Það er þetta með þorpið Dagný Gísladóttir skrifar 6. október 2024 15:32 Hugleiðingar kennara á Alþjóðadegi kennara Ef þú bara vissir hvað mér þykir gaman að mæta í vinnuna. Nýjar áskoranir á hverjum degi. Ótal tækifæri til að byggja upp einstaklinga framtíðarinnar og hvetja þá til góðra verka. Læra meira en í gær, kenna allt milli himins og jarðar og jafnvel skoða hluti sem maður vissi ekki að væru til. Sjá framfarir nemenda, litlu hlutirnir og stóru sigrarnir. Upplifa gleði og sorg, taka þátt í lífi einstaklega sem skipta mig miklu máli, okkur öll, alla sem starfa í skóla. Finna námsefni við hæfi, huga að áhugasviði hvers og eins og reyni eftir bestu getu að nálgast alla á þeirra forsendum á eins fjölbreyttan hátt og hugsast getur. Vinna eftir Aðalnámskrá grunnskóla, skólanámskrá, Barnasáttmálanum, Heimsmarkmiðunum og hinum ýmsu lögum og reglum. Enn um leið sinna samfélagslegri skildu ef þurfa þykir, ásamt því að skella einum og einum plástri á bæði sýnileg og ósýnileg sár. Á sama tíma styð ég fullorðna fólkið, forráðamenn, sem koma að nemendum, hlusta og sýni skilning. Styð alla saman í gegnum veturinn, í gegnum lífið, við að byggja upp börnin þeirra, efla þau og fylgi þeim styðjandi í gegnum þann þroska barnsins sem við mannkynið förum í gegnum. Þetta gerum við allt saman. Ég tilheyri nefnilega frábærri starfsstétt, ég er kennari og er svo heppin að hlutverk mitt er fjölbreytt. Ég vinn með frábæru samstarfsfólki og síðast en ekki síst tel ég mig vera fyrirmynd! Líðan og félagsleg staða einstaklinga er í dag þáttur sem spilar veigamikið hlutverk í samfélaginu okkar. Ég tel að skólasamfélagið í heild hafi gífurlega miklar áhyggjur af þessum vanda sem virðist stækka. Þessir þættir hafa verið rannsakaðir töluvert í gegnum tíðina. Niðurstaða margra kannanna sýna að nú er staðan verri en oft áður. Í grunnin tel ég málþroska og orðaskilning vera einn þátt í þessum vanda. Ef við náum ekki að tjá okkur þá getum við ekki sagt hvernig okkur líður og þá förum við oft að haga okkur illa. Þá eru einnig margir þættir sem spila inn í heildarmyndina eins og lítil samvera, samfélagsmiðlar, netnotkun og fleira. En markmið mitt hér er ekki að fjalla um rannsóknir og ástæður heldur frekar hugmyndir og hugleiðingar af lausnum á þessari stöðu. Ég hef nefnilega líka áhyggjur, því þó við kennarar séum sérfræðingar á okkar sviði, lausnamiðaðir og séum góðir í að laga okkur að aðstæðum þá getum við ekki einir og sér leyst þann vanda sem hér um ræðir. Skólasamfélagið þarf sérfræðinga sem vinna saman að því markmiði að styðja við börnin okkar, framtíðinni. Að börnunum okkar líði sem allra allra best og þá tel ég að í framhaldi muni allt ganga mikið betur eins og til dæmis nám þeirra. Skólasamfélagið er oftast fljótt að koma auga á og vinna með hvern og einn einstakling, en okkur vantar oft bjargir, aðra sérfræðinga sem styðja við barnið, fjölskyldur þess og okkur í skólasamfélaginu. Þessir sérfræðingar verða að vera hluti af okkur í skólasamfélaginu, hluti af þorpinu, ekki standa fyrir utan það, vera á staðnum. Á þann hátt myndum við saman grípa fyrr inn í aðstæður og standa þannig saman í að hlúa að því mikilvægasta sem við eigum, börnunum. Hver skóli þarf sérfræðinga sem eru til taks, alltaf, teymi sérfræðinga innan skólanna. Já ótrúlegt en satt þá getum við ekki sett á stopp og beðið í mánuði og ár, við viljum ekki bíða í röð með nemendur eða setja þau á lista. Hjálpin þarf að berast mikið fyrr. Það er ekki nóg að fagna öllum eins og þeir eru heldur þarf líka að vera mannskapur til að grípa alla aðila strax þegar á þarf að halda. Trúið mér, allt starfsfólk grunnskólans er tilbúið að gefa allt sem það getur. Það væri óskandi að skólakerfið væri ekki tengt við pólitík og ákvarðanir ættu ekki að vera geðþóttaákvörðun þeirra sem stjórna hverju sinni. Eru sveitafélögin að ráða við þessa ábyrgð eða ættu þau ekki að bera hana? Er ábyrgð ríkisins ekki nein eða finnst þeim sem þar stjórna eðlilegt að börnum sé oft mismunað eftir til dæmis búsetu? Börn eiga rétt og þann rétt er auðvelt að setja á blað en oft á tíðum erfitt að framfylgja eða hvað? Draumur minn sem kennara er að starfi mínu og skólaumhverfinu væri sýnd virðing af öllum í samfélaginu okkar. Ég ætla að halda áfram vera kennari sem hef trú á nemendum mínum og trúa því að þeim séu allir vegir færir. En að því sögðu vona ég sannarlega að þeir sem stjórna sjái til þess að ég og aðrir í skólasamfélaginu getum unnið vinnuna okkar. Það er nefnilega þannig að í þorpinu þurfum við öll að standa saman. Tíminn er dýrmætur. Höfundur er kennari. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Grunnskólar Skóla- og menntamál Mest lesið Blóðugar afleiðingar lyga Hjörvar Sigurðsson Skoðun Hinsegin samfélagið á heimili í Hafnarfirði Valdimar Víðisson Skoðun Alvöru fjárlög fyrir venjulegt fólk Þórður Snær Júlíusson Skoðun Hafa börn frjálsan vilja? Sigurður Árni Reynisson Skoðun Berklar, Krakk og Rough Sleep Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Hvar er textinn? Sigurlín Margrét Sigurðardóttir Skoðun Áhrif Vesturlanda og vöxtur Kína Jón Sigurgeirsson Skoðun Lygin um flóttamenn á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun Rétturinn til að verða bergnuminn Dofri Hermannsson Skoðun Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson Skoðun Skoðun Skoðun Hvar er textinn? Sigurlín Margrét Sigurðardóttir skrifar Skoðun Berklar, Krakk og Rough Sleep Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Blóðugar afleiðingar lyga Hjörvar Sigurðsson skrifar Skoðun Hinsegin samfélagið á heimili í Hafnarfirði Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Áhrif Vesturlanda og vöxtur Kína Jón Sigurgeirsson skrifar Skoðun Alvöru fjárlög fyrir venjulegt fólk Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Hafa börn frjálsan vilja? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson skrifar Skoðun Hvers vegna halda Íslendingar með Dönum? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Hvað varð um þinn minnsta bróður? Birna Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Rétturinn til að verða bergnuminn Dofri Hermannsson skrifar Skoðun Þriðja leiðin í námsmati stuðlar að snemmtækri íhlutun Íris E. Gísladóttir skrifar Skoðun Alþjóðadagur sjálfsvígsforvarna Alma D. Möller skrifar Skoðun Hækkun skrásetningargjalds – Segjum sannleikann Eiríkur Kúld Viktorsson skrifar Skoðun Alþjóðlegur sjálfsvígsforvarnardagur – mikilvægi samtals og samkenndar Ellen Calmon skrifar Skoðun Hvaða módel ertu? Heiðdís Geirsdóttir skrifar Skoðun Tilgáta um brjálsemi þjóðarleiðtoga Gunnar Björgvinsson skrifar Skoðun Blóðbað í Súdan: Framtíðarannáll? Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Sparnaðartillögur á kostnað atvinnulausra Finnbjörn A Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Atvinnustefna þarf líka að fjalla um rótgrónar atvinnugreinar Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Á að hita upp allan Faxaflóann? Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Á tímamótum: Sameinuðu þjóðirnar í 80 ár Vala Karen Viðarsdóttir,Védís Ólafsdóttir skrifar Skoðun Borgar sig að vanmeta menntun? Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Samfylkingin hækkar gjöld á háskólanema Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Aðgerðaáætlun í menntamálum ekki markviss Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Hermína Gunnþórsdóttir skrifar Skoðun Héraðsvötnin eru hjartsláttur fjarðarins Rakel Hinriksdóttir skrifar Skoðun Lygin um flóttamenn á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Mismunun skýrir aukningu erlendra fanga Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Farsæld barna í fyrirrúmi Bragi Bjarnason skrifar Skoðun Hlúum að persónumiðaðri nálgun í öldrunarþjónustu Margrét Guðnadóttir skrifar Sjá meira
Hugleiðingar kennara á Alþjóðadegi kennara Ef þú bara vissir hvað mér þykir gaman að mæta í vinnuna. Nýjar áskoranir á hverjum degi. Ótal tækifæri til að byggja upp einstaklinga framtíðarinnar og hvetja þá til góðra verka. Læra meira en í gær, kenna allt milli himins og jarðar og jafnvel skoða hluti sem maður vissi ekki að væru til. Sjá framfarir nemenda, litlu hlutirnir og stóru sigrarnir. Upplifa gleði og sorg, taka þátt í lífi einstaklega sem skipta mig miklu máli, okkur öll, alla sem starfa í skóla. Finna námsefni við hæfi, huga að áhugasviði hvers og eins og reyni eftir bestu getu að nálgast alla á þeirra forsendum á eins fjölbreyttan hátt og hugsast getur. Vinna eftir Aðalnámskrá grunnskóla, skólanámskrá, Barnasáttmálanum, Heimsmarkmiðunum og hinum ýmsu lögum og reglum. Enn um leið sinna samfélagslegri skildu ef þurfa þykir, ásamt því að skella einum og einum plástri á bæði sýnileg og ósýnileg sár. Á sama tíma styð ég fullorðna fólkið, forráðamenn, sem koma að nemendum, hlusta og sýni skilning. Styð alla saman í gegnum veturinn, í gegnum lífið, við að byggja upp börnin þeirra, efla þau og fylgi þeim styðjandi í gegnum þann þroska barnsins sem við mannkynið förum í gegnum. Þetta gerum við allt saman. Ég tilheyri nefnilega frábærri starfsstétt, ég er kennari og er svo heppin að hlutverk mitt er fjölbreytt. Ég vinn með frábæru samstarfsfólki og síðast en ekki síst tel ég mig vera fyrirmynd! Líðan og félagsleg staða einstaklinga er í dag þáttur sem spilar veigamikið hlutverk í samfélaginu okkar. Ég tel að skólasamfélagið í heild hafi gífurlega miklar áhyggjur af þessum vanda sem virðist stækka. Þessir þættir hafa verið rannsakaðir töluvert í gegnum tíðina. Niðurstaða margra kannanna sýna að nú er staðan verri en oft áður. Í grunnin tel ég málþroska og orðaskilning vera einn þátt í þessum vanda. Ef við náum ekki að tjá okkur þá getum við ekki sagt hvernig okkur líður og þá förum við oft að haga okkur illa. Þá eru einnig margir þættir sem spila inn í heildarmyndina eins og lítil samvera, samfélagsmiðlar, netnotkun og fleira. En markmið mitt hér er ekki að fjalla um rannsóknir og ástæður heldur frekar hugmyndir og hugleiðingar af lausnum á þessari stöðu. Ég hef nefnilega líka áhyggjur, því þó við kennarar séum sérfræðingar á okkar sviði, lausnamiðaðir og séum góðir í að laga okkur að aðstæðum þá getum við ekki einir og sér leyst þann vanda sem hér um ræðir. Skólasamfélagið þarf sérfræðinga sem vinna saman að því markmiði að styðja við börnin okkar, framtíðinni. Að börnunum okkar líði sem allra allra best og þá tel ég að í framhaldi muni allt ganga mikið betur eins og til dæmis nám þeirra. Skólasamfélagið er oftast fljótt að koma auga á og vinna með hvern og einn einstakling, en okkur vantar oft bjargir, aðra sérfræðinga sem styðja við barnið, fjölskyldur þess og okkur í skólasamfélaginu. Þessir sérfræðingar verða að vera hluti af okkur í skólasamfélaginu, hluti af þorpinu, ekki standa fyrir utan það, vera á staðnum. Á þann hátt myndum við saman grípa fyrr inn í aðstæður og standa þannig saman í að hlúa að því mikilvægasta sem við eigum, börnunum. Hver skóli þarf sérfræðinga sem eru til taks, alltaf, teymi sérfræðinga innan skólanna. Já ótrúlegt en satt þá getum við ekki sett á stopp og beðið í mánuði og ár, við viljum ekki bíða í röð með nemendur eða setja þau á lista. Hjálpin þarf að berast mikið fyrr. Það er ekki nóg að fagna öllum eins og þeir eru heldur þarf líka að vera mannskapur til að grípa alla aðila strax þegar á þarf að halda. Trúið mér, allt starfsfólk grunnskólans er tilbúið að gefa allt sem það getur. Það væri óskandi að skólakerfið væri ekki tengt við pólitík og ákvarðanir ættu ekki að vera geðþóttaákvörðun þeirra sem stjórna hverju sinni. Eru sveitafélögin að ráða við þessa ábyrgð eða ættu þau ekki að bera hana? Er ábyrgð ríkisins ekki nein eða finnst þeim sem þar stjórna eðlilegt að börnum sé oft mismunað eftir til dæmis búsetu? Börn eiga rétt og þann rétt er auðvelt að setja á blað en oft á tíðum erfitt að framfylgja eða hvað? Draumur minn sem kennara er að starfi mínu og skólaumhverfinu væri sýnd virðing af öllum í samfélaginu okkar. Ég ætla að halda áfram vera kennari sem hef trú á nemendum mínum og trúa því að þeim séu allir vegir færir. En að því sögðu vona ég sannarlega að þeir sem stjórna sjái til þess að ég og aðrir í skólasamfélaginu getum unnið vinnuna okkar. Það er nefnilega þannig að í þorpinu þurfum við öll að standa saman. Tíminn er dýrmætur. Höfundur er kennari.
Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson Skoðun
Skoðun Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson skrifar
Skoðun Alþjóðlegur sjálfsvígsforvarnardagur – mikilvægi samtals og samkenndar Ellen Calmon skrifar
Skoðun Sparnaðartillögur á kostnað atvinnulausra Finnbjörn A Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar
Skoðun Atvinnustefna þarf líka að fjalla um rótgrónar atvinnugreinar Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar
Skoðun Aðgerðaáætlun í menntamálum ekki markviss Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Hermína Gunnþórsdóttir skrifar
Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson Skoðun