Fjórtán ára ráðinn til að hefna fyrir morðið á fimmtán ára Hólmfríður Gísladóttir skrifar 7. október 2024 07:43 Fátækt er útbreidd í Marseille. Getty Yfirvöld í Marseille á Frakklandi segja átök glæpahópa um fíkniefnamarkaðinn í borginni vera að ná til afar ungra einstaklinga, sem séu ráðnir af hópunum til að fremja ofbeldisbrot. Nýjasta málið kom upp fyrir helgi en þá var 14 ára drengur ráðinn af fanga til að hefna fyrir morðið á 15 ára pilti sem sami fangi hafði ráðið til að kveikja í útidyrahurð keppninautar. Fanginn setti sig í samband við fimmtán ára drenginn í gegnum netið í síðustu viku og sagðist myndu greiða honum 2.000 evrur fyrir að skjót á og kveikja í dyrum andstæðings síns. Það komst hins vegar upp um táninginn við verknaðinn, sem var stunginn 50 sinnum og kveikt í honum. Nokkrum dögum síðar hafði fanginn samband við fjórtán ára piltinn í gegnum samfélagsmiðla og hét honum 50.000 evrum fyrir að hefna morðsins. Pilturinn tók leigubíl á vettvang en þegar bílstjórinn neitaði að bíða eftir honum, skaut pilturinn hann í höfuðið og flúði. Myrti var 36 ára áhugamaður í knattspyrnu sem var þekktur í Marseille og fannst í leigubifreiðinni skammt frá aðallestarstöð borgarinnar. Hann er ekki talinn hafa haft nein tengsl við undirheima. Það var fanginn sem hafði samband við lögreglu og vísaði þeim á piltinn og virðist í leiðinni hafa bendlað sjálfan sig við verknaðinn. Lögregla rannsakar nú hvað honum gekk til með því. Marseille er næst stærsta borg Frakklands og sú borg landsins þar sem fátækt er einna útbreiddust. Átök um fíkniefnamarkaðinn í borginni hafa verið fyrirferðamikil síðustu ár en Emmanuel Macron Frakklandsforseti hét því fyrr á þessu ári að grípa til aðgerða. Sautján hafa látist í átökum tengdum fíkniefnamarkaðnum í borginni á þessu ári og yfirvöld segja bæði fórnarlömbin og gerendur sífellt verða yngri. Frakkland Fíkniefnabrot Mest lesið Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Erlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Erlent Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Fleiri stelpur týndar en áður Innlent Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Innlent Fleiri fréttir Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Bandaríkin og Ísrael verði skotmörk verði ráðist að Íran Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Bandaríkin gerðu loftárásir gegn ISIS í Sýrlandi Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Hverfi Kúrda í Aleppo í herkví Þeir allra ríkustu búnir með „kolefniskvótann“ Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Annar eigandi skemmtistaðarins í Sviss í haldi Verði að eignast Grænland svo Kína og Rússland geri það ekki Tuga saknað eftir ruslskriðu á Filippseyjum Bresk stjórnvöld segja viðbrögð X „móðgandi“ Ætlar að taka við nóbelnum frá Machado Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Stendur fastur fyrir og fordæmir Trump Flytja áhöfn geimstöðvarinnar heim vegna veikinda Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Takmarka myndaframleiðslu Grok í skugga gagnrýni Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Netsambandslaust meðan mótmælt er í Íran Bandaríkin áður mun öflugri á Grænlandi Telur að Evrópa myndi fórna Grænlandi fyrir NATÓ Mikil spenna í Minneapolis eftir banaskot ICE-liða Veikindi geimfara gætu flýtt heimför áhafnar geimstöðvar Segist hafa grænt ljós frá Trump fyrir frekari refsiaðgerðum gegn Rússum Enn mótmælt í Íran og átök að aukast Gervigreind Musk sögð hafa búið til kynferðislegar myndir af ellefu ára gömlum börnum Sjá meira
Nýjasta málið kom upp fyrir helgi en þá var 14 ára drengur ráðinn af fanga til að hefna fyrir morðið á 15 ára pilti sem sami fangi hafði ráðið til að kveikja í útidyrahurð keppninautar. Fanginn setti sig í samband við fimmtán ára drenginn í gegnum netið í síðustu viku og sagðist myndu greiða honum 2.000 evrur fyrir að skjót á og kveikja í dyrum andstæðings síns. Það komst hins vegar upp um táninginn við verknaðinn, sem var stunginn 50 sinnum og kveikt í honum. Nokkrum dögum síðar hafði fanginn samband við fjórtán ára piltinn í gegnum samfélagsmiðla og hét honum 50.000 evrum fyrir að hefna morðsins. Pilturinn tók leigubíl á vettvang en þegar bílstjórinn neitaði að bíða eftir honum, skaut pilturinn hann í höfuðið og flúði. Myrti var 36 ára áhugamaður í knattspyrnu sem var þekktur í Marseille og fannst í leigubifreiðinni skammt frá aðallestarstöð borgarinnar. Hann er ekki talinn hafa haft nein tengsl við undirheima. Það var fanginn sem hafði samband við lögreglu og vísaði þeim á piltinn og virðist í leiðinni hafa bendlað sjálfan sig við verknaðinn. Lögregla rannsakar nú hvað honum gekk til með því. Marseille er næst stærsta borg Frakklands og sú borg landsins þar sem fátækt er einna útbreiddust. Átök um fíkniefnamarkaðinn í borginni hafa verið fyrirferðamikil síðustu ár en Emmanuel Macron Frakklandsforseti hét því fyrr á þessu ári að grípa til aðgerða. Sautján hafa látist í átökum tengdum fíkniefnamarkaðnum í borginni á þessu ári og yfirvöld segja bæði fórnarlömbin og gerendur sífellt verða yngri.
Frakkland Fíkniefnabrot Mest lesið Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Erlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Erlent Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Fleiri stelpur týndar en áður Innlent Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Innlent Fleiri fréttir Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Bandaríkin og Ísrael verði skotmörk verði ráðist að Íran Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Bandaríkin gerðu loftárásir gegn ISIS í Sýrlandi Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Hverfi Kúrda í Aleppo í herkví Þeir allra ríkustu búnir með „kolefniskvótann“ Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Annar eigandi skemmtistaðarins í Sviss í haldi Verði að eignast Grænland svo Kína og Rússland geri það ekki Tuga saknað eftir ruslskriðu á Filippseyjum Bresk stjórnvöld segja viðbrögð X „móðgandi“ Ætlar að taka við nóbelnum frá Machado Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Stendur fastur fyrir og fordæmir Trump Flytja áhöfn geimstöðvarinnar heim vegna veikinda Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Takmarka myndaframleiðslu Grok í skugga gagnrýni Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Netsambandslaust meðan mótmælt er í Íran Bandaríkin áður mun öflugri á Grænlandi Telur að Evrópa myndi fórna Grænlandi fyrir NATÓ Mikil spenna í Minneapolis eftir banaskot ICE-liða Veikindi geimfara gætu flýtt heimför áhafnar geimstöðvar Segist hafa grænt ljós frá Trump fyrir frekari refsiaðgerðum gegn Rússum Enn mótmælt í Íran og átök að aukast Gervigreind Musk sögð hafa búið til kynferðislegar myndir af ellefu ára gömlum börnum Sjá meira