Náði að sættast við bróður sinn fyrir andlátið Dóra Júlía Agnarsdóttir skrifar 7. október 2024 11:02 Madonna ásamt bróður sínum Christopher Ciccone sem féll nýverið frá. Jody Cortes/Sygma/Sygma via Getty Images Stórstjarnan Madonna birti einlæga færslu á Instagram síðu sinni í gærkvöldi þar sem hún minnist bróður síns Christopher Ciccone sem féll nýverið frá eftir baráttu við krabbamein. Hún segir meðal annars að þau systkinin hafi ekki talað saman í einhver ár en hafi þó náð sáttum eftir að Christopher veiktist. Christopher lést í faðmi eiginmanns síns Ray Tacker 6. október síðastliðinn. Madonna skrifar meðal annars að Christopher hafi verið hennar nánasti aðili í mörg ár. Fyrir rúmum fimmtán árum gaf hann út bók þar sem hann opnaði sig upp á gátt um samband sitt og poppstjörnunnar og slitnaði þá upp úr vináttu þeirra. „Það er erfitt að útskýra tengingu okkar. En hún óx út frá gagnkvæmum skilningi á því að við værum öðruvísi en aðrir og að samfélagið myndi gera okkur erfitt fyrir að fylgja ekki straumnum eða norminu,“ skrifar Madonna meðal annars. View this post on Instagram A post shared by Madonna (@madonna) Madonna fer fögrum og einlægum orðum um Christopher og segir hann meðal annars hafa haft afburðagóðan smekk og mikla hæfileika. Þau fundu öruggt rými og mikið frelsi á dansæfingum og héldust í hendur í gegnum ýmsar áskoranir. „Ballettkennarinn minn bjó til öruggt rými fyrir bróður minn að geta fengið að verið hann sjálfur og verið hommi, sem var orð sem var hvorki sagt upphátt né hvíslað þar sem við ólumst upp.“ Þegar Madonna flutti til New York á áttunda áratugnum fylgdi bróðir hennar fast á eftir henni og áttu þau eftirminnilegar stundir. Madonna og Christopher á góðri stundu á Golden Globe verðlaunahátíðinni.Gary Friedman/Los Angeles Times via Getty Images Christopher gaf sem áður segir út bók um sambandið við Madonnu undir heitinu Life With my Sister Madonna árið 2008. Systkinin töluðust ekki við eftir útgáfuna fyrr en Christopher greindist með krabbameinið. „Síðastliðin ár hafa ekki verið auðveld. Við töluðum ekki saman í dágóðan tíma en eftir að bróðir minn veiktist náðum við aftur saman. Ég gerði mitt allra besta til þess að halda honum á lífi eins lengi og mögulegt var. Hann þjáðist mikið þegar hann nálgaðist endapunkt lífs síns. Ég er glöð að hann þjáist ekki lengur. Það mun aldrei neinn geta orðið eins og hann var. Ég veit að hann er einhvers staðar dansandi núna.“ Hollywood Tónlist Bretland Andlát Mest lesið Hulunni svipt af nýjum Íþróttaálfi Lífið Læknadóp og geðveikir menn, lesist aftur Áskorun Þegar Dorrit var forsetafrú Lífið Helgi snýr heim: „Laus við leiðindin sem bjuggu þetta til“ Menning Katrín Halldóra snýr aftur til Tenerife Lífið „Ég var búinn að syrgja þetta líf“ Lífið Íslenskir kórar sungu í Kristjánsborgarhallarkirkju Lífið Krakkatían: Þakkargjörðarhátíð, Wicked og aðventukrans Lífið Ójöfn verkaskipting: Ég er útkeyrð og hef engan áhuga á kynlífi Lífið Nýsloppin við vinstra vókið þegar það hægra mætti Lífið Fleiri fréttir Ójöfn verkaskipting: Ég er útkeyrð og hef engan áhuga á kynlífi Hjúkrunarfræðingurinn sem gerðist kúabóndi Íslenskir kórar sungu í Kristjánsborgarhallarkirkju Hulunni svipt af nýjum Íþróttaálfi Þegar Dorrit var forsetafrú Krakkatían: Þakkargjörðarhátíð, Wicked og aðventukrans Katrín Halldóra snýr aftur til Tenerife „Ég var búinn að syrgja þetta líf“ Fréttatía vikunnar: Golfklúbbur, Fossvogsbrú og fasteignasali Eyddu sleikjufærslum spjallmennis: „Ég er feitur fæðingarhálfviti“ Bjóða til sögulegrar tölvuleikjaveislu Hrátt og sjarmerandi einbýlishús listapars í Höfnum Sjáðu nýtt klifurhús fyrir norðan: Frá Hjalteyri yfir til Akureyrar Feginn að losna við kvíðann sem fylgdi drykkjunni Allt um brjóstastækkun Simone Biles „Skref í rétta átt“ en ekki útséð um þátttöku Íslands Breyta reglum um atkvæðagreiðslu og kynningu laga í Eurovision Samfélagsmiðlastjörnur máluðu Akureyri rauða Þessi hús og lóðir hlutu fegrunarviðurkenningar Reykjavíkurborgar Var úthúðuð af skipuleggjanda en sigraði í Ungfrú alheimi Fyrsta súperstjarna Íslands stendur á tímamótum „Sjónvarpssonur“ John Travolta látinn Tilkynntu hver jólagjöf ársins væri Halla átti ánægjulegan fund með Karli Bretakonungi Edwald-feðgar kaupa hlið við hlið Grunaði alltaf að hann væri ekki sonur föður síns Óhuggulegt fall fegurðardrottningar Sonur tónlistarparsins fæddur og nefndur Óttaðist um líf sitt: „Það var erfiðasti dagur lífs míns“ Játaði sig sigraða: „Mér fannst það algjört tabú áður“ Sjá meira
Christopher lést í faðmi eiginmanns síns Ray Tacker 6. október síðastliðinn. Madonna skrifar meðal annars að Christopher hafi verið hennar nánasti aðili í mörg ár. Fyrir rúmum fimmtán árum gaf hann út bók þar sem hann opnaði sig upp á gátt um samband sitt og poppstjörnunnar og slitnaði þá upp úr vináttu þeirra. „Það er erfitt að útskýra tengingu okkar. En hún óx út frá gagnkvæmum skilningi á því að við værum öðruvísi en aðrir og að samfélagið myndi gera okkur erfitt fyrir að fylgja ekki straumnum eða norminu,“ skrifar Madonna meðal annars. View this post on Instagram A post shared by Madonna (@madonna) Madonna fer fögrum og einlægum orðum um Christopher og segir hann meðal annars hafa haft afburðagóðan smekk og mikla hæfileika. Þau fundu öruggt rými og mikið frelsi á dansæfingum og héldust í hendur í gegnum ýmsar áskoranir. „Ballettkennarinn minn bjó til öruggt rými fyrir bróður minn að geta fengið að verið hann sjálfur og verið hommi, sem var orð sem var hvorki sagt upphátt né hvíslað þar sem við ólumst upp.“ Þegar Madonna flutti til New York á áttunda áratugnum fylgdi bróðir hennar fast á eftir henni og áttu þau eftirminnilegar stundir. Madonna og Christopher á góðri stundu á Golden Globe verðlaunahátíðinni.Gary Friedman/Los Angeles Times via Getty Images Christopher gaf sem áður segir út bók um sambandið við Madonnu undir heitinu Life With my Sister Madonna árið 2008. Systkinin töluðust ekki við eftir útgáfuna fyrr en Christopher greindist með krabbameinið. „Síðastliðin ár hafa ekki verið auðveld. Við töluðum ekki saman í dágóðan tíma en eftir að bróðir minn veiktist náðum við aftur saman. Ég gerði mitt allra besta til þess að halda honum á lífi eins lengi og mögulegt var. Hann þjáðist mikið þegar hann nálgaðist endapunkt lífs síns. Ég er glöð að hann þjáist ekki lengur. Það mun aldrei neinn geta orðið eins og hann var. Ég veit að hann er einhvers staðar dansandi núna.“
Hollywood Tónlist Bretland Andlát Mest lesið Hulunni svipt af nýjum Íþróttaálfi Lífið Læknadóp og geðveikir menn, lesist aftur Áskorun Þegar Dorrit var forsetafrú Lífið Helgi snýr heim: „Laus við leiðindin sem bjuggu þetta til“ Menning Katrín Halldóra snýr aftur til Tenerife Lífið „Ég var búinn að syrgja þetta líf“ Lífið Íslenskir kórar sungu í Kristjánsborgarhallarkirkju Lífið Krakkatían: Þakkargjörðarhátíð, Wicked og aðventukrans Lífið Ójöfn verkaskipting: Ég er útkeyrð og hef engan áhuga á kynlífi Lífið Nýsloppin við vinstra vókið þegar það hægra mætti Lífið Fleiri fréttir Ójöfn verkaskipting: Ég er útkeyrð og hef engan áhuga á kynlífi Hjúkrunarfræðingurinn sem gerðist kúabóndi Íslenskir kórar sungu í Kristjánsborgarhallarkirkju Hulunni svipt af nýjum Íþróttaálfi Þegar Dorrit var forsetafrú Krakkatían: Þakkargjörðarhátíð, Wicked og aðventukrans Katrín Halldóra snýr aftur til Tenerife „Ég var búinn að syrgja þetta líf“ Fréttatía vikunnar: Golfklúbbur, Fossvogsbrú og fasteignasali Eyddu sleikjufærslum spjallmennis: „Ég er feitur fæðingarhálfviti“ Bjóða til sögulegrar tölvuleikjaveislu Hrátt og sjarmerandi einbýlishús listapars í Höfnum Sjáðu nýtt klifurhús fyrir norðan: Frá Hjalteyri yfir til Akureyrar Feginn að losna við kvíðann sem fylgdi drykkjunni Allt um brjóstastækkun Simone Biles „Skref í rétta átt“ en ekki útséð um þátttöku Íslands Breyta reglum um atkvæðagreiðslu og kynningu laga í Eurovision Samfélagsmiðlastjörnur máluðu Akureyri rauða Þessi hús og lóðir hlutu fegrunarviðurkenningar Reykjavíkurborgar Var úthúðuð af skipuleggjanda en sigraði í Ungfrú alheimi Fyrsta súperstjarna Íslands stendur á tímamótum „Sjónvarpssonur“ John Travolta látinn Tilkynntu hver jólagjöf ársins væri Halla átti ánægjulegan fund með Karli Bretakonungi Edwald-feðgar kaupa hlið við hlið Grunaði alltaf að hann væri ekki sonur föður síns Óhuggulegt fall fegurðardrottningar Sonur tónlistarparsins fæddur og nefndur Óttaðist um líf sitt: „Það var erfiðasti dagur lífs míns“ Játaði sig sigraða: „Mér fannst það algjört tabú áður“ Sjá meira