„Sölumaður dauðans“ aftur í vopnasölu Samúel Karl Ólason skrifar 7. október 2024 20:03 Viktor Bout, situr á þingi í Rússlandi en hann stundaði á árum áður umfangsmikla vopnasölu um heiminn allan. Getty/Boris Alekseev Viktor Bout, alræmdur vopnasali sem gekk lengi undir nafninu „Sölumaður dauðans“ er aftur farinn að selja vopn, tæpum tveimur árum eftir að honum var sleppt úr fangelsi í Bandaríkjunum. Honum var sleppt í fangaskiptum en Rússar slepptu þá körfuboltakonunni Brittney Griner, sem hafði verið dæmd í níu ára fangelsi fyrir að vera með smávægilegt magn af hassolíu í farangri sínum. Samkvæmt heimildum Wall Street Journal hefur Bout átt í viðræðum við erindreka frá Hútum um kaup á vopnum frá Rússlandi. Bout, sem er 57 ára gamall, seldi í áratugi vopn frá árum Sovétríkjanna til ríkisstjórna og einræðisherra í Afríku, Suður-Ameríku og Mið-Austurlöndum. Ferill hans er sagður hafa verið kveikjan að handriti myndarinnar Lord of War, með Nicolas Cage í aðalhlutverki. Hann var handtekinn í Taílandi árið 2008 og dæmdur í fangelsi í Bandaríkjunum árið 2012, meðal annars fyrir umfangsmikla vopnasölu og brot gegn refsiaðgerðum og viðskiptaþvingunum. Eins og áður segir var honum svo sleppt úr fangelsi í fangaskiptum árið 2022. Sjá einnig: Griner sleppt úr fangelsi í skiptum fyrir alræmdan vopnasala Síðan honum var sleppt úr fangelsi hefur Bout gengið til liðs við hægri stjórnmálaflokk í Rússlandi og vann hann þingsæti árið 2023. Þegar erindrekar frá Hútum ferðuðust til Moskvu í ágúst, til að ræða kaup á vopnum fyrir um tíu milljónir dala hittu þeir Bout, samkvæmt WSJ, og hefur hann komið að viðræðunum en ekki liggur fyrir hvort það sé fyrir hönd yfirvalda í Rússlandi eða eingöngu með samþykki þeirra. Í frétt WSJ segir óljóst hvort viðræður Bout við Húta tengist viðleitni hópsins til að fá háþróaðar stýriflaugar frá Rússum. Ekkert bendi til þess að slíkar flaugar hafi verið sendar til Jemen. Þess í stað eru Hútar sagðir vilja kaupa AK-74 riffla og skotfæri, auk eldflauga sem hannaðar eru til að granda skriðdrekum og flugvélum. Sjá einnig: Hútar vilja háþróaðar stýriflaugar frá Rússum Í viðtali við TASS, rússneska fréttaveitu í eigu ríkisins, segir Bout vera WSJ vera „smellubeitu“. Dmitrí Peskóv, talsmaður Vladimírs Pútin, forseta Rússlands, slær á svipaða strengi. Eins og bent er á í grein WSJ segir Bout ekkert um það hvort hann sé aftur farinn að starfa við vopnasölu. Steve Zissou, lögmaður Bout í Bandaríkjunum, neitaði að segja hvort skjólstæðingur sinn hefði hitt Húta. „Viktor Bout hefur ekki komið að flutningaiðnaðinum í rúm tuttugu ár. En ef ríkisstjórn Rússlands hefur heimilað honum að koma að vopnasendingum til andstæðinga Bandaríkjanna, væri það ekkert öðruvísi en það að yfirvöld Bandaríkjanna sendi vopn og gereyðingarvopn til andstæðinga Rússlands eins og þeir hafa gert í Úkraínu.“ Rússland Jemen Mest lesið Grunaður um að hafa brotið á fleiri en tíu börnum Innlent Sagt að njóta ótruflaðrar ástar í Venesúela Innlent Látinn fara eftir að hafa neitað Trump um sverð í eigu Eisenhower Erlent Vaktin: Dómari kveður upp um refsingu Diddy Erlent Fólk að bugast þar til hætt var að manna vaktir á föstudögum Innlent „Mér finnst þeir vera að taka frá mér lífið“ Innlent Óljóst hvort Kínverjarnir geti sótt vélina sína Innlent Bein útsending: Siglt áleiðis til Gasa Erlent Segist breyttur maður og biðlar til dómarans Erlent Hamas liðar vilja ekki afvopnast Erlent Fleiri fréttir Fyrsta konan sem verður erkibiskupinn af Kantaraborg Vaktin: Dómari kveður upp um refsingu Diddy Einn hinna látnu skotinn af lögreglu og annar særður Finna mikla nálykt frá rústunum Bein útsending: Siglt áleiðis til Gasa Látinn fara eftir að hafa neitað Trump um sverð í eigu Eisenhower Segist breyttur maður og biðlar til dómarans Hamas liðar vilja ekki afvopnast Flugvellinum í München lokað vegna drónaumferðar Nafngreina árásarmanninn í Manchester Segist eiga í vopnuðum átökum við eiturlyfjasmyglara Árásin í Manchester skilgreind sem hryðjuverk Leiðtogafundur í Danmörku: „Rússar munu ekki stoppa fyrr en tilneyddir“ Tveir látnir og þrír alvarlega særðir eftir árás í Manchester Afganir fagna því að vera aftur komnir í samband við umheiminn Thunberg meðal 500 handtekinna aðgerðasinna Demókrötum kennt um og uppsögnum hótað Frelsisflotinn umkringdur og farþegar fluttir til Ísraels Jane Goodall látin Telja sig hafa fundið skipið sem skaut drónunum Brýnt að koma rafmagni aftur á kjarnorkuverið „Dimmur dagur“ í sögu Slóvakíu Völdu tveggja ára stúlku sem nýja jómfrúargyðju Höfuðpaur tælingarhóps dæmdur í þrjátíu og fimm ára fangelsi Chunk er loksins „feitasti“ björninn Átján tegundir af sólarvörn teknar úr sölu í Ástralíu Dómari skikkar lækna til að vanda skriftina Tæplega hundrað nemenda saknað Gríðarleg öryggisgæsla í Kaupmannahöfn í aðdraganda leiðtogafundar Ríkisreksturinn í Bandaríkjunum í limbó Sjá meira
Samkvæmt heimildum Wall Street Journal hefur Bout átt í viðræðum við erindreka frá Hútum um kaup á vopnum frá Rússlandi. Bout, sem er 57 ára gamall, seldi í áratugi vopn frá árum Sovétríkjanna til ríkisstjórna og einræðisherra í Afríku, Suður-Ameríku og Mið-Austurlöndum. Ferill hans er sagður hafa verið kveikjan að handriti myndarinnar Lord of War, með Nicolas Cage í aðalhlutverki. Hann var handtekinn í Taílandi árið 2008 og dæmdur í fangelsi í Bandaríkjunum árið 2012, meðal annars fyrir umfangsmikla vopnasölu og brot gegn refsiaðgerðum og viðskiptaþvingunum. Eins og áður segir var honum svo sleppt úr fangelsi í fangaskiptum árið 2022. Sjá einnig: Griner sleppt úr fangelsi í skiptum fyrir alræmdan vopnasala Síðan honum var sleppt úr fangelsi hefur Bout gengið til liðs við hægri stjórnmálaflokk í Rússlandi og vann hann þingsæti árið 2023. Þegar erindrekar frá Hútum ferðuðust til Moskvu í ágúst, til að ræða kaup á vopnum fyrir um tíu milljónir dala hittu þeir Bout, samkvæmt WSJ, og hefur hann komið að viðræðunum en ekki liggur fyrir hvort það sé fyrir hönd yfirvalda í Rússlandi eða eingöngu með samþykki þeirra. Í frétt WSJ segir óljóst hvort viðræður Bout við Húta tengist viðleitni hópsins til að fá háþróaðar stýriflaugar frá Rússum. Ekkert bendi til þess að slíkar flaugar hafi verið sendar til Jemen. Þess í stað eru Hútar sagðir vilja kaupa AK-74 riffla og skotfæri, auk eldflauga sem hannaðar eru til að granda skriðdrekum og flugvélum. Sjá einnig: Hútar vilja háþróaðar stýriflaugar frá Rússum Í viðtali við TASS, rússneska fréttaveitu í eigu ríkisins, segir Bout vera WSJ vera „smellubeitu“. Dmitrí Peskóv, talsmaður Vladimírs Pútin, forseta Rússlands, slær á svipaða strengi. Eins og bent er á í grein WSJ segir Bout ekkert um það hvort hann sé aftur farinn að starfa við vopnasölu. Steve Zissou, lögmaður Bout í Bandaríkjunum, neitaði að segja hvort skjólstæðingur sinn hefði hitt Húta. „Viktor Bout hefur ekki komið að flutningaiðnaðinum í rúm tuttugu ár. En ef ríkisstjórn Rússlands hefur heimilað honum að koma að vopnasendingum til andstæðinga Bandaríkjanna, væri það ekkert öðruvísi en það að yfirvöld Bandaríkjanna sendi vopn og gereyðingarvopn til andstæðinga Rússlands eins og þeir hafa gert í Úkraínu.“
Rússland Jemen Mest lesið Grunaður um að hafa brotið á fleiri en tíu börnum Innlent Sagt að njóta ótruflaðrar ástar í Venesúela Innlent Látinn fara eftir að hafa neitað Trump um sverð í eigu Eisenhower Erlent Vaktin: Dómari kveður upp um refsingu Diddy Erlent Fólk að bugast þar til hætt var að manna vaktir á föstudögum Innlent „Mér finnst þeir vera að taka frá mér lífið“ Innlent Óljóst hvort Kínverjarnir geti sótt vélina sína Innlent Bein útsending: Siglt áleiðis til Gasa Erlent Segist breyttur maður og biðlar til dómarans Erlent Hamas liðar vilja ekki afvopnast Erlent Fleiri fréttir Fyrsta konan sem verður erkibiskupinn af Kantaraborg Vaktin: Dómari kveður upp um refsingu Diddy Einn hinna látnu skotinn af lögreglu og annar særður Finna mikla nálykt frá rústunum Bein útsending: Siglt áleiðis til Gasa Látinn fara eftir að hafa neitað Trump um sverð í eigu Eisenhower Segist breyttur maður og biðlar til dómarans Hamas liðar vilja ekki afvopnast Flugvellinum í München lokað vegna drónaumferðar Nafngreina árásarmanninn í Manchester Segist eiga í vopnuðum átökum við eiturlyfjasmyglara Árásin í Manchester skilgreind sem hryðjuverk Leiðtogafundur í Danmörku: „Rússar munu ekki stoppa fyrr en tilneyddir“ Tveir látnir og þrír alvarlega særðir eftir árás í Manchester Afganir fagna því að vera aftur komnir í samband við umheiminn Thunberg meðal 500 handtekinna aðgerðasinna Demókrötum kennt um og uppsögnum hótað Frelsisflotinn umkringdur og farþegar fluttir til Ísraels Jane Goodall látin Telja sig hafa fundið skipið sem skaut drónunum Brýnt að koma rafmagni aftur á kjarnorkuverið „Dimmur dagur“ í sögu Slóvakíu Völdu tveggja ára stúlku sem nýja jómfrúargyðju Höfuðpaur tælingarhóps dæmdur í þrjátíu og fimm ára fangelsi Chunk er loksins „feitasti“ björninn Átján tegundir af sólarvörn teknar úr sölu í Ástralíu Dómari skikkar lækna til að vanda skriftina Tæplega hundrað nemenda saknað Gríðarleg öryggisgæsla í Kaupmannahöfn í aðdraganda leiðtogafundar Ríkisreksturinn í Bandaríkjunum í limbó Sjá meira