Innlent

Risaþotan flaug aftur yfir Reykja­víkur­svæðið

Kristján Már Unnarsson skrifar
Júmbóþotan í flugtaki frá Keflavíkurflugvelli síðastliðinn fimmtudag. Hún flaug aftur yfir Reykjavík laust fyrir klukkan 19.
Júmbóþotan í flugtaki frá Keflavíkurflugvelli síðastliðinn fimmtudag. Hún flaug aftur yfir Reykjavík laust fyrir klukkan 19. KMU

Áhöfn Boeing 747-júmbóþotu Air Atlanta flaug aftur yfir Reykjavíkursvæðið í kvöld og var hún yfir borginni um klukkan 18:50. Flugvélin var að koma með 240 starfsmenn félagsins og maka frá Casablanca í Marokkó og lenti í Keflavík upp úr klukkan 19.

Þetta er sama flugvél og flaug hring yfir Reykjavíkursvæðinu eftir flugtak frá Keflavík á fimmtudag en þá var hún í um 1.800 feta hæð yfir borginni. Flugfélagið er að kveðja Boeing 747-breiðþotuna sem farþegaflugvél og var starfsmönnum félagsins ásamt mökum af því tilefni boðið í sérstakt kveðjuferðalag til Norður-Afríku.

Bjart og fallegt veður yfir borginni varð til þess að flugmennirnir ákváðu nú síðdegis í samráði við flugturninn í Reykjavík og flugstjórnarmiðstöðina að teygja aðflugsleiðina að Keflavík yfir Reykjavíkursvæðið og gefa borgarbúum aftur kost á að virða fyrir sér þessa drottningu himnanna á flugi. Vélin hélt þó meiri hæð að þessu sinni og var í um 2.800 fetum yfir borginni.

Á morgun, mánudaginn 7. október, verður henni svo flogið til Cotswold-flugvallar norðaustan Bristol þar sem hennar bíður niðurrif í endurvinnslustöð.

Hér má sjá flugtak hennar frá Keflavík á fimmtudag:

Hér má sjá flug hennar yfir borginni á fimmtudag:


Tengdar fréttir

Hér sést risaþotan taka á loft frá Keflavíkurflugvelli

Síðasta farþegaflug Air Atlanta á Boeing 747-júmbóþotunni var í dag og flaug vélin sérstakan kveðjuhring yfir Reykjavíkursvæðinu. Forstjóri Atlanta segir þessa flugvélartegund hafa byggt upp félagið.

Risaþota flaug í lágflugi yfir Reykjavík

Síðasta farþegaflug Air Atlanta á Boeing 747 verður um klukkan tvö í dag. Flogið verður í lágflugi yfir Reykjavík í tilefni dagsins og þaðan í sérstakt kveðjuflug með starfsmenn félagsins til Casablanca í Marokkó í Norður-Afríku.

Síðasta farþegaflug Air Atlanta á Boeing 747-júmbóþotunni

Flugfélagið Air Atlanta er að kveðja Boeing 747-breiðþotuna sem farþegaflugvél eftir 31 ár í rekstri. Síðasta farþegaflug Atlanta á júmbó-þotunni verður sérstakt kveðjuflug til Norður-Afríku um næstu helgi með starfsmenn félagsins.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×