Tárvot Ásta sátt í hjarta sínu með ákvörðunina Aron Guðmundsson skrifar 7. október 2024 19:49 Ásta Eir lokaði knattspyrnuferlinum með því að fara fyrir liði Breiðabliks sem um nýliðna helgi tryggði sér Íslandsmeistaratitilinn í hreinum úrslitaleik gegn Val á Hlíðarenda. Leik sem sló aðsóknarmet í efstu deild kvenna. Vísir/Einar Ásta Eir Árnadóttir, fyrirliði nýkrýndra Íslandsmeistara Breiðabliks í fótbolta, hefur ákveðið að leggja knattspyrnuskóna á hilluna eftir frábæran feril og aðeins 31 árs að aldri. Hún er sátt í hjarta sínu með ákvörðunina og er þakklát fyrir tímana hjá uppeldisfélaginu. Bæði þá góðu, en einnig þá erfiðu og krefjandi. Eftir að hafa landað sjálfum Íslandsmeistaratitlinum með Breiðabliki um nýliðna helgi, þeim þriðja á ferlinum, greindi Ásta Eir frá því í gær að skórnir væru komnir á hilluna. Ákvörðun sem á sér sinn aðdraganda en Ásta fór fyrst að íhuga möguleg endalok á ferlinum fyrir tímabilið. „Ég er mjög sátt með þessa ákvörðun,“ segir Ásta Eir í viðtali við íþróttadeild Stöðvar 2. „Auðvitað fékk þetta handrit fullkomin endalok eins og ég hafði séð fyrir mér. Sem gerir þetta enn betra. Ég er mjög sátt í hjartanu eftir þetta allt saman.“ Klippa: Tilfinningarík kveðjustund fyrir Ástu: „Sátt í hjarta mínu“ Ásta Eir hefur allan sinn feril á Íslandi spilað með uppeldisfélaginu og gengið í gegnum góða tíma en einnig krefjandi tíma þjakaða af erfiðum meiðslum. Leikirnir í efstu deild urðu alls 176 talsins og þá á Ásta 278 mótsleiki skráða fyrir Breiðablik. Hún er aðeins 31 árs sem telst ekki hár aldur fyrir knattspyrnukonu og frá fyrsta leiknum í efstu deild árið 2009 hefur mikið vatn runnið til sjávar. Þrefaldur Íslandsmeistari. Þrefaldur bikarmeistari. Hluti af fyrsta íslenska liðinu sem fer í riðlakeppni í Evrópu. Þetta afrekarðu allt með uppeldisfélagi þínu. Þú hlýtur að líta stolt yfir farinn veg? „Já. Vá þegar að þú segir þetta svona,“ svarar tárvot Ásta Eir er hún hugsar til tímans sem hún hefur varið sem leikmaður Breiðabliks. „Ótrúlega stolt. Stolt að hafa klárað þetta á yfirstandandi tímabili sem og að hafa upplifað þetta allt með Breiðabliki. Breiðablik er mitt lið. Það hefur aldrei hvarflað að mér að spila fyrir annað lið á Íslandi. Ég er uppalin hér og hefur alltaf liðið vel hérna. Ég er ánægð og stolt af sjálfri mér fyrir að hafa alltaf haldið áfram.“ Ásta Eir lyfti skildinum fræga á loft eftir að Breiðablik hafði tryggt sér Íslandsmeistaratitilinn. Blikakonur höfðu betur eftir spennuþrungna titilbaráttu við Val. Þriðji Íslandsmeistaratitill Ástu á ferlinum.Vísir/Diego „Þegar að ég var yngri. Á þeim tíma sem ég var að hefja meistaraflokksferilinn. Þá var markmiðið aldrei að fara út í einhverja atvinnumennsku. Mér fannst bara fyrst og fremst ótrúlega gaman í fótbolta. Ég vildi bara vera í liði. Hafa gaman og berjast á æfingum. Auðvitað vil ég alltaf vinna en svo er bara einhver ákveðin seigla sem fer af stað. Ég er líka þakklát fyrir alla þessa erfiðu tíma. Þeir móta mann þvílíkt mikið. Ég gæti ekki verið ánægðari og er mjög stolt af félaginu sem og sjálfri mér. Þakklát fyrir félagið og allt fólkið sem kemur að því. Mjög sátt.“ Viðtalið við Ástu Eir í heild sinni verður hægt að sjá hér á Vísi í fyrramálið. Besta deild kvenna Breiðablik Íslenski boltinn Fótbolti Kópavogur Tengdar fréttir Fyrirliði Íslandsmeistaranna hætt Ásta Eir Árnadóttir, fyrirliði nýkrýndra Íslandsmeistara Breiðabliks, hefur ákveðið að leggja skóna á hilluna. 6. október 2024 15:53 „Áfram Breiðablik, það er það eina sem ég veit núna“ „Guð minn góður, þetta var mjög stressandi. Við héldum áhorfendum á tánum, þetta var tæpur leikur en ég er svo ánægð með að hafa haldið út“ sagði Íslands- og Lengjudeildarmeistarinn Samantha Smith, leikmaður Breiðabliks á láni frá FHL. 5. október 2024 20:31 „Agla María hélt liðsfund eftir þann leik og hvatti liðið áfram“ Nik Chamberlain, þjálfari Breiðabliks og Íslandsmeistari, var að vonum kampakátur eftir leik á Hlíðarenda og þakkaði Öglu Maríu Albertsdóttur kærlega fyrir að peppa liðið aftur í gang eftir tap í bikarúrslitaleiknum fyrr á tímabilinu. 5. október 2024 18:43 Uppgjörið: Valur - Breiðablik 0-0 | Breiðablik Íslandsmeistari eftir spennutrylli Breiðablik er Íslandsmeistari kvenna í knattspyrnu eftir 0-0 jafntefli gegn Val í hreinum úrslitaleik á N1-vellinum að Hlíðarenda. Þrátt fyrir þunga sókn Valskvenna undir lok leiksins náðu þær ekki inn markinu sem þær þurftu og Blikar því Íslandsmeistarar í nítjánda sinn. 5. október 2024 18:16 Mest lesið „Endanlegt ippon fyrir Slot“ Enski boltinn Komst ekki í landsleik af því að konan treysti sér ekki til að halda afmæli ein Fótbolti Slot hugsi: Spyr hvort Salah telji sig hafa gert mistök Enski boltinn Ráðleggur leikmanni United að hætta sóa tíma sínum þar Enski boltinn Sjáðu vítadóminn sem bjargaði Liverpool og mörk úr Meistaradeildinni Fótbolti Ofsótt af milljarðamæringi Enski boltinn „Ég var orðinn algjörlega bugaður“ Íslenski boltinn Stórar breytingar og tímamót hjá Red Bull Formúla 1 Hóta því að skrópa á Ólympíuleikana Sport „Hvað getur Slot gert?“ Enski boltinn Fleiri fréttir „Ég var orðinn algjörlega bugaður“ Jónatan áfram á Hlíðarenda: „Var alltaf jákvæður fyrir því að framlengja“ Óli Jó kallar ráðninguna á Jóa Kalla algjört bull „Ég elska þig Ísland, takk fyrir allt!“ Sextán ára með fernu fyrir meistara Víkings Valur dregur sig úr Bose-bikarnum „Sagði bara við hann: Djöfulsins fíflið þitt“ Yngir upp í allt of gamalli deild Þróttur keypti Adam Árna frá Grindavík Ástæðan fyrir því að Þorlákur hætti: „Ég var ekki hrifinn af þessu“ Þorlákur sagði upp störfum hjá ÍBV Þrjár ungar KR-konur leggja skóna á hilluna Murielle elti Óskar í Garðabæinn Segir dökk ský yfir íslensku knattspyrnuhreyfingunni Rúnar sækir gamlan félaga sinn inn í þjálfarateymið Fór frá því að mæta á landsliðsæfingu í það að vera fárveikur í öndunarvél Jasmín kom til að vinna titla og er farin frá Val Framlengir við Breiðablik og nálgast fimm hundruð leikina KSÍ skiptir um mótakerfi og smíðar nýjan vef Damir Muminovic til Grindavíkur Vestramenn sækja son sinn suður Einn fljótasti leikmaður Bestu deildarinnar orðinn Þróttari Aron Jó leystur undan samningi hjá Val Kynntu fyrst Loga Ólafs en svo Jóa Kalla sem á að koma FH á toppinn Atli kveður KR og flytur norður Theodór Elmar hættur hjá KR Hrannar Bogi inn eftir brotthvarf Caulkers Segir ónefndan aðila hafa unnið gegn sér hjá Breiðabliki Alex Freyr frá Fram í Njarðvík Víkingar fá ungan og spennandi kantmann Sjá meira
Eftir að hafa landað sjálfum Íslandsmeistaratitlinum með Breiðabliki um nýliðna helgi, þeim þriðja á ferlinum, greindi Ásta Eir frá því í gær að skórnir væru komnir á hilluna. Ákvörðun sem á sér sinn aðdraganda en Ásta fór fyrst að íhuga möguleg endalok á ferlinum fyrir tímabilið. „Ég er mjög sátt með þessa ákvörðun,“ segir Ásta Eir í viðtali við íþróttadeild Stöðvar 2. „Auðvitað fékk þetta handrit fullkomin endalok eins og ég hafði séð fyrir mér. Sem gerir þetta enn betra. Ég er mjög sátt í hjartanu eftir þetta allt saman.“ Klippa: Tilfinningarík kveðjustund fyrir Ástu: „Sátt í hjarta mínu“ Ásta Eir hefur allan sinn feril á Íslandi spilað með uppeldisfélaginu og gengið í gegnum góða tíma en einnig krefjandi tíma þjakaða af erfiðum meiðslum. Leikirnir í efstu deild urðu alls 176 talsins og þá á Ásta 278 mótsleiki skráða fyrir Breiðablik. Hún er aðeins 31 árs sem telst ekki hár aldur fyrir knattspyrnukonu og frá fyrsta leiknum í efstu deild árið 2009 hefur mikið vatn runnið til sjávar. Þrefaldur Íslandsmeistari. Þrefaldur bikarmeistari. Hluti af fyrsta íslenska liðinu sem fer í riðlakeppni í Evrópu. Þetta afrekarðu allt með uppeldisfélagi þínu. Þú hlýtur að líta stolt yfir farinn veg? „Já. Vá þegar að þú segir þetta svona,“ svarar tárvot Ásta Eir er hún hugsar til tímans sem hún hefur varið sem leikmaður Breiðabliks. „Ótrúlega stolt. Stolt að hafa klárað þetta á yfirstandandi tímabili sem og að hafa upplifað þetta allt með Breiðabliki. Breiðablik er mitt lið. Það hefur aldrei hvarflað að mér að spila fyrir annað lið á Íslandi. Ég er uppalin hér og hefur alltaf liðið vel hérna. Ég er ánægð og stolt af sjálfri mér fyrir að hafa alltaf haldið áfram.“ Ásta Eir lyfti skildinum fræga á loft eftir að Breiðablik hafði tryggt sér Íslandsmeistaratitilinn. Blikakonur höfðu betur eftir spennuþrungna titilbaráttu við Val. Þriðji Íslandsmeistaratitill Ástu á ferlinum.Vísir/Diego „Þegar að ég var yngri. Á þeim tíma sem ég var að hefja meistaraflokksferilinn. Þá var markmiðið aldrei að fara út í einhverja atvinnumennsku. Mér fannst bara fyrst og fremst ótrúlega gaman í fótbolta. Ég vildi bara vera í liði. Hafa gaman og berjast á æfingum. Auðvitað vil ég alltaf vinna en svo er bara einhver ákveðin seigla sem fer af stað. Ég er líka þakklát fyrir alla þessa erfiðu tíma. Þeir móta mann þvílíkt mikið. Ég gæti ekki verið ánægðari og er mjög stolt af félaginu sem og sjálfri mér. Þakklát fyrir félagið og allt fólkið sem kemur að því. Mjög sátt.“ Viðtalið við Ástu Eir í heild sinni verður hægt að sjá hér á Vísi í fyrramálið.
Besta deild kvenna Breiðablik Íslenski boltinn Fótbolti Kópavogur Tengdar fréttir Fyrirliði Íslandsmeistaranna hætt Ásta Eir Árnadóttir, fyrirliði nýkrýndra Íslandsmeistara Breiðabliks, hefur ákveðið að leggja skóna á hilluna. 6. október 2024 15:53 „Áfram Breiðablik, það er það eina sem ég veit núna“ „Guð minn góður, þetta var mjög stressandi. Við héldum áhorfendum á tánum, þetta var tæpur leikur en ég er svo ánægð með að hafa haldið út“ sagði Íslands- og Lengjudeildarmeistarinn Samantha Smith, leikmaður Breiðabliks á láni frá FHL. 5. október 2024 20:31 „Agla María hélt liðsfund eftir þann leik og hvatti liðið áfram“ Nik Chamberlain, þjálfari Breiðabliks og Íslandsmeistari, var að vonum kampakátur eftir leik á Hlíðarenda og þakkaði Öglu Maríu Albertsdóttur kærlega fyrir að peppa liðið aftur í gang eftir tap í bikarúrslitaleiknum fyrr á tímabilinu. 5. október 2024 18:43 Uppgjörið: Valur - Breiðablik 0-0 | Breiðablik Íslandsmeistari eftir spennutrylli Breiðablik er Íslandsmeistari kvenna í knattspyrnu eftir 0-0 jafntefli gegn Val í hreinum úrslitaleik á N1-vellinum að Hlíðarenda. Þrátt fyrir þunga sókn Valskvenna undir lok leiksins náðu þær ekki inn markinu sem þær þurftu og Blikar því Íslandsmeistarar í nítjánda sinn. 5. október 2024 18:16 Mest lesið „Endanlegt ippon fyrir Slot“ Enski boltinn Komst ekki í landsleik af því að konan treysti sér ekki til að halda afmæli ein Fótbolti Slot hugsi: Spyr hvort Salah telji sig hafa gert mistök Enski boltinn Ráðleggur leikmanni United að hætta sóa tíma sínum þar Enski boltinn Sjáðu vítadóminn sem bjargaði Liverpool og mörk úr Meistaradeildinni Fótbolti Ofsótt af milljarðamæringi Enski boltinn „Ég var orðinn algjörlega bugaður“ Íslenski boltinn Stórar breytingar og tímamót hjá Red Bull Formúla 1 Hóta því að skrópa á Ólympíuleikana Sport „Hvað getur Slot gert?“ Enski boltinn Fleiri fréttir „Ég var orðinn algjörlega bugaður“ Jónatan áfram á Hlíðarenda: „Var alltaf jákvæður fyrir því að framlengja“ Óli Jó kallar ráðninguna á Jóa Kalla algjört bull „Ég elska þig Ísland, takk fyrir allt!“ Sextán ára með fernu fyrir meistara Víkings Valur dregur sig úr Bose-bikarnum „Sagði bara við hann: Djöfulsins fíflið þitt“ Yngir upp í allt of gamalli deild Þróttur keypti Adam Árna frá Grindavík Ástæðan fyrir því að Þorlákur hætti: „Ég var ekki hrifinn af þessu“ Þorlákur sagði upp störfum hjá ÍBV Þrjár ungar KR-konur leggja skóna á hilluna Murielle elti Óskar í Garðabæinn Segir dökk ský yfir íslensku knattspyrnuhreyfingunni Rúnar sækir gamlan félaga sinn inn í þjálfarateymið Fór frá því að mæta á landsliðsæfingu í það að vera fárveikur í öndunarvél Jasmín kom til að vinna titla og er farin frá Val Framlengir við Breiðablik og nálgast fimm hundruð leikina KSÍ skiptir um mótakerfi og smíðar nýjan vef Damir Muminovic til Grindavíkur Vestramenn sækja son sinn suður Einn fljótasti leikmaður Bestu deildarinnar orðinn Þróttari Aron Jó leystur undan samningi hjá Val Kynntu fyrst Loga Ólafs en svo Jóa Kalla sem á að koma FH á toppinn Atli kveður KR og flytur norður Theodór Elmar hættur hjá KR Hrannar Bogi inn eftir brotthvarf Caulkers Segir ónefndan aðila hafa unnið gegn sér hjá Breiðabliki Alex Freyr frá Fram í Njarðvík Víkingar fá ungan og spennandi kantmann Sjá meira
Fyrirliði Íslandsmeistaranna hætt Ásta Eir Árnadóttir, fyrirliði nýkrýndra Íslandsmeistara Breiðabliks, hefur ákveðið að leggja skóna á hilluna. 6. október 2024 15:53
„Áfram Breiðablik, það er það eina sem ég veit núna“ „Guð minn góður, þetta var mjög stressandi. Við héldum áhorfendum á tánum, þetta var tæpur leikur en ég er svo ánægð með að hafa haldið út“ sagði Íslands- og Lengjudeildarmeistarinn Samantha Smith, leikmaður Breiðabliks á láni frá FHL. 5. október 2024 20:31
„Agla María hélt liðsfund eftir þann leik og hvatti liðið áfram“ Nik Chamberlain, þjálfari Breiðabliks og Íslandsmeistari, var að vonum kampakátur eftir leik á Hlíðarenda og þakkaði Öglu Maríu Albertsdóttur kærlega fyrir að peppa liðið aftur í gang eftir tap í bikarúrslitaleiknum fyrr á tímabilinu. 5. október 2024 18:43
Uppgjörið: Valur - Breiðablik 0-0 | Breiðablik Íslandsmeistari eftir spennutrylli Breiðablik er Íslandsmeistari kvenna í knattspyrnu eftir 0-0 jafntefli gegn Val í hreinum úrslitaleik á N1-vellinum að Hlíðarenda. Þrátt fyrir þunga sókn Valskvenna undir lok leiksins náðu þær ekki inn markinu sem þær þurftu og Blikar því Íslandsmeistarar í nítjánda sinn. 5. október 2024 18:16