Haukar unnu fyrri leik liðanna í gær með 22 marka mun, 16-38, og spennan fyrir leik dagsins var því lítil.
Sem fyrr sagði unnu Haukar leikinn í dag með þrettán marka mun og einvígið með samtals 35 mörkum, 68-33.
Birta Lind Jóhannsdóttir skoraði átta mörk úr átta skotum fyrir Hauka í dag. Sara Katrín Gunnarsdóttir gerði fimm mörk.
Elísa Helga Sigurðardóttir átti góðan leik í markinu og varði fimmtán skot (47 prósent).