Mörkin úr Bestu: Sjáðu sturlað mark Emils frá miðju og Davíð bjarga stigi Sindri Sverrisson skrifar 7. október 2024 09:01 Davíð Ingvarsson fór á kostum fyrir Breiðablik í leiknum við Val í gær. vísir/Diego Barátta Víkings og Breiðabliks um Íslandsmeistaratitilinn er áfram hnífjöfn eftir leikina í þriðju síðustu umferð Bestu deildar karla í fótbolta. Mörkin úr leikjum þeirra má nú sjá á Vísi. Bæði toppliðin gerðu jafntefli í gær, Blikar 2-2 við Val en Víkingar 2-2 við Stjörnuna. Þar með er Víkingur enn á toppnum með betri markatölu en Breiðablik, nú þegar landsleikjahlé tekur við fyrir tvær síðustu umferðirnar. Tryggvi Hrafn Haraldsson nýtti sér mistök í vörn Blika og kom Val yfir um miðjan fyrri hálfleik, í Kópavogi í gær. Davíð Ingvarsson jafnaði metin fyrir Blika með sínu fyrra marki, með skoti frá vítateigslínu, en Patrick Pedersen kom Val yfir að nýju með skalla eftir fyrirgjöf Tryggva. Á 76. mínútu jafnaði Davíð hins vegar metin aftur, með þrumuskoti utan teigs í nærhornið. Klippa: Mörk Breiðabliks og Vals Emil Atlason skoraði ótrúlegt mark frá eigin vallarhelmingi, í 2-2 jafntefli Víkings og Stjörnunnar. Viktor Örlygur Andrason jafnaði metin fyrir Víkinga á 84. mínútu en þá áttu enn eftir að bætast við tvö mörk. Hilmar Árni Halldórsson skoraði eftir frábæra sendingu Óla Vals Ómarssonar, en í lok uppbótartíma jafnaði Víkingur aftur þegar þrumuskot Óskars Arnar Haukssonar fór í varnarmann, þaðan í Daða Berg Jónsson og inn. Klippa: Mörk Víkings og Stjörnunnar Á Akranesi kom Kjartan Kári Halldórsson FH yfir á fyrstu mínútu, með sniðugu marki beint úr aukaspyrnu. Gleði FH-inga var þó skammlíf því ÍA svaraði með þremur mörkum á næstu tuttugu mínútum og vann leikinn að lokum 4-1. Viktor Jónsson, Jón Gísli Eyland Gíslason, Johannes Vall og Hinrik Harðarson skoruðu mörkin. Klippa: Mörk ÍA og FH Í neðri hluta deildarinnar héldu KR-ingar áfram að raða inn mörkum og unnu 4-0 útisigur gegn bikarmeisturum KA. Birgir Steinn Styrmisson skoraði sitt fyrsta mark í efstu deild eftir frábæran sprett fram völlinn, og þeir Luke Rae, Eyþór Aron Wöhler og Benoný Breki Andrésson bættu við þremur mörkum. Klippa: Mörk KR gegn KA Vestri vann svo afar mikilvægan 4-2 útisigur gegn Fram, þar sem Andri Rúnar Bjarnason skoraði þrennu, þar af eitt mark með hálfótrúlegum hætti frá endalínu. Benedikt Warén skoraði einnig fyrir Vestra en þeir Alex Freyr Elísson og Kennie Chopart fyrir Fram. Klippa: Fram 2-4 Vestri HK felldi svo Fylki með 2-2 jafntefli þar sem jöfnunarmarkið kom seint í uppbótartíma, of seint að mati Rúnars Páls Sigmundssonar þjálfara Fylkis sem fékk rautt spjald fyrir kröftug mótmæli. Mörkin úr leiknum og umræðu um allt það helsta sem gerðist má sjá í Stúkunni á Stöð 2 Sport í kvöld. Besta deild karla Mest lesið Musk og Schwarzenegger sendu Hafþóri Júlíusi hamingjuóskir Sport Rashford mátaði treyjuna í leik sem átti ekki að fara fram Fótbolti „Þeir refsuðu okkur í dag“ Fótbolti „Þurftum að fá aðeins ferskt blóð inn í þetta“ Fótbolti „Það er að kosta okkur mikið að nýta ekki færin“ Fótbolti Skrifaði undir nýjan samning eftir að hafa verið svo gott sem farinn Fótbolti Evrópumót kvenna aldrei betur sótt en nú Fótbolti „Ég klikka ekki á tveimur vítaspyrnum í röð“ Fótbolti Uppgjörið: Valur - FH 3-1 | Pedersen jafnaði markametið og Valur á toppinn Íslenski boltinn Rúnar Kristinsson: Glaðir með stigið Fótbolti Fleiri fréttir Uppgjörið: Fram - Víkingur 2-2 | Kennie Chopart stal stigi fyrir Fram Uppgjörið: Valur - FH 3-1 | Pedersen jafnaði markametið og Valur á toppinn Uppgjörið: Vestri - ÍBV 2-0 | Fyrsti sigur Vestra síðan 15. júní Uppgjörið: KR - Breiðablik 1-1 | Allt jafnt á nýja gervigrasinu Spilaði með KV í gær en má spila með KR í dag Snúa aftur eftir 233 daga framkvæmdir: „Þetta er gamechanger“ Aukaspyrnumark Oumars tryggði Njarðvík stig í toppslagnum „Það er ástæða fyrir því að ég vildi snúa aftur “ „Ótrúlegt að við skyldum ekki klára leikinn fyrr“ Uppgjör: FH - Fram 3-1 | FH-konur upp i annað sætið Keflvíkingar klúðruðu víti á nítugustu mínútu Leik lokið: Víkingur - Stjarnan 2-1 | Víkingar galopna fallbaráttuna í fyrsta leik undir nýrri stjórn „Hef mikla trú að það muni ganga upp núna“ Frá sólinni í Tampa yfir í Bestu deild kvenna á Íslandi „Okkur fannst þetta ekkert öðruvísi en aðrir leikir” Andrea Rán semur við FH Uppgjör: Breiðablik-Þróttur 3-1 | Blikakonur unnu toppslaginn Uppgjör: Valur-FHL 2-1 | Fanndís hetja Valskvenna Uppgjör: Tindastóll-Þór/KA 2-0 | Tindastóll byrjar vel eftir EM-frí „Það verða færi og bæði lið þurfa að vera klók“ Yfirlýsing frá KSÍ: Þrengt að þjóðarleikvanginum Cosic kominn í KR-búninginn Uppbótartíminn: „Þetta tók níu sekúndur“ KR í markmannsleit eftir meiðsli „Við erum ekki á góðum stað“ Enn leikmaður KR en nú lánaður til Lyngby Íþróttamaður HK til liðs við ÍA Snýr heim í toppliðið sem dreymir um Bestu Fékk útrás fyrir keppnisskapið við heimilisstörfin „Gerir þetta skemmtilegt fyrir deildina“ Sjá meira
Bæði toppliðin gerðu jafntefli í gær, Blikar 2-2 við Val en Víkingar 2-2 við Stjörnuna. Þar með er Víkingur enn á toppnum með betri markatölu en Breiðablik, nú þegar landsleikjahlé tekur við fyrir tvær síðustu umferðirnar. Tryggvi Hrafn Haraldsson nýtti sér mistök í vörn Blika og kom Val yfir um miðjan fyrri hálfleik, í Kópavogi í gær. Davíð Ingvarsson jafnaði metin fyrir Blika með sínu fyrra marki, með skoti frá vítateigslínu, en Patrick Pedersen kom Val yfir að nýju með skalla eftir fyrirgjöf Tryggva. Á 76. mínútu jafnaði Davíð hins vegar metin aftur, með þrumuskoti utan teigs í nærhornið. Klippa: Mörk Breiðabliks og Vals Emil Atlason skoraði ótrúlegt mark frá eigin vallarhelmingi, í 2-2 jafntefli Víkings og Stjörnunnar. Viktor Örlygur Andrason jafnaði metin fyrir Víkinga á 84. mínútu en þá áttu enn eftir að bætast við tvö mörk. Hilmar Árni Halldórsson skoraði eftir frábæra sendingu Óla Vals Ómarssonar, en í lok uppbótartíma jafnaði Víkingur aftur þegar þrumuskot Óskars Arnar Haukssonar fór í varnarmann, þaðan í Daða Berg Jónsson og inn. Klippa: Mörk Víkings og Stjörnunnar Á Akranesi kom Kjartan Kári Halldórsson FH yfir á fyrstu mínútu, með sniðugu marki beint úr aukaspyrnu. Gleði FH-inga var þó skammlíf því ÍA svaraði með þremur mörkum á næstu tuttugu mínútum og vann leikinn að lokum 4-1. Viktor Jónsson, Jón Gísli Eyland Gíslason, Johannes Vall og Hinrik Harðarson skoruðu mörkin. Klippa: Mörk ÍA og FH Í neðri hluta deildarinnar héldu KR-ingar áfram að raða inn mörkum og unnu 4-0 útisigur gegn bikarmeisturum KA. Birgir Steinn Styrmisson skoraði sitt fyrsta mark í efstu deild eftir frábæran sprett fram völlinn, og þeir Luke Rae, Eyþór Aron Wöhler og Benoný Breki Andrésson bættu við þremur mörkum. Klippa: Mörk KR gegn KA Vestri vann svo afar mikilvægan 4-2 útisigur gegn Fram, þar sem Andri Rúnar Bjarnason skoraði þrennu, þar af eitt mark með hálfótrúlegum hætti frá endalínu. Benedikt Warén skoraði einnig fyrir Vestra en þeir Alex Freyr Elísson og Kennie Chopart fyrir Fram. Klippa: Fram 2-4 Vestri HK felldi svo Fylki með 2-2 jafntefli þar sem jöfnunarmarkið kom seint í uppbótartíma, of seint að mati Rúnars Páls Sigmundssonar þjálfara Fylkis sem fékk rautt spjald fyrir kröftug mótmæli. Mörkin úr leiknum og umræðu um allt það helsta sem gerðist má sjá í Stúkunni á Stöð 2 Sport í kvöld.
Besta deild karla Mest lesið Musk og Schwarzenegger sendu Hafþóri Júlíusi hamingjuóskir Sport Rashford mátaði treyjuna í leik sem átti ekki að fara fram Fótbolti „Þeir refsuðu okkur í dag“ Fótbolti „Þurftum að fá aðeins ferskt blóð inn í þetta“ Fótbolti „Það er að kosta okkur mikið að nýta ekki færin“ Fótbolti Skrifaði undir nýjan samning eftir að hafa verið svo gott sem farinn Fótbolti Evrópumót kvenna aldrei betur sótt en nú Fótbolti „Ég klikka ekki á tveimur vítaspyrnum í röð“ Fótbolti Uppgjörið: Valur - FH 3-1 | Pedersen jafnaði markametið og Valur á toppinn Íslenski boltinn Rúnar Kristinsson: Glaðir með stigið Fótbolti Fleiri fréttir Uppgjörið: Fram - Víkingur 2-2 | Kennie Chopart stal stigi fyrir Fram Uppgjörið: Valur - FH 3-1 | Pedersen jafnaði markametið og Valur á toppinn Uppgjörið: Vestri - ÍBV 2-0 | Fyrsti sigur Vestra síðan 15. júní Uppgjörið: KR - Breiðablik 1-1 | Allt jafnt á nýja gervigrasinu Spilaði með KV í gær en má spila með KR í dag Snúa aftur eftir 233 daga framkvæmdir: „Þetta er gamechanger“ Aukaspyrnumark Oumars tryggði Njarðvík stig í toppslagnum „Það er ástæða fyrir því að ég vildi snúa aftur “ „Ótrúlegt að við skyldum ekki klára leikinn fyrr“ Uppgjör: FH - Fram 3-1 | FH-konur upp i annað sætið Keflvíkingar klúðruðu víti á nítugustu mínútu Leik lokið: Víkingur - Stjarnan 2-1 | Víkingar galopna fallbaráttuna í fyrsta leik undir nýrri stjórn „Hef mikla trú að það muni ganga upp núna“ Frá sólinni í Tampa yfir í Bestu deild kvenna á Íslandi „Okkur fannst þetta ekkert öðruvísi en aðrir leikir” Andrea Rán semur við FH Uppgjör: Breiðablik-Þróttur 3-1 | Blikakonur unnu toppslaginn Uppgjör: Valur-FHL 2-1 | Fanndís hetja Valskvenna Uppgjör: Tindastóll-Þór/KA 2-0 | Tindastóll byrjar vel eftir EM-frí „Það verða færi og bæði lið þurfa að vera klók“ Yfirlýsing frá KSÍ: Þrengt að þjóðarleikvanginum Cosic kominn í KR-búninginn Uppbótartíminn: „Þetta tók níu sekúndur“ KR í markmannsleit eftir meiðsli „Við erum ekki á góðum stað“ Enn leikmaður KR en nú lánaður til Lyngby Íþróttamaður HK til liðs við ÍA Snýr heim í toppliðið sem dreymir um Bestu Fékk útrás fyrir keppnisskapið við heimilisstörfin „Gerir þetta skemmtilegt fyrir deildina“ Sjá meira
Leik lokið: Víkingur - Stjarnan 2-1 | Víkingar galopna fallbaráttuna í fyrsta leik undir nýrri stjórn