Tárvot Ásta sátt í hjarta sínu með ákvörðunina Aron Guðmundsson skrifar 7. október 2024 19:49 Ásta Eir lokaði knattspyrnuferlinum með því að fara fyrir liði Breiðabliks sem um nýliðna helgi tryggði sér Íslandsmeistaratitilinn í hreinum úrslitaleik gegn Val á Hlíðarenda. Leik sem sló aðsóknarmet í efstu deild kvenna. Vísir/Einar Ásta Eir Árnadóttir, fyrirliði nýkrýndra Íslandsmeistara Breiðabliks í fótbolta, hefur ákveðið að leggja knattspyrnuskóna á hilluna eftir frábæran feril og aðeins 31 árs að aldri. Hún er sátt í hjarta sínu með ákvörðunina og er þakklát fyrir tímana hjá uppeldisfélaginu. Bæði þá góðu, en einnig þá erfiðu og krefjandi. Eftir að hafa landað sjálfum Íslandsmeistaratitlinum með Breiðabliki um nýliðna helgi, þeim þriðja á ferlinum, greindi Ásta Eir frá því í gær að skórnir væru komnir á hilluna. Ákvörðun sem á sér sinn aðdraganda en Ásta fór fyrst að íhuga möguleg endalok á ferlinum fyrir tímabilið. „Ég er mjög sátt með þessa ákvörðun,“ segir Ásta Eir í viðtali við íþróttadeild Stöðvar 2. „Auðvitað fékk þetta handrit fullkomin endalok eins og ég hafði séð fyrir mér. Sem gerir þetta enn betra. Ég er mjög sátt í hjartanu eftir þetta allt saman.“ Klippa: Tilfinningarík kveðjustund fyrir Ástu: „Sátt í hjarta mínu“ Ásta Eir hefur allan sinn feril á Íslandi spilað með uppeldisfélaginu og gengið í gegnum góða tíma en einnig krefjandi tíma þjakaða af erfiðum meiðslum. Leikirnir í efstu deild urðu alls 176 talsins og þá á Ásta 278 mótsleiki skráða fyrir Breiðablik. Hún er aðeins 31 árs sem telst ekki hár aldur fyrir knattspyrnukonu og frá fyrsta leiknum í efstu deild árið 2009 hefur mikið vatn runnið til sjávar. Þrefaldur Íslandsmeistari. Þrefaldur bikarmeistari. Hluti af fyrsta íslenska liðinu sem fer í riðlakeppni í Evrópu. Þetta afrekarðu allt með uppeldisfélagi þínu. Þú hlýtur að líta stolt yfir farinn veg? „Já. Vá þegar að þú segir þetta svona,“ svarar tárvot Ásta Eir er hún hugsar til tímans sem hún hefur varið sem leikmaður Breiðabliks. „Ótrúlega stolt. Stolt að hafa klárað þetta á yfirstandandi tímabili sem og að hafa upplifað þetta allt með Breiðabliki. Breiðablik er mitt lið. Það hefur aldrei hvarflað að mér að spila fyrir annað lið á Íslandi. Ég er uppalin hér og hefur alltaf liðið vel hérna. Ég er ánægð og stolt af sjálfri mér fyrir að hafa alltaf haldið áfram.“ Ásta Eir lyfti skildinum fræga á loft eftir að Breiðablik hafði tryggt sér Íslandsmeistaratitilinn. Blikakonur höfðu betur eftir spennuþrungna titilbaráttu við Val. Þriðji Íslandsmeistaratitill Ástu á ferlinum.Vísir/Diego „Þegar að ég var yngri. Á þeim tíma sem ég var að hefja meistaraflokksferilinn. Þá var markmiðið aldrei að fara út í einhverja atvinnumennsku. Mér fannst bara fyrst og fremst ótrúlega gaman í fótbolta. Ég vildi bara vera í liði. Hafa gaman og berjast á æfingum. Auðvitað vil ég alltaf vinna en svo er bara einhver ákveðin seigla sem fer af stað. Ég er líka þakklát fyrir alla þessa erfiðu tíma. Þeir móta mann þvílíkt mikið. Ég gæti ekki verið ánægðari og er mjög stolt af félaginu sem og sjálfri mér. Þakklát fyrir félagið og allt fólkið sem kemur að því. Mjög sátt.“ Viðtalið við Ástu Eir í heild sinni verður hægt að sjá hér á Vísi í fyrramálið. Besta deild kvenna Breiðablik Íslenski boltinn Fótbolti Kópavogur Tengdar fréttir Fyrirliði Íslandsmeistaranna hætt Ásta Eir Árnadóttir, fyrirliði nýkrýndra Íslandsmeistara Breiðabliks, hefur ákveðið að leggja skóna á hilluna. 6. október 2024 15:53 „Áfram Breiðablik, það er það eina sem ég veit núna“ „Guð minn góður, þetta var mjög stressandi. Við héldum áhorfendum á tánum, þetta var tæpur leikur en ég er svo ánægð með að hafa haldið út“ sagði Íslands- og Lengjudeildarmeistarinn Samantha Smith, leikmaður Breiðabliks á láni frá FHL. 5. október 2024 20:31 „Agla María hélt liðsfund eftir þann leik og hvatti liðið áfram“ Nik Chamberlain, þjálfari Breiðabliks og Íslandsmeistari, var að vonum kampakátur eftir leik á Hlíðarenda og þakkaði Öglu Maríu Albertsdóttur kærlega fyrir að peppa liðið aftur í gang eftir tap í bikarúrslitaleiknum fyrr á tímabilinu. 5. október 2024 18:43 Uppgjörið: Valur - Breiðablik 0-0 | Breiðablik Íslandsmeistari eftir spennutrylli Breiðablik er Íslandsmeistari kvenna í knattspyrnu eftir 0-0 jafntefli gegn Val í hreinum úrslitaleik á N1-vellinum að Hlíðarenda. Þrátt fyrir þunga sókn Valskvenna undir lok leiksins náðu þær ekki inn markinu sem þær þurftu og Blikar því Íslandsmeistarar í nítjánda sinn. 5. október 2024 18:16 Mest lesið Lögreglan bannar áhorfendur á leikjum Íslands gegn Ísrael Handbolti Fyrsta deildartap Liverpool síðan í september Enski boltinn Eitthvað sem læknar segja ekki við þig að ástæðulausu Fótbolti Ekkert mark í grannaslagnum Enski boltinn Leik lokið: KA - KR 2-2 | Tvö rauð á KR í markaleik á Akureyri Íslenski boltinn Uppgjörið: Valur - Vestri 1-1 | Óvænt stig Djúpmanna á Hlíðarenda Íslenski boltinn „Hugsaði að þetta myndi fá mig til að halda kjafti“ Golf Jón Halldórsson kjörinn formaður HSÍ Handbolti Tveir létust í hjólreiðakeppni Sport „Ég er 100% pirraður“ Enski boltinn Fleiri fréttir Í beinni: Fram - ÍA | Tvö lið sem lofa góðu mætast Leik lokið: KA - KR 2-2 | Tvö rauð á KR í markaleik á Akureyri Uppgjörið: Valur - Vestri 1-1 | Óvænt stig Djúpmanna á Hlíðarenda Blikar byrjuðu vel með græna nögl á litla fingri Sjáðu fyrstu mörk Íslandsmótsins í ár: Var þetta víti? „Viðeigandi að fagna komu hennar með marki“ „Skrifast á ákveðinn sviðsskrekk“ Uppgjörið: Breiðablik - Afturelding 2-0 | Meistararnir með öruggan sigur í opnunarleiknum Erfiðasta frumraun félags í efstu deild í 36 ár Blikar hafa byrjað báðar titilvarnir sínar illa Íslenskir dómarar verða á samfélagsmiðlum í sumar „Sé þá ekki vinna í ár“ Besta-spáin 2025: Hamra járnið meðan það er heitt Segja að Valur hafi boðið meira en tvær milljónir í Úlfu Dís „Hef ekkert það miklar áhyggjur af þessum breytingum“ Besta-spáin 2025: Lífið eftir Arnar Bræður berjast og fjölskyldumeðlimir velja á milli Fantasy leikur Bestu deildarinnar kominn í loftið Grindvíkingar ætla að spila í Grindavík í sumar Þrjár kempur spila með KV í sumar Blikar mættu með málningarpenslana í garðinn hjá Gylfa „Ef það er eitthvað lið sem getur veitt Breiðabliki og Víkingi keppni er það Valur“ Besta-spáin 2025: Siglt undir radarinn Veðmál á leik á Íslandi vöktu miklar grunsemdir Sölvi Geir ekki í miðvarðaleit Ökklinn eins og IKEA húsgagn: „Boruðu gat í gegnum tvö bein“ Skoruðu þrjú af fjórum mörkum leiksins en töpuðu samt FH-ingar sækja sér miðvörð til sænska liðsins AIK Vilja að líkamlegi þátturinn dansi í takt við þann taktíska og tæknilega Ærandi þögn þegar Elías Ingi lenti í lyftu með Skagamönnum Sjá meira
Eftir að hafa landað sjálfum Íslandsmeistaratitlinum með Breiðabliki um nýliðna helgi, þeim þriðja á ferlinum, greindi Ásta Eir frá því í gær að skórnir væru komnir á hilluna. Ákvörðun sem á sér sinn aðdraganda en Ásta fór fyrst að íhuga möguleg endalok á ferlinum fyrir tímabilið. „Ég er mjög sátt með þessa ákvörðun,“ segir Ásta Eir í viðtali við íþróttadeild Stöðvar 2. „Auðvitað fékk þetta handrit fullkomin endalok eins og ég hafði séð fyrir mér. Sem gerir þetta enn betra. Ég er mjög sátt í hjartanu eftir þetta allt saman.“ Klippa: Tilfinningarík kveðjustund fyrir Ástu: „Sátt í hjarta mínu“ Ásta Eir hefur allan sinn feril á Íslandi spilað með uppeldisfélaginu og gengið í gegnum góða tíma en einnig krefjandi tíma þjakaða af erfiðum meiðslum. Leikirnir í efstu deild urðu alls 176 talsins og þá á Ásta 278 mótsleiki skráða fyrir Breiðablik. Hún er aðeins 31 árs sem telst ekki hár aldur fyrir knattspyrnukonu og frá fyrsta leiknum í efstu deild árið 2009 hefur mikið vatn runnið til sjávar. Þrefaldur Íslandsmeistari. Þrefaldur bikarmeistari. Hluti af fyrsta íslenska liðinu sem fer í riðlakeppni í Evrópu. Þetta afrekarðu allt með uppeldisfélagi þínu. Þú hlýtur að líta stolt yfir farinn veg? „Já. Vá þegar að þú segir þetta svona,“ svarar tárvot Ásta Eir er hún hugsar til tímans sem hún hefur varið sem leikmaður Breiðabliks. „Ótrúlega stolt. Stolt að hafa klárað þetta á yfirstandandi tímabili sem og að hafa upplifað þetta allt með Breiðabliki. Breiðablik er mitt lið. Það hefur aldrei hvarflað að mér að spila fyrir annað lið á Íslandi. Ég er uppalin hér og hefur alltaf liðið vel hérna. Ég er ánægð og stolt af sjálfri mér fyrir að hafa alltaf haldið áfram.“ Ásta Eir lyfti skildinum fræga á loft eftir að Breiðablik hafði tryggt sér Íslandsmeistaratitilinn. Blikakonur höfðu betur eftir spennuþrungna titilbaráttu við Val. Þriðji Íslandsmeistaratitill Ástu á ferlinum.Vísir/Diego „Þegar að ég var yngri. Á þeim tíma sem ég var að hefja meistaraflokksferilinn. Þá var markmiðið aldrei að fara út í einhverja atvinnumennsku. Mér fannst bara fyrst og fremst ótrúlega gaman í fótbolta. Ég vildi bara vera í liði. Hafa gaman og berjast á æfingum. Auðvitað vil ég alltaf vinna en svo er bara einhver ákveðin seigla sem fer af stað. Ég er líka þakklát fyrir alla þessa erfiðu tíma. Þeir móta mann þvílíkt mikið. Ég gæti ekki verið ánægðari og er mjög stolt af félaginu sem og sjálfri mér. Þakklát fyrir félagið og allt fólkið sem kemur að því. Mjög sátt.“ Viðtalið við Ástu Eir í heild sinni verður hægt að sjá hér á Vísi í fyrramálið.
Besta deild kvenna Breiðablik Íslenski boltinn Fótbolti Kópavogur Tengdar fréttir Fyrirliði Íslandsmeistaranna hætt Ásta Eir Árnadóttir, fyrirliði nýkrýndra Íslandsmeistara Breiðabliks, hefur ákveðið að leggja skóna á hilluna. 6. október 2024 15:53 „Áfram Breiðablik, það er það eina sem ég veit núna“ „Guð minn góður, þetta var mjög stressandi. Við héldum áhorfendum á tánum, þetta var tæpur leikur en ég er svo ánægð með að hafa haldið út“ sagði Íslands- og Lengjudeildarmeistarinn Samantha Smith, leikmaður Breiðabliks á láni frá FHL. 5. október 2024 20:31 „Agla María hélt liðsfund eftir þann leik og hvatti liðið áfram“ Nik Chamberlain, þjálfari Breiðabliks og Íslandsmeistari, var að vonum kampakátur eftir leik á Hlíðarenda og þakkaði Öglu Maríu Albertsdóttur kærlega fyrir að peppa liðið aftur í gang eftir tap í bikarúrslitaleiknum fyrr á tímabilinu. 5. október 2024 18:43 Uppgjörið: Valur - Breiðablik 0-0 | Breiðablik Íslandsmeistari eftir spennutrylli Breiðablik er Íslandsmeistari kvenna í knattspyrnu eftir 0-0 jafntefli gegn Val í hreinum úrslitaleik á N1-vellinum að Hlíðarenda. Þrátt fyrir þunga sókn Valskvenna undir lok leiksins náðu þær ekki inn markinu sem þær þurftu og Blikar því Íslandsmeistarar í nítjánda sinn. 5. október 2024 18:16 Mest lesið Lögreglan bannar áhorfendur á leikjum Íslands gegn Ísrael Handbolti Fyrsta deildartap Liverpool síðan í september Enski boltinn Eitthvað sem læknar segja ekki við þig að ástæðulausu Fótbolti Ekkert mark í grannaslagnum Enski boltinn Leik lokið: KA - KR 2-2 | Tvö rauð á KR í markaleik á Akureyri Íslenski boltinn Uppgjörið: Valur - Vestri 1-1 | Óvænt stig Djúpmanna á Hlíðarenda Íslenski boltinn „Hugsaði að þetta myndi fá mig til að halda kjafti“ Golf Jón Halldórsson kjörinn formaður HSÍ Handbolti Tveir létust í hjólreiðakeppni Sport „Ég er 100% pirraður“ Enski boltinn Fleiri fréttir Í beinni: Fram - ÍA | Tvö lið sem lofa góðu mætast Leik lokið: KA - KR 2-2 | Tvö rauð á KR í markaleik á Akureyri Uppgjörið: Valur - Vestri 1-1 | Óvænt stig Djúpmanna á Hlíðarenda Blikar byrjuðu vel með græna nögl á litla fingri Sjáðu fyrstu mörk Íslandsmótsins í ár: Var þetta víti? „Viðeigandi að fagna komu hennar með marki“ „Skrifast á ákveðinn sviðsskrekk“ Uppgjörið: Breiðablik - Afturelding 2-0 | Meistararnir með öruggan sigur í opnunarleiknum Erfiðasta frumraun félags í efstu deild í 36 ár Blikar hafa byrjað báðar titilvarnir sínar illa Íslenskir dómarar verða á samfélagsmiðlum í sumar „Sé þá ekki vinna í ár“ Besta-spáin 2025: Hamra járnið meðan það er heitt Segja að Valur hafi boðið meira en tvær milljónir í Úlfu Dís „Hef ekkert það miklar áhyggjur af þessum breytingum“ Besta-spáin 2025: Lífið eftir Arnar Bræður berjast og fjölskyldumeðlimir velja á milli Fantasy leikur Bestu deildarinnar kominn í loftið Grindvíkingar ætla að spila í Grindavík í sumar Þrjár kempur spila með KV í sumar Blikar mættu með málningarpenslana í garðinn hjá Gylfa „Ef það er eitthvað lið sem getur veitt Breiðabliki og Víkingi keppni er það Valur“ Besta-spáin 2025: Siglt undir radarinn Veðmál á leik á Íslandi vöktu miklar grunsemdir Sölvi Geir ekki í miðvarðaleit Ökklinn eins og IKEA húsgagn: „Boruðu gat í gegnum tvö bein“ Skoruðu þrjú af fjórum mörkum leiksins en töpuðu samt FH-ingar sækja sér miðvörð til sænska liðsins AIK Vilja að líkamlegi þátturinn dansi í takt við þann taktíska og tæknilega Ærandi þögn þegar Elías Ingi lenti í lyftu með Skagamönnum Sjá meira
Fyrirliði Íslandsmeistaranna hætt Ásta Eir Árnadóttir, fyrirliði nýkrýndra Íslandsmeistara Breiðabliks, hefur ákveðið að leggja skóna á hilluna. 6. október 2024 15:53
„Áfram Breiðablik, það er það eina sem ég veit núna“ „Guð minn góður, þetta var mjög stressandi. Við héldum áhorfendum á tánum, þetta var tæpur leikur en ég er svo ánægð með að hafa haldið út“ sagði Íslands- og Lengjudeildarmeistarinn Samantha Smith, leikmaður Breiðabliks á láni frá FHL. 5. október 2024 20:31
„Agla María hélt liðsfund eftir þann leik og hvatti liðið áfram“ Nik Chamberlain, þjálfari Breiðabliks og Íslandsmeistari, var að vonum kampakátur eftir leik á Hlíðarenda og þakkaði Öglu Maríu Albertsdóttur kærlega fyrir að peppa liðið aftur í gang eftir tap í bikarúrslitaleiknum fyrr á tímabilinu. 5. október 2024 18:43
Uppgjörið: Valur - Breiðablik 0-0 | Breiðablik Íslandsmeistari eftir spennutrylli Breiðablik er Íslandsmeistari kvenna í knattspyrnu eftir 0-0 jafntefli gegn Val í hreinum úrslitaleik á N1-vellinum að Hlíðarenda. Þrátt fyrir þunga sókn Valskvenna undir lok leiksins náðu þær ekki inn markinu sem þær þurftu og Blikar því Íslandsmeistarar í nítjánda sinn. 5. október 2024 18:16