Ný Selfossbrú yfir Ölfusá – bruðl eða skynsemi? Tómas Ellert Tómasson skrifar 6. október 2024 16:02 Undanfarið hefur ný Selfossbrú yfir Ölfusá verið fréttaefni, ekki eingöngu vegna tafa, veggjalda eða vöntunar á ríkisábyrgð heldur vegna byggingarkostnaðar hennar. Fyrrum samgönguráðaherra ásamt samflokksmanni sínum, þingmanni Suðurkjördæmis riðu á vaðið með sameiginlegri grein í Morgunblaðinu í haustbyrjun sem bar yfirskriftina „Samgöngumál í ógöngum“ þar sem félagarnir fullyrða að bygging nýrrar brúar yfir Ölfusá sé dæmi um óráðsíu, bruðl og óþarfa flottheit. Þeir segja svo stagbrúnna sem ætlað er að reisa kosta a.m.k. 10 milljarða og að vel hægt sé að brúa ánna á þessum stað fyrir mun minna fé eða 3 til 3,5 milljarða króna og vísa til reynslumikla aðila máli sínu til stuðnings. Ölfusá, hættulegasta flóðá landsins Meðalrennsli Ölfusár er 384 m3/sek og reglulega koma flóð í þessa vatnsmestu og hættulegustu flóðaá landsins sem ná allt um eða yfir 2000 m3/sek rennsli. Mesta mælt rennsli í ánni mældist 2620 m3/sek, þann 29. febrúar 1968. Þegar flóð eru stærri en 1500 m3/sek flæðir áin yfir bakka sína. Mynd 1- Reiknuð og mæld hæstu flóð við vatnshæðarmæli 064 við Selfoss Vatnshæð við vatnshæðarmæli 064 við Selfoss neðan gömlu Ölfusárbrúar er við meðalrennsli 10 m.y.s. en við 1400 m3/sek rennsli er vatnshæðin 12,5 m.y.s., í báðum tilvikum helst áin í farvegi sínum. Í flóðinu 1968 þegar áin flæddi yfir bakka sína er áætlað að vatnshæð við mælinn hafi verið 13,74 m.y.s eða tæpum 4 metrum hærri en við meðalrennsli. Hve há vatnsstaðan verður við 3000 m3/sek ofsaflóð er ekki til nein spá sem ég veit um en ekki er ólíklegt að hún verði á bilinu 13,8-14,0 m.y.s við mælinn. Mögulegar brúartegundir Aðstæður til brúargerðar yfir Efri Laugardælaeyju eru um margt sérstakar. Hvítá/Ölfusá er hættulegasta flóðaá landsins með eða án jakaburðar, grundunaraðstæður eru mismunandi á vestri og eystri bakka hennar og hún er staðsett á virku jarðskjálftasvæði og líklegt þykir að hún þveri jarðskjálftasprungu. Brúin þarf því að standa hátt í landinu og standast jarðskjálfta stærri en Mw6,5. Heildarlengd brúarinnar er 330m og það er mögulegt að brúa ánna með einni eða tveim brúm vegna eyjunnar sem er mitt á milli bakkanna. Ýmsar mögulegar brúartegundir eru þekktar til að brúa slík höf sem um ræðir í tilviki nýrrar Selfossbrúar yfir Ölfusá, byggðar upp með steypu eða stáli. Þar má helst nefna hengibrýr, stagbrýr, bogabrýr, bitabrýr og grindarbrýr. Brýr með undirstöðum í árfarveginum koma lítt eða ekki til greina s.s. stöplabrýr með eða án jarðvegsfyllinga líkt og Borgarfjarðarbrú þar sem slík lausn myndi auka líkur á krapastíflum og einnig eru slíkar brýr ekki hentugar á jarðskjálftasvæðum. Samanburður á raunkostnaði mismunandi brúartegunda Árið 2013 kom fram rannsókn sem byggð var á reynslutölum kostnaðar fyrir mismunandi brúargerðir. Í rannsókninni voru teknar saman raunkostnaðartölur 300 brúa og þær bornar saman mtt. haflengda. Auk þess voru settar upp empíriskar jöfnur sem nota mætti til að auðvelda ákvarðanatöku um hvers konar brúargerð væri hagkvæmast að byggja eftir því hverjar haflengdir þeirra væru. Samkvæmt rannsóknarniðurstöðunum er hagkvæmasta tegund brúar með sömu haflengd og nýja Selfossbrúin yfir Ölfusá, stagbrú. Áætlaður kostnaður við gerð 330m stagbrúar liggur á bilinu 7-8 milljarðar króna að sögn Vegagerðarinnar. Ef við gerum ráð fyrir því að kostnaðurinn við stagbrúnna verði 8 milljarðar að þá má gera ráð fyrir því að tvær bogabrýr sem spanna hvor um sig (til einföldunar) 165m sé 10,6 milljarðar króna eða 33% dýrari lausn en ein 330m stagbrú. Val Vegagerðarinnar á stagbrú yfir Efri Laugardælaeyju er því eins og sjá má ekki byggð á óráðsíu og bruðli heldur skynsemi. Allt tal um montbrú, minnisvarða eða óþarfa flottheit eru því úr lausu lofti gripnar. Hér er eingöngu um að ræða skynsamlega og hagkvæma lausn sem vill bara svo til að verður stórglæsilegt kennileiti fyrir Selfossbæ og nágrenni um ókomna tíð. Tafla til glöggvunar: Höfundur er byggingarverkfræðingur og fyrrv. bæjarfulltrúi Miðflokksins í Svf. Árborg. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Tómas Ellert Tómasson Ölfus Ný Ölfusárbrú Árborg Mest lesið Þolinmæði Hafnfirðinga er á þrotum! Kristín Thoroddsen Skoðun Það ber allt að sama brunni. – Mín kenning. Björn Ólafsson Skoðun Glæpamenn í glerhúsi Ólafur Stephensen Skoðun „Við lofum að gera þetta ekki aftur“ Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Erum við í ofbeldissambandi við ESB? Magnús Árni Skjöld Magnússon Skoðun Alvöru tækifæri í gervigreind Halldór Kári Sigurðarson Skoðun Hægagangur í samskiptum við bæjaryfirvöld Hilmar Freyr Gunnarsson Skoðun Gæludýraákvæðin eru gallagripur Árni Stefán Árnason Skoðun Það kostar að menga, þú sparar á að menga minna Guðríður Eldey Arnardóttir Skoðun Hvað finnst Grindvíkingum? Jóhanna Lilja Birgisdóttir,Guðrún Pétursdóttir,Ingibjörg Lilja Ómarsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hlutverk hverfa í borgarstefnu Óskar Dýrmundur Ólafsson skrifar Skoðun Gæludýraákvæðin eru gallagripur Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Glæpamenn í glerhúsi Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Það kostar að menga, þú sparar á að menga minna Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Þolinmæði Hafnfirðinga er á þrotum! Kristín Thoroddsen skrifar Skoðun Hægagangur í samskiptum við bæjaryfirvöld Hilmar Freyr Gunnarsson skrifar Skoðun Dagur mannréttinda (sumra) barna Vigdís Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Sterk ferðaþjónusta skapar sterkara samfélag Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Hvað finnst Grindvíkingum? Jóhanna Lilja Birgisdóttir,Guðrún Pétursdóttir,Ingibjörg Lilja Ómarsdóttir skrifar Skoðun Alvöru tækifæri í gervigreind Halldór Kári Sigurðarson skrifar Skoðun Erum við í ofbeldissambandi við ESB? Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun „Við lofum að gera þetta ekki aftur“ Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Það ber allt að sama brunni. – Mín kenning. Björn Ólafsson skrifar Skoðun Hver mun stjórna heiminum eftir hundrað ár? Sigurður Árni Þórðarson skrifar Skoðun Íbúðir með froðu til sölu Björn Sigurðsson skrifar Skoðun Að hafa eða að vera Guðrún Schmidt skrifar Skoðun Mikilvægar kjarabætur fyrir aldraða Inga Sæland skrifar Skoðun Kerfisbundin villa – Af hverju þurfa börn innflytjenda að læra íslensku sem annað mál? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Tryggðu þér bíl fyrir áramótin! Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Formúlu fyrir sigri? Nei takk. Guðmundur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Norræn samstaða skapar tækifæri fyrir græna framtíð Nótt Thorberg skrifar Skoðun Má umskera dreng í heimahúsi? Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Viðskiptafrelsi og hátækniiðnaður Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Hver er virðingin fyrir skólaskyldunni? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir skrifar Skoðun Skattar lækka um 3,7 milljarða í Kópavogi á sama tíma og bæjarsjóður er rekinn með halla Bergljót Kristinsdóttir skrifar Skoðun Valþröng í varnarmálum Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Fjólubláar prófílmyndir Anna Sóley Ásmundsdóttir skrifar Skoðun Er þetta planið? Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Frystum samninga. Stoppum atkvæðagreiðslur. Ótímabundið frost Pétur Björgvin Sveinsson skrifar Skoðun Tækifærin í orkuskiptunum Jón Trausti Kárason skrifar Sjá meira
Undanfarið hefur ný Selfossbrú yfir Ölfusá verið fréttaefni, ekki eingöngu vegna tafa, veggjalda eða vöntunar á ríkisábyrgð heldur vegna byggingarkostnaðar hennar. Fyrrum samgönguráðaherra ásamt samflokksmanni sínum, þingmanni Suðurkjördæmis riðu á vaðið með sameiginlegri grein í Morgunblaðinu í haustbyrjun sem bar yfirskriftina „Samgöngumál í ógöngum“ þar sem félagarnir fullyrða að bygging nýrrar brúar yfir Ölfusá sé dæmi um óráðsíu, bruðl og óþarfa flottheit. Þeir segja svo stagbrúnna sem ætlað er að reisa kosta a.m.k. 10 milljarða og að vel hægt sé að brúa ánna á þessum stað fyrir mun minna fé eða 3 til 3,5 milljarða króna og vísa til reynslumikla aðila máli sínu til stuðnings. Ölfusá, hættulegasta flóðá landsins Meðalrennsli Ölfusár er 384 m3/sek og reglulega koma flóð í þessa vatnsmestu og hættulegustu flóðaá landsins sem ná allt um eða yfir 2000 m3/sek rennsli. Mesta mælt rennsli í ánni mældist 2620 m3/sek, þann 29. febrúar 1968. Þegar flóð eru stærri en 1500 m3/sek flæðir áin yfir bakka sína. Mynd 1- Reiknuð og mæld hæstu flóð við vatnshæðarmæli 064 við Selfoss Vatnshæð við vatnshæðarmæli 064 við Selfoss neðan gömlu Ölfusárbrúar er við meðalrennsli 10 m.y.s. en við 1400 m3/sek rennsli er vatnshæðin 12,5 m.y.s., í báðum tilvikum helst áin í farvegi sínum. Í flóðinu 1968 þegar áin flæddi yfir bakka sína er áætlað að vatnshæð við mælinn hafi verið 13,74 m.y.s eða tæpum 4 metrum hærri en við meðalrennsli. Hve há vatnsstaðan verður við 3000 m3/sek ofsaflóð er ekki til nein spá sem ég veit um en ekki er ólíklegt að hún verði á bilinu 13,8-14,0 m.y.s við mælinn. Mögulegar brúartegundir Aðstæður til brúargerðar yfir Efri Laugardælaeyju eru um margt sérstakar. Hvítá/Ölfusá er hættulegasta flóðaá landsins með eða án jakaburðar, grundunaraðstæður eru mismunandi á vestri og eystri bakka hennar og hún er staðsett á virku jarðskjálftasvæði og líklegt þykir að hún þveri jarðskjálftasprungu. Brúin þarf því að standa hátt í landinu og standast jarðskjálfta stærri en Mw6,5. Heildarlengd brúarinnar er 330m og það er mögulegt að brúa ánna með einni eða tveim brúm vegna eyjunnar sem er mitt á milli bakkanna. Ýmsar mögulegar brúartegundir eru þekktar til að brúa slík höf sem um ræðir í tilviki nýrrar Selfossbrúar yfir Ölfusá, byggðar upp með steypu eða stáli. Þar má helst nefna hengibrýr, stagbrýr, bogabrýr, bitabrýr og grindarbrýr. Brýr með undirstöðum í árfarveginum koma lítt eða ekki til greina s.s. stöplabrýr með eða án jarðvegsfyllinga líkt og Borgarfjarðarbrú þar sem slík lausn myndi auka líkur á krapastíflum og einnig eru slíkar brýr ekki hentugar á jarðskjálftasvæðum. Samanburður á raunkostnaði mismunandi brúartegunda Árið 2013 kom fram rannsókn sem byggð var á reynslutölum kostnaðar fyrir mismunandi brúargerðir. Í rannsókninni voru teknar saman raunkostnaðartölur 300 brúa og þær bornar saman mtt. haflengda. Auk þess voru settar upp empíriskar jöfnur sem nota mætti til að auðvelda ákvarðanatöku um hvers konar brúargerð væri hagkvæmast að byggja eftir því hverjar haflengdir þeirra væru. Samkvæmt rannsóknarniðurstöðunum er hagkvæmasta tegund brúar með sömu haflengd og nýja Selfossbrúin yfir Ölfusá, stagbrú. Áætlaður kostnaður við gerð 330m stagbrúar liggur á bilinu 7-8 milljarðar króna að sögn Vegagerðarinnar. Ef við gerum ráð fyrir því að kostnaðurinn við stagbrúnna verði 8 milljarðar að þá má gera ráð fyrir því að tvær bogabrýr sem spanna hvor um sig (til einföldunar) 165m sé 10,6 milljarðar króna eða 33% dýrari lausn en ein 330m stagbrú. Val Vegagerðarinnar á stagbrú yfir Efri Laugardælaeyju er því eins og sjá má ekki byggð á óráðsíu og bruðli heldur skynsemi. Allt tal um montbrú, minnisvarða eða óþarfa flottheit eru því úr lausu lofti gripnar. Hér er eingöngu um að ræða skynsamlega og hagkvæma lausn sem vill bara svo til að verður stórglæsilegt kennileiti fyrir Selfossbæ og nágrenni um ókomna tíð. Tafla til glöggvunar: Höfundur er byggingarverkfræðingur og fyrrv. bæjarfulltrúi Miðflokksins í Svf. Árborg.
Hvað finnst Grindvíkingum? Jóhanna Lilja Birgisdóttir,Guðrún Pétursdóttir,Ingibjörg Lilja Ómarsdóttir Skoðun
Skoðun Hvað finnst Grindvíkingum? Jóhanna Lilja Birgisdóttir,Guðrún Pétursdóttir,Ingibjörg Lilja Ómarsdóttir skrifar
Skoðun Kerfisbundin villa – Af hverju þurfa börn innflytjenda að læra íslensku sem annað mál? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar
Skoðun Skattar lækka um 3,7 milljarða í Kópavogi á sama tíma og bæjarsjóður er rekinn með halla Bergljót Kristinsdóttir skrifar
Skoðun Frystum samninga. Stoppum atkvæðagreiðslur. Ótímabundið frost Pétur Björgvin Sveinsson skrifar
Hvað finnst Grindvíkingum? Jóhanna Lilja Birgisdóttir,Guðrún Pétursdóttir,Ingibjörg Lilja Ómarsdóttir Skoðun