Náði að sættast við bróður sinn fyrir andlátið Dóra Júlía Agnarsdóttir skrifar 7. október 2024 11:02 Madonna ásamt bróður sínum Christopher Ciccone sem féll nýverið frá. Jody Cortes/Sygma/Sygma via Getty Images Stórstjarnan Madonna birti einlæga færslu á Instagram síðu sinni í gærkvöldi þar sem hún minnist bróður síns Christopher Ciccone sem féll nýverið frá eftir baráttu við krabbamein. Hún segir meðal annars að þau systkinin hafi ekki talað saman í einhver ár en hafi þó náð sáttum eftir að Christopher veiktist. Christopher lést í faðmi eiginmanns síns Ray Tacker 6. október síðastliðinn. Madonna skrifar meðal annars að Christopher hafi verið hennar nánasti aðili í mörg ár. Fyrir rúmum fimmtán árum gaf hann út bók þar sem hann opnaði sig upp á gátt um samband sitt og poppstjörnunnar og slitnaði þá upp úr vináttu þeirra. „Það er erfitt að útskýra tengingu okkar. En hún óx út frá gagnkvæmum skilningi á því að við værum öðruvísi en aðrir og að samfélagið myndi gera okkur erfitt fyrir að fylgja ekki straumnum eða norminu,“ skrifar Madonna meðal annars. View this post on Instagram A post shared by Madonna (@madonna) Madonna fer fögrum og einlægum orðum um Christopher og segir hann meðal annars hafa haft afburðagóðan smekk og mikla hæfileika. Þau fundu öruggt rými og mikið frelsi á dansæfingum og héldust í hendur í gegnum ýmsar áskoranir. „Ballettkennarinn minn bjó til öruggt rými fyrir bróður minn að geta fengið að verið hann sjálfur og verið hommi, sem var orð sem var hvorki sagt upphátt né hvíslað þar sem við ólumst upp.“ Þegar Madonna flutti til New York á áttunda áratugnum fylgdi bróðir hennar fast á eftir henni og áttu þau eftirminnilegar stundir. Madonna og Christopher á góðri stundu á Golden Globe verðlaunahátíðinni.Gary Friedman/Los Angeles Times via Getty Images Christopher gaf sem áður segir út bók um sambandið við Madonnu undir heitinu Life With my Sister Madonna árið 2008. Systkinin töluðust ekki við eftir útgáfuna fyrr en Christopher greindist með krabbameinið. „Síðastliðin ár hafa ekki verið auðveld. Við töluðum ekki saman í dágóðan tíma en eftir að bróðir minn veiktist náðum við aftur saman. Ég gerði mitt allra besta til þess að halda honum á lífi eins lengi og mögulegt var. Hann þjáðist mikið þegar hann nálgaðist endapunkt lífs síns. Ég er glöð að hann þjáist ekki lengur. Það mun aldrei neinn geta orðið eins og hann var. Ég veit að hann er einhvers staðar dansandi núna.“ Hollywood Tónlist Bretland Andlát Mest lesið Kemur út úr skápnum tveimur árum eftir andlát sitt Lífið Enginn þreyir þorrann eins og Áslaug Arna Lífið Bellingham kominn með bandaríska kærustu Lífið Allt í einu orðin mamman sem missti barnið sitt Lífið Guinness-æðið sem gert hefur íslenska djammara að þjófum Lífið Sjónvarpsbarn komið í heiminn Lífið Ómerkilegir þættir um merkilega konu Gagnrýni Fann ástina og setur íbúðina á sölu Lífið Ætla að halda Lífskviðuna þrátt fyrir andlát Ásgeirs í nótt Menning Stærsta þorrablót landsins Lífið Fleiri fréttir Enginn þreyir þorrann eins og Áslaug Arna Bellingham kominn með bandaríska kærustu Kemur út úr skápnum tveimur árum eftir andlát sitt Sjónvarpsbarn komið í heiminn Guinness-æðið sem gert hefur íslenska djammara að þjófum Fréttatía vikunnar: Hótelbruni, Trump og YouTube Allt í einu orðin mamman sem missti barnið sitt Stærsta þorrablót landsins Fann ástina og setur íbúðina á sölu Fallegustu bækur í heimi eru í Garðabæ Brilljant hugmyndir fyrir bóndadaginn Þetta heita „glöðustu hundar“ bræðranna Sveitapiltur úr Tungunum stýrir gullnámu á slóðum Eiríks rauða Bleikur draumur í Hafnarfirði Konurnar í blauta hádegismatnum kröfuharðastar „Hann er það reiður að hann skaðar sjálfan sig“ Emilia Pérez með met margar tilnefningar til Óskars Snerting ekki tilnefnd til Óskars Í beinni: Verður Snerting tilnefnd til Óskars? Gervais minnist hundsins úr After Life „Mæli rosalega mikið með því að giftast þeim sem maður elskar“ Erlend Eurovision-stjarna mætir á Söngvakeppnina Ástfangin í eitt ár og flutt inn saman Fimmtíu milljón króna hækkun eftir umfangsmiklar endurbætur Sagt að koma strax upp á bráðamótttöku Harry fær afsökunarbeiðni Baldoni birtir myndband af tökum á umdeildu atriði Myndaveisla: Fegurstu fljóð Vesturbæjarins blótuðu þorrann Fær stóru tíðindin á sama tíma og við hin Myndaveisla: Rífandi stemning og hópsöngur í Breiðholti Sjá meira
Christopher lést í faðmi eiginmanns síns Ray Tacker 6. október síðastliðinn. Madonna skrifar meðal annars að Christopher hafi verið hennar nánasti aðili í mörg ár. Fyrir rúmum fimmtán árum gaf hann út bók þar sem hann opnaði sig upp á gátt um samband sitt og poppstjörnunnar og slitnaði þá upp úr vináttu þeirra. „Það er erfitt að útskýra tengingu okkar. En hún óx út frá gagnkvæmum skilningi á því að við værum öðruvísi en aðrir og að samfélagið myndi gera okkur erfitt fyrir að fylgja ekki straumnum eða norminu,“ skrifar Madonna meðal annars. View this post on Instagram A post shared by Madonna (@madonna) Madonna fer fögrum og einlægum orðum um Christopher og segir hann meðal annars hafa haft afburðagóðan smekk og mikla hæfileika. Þau fundu öruggt rými og mikið frelsi á dansæfingum og héldust í hendur í gegnum ýmsar áskoranir. „Ballettkennarinn minn bjó til öruggt rými fyrir bróður minn að geta fengið að verið hann sjálfur og verið hommi, sem var orð sem var hvorki sagt upphátt né hvíslað þar sem við ólumst upp.“ Þegar Madonna flutti til New York á áttunda áratugnum fylgdi bróðir hennar fast á eftir henni og áttu þau eftirminnilegar stundir. Madonna og Christopher á góðri stundu á Golden Globe verðlaunahátíðinni.Gary Friedman/Los Angeles Times via Getty Images Christopher gaf sem áður segir út bók um sambandið við Madonnu undir heitinu Life With my Sister Madonna árið 2008. Systkinin töluðust ekki við eftir útgáfuna fyrr en Christopher greindist með krabbameinið. „Síðastliðin ár hafa ekki verið auðveld. Við töluðum ekki saman í dágóðan tíma en eftir að bróðir minn veiktist náðum við aftur saman. Ég gerði mitt allra besta til þess að halda honum á lífi eins lengi og mögulegt var. Hann þjáðist mikið þegar hann nálgaðist endapunkt lífs síns. Ég er glöð að hann þjáist ekki lengur. Það mun aldrei neinn geta orðið eins og hann var. Ég veit að hann er einhvers staðar dansandi núna.“
Hollywood Tónlist Bretland Andlát Mest lesið Kemur út úr skápnum tveimur árum eftir andlát sitt Lífið Enginn þreyir þorrann eins og Áslaug Arna Lífið Bellingham kominn með bandaríska kærustu Lífið Allt í einu orðin mamman sem missti barnið sitt Lífið Guinness-æðið sem gert hefur íslenska djammara að þjófum Lífið Sjónvarpsbarn komið í heiminn Lífið Ómerkilegir þættir um merkilega konu Gagnrýni Fann ástina og setur íbúðina á sölu Lífið Ætla að halda Lífskviðuna þrátt fyrir andlát Ásgeirs í nótt Menning Stærsta þorrablót landsins Lífið Fleiri fréttir Enginn þreyir þorrann eins og Áslaug Arna Bellingham kominn með bandaríska kærustu Kemur út úr skápnum tveimur árum eftir andlát sitt Sjónvarpsbarn komið í heiminn Guinness-æðið sem gert hefur íslenska djammara að þjófum Fréttatía vikunnar: Hótelbruni, Trump og YouTube Allt í einu orðin mamman sem missti barnið sitt Stærsta þorrablót landsins Fann ástina og setur íbúðina á sölu Fallegustu bækur í heimi eru í Garðabæ Brilljant hugmyndir fyrir bóndadaginn Þetta heita „glöðustu hundar“ bræðranna Sveitapiltur úr Tungunum stýrir gullnámu á slóðum Eiríks rauða Bleikur draumur í Hafnarfirði Konurnar í blauta hádegismatnum kröfuharðastar „Hann er það reiður að hann skaðar sjálfan sig“ Emilia Pérez með met margar tilnefningar til Óskars Snerting ekki tilnefnd til Óskars Í beinni: Verður Snerting tilnefnd til Óskars? Gervais minnist hundsins úr After Life „Mæli rosalega mikið með því að giftast þeim sem maður elskar“ Erlend Eurovision-stjarna mætir á Söngvakeppnina Ástfangin í eitt ár og flutt inn saman Fimmtíu milljón króna hækkun eftir umfangsmiklar endurbætur Sagt að koma strax upp á bráðamótttöku Harry fær afsökunarbeiðni Baldoni birtir myndband af tökum á umdeildu atriði Myndaveisla: Fegurstu fljóð Vesturbæjarins blótuðu þorrann Fær stóru tíðindin á sama tíma og við hin Myndaveisla: Rífandi stemning og hópsöngur í Breiðholti Sjá meira