Enn eitt barnið sem dettur ofan í holu Magnús Jochum Pálsson skrifar 9. október 2024 08:03 Erney Valsdóttir er önnur amman sem kemur fram til að segja frá því hvernig hún sá barnabarn sitt hverfa ofan í jörðina þegar það datt ofan í manngerða holu. Kona var á gangi með þriggja ára barnabarn sitt á Höfn í Hornafirði í sumar þegar barnið datt ofan í holu. Atvikið var ekki ósvipað því að sem gerðist í Garðabænum á föstudag þegar tveggja ára drengur datt ofan í vatnsbrunn. Um er að ræða þriðja barnið sem hefur dottið ofan í manngerða holu eða brunn vegna loks sem er illa fest. Vísir greindi frá því að tveggja ára drengur hefði dottið ofan í tveggja metra djúpan vatnsbrunn í Garðabænum á föstudag og í fyrradag greindu mbl frá því að fjögurra ára drengur hefði fallið ofan í sambærilegan brunn í Mosfellsbæ síðasta sumar. Nú hefur Eirný Valsdóttir, amma á Höfn í Hornafirði, stigið fram og greint frá sambærilegu atviki sem átti sér stað á Höfn síðasta sumar. Grét óskaplega lengi Eirný og þriggja ára ömmustrákur hennar voru úti að ganga seinni partinn í júní á svæði sem þau eru vel kunnug og er í nágrenni við leikskóla og íbúðir aldraðra. „Svo allt í einu hverfur barnið og ég sé svona lok snúast. Ég heyri öskur og hugsa... ég held ég hafi ekki hugsað, ég var bara alveg logandi hrædd og sá fyrir mér allt,“ segir hún um fall drengsins ofan í holuna. Upp í huga hennar hafi strax komið höfuðmeiðsli, varanlegur skaði eða hyldjúpt vatn „Svo tók ég lokið af og sá barnið sitjandi á botninum. Ég lagðist á magann og sagði ,Gríptu í hendurnar á ömmu' og vippaði honum upp. Ég var svo hrædd að lokið myndi detta á hausinn á honum. Þetta var hræðilegt.“ Var hann ekkert aumur eftir fallið? „Hann grét óskaplega lengi en hann var með bleyju sem hefur líklega dempað fallið,“ segir Eirný. „Þá kemur bara næsti og hrynur þarna ofan í“ Þegar hún var búin að hugga barnið reyndi Eirný að komast til botns í lausu lokinu. „Þetta var á laugardegi þannig ég reyndi að finna út úr því hvert maður gæti hringt og náði á endanum sambandi við mann sem er með útiverkin hjá sveitarfélagi Hornafjarðar,“ segir hún. Henni hafi þá verið sagt að ofan í holunni væru tengingar fyrir fjarskiptabúnað. Holan er búin til úr plaströri sem skagaði um tíu sentímetra upp úr jarðveginum þegar drengurinn datt. Að sögn Eirnýjar hafi það gert topp rörsins að mjög spennandi stökkpalli fyrir lítil börn. Hér má sjá hvernig toppurinn á holunni skagaði upp úr jörðinni áður en hann var sagaður af. Í kjölfar þess að Eirný hafði samband var toppurinn skorinn af rörinu þannig hann næmi við jörðina og var lokið síðan sett aftur ofan á án þess að það væri fest. „Ég er enginn aumingi en ég get hæglega fært lokið til. Það fellur ekki í neinar skorður heldur liggur bara ofan á þannig ég hef oft hugsað eftir þetta að að það getur einhver fært þetta til í óvitaskap og þá kemur bara næsti og hrynur þarna ofan í,“ segir Eirný. Þá bætir hún við að það þurfi meira til en að eitt verktakafyrirtæki bæti úr sínum óviðunandi frágangi. Sambærilegir brunnar og holur séu greinilega víða þar sem auðvelt er að fjarlægja af þeim lokin og detta ofan í ef maður sér þá ekki. Sveitarfélagið Hornafjörður Slysavarnir Börn og uppeldi Byggingariðnaður Mest lesið „Snarklikkað fólk“ sem hafi fengið smá lexíu Innlent Milljónirnar fari í neyðarsjóð fjölskyldunnar Innlent „Inga gripið til orðfæris í garð blaðamanna sem engum stjórnmálamanni er sæmandi“ Innlent Freistar Bandaríkjanna með gulli og grænum skógum Erlent Valdi dauða með aftökusveit Erlent Diljá Mist boðar til fundar Innlent Ofbýður hvað Reykjavík er ljót Innlent VR greiddi Ragnari Þór rúmar tíu milljónir við starfslokin Innlent Staða Sinaloa slæm eftir blóðug átök Erlent Ríkisstarfsmenn ráðþrota gagnvart furðulegri fyrirskipun Musk Erlent Fleiri fréttir Viðkvæðið enn að kennarar yngri barna eigi minna skilið Vill að Ríkisendurskoðun rannsaki styrkjamálið Diljá Mist boðar til fundar Neyðarsjóður Ragnars Þórs og kennarar kallaðir í Karphúsið Samningur felldur: „Vissum að þetta stæði tæpt“ Sýknuð af ákæru fyrir að láta umskera son sinn Milljónirnar fari í neyðarsjóð fjölskyldunnar Hæstiréttur fellst á að taka Hvammsvirkjunarmálið fyrir Kæru Brimbrettafélagsins vegna framkvæmdaleyfis vísað frá Þingflokksformaðurinn styður Áslaugu Örnu „Inga gripið til orðfæris í garð blaðamanna sem engum stjórnmálamanni er sæmandi“ Kom ekki nálægt innanhússtillögu sáttasemjara Fundað á ný í kennaradeilu Kennarar mótmæla við bæjarráðsfund VR greiddi Ragnari Þór rúmar tíu milljónir við starfslokin „Snarklikkað fólk“ sem hafi fengið smá lexíu Frambjóðendur spurðu hvor annan: „Ég ætla að hlusta á þá“ Macron vinsamlegur en ákveðinn á fundi með Trump Drónaframleiðsla, sprengjuleit og innviðauppbygging meðal þess sem Ísland styrkir Slökkviliðsmenn felldu samninginn Kristrún í Kænugarði: „Mjög tilfinningaþrungið ástand hérna“ Ofbýður hvað Reykjavík er ljót „Ekki sitja í störukeppni á meðan molnar undan unga fólkinu“ Myndband af ránstilrauninni: Ýtti ræningja með byssu burt og ýtti á neyðarhnappinn Þriggja ára stríð, myndband af ráni og ljót borg Husky réðst á hreindýr, sem þurfti að aflífa Guðrún nýtur meiri stuðnings hjá almenningi Sjálfstæðis- og Framsóknarmenn haldi skólakerfinu í gíslingu „Stjórnmálamenn í Lazy Boy bíði þess að skattgreiðendur sendi þeim peninga“ Grasrót kennara lætur til sín taka á samfélagsmiðlum Sjá meira
Um er að ræða þriðja barnið sem hefur dottið ofan í manngerða holu eða brunn vegna loks sem er illa fest. Vísir greindi frá því að tveggja ára drengur hefði dottið ofan í tveggja metra djúpan vatnsbrunn í Garðabænum á föstudag og í fyrradag greindu mbl frá því að fjögurra ára drengur hefði fallið ofan í sambærilegan brunn í Mosfellsbæ síðasta sumar. Nú hefur Eirný Valsdóttir, amma á Höfn í Hornafirði, stigið fram og greint frá sambærilegu atviki sem átti sér stað á Höfn síðasta sumar. Grét óskaplega lengi Eirný og þriggja ára ömmustrákur hennar voru úti að ganga seinni partinn í júní á svæði sem þau eru vel kunnug og er í nágrenni við leikskóla og íbúðir aldraðra. „Svo allt í einu hverfur barnið og ég sé svona lok snúast. Ég heyri öskur og hugsa... ég held ég hafi ekki hugsað, ég var bara alveg logandi hrædd og sá fyrir mér allt,“ segir hún um fall drengsins ofan í holuna. Upp í huga hennar hafi strax komið höfuðmeiðsli, varanlegur skaði eða hyldjúpt vatn „Svo tók ég lokið af og sá barnið sitjandi á botninum. Ég lagðist á magann og sagði ,Gríptu í hendurnar á ömmu' og vippaði honum upp. Ég var svo hrædd að lokið myndi detta á hausinn á honum. Þetta var hræðilegt.“ Var hann ekkert aumur eftir fallið? „Hann grét óskaplega lengi en hann var með bleyju sem hefur líklega dempað fallið,“ segir Eirný. „Þá kemur bara næsti og hrynur þarna ofan í“ Þegar hún var búin að hugga barnið reyndi Eirný að komast til botns í lausu lokinu. „Þetta var á laugardegi þannig ég reyndi að finna út úr því hvert maður gæti hringt og náði á endanum sambandi við mann sem er með útiverkin hjá sveitarfélagi Hornafjarðar,“ segir hún. Henni hafi þá verið sagt að ofan í holunni væru tengingar fyrir fjarskiptabúnað. Holan er búin til úr plaströri sem skagaði um tíu sentímetra upp úr jarðveginum þegar drengurinn datt. Að sögn Eirnýjar hafi það gert topp rörsins að mjög spennandi stökkpalli fyrir lítil börn. Hér má sjá hvernig toppurinn á holunni skagaði upp úr jörðinni áður en hann var sagaður af. Í kjölfar þess að Eirný hafði samband var toppurinn skorinn af rörinu þannig hann næmi við jörðina og var lokið síðan sett aftur ofan á án þess að það væri fest. „Ég er enginn aumingi en ég get hæglega fært lokið til. Það fellur ekki í neinar skorður heldur liggur bara ofan á þannig ég hef oft hugsað eftir þetta að að það getur einhver fært þetta til í óvitaskap og þá kemur bara næsti og hrynur þarna ofan í,“ segir Eirný. Þá bætir hún við að það þurfi meira til en að eitt verktakafyrirtæki bæti úr sínum óviðunandi frágangi. Sambærilegir brunnar og holur séu greinilega víða þar sem auðvelt er að fjarlægja af þeim lokin og detta ofan í ef maður sér þá ekki.
Sveitarfélagið Hornafjörður Slysavarnir Börn og uppeldi Byggingariðnaður Mest lesið „Snarklikkað fólk“ sem hafi fengið smá lexíu Innlent Milljónirnar fari í neyðarsjóð fjölskyldunnar Innlent „Inga gripið til orðfæris í garð blaðamanna sem engum stjórnmálamanni er sæmandi“ Innlent Freistar Bandaríkjanna með gulli og grænum skógum Erlent Valdi dauða með aftökusveit Erlent Diljá Mist boðar til fundar Innlent Ofbýður hvað Reykjavík er ljót Innlent VR greiddi Ragnari Þór rúmar tíu milljónir við starfslokin Innlent Staða Sinaloa slæm eftir blóðug átök Erlent Ríkisstarfsmenn ráðþrota gagnvart furðulegri fyrirskipun Musk Erlent Fleiri fréttir Viðkvæðið enn að kennarar yngri barna eigi minna skilið Vill að Ríkisendurskoðun rannsaki styrkjamálið Diljá Mist boðar til fundar Neyðarsjóður Ragnars Þórs og kennarar kallaðir í Karphúsið Samningur felldur: „Vissum að þetta stæði tæpt“ Sýknuð af ákæru fyrir að láta umskera son sinn Milljónirnar fari í neyðarsjóð fjölskyldunnar Hæstiréttur fellst á að taka Hvammsvirkjunarmálið fyrir Kæru Brimbrettafélagsins vegna framkvæmdaleyfis vísað frá Þingflokksformaðurinn styður Áslaugu Örnu „Inga gripið til orðfæris í garð blaðamanna sem engum stjórnmálamanni er sæmandi“ Kom ekki nálægt innanhússtillögu sáttasemjara Fundað á ný í kennaradeilu Kennarar mótmæla við bæjarráðsfund VR greiddi Ragnari Þór rúmar tíu milljónir við starfslokin „Snarklikkað fólk“ sem hafi fengið smá lexíu Frambjóðendur spurðu hvor annan: „Ég ætla að hlusta á þá“ Macron vinsamlegur en ákveðinn á fundi með Trump Drónaframleiðsla, sprengjuleit og innviðauppbygging meðal þess sem Ísland styrkir Slökkviliðsmenn felldu samninginn Kristrún í Kænugarði: „Mjög tilfinningaþrungið ástand hérna“ Ofbýður hvað Reykjavík er ljót „Ekki sitja í störukeppni á meðan molnar undan unga fólkinu“ Myndband af ránstilrauninni: Ýtti ræningja með byssu burt og ýtti á neyðarhnappinn Þriggja ára stríð, myndband af ráni og ljót borg Husky réðst á hreindýr, sem þurfti að aflífa Guðrún nýtur meiri stuðnings hjá almenningi Sjálfstæðis- og Framsóknarmenn haldi skólakerfinu í gíslingu „Stjórnmálamenn í Lazy Boy bíði þess að skattgreiðendur sendi þeim peninga“ Grasrót kennara lætur til sín taka á samfélagsmiðlum Sjá meira