyrir fjarskiptabúnað. Holan er búin til úr plaströri sem skagaði um tíu sentímetra upp úr jarðveginum þegar drengurinn datt. Að sögn Eirnýjar hafi það gert topp rörsins að mjög spennandi stökkpalli fyrir lítil börn. Hér má sjá hvernig toppurinn á holunni skagaði upp úr jörðinni áður en hann var sagaður af. Í kjölfar þess að Eirný hafði samband var toppurinn skorinn af rörinu þannig hann næmi við jörðina og var lokið síðan sett aftur ofan á án þess að það væri fest. „Ég er enginn aumingi en ég get hæglega fært lokið til. Það fellur ekki í neinar skorður heldur liggur bara ofan á þannig ég hef oft hugsað eftir þetta að að það getur einhver fært þetta til í óvitaskap og þá kemur bara næsti og hrynur þarna ofan í,“ segir Eirný. Þá bætir hún við að það þurfi meira til en að eitt verktakafyrirtæki bæti úr sínum óviðunandi frágangi. Sambærilegir brunnar og holur séu greinilega víða þar sem auðvelt er að fjarlægja af þeim lokin og detta ofan í ef maður sér þá ekki. Sveitarfélagið Hornafjörður Slysavarnir Börn og uppeldi Byggingariðnaður Mest lesið Sagði veikri dóttur sinni að hann vonaði að hún myndi deyja Innlent „Til hamingju með afmælið... og megi allir dagar vera annað dásamlegt leyndarmál“ Erlent Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Innlent Þjónkun við Trump?: CBS leggur niður Late Show Erlent Ofurhugi lést eftir brotlendingu í svifvængjaflugi Erlent Kjósendur stjórnarflokkanna „bitrir“ og í basli með sjálfsmyndina Innlent „Það er bara ömurlegt að fá þessi tíðindi núna“ Innlent Að minnsta kosti 25 börn seld frá Indónesíu til Singapúr Erlent Séríslenskt gervi-Oxy í mikilli dreifingu Innlent Donald Trump greindur með langvinna bláæðabólgu Erlent Fleiri fréttir Það sé alltaf óheppilegt að ná ekki málum í gegn Kannast við tannstönglatrixið: „Nágrannavarsla er albesta vörnin“ Kjósendur stjórnarflokkanna „bitrir“ og í basli með sjálfsmyndina Búast við gosmóðu fyrir norðan og vestan næstu daga Sinnaskipti lögreglustjórans og Þorgerður ræðir væntanlegan varnarsamning við ESB Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Sagði veikri dóttur sinni að hann vonaði að hún myndi deyja Tíðindalítil nótt á gosstöðvunum „Það er bara ömurlegt að fá þessi tíðindi núna“ Skipulögð skref í átt að aðild án umboðs þjóðarinnar Séríslenskt gervi-Oxy í mikilli dreifingu Grindavík opin fyrir almenning á nýjan leik Ferðamenn streyma í Hrísey alla daga vikunnar Tilkynnt um þjófnað í fjórum verslunum Boða tvíhliða varnarsamning við Evrópusambandið Mótmæli, sviknir strandveiðimenn og hættulegar falsaðar töflur Von der Leyen segir aðildarumsókn Íslands enn gilda Þriggja bíla árekstur á Hringbraut Strandveiðum er lokið í sumar Í beinni: Blaðamannafundur Kristrúnar og von der Leyen Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“ Gosið lifir enn og mengun norður í landi Flugvél snúið við vegna eldgossins: Var í fjörutíu klukkustundir á leið til Íslands Grindvíkingar setja þrýsting á lögreglustjóra Háskólinn fær 200 milljónir vegna vatnslekans Telur stuðning við ESB-viðræður til staðar Telur enga leið til þess að lengja strandveiðitímabilið Flutti tæp þrjú kíló af kókaíni til landsins og fær tvö ár Ætlar ekki að þegja til að láta fordómafullu fólki líða betur Strandveiðar færast frá Viðreisn til Flokks fólksins Sjá meira
Um er að ræða þriðja barnið sem hefur dottið ofan í manngerða holu eða brunn vegna loks sem er illa fest. Vísir greindi frá því að tveggja ára drengur hefði dottið ofan í tveggja metra djúpan vatnsbrunn í Garðabænum á föstudag og í fyrradag greindu mbl frá því að fjögurra ára drengur hefði fallið ofan í sambærilegan brunn í Mosfellsbæ síðasta sumar. Nú hefur Eirný Valsdóttir, amma á Höfn í Hornafirði, stigið fram og greint frá sambærilegu atviki sem átti sér stað á Höfn síðasta sumar. Grét óskaplega lengi Eirný og þriggja ára ömmustrákur hennar voru úti að ganga seinni partinn í júní á svæði sem þau eru vel kunnug og er í nágrenni við leikskóla og íbúðir aldraðra. „Svo allt í einu hverfur barnið og ég sé svona lok snúast. Ég heyri öskur og hugsa... ég held ég hafi ekki hugsað, ég var bara alveg logandi hrædd og sá fyrir mér allt,“ segir hún um fall drengsins ofan í holuna. Upp í huga hennar hafi strax komið höfuðmeiðsli, varanlegur skaði eða hyldjúpt vatn „Svo tók ég lokið af og sá barnið sitjandi á botninum. Ég lagðist á magann og sagði ,Gríptu í hendurnar á ömmu' og vippaði honum upp. Ég var svo hrædd að lokið myndi detta á hausinn á honum. Þetta var hræðilegt.“ Var hann ekkert aumur eftir fallið? „Hann grét óskaplega lengi en hann var með bleyju sem hefur líklega dempað fallið,“ segir Eirný. „Þá kemur bara næsti og hrynur þarna ofan í“ Þegar hún var búin að hugga barnið reyndi Eirný að komast til botns í lausu lokinu. „Þetta var á laugardegi þannig ég reyndi að finna út úr því hvert maður gæti hringt og náði á endanum sambandi við mann sem er með útiverkin hjá sveitarfélagi Hornafjarðar,“ segir hún. Henni hafi þá verið sagt að ofan í holunni væru tengingar fyrir fjarskiptabúnað. Holan er búin til úr plaströri sem skagaði um tíu sentímetra upp úr jarðveginum þegar drengurinn datt. Að sögn Eirnýjar hafi það gert topp rörsins að mjög spennandi stökkpalli fyrir lítil börn. Hér má sjá hvernig toppurinn á holunni skagaði upp úr jörðinni áður en hann var sagaður af. Í kjölfar þess að Eirný hafði samband var toppurinn skorinn af rörinu þannig hann næmi við jörðina og var lokið síðan sett aftur ofan á án þess að það væri fest. „Ég er enginn aumingi en ég get hæglega fært lokið til. Það fellur ekki í neinar skorður heldur liggur bara ofan á þannig ég hef oft hugsað eftir þetta að að það getur einhver fært þetta til í óvitaskap og þá kemur bara næsti og hrynur þarna ofan í,“ segir Eirný. Þá bætir hún við að það þurfi meira til en að eitt verktakafyrirtæki bæti úr sínum óviðunandi frágangi. Sambærilegir brunnar og holur séu greinilega víða þar sem auðvelt er að fjarlægja af þeim lokin og detta ofan í ef maður sér þá ekki.
Sveitarfélagið Hornafjörður Slysavarnir Börn og uppeldi Byggingariðnaður Mest lesið Sagði veikri dóttur sinni að hann vonaði að hún myndi deyja Innlent „Til hamingju með afmælið... og megi allir dagar vera annað dásamlegt leyndarmál“ Erlent Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Innlent Þjónkun við Trump?: CBS leggur niður Late Show Erlent Ofurhugi lést eftir brotlendingu í svifvængjaflugi Erlent Kjósendur stjórnarflokkanna „bitrir“ og í basli með sjálfsmyndina Innlent „Það er bara ömurlegt að fá þessi tíðindi núna“ Innlent Að minnsta kosti 25 börn seld frá Indónesíu til Singapúr Erlent Séríslenskt gervi-Oxy í mikilli dreifingu Innlent Donald Trump greindur með langvinna bláæðabólgu Erlent Fleiri fréttir Það sé alltaf óheppilegt að ná ekki málum í gegn Kannast við tannstönglatrixið: „Nágrannavarsla er albesta vörnin“ Kjósendur stjórnarflokkanna „bitrir“ og í basli með sjálfsmyndina Búast við gosmóðu fyrir norðan og vestan næstu daga Sinnaskipti lögreglustjórans og Þorgerður ræðir væntanlegan varnarsamning við ESB Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Sagði veikri dóttur sinni að hann vonaði að hún myndi deyja Tíðindalítil nótt á gosstöðvunum „Það er bara ömurlegt að fá þessi tíðindi núna“ Skipulögð skref í átt að aðild án umboðs þjóðarinnar Séríslenskt gervi-Oxy í mikilli dreifingu Grindavík opin fyrir almenning á nýjan leik Ferðamenn streyma í Hrísey alla daga vikunnar Tilkynnt um þjófnað í fjórum verslunum Boða tvíhliða varnarsamning við Evrópusambandið Mótmæli, sviknir strandveiðimenn og hættulegar falsaðar töflur Von der Leyen segir aðildarumsókn Íslands enn gilda Þriggja bíla árekstur á Hringbraut Strandveiðum er lokið í sumar Í beinni: Blaðamannafundur Kristrúnar og von der Leyen Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“ Gosið lifir enn og mengun norður í landi Flugvél snúið við vegna eldgossins: Var í fjörutíu klukkustundir á leið til Íslands Grindvíkingar setja þrýsting á lögreglustjóra Háskólinn fær 200 milljónir vegna vatnslekans Telur stuðning við ESB-viðræður til staðar Telur enga leið til þess að lengja strandveiðitímabilið Flutti tæp þrjú kíló af kókaíni til landsins og fær tvö ár Ætlar ekki að þegja til að láta fordómafullu fólki líða betur Strandveiðar færast frá Viðreisn til Flokks fólksins Sjá meira
Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“