Landlæknir veldur skaða Lárus Sigurður Lárusson skrifar 6. október 2024 23:33 Eitt af meginhlutverkum landlæknis er að hafa sinna kvörtunum almennings vegna heilbrigðisþjónustu, skv. j-lið 1. mgr. 4. gr. laga um Landlækni og lýðheilsu nr. 41/2007. Landlæknir hefur einnig eftirlit með heilbrigðisþjónustu og heilbrigðisstarfsmönnum, skv. e-lið sama lagaákvæðis. Í 1. mgr. 12. gr. laganna segir að landlækni sé skylt að sinna erindum er varða samskipti almennings við veitendur heilbrigðisþjónustu og í 5. mgr. ákvæðisins kemur fram að ef kvörtunin varðar mistök eða vanrækslu við sjúkdómsgreiningu eða meðferð þá skuli embættið að jafnaði afla umsagnar óháðs sérfræðings. Í sama ákvæði segir að ákvæði stjórnsýslulaga gildi um meðferð kvartanna hjá embættinu. Ein af meginreglum stjórnsýsluréttarins sem lögfest hefur verið 9. gr. stjórnsýslulaga nr. 93/1993 er reglan um málshraða eða að ákvarðanir í málum skuli teknar svo fljótt sem unnt er. Hér að baki liggja þau sjónarmið að borgarar eigi rétt á að fá skjóta úrlausn sinna mála og eigi ekki að þurfa að bíða í óvissu lengur en þörf krefur. Hagsmunir borgaranna geta enda verið brýnir og kallað á skjóta úrlausn. Af þeim sökum er þessi skylda, að passa upp á málshraðann, lögð á herðar stjórnvalda. Þeir sem telja sig hafa orðið fyrir vanrækslu eða mistökum í heilbrigðisþjónustu þurfa oftast að leita til landlæknis til að fá úr því skorið hvort mistök hafi verið gerð að vanræksla átt sér stað. Sá sem hefur orðið fyrri tjóni vegna vanrækslu eða mistaka í heilbrigðisþjónustu á rétt á bótum úr sjúklingatryggingu skv. lögum um sjúklingatryggingar. Þessi bótaréttur er almennur og er slakað á svokölluðum saknæmisskilyrðum skv. lögunum. Það þýðir að ekki eru gerðar eins strangar kröfur til tjónþolans að sanna saknæma háttsemi tjónvaldsins. Á móti kemur að þessi réttur fyrnist á fjórum árum frá þeim tíma að tjónþoli fékk eða mátti fá vitneskju um tjón sitt. Niðurstaða landlæknis í þessum efnum getur haft úrslitaáhrif á rétt viðkomandi til bóta. Í flestum tilvikum berast kvartanir til Landlæknis eftir þetta tímamark, það er að segja eftir að viðkomandi hefur fengið upplýsingar um að mögulega hafi mistök átt sér stað. Það þýðir að fyrningarfresturinn er byrjaður að líða áður en málið ratar inn á borð Landlæknis. Kæra til Landlæknis hvorki rýfur né frestar fyrningu, fyrir því höfum við skýrt fordæmi frá Hæstarétti. Meðferð landlæknis í þessum málaflokki hefur lengi verið í ólestri. Árið 2021 eða fyrir þremur árum síðan tilkynnti embættið kvartendum að almennt væri ekki niðurstöðu að vænta fyrr en að þremur árum liðnum. Nú þremur árum seinna er landlæknir búinn að lengja málsmeðferðartímann upp í fimm ár. Það gefur auga leið að þessi tími sem landlæknir gefur sér er óboðlegur með öllu. Það er óforsvaranlegt að bótaréttur einstaklinga sé fyrir borð borinn af því að landlæknir getur ekki sinnt þeim verkefnum sem honum ber lögum samkvæmt. Ábyrgðin hlýtur að liggja hjá Alþingi sem hefur sniðið embættinu of þröngan stakk. Verði ekki ráðin bót á þessu þá er aðeins tímaspursmál hvenær mikilsverð réttindi einstaklinga, sem beðið hafa tjóns vegna mistaka eða vanrækslu í heilbrigðiskerfinu, fara forgörðum. Höfundur er lögmaður. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Stjórnsýsla Heilbrigðismál Mest lesið Blóðugar afleiðingar lyga Hjörvar Sigurðsson Skoðun Hinsegin samfélagið á heimili í Hafnarfirði Valdimar Víðisson Skoðun Alvöru fjárlög fyrir venjulegt fólk Þórður Snær Júlíusson Skoðun Hafa börn frjálsan vilja? Sigurður Árni Reynisson Skoðun Berklar, Krakk og Rough Sleep Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Hvar er textinn? Sigurlín Margrét Sigurðardóttir Skoðun Áhrif Vesturlanda og vöxtur Kína Jón Sigurgeirsson Skoðun Lygin um flóttamenn á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun Rétturinn til að verða bergnuminn Dofri Hermannsson Skoðun Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson Skoðun Skoðun Skoðun Hvar er textinn? Sigurlín Margrét Sigurðardóttir skrifar Skoðun Berklar, Krakk og Rough Sleep Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Blóðugar afleiðingar lyga Hjörvar Sigurðsson skrifar Skoðun Hinsegin samfélagið á heimili í Hafnarfirði Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Áhrif Vesturlanda og vöxtur Kína Jón Sigurgeirsson skrifar Skoðun Alvöru fjárlög fyrir venjulegt fólk Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Hafa börn frjálsan vilja? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson skrifar Skoðun Hvers vegna halda Íslendingar með Dönum? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Hvað varð um þinn minnsta bróður? Birna Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Rétturinn til að verða bergnuminn Dofri Hermannsson skrifar Skoðun Þriðja leiðin í námsmati stuðlar að snemmtækri íhlutun Íris E. Gísladóttir skrifar Skoðun Alþjóðadagur sjálfsvígsforvarna Alma D. Möller skrifar Skoðun Hækkun skrásetningargjalds – Segjum sannleikann Eiríkur Kúld Viktorsson skrifar Skoðun Alþjóðlegur sjálfsvígsforvarnardagur – mikilvægi samtals og samkenndar Ellen Calmon skrifar Skoðun Hvaða módel ertu? Heiðdís Geirsdóttir skrifar Skoðun Tilgáta um brjálsemi þjóðarleiðtoga Gunnar Björgvinsson skrifar Skoðun Blóðbað í Súdan: Framtíðarannáll? Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Sparnaðartillögur á kostnað atvinnulausra Finnbjörn A Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Atvinnustefna þarf líka að fjalla um rótgrónar atvinnugreinar Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Á að hita upp allan Faxaflóann? Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Á tímamótum: Sameinuðu þjóðirnar í 80 ár Vala Karen Viðarsdóttir,Védís Ólafsdóttir skrifar Skoðun Borgar sig að vanmeta menntun? Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Samfylkingin hækkar gjöld á háskólanema Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Aðgerðaáætlun í menntamálum ekki markviss Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Hermína Gunnþórsdóttir skrifar Skoðun Héraðsvötnin eru hjartsláttur fjarðarins Rakel Hinriksdóttir skrifar Skoðun Lygin um flóttamenn á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Mismunun skýrir aukningu erlendra fanga Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Farsæld barna í fyrirrúmi Bragi Bjarnason skrifar Skoðun Hlúum að persónumiðaðri nálgun í öldrunarþjónustu Margrét Guðnadóttir skrifar Sjá meira
Eitt af meginhlutverkum landlæknis er að hafa sinna kvörtunum almennings vegna heilbrigðisþjónustu, skv. j-lið 1. mgr. 4. gr. laga um Landlækni og lýðheilsu nr. 41/2007. Landlæknir hefur einnig eftirlit með heilbrigðisþjónustu og heilbrigðisstarfsmönnum, skv. e-lið sama lagaákvæðis. Í 1. mgr. 12. gr. laganna segir að landlækni sé skylt að sinna erindum er varða samskipti almennings við veitendur heilbrigðisþjónustu og í 5. mgr. ákvæðisins kemur fram að ef kvörtunin varðar mistök eða vanrækslu við sjúkdómsgreiningu eða meðferð þá skuli embættið að jafnaði afla umsagnar óháðs sérfræðings. Í sama ákvæði segir að ákvæði stjórnsýslulaga gildi um meðferð kvartanna hjá embættinu. Ein af meginreglum stjórnsýsluréttarins sem lögfest hefur verið 9. gr. stjórnsýslulaga nr. 93/1993 er reglan um málshraða eða að ákvarðanir í málum skuli teknar svo fljótt sem unnt er. Hér að baki liggja þau sjónarmið að borgarar eigi rétt á að fá skjóta úrlausn sinna mála og eigi ekki að þurfa að bíða í óvissu lengur en þörf krefur. Hagsmunir borgaranna geta enda verið brýnir og kallað á skjóta úrlausn. Af þeim sökum er þessi skylda, að passa upp á málshraðann, lögð á herðar stjórnvalda. Þeir sem telja sig hafa orðið fyrir vanrækslu eða mistökum í heilbrigðisþjónustu þurfa oftast að leita til landlæknis til að fá úr því skorið hvort mistök hafi verið gerð að vanræksla átt sér stað. Sá sem hefur orðið fyrri tjóni vegna vanrækslu eða mistaka í heilbrigðisþjónustu á rétt á bótum úr sjúklingatryggingu skv. lögum um sjúklingatryggingar. Þessi bótaréttur er almennur og er slakað á svokölluðum saknæmisskilyrðum skv. lögunum. Það þýðir að ekki eru gerðar eins strangar kröfur til tjónþolans að sanna saknæma háttsemi tjónvaldsins. Á móti kemur að þessi réttur fyrnist á fjórum árum frá þeim tíma að tjónþoli fékk eða mátti fá vitneskju um tjón sitt. Niðurstaða landlæknis í þessum efnum getur haft úrslitaáhrif á rétt viðkomandi til bóta. Í flestum tilvikum berast kvartanir til Landlæknis eftir þetta tímamark, það er að segja eftir að viðkomandi hefur fengið upplýsingar um að mögulega hafi mistök átt sér stað. Það þýðir að fyrningarfresturinn er byrjaður að líða áður en málið ratar inn á borð Landlæknis. Kæra til Landlæknis hvorki rýfur né frestar fyrningu, fyrir því höfum við skýrt fordæmi frá Hæstarétti. Meðferð landlæknis í þessum málaflokki hefur lengi verið í ólestri. Árið 2021 eða fyrir þremur árum síðan tilkynnti embættið kvartendum að almennt væri ekki niðurstöðu að vænta fyrr en að þremur árum liðnum. Nú þremur árum seinna er landlæknir búinn að lengja málsmeðferðartímann upp í fimm ár. Það gefur auga leið að þessi tími sem landlæknir gefur sér er óboðlegur með öllu. Það er óforsvaranlegt að bótaréttur einstaklinga sé fyrir borð borinn af því að landlæknir getur ekki sinnt þeim verkefnum sem honum ber lögum samkvæmt. Ábyrgðin hlýtur að liggja hjá Alþingi sem hefur sniðið embættinu of þröngan stakk. Verði ekki ráðin bót á þessu þá er aðeins tímaspursmál hvenær mikilsverð réttindi einstaklinga, sem beðið hafa tjóns vegna mistaka eða vanrækslu í heilbrigðiskerfinu, fara forgörðum. Höfundur er lögmaður.
Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson Skoðun
Skoðun Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson skrifar
Skoðun Alþjóðlegur sjálfsvígsforvarnardagur – mikilvægi samtals og samkenndar Ellen Calmon skrifar
Skoðun Sparnaðartillögur á kostnað atvinnulausra Finnbjörn A Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar
Skoðun Atvinnustefna þarf líka að fjalla um rótgrónar atvinnugreinar Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar
Skoðun Aðgerðaáætlun í menntamálum ekki markviss Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Hermína Gunnþórsdóttir skrifar
Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson Skoðun