Engum verði vísað út við myndbirtingu Sólrún Dögg Jósefsdóttir skrifar 5. október 2024 14:21 Lögmenn Gisele Pelicot segja ákvörðunina sigur. EPA Formaður dómstólsins í Avignon í Frakklandi hefur dregið til baka ákvörðun sína um að vísa fjölmiðlafólki úr dómsal þegar myndefni verður sýnt við réttarhöld í máli Dominique Pélicot. Hvorki fjölmiðlafólki né almenningi verði vísað út við myndbirtingar. Roger Arata, dómari og formaður dómstólsins, tók nýverið ákvörðun um að ef frekara myndefni verði sýnt af mönnum nauðga Gisele Pelicot sofandi yrði fjölmiðlafólki vísað úr salnum. Ákvörðunina rökstuddi hann með því að myndefnið væri ósæmilegt og átakanlegt en Gisele var sjálf mótfallin ákvörðuninni. Le Monde greinir frá því að Arata hafi nú dregið ákvörðunina til baka og fjölmiðlafólki verði ekki gert að rýma dómsalinn þegar myndefni af nauðgununum verða sýnd. Aftur á móti verði fólki yngra en átján ára og viðkvæmum boðið að yfirgefa salinn áður myndefni af nauðgununum verður sýnt. Arata segir að myndefnið verði einungis sýnt þegar brýn nauðsyn er á. Lögmenn Gisele segjast líta á þessa ákvörðun sem sigur. Gisele hefur sjálf krafist þess að réttarhöldin öll verði haldin í heyranda hljóði til þess að vekja til vitundar á kynferðisofbeldi. Frá 2011 til 2020 er vitað til þess að Dominique Pelicot (71) byrlaði eiginkonu sinni Gisele (72) og að minnsta kosti 72 menn nauðguðu henni í að minnsta kosti 92 skipti. Þar að auki nauðgaði hann henni einn oftar en hundrað sinnum. Af 51 manni sem hefur verið ákærður, Pelicot þar með talinn, eru átján í haldi en 32 ganga lausir. Einn hefur aldrei fundist. Mennirnir sem hafa verið ákærðir eru frá 26 til 74 ára gamlir. Frá því að réttarhöld hófust í byrjun september hefur Gisele mætt Dominique og 49 öðrum mönnum sem eru ákærðir fyrir að nauðga henni. Hún hefur hlotið mikið lof baráttufólks gegn kynferðisofbeldi um heim allan fyrir að koma fram undir nafni og krefjast þess að réttarhöldin fari fram fyrir almenningi. Mál Dominique Pélicot Frakkland Erlend sakamál Tengdar fréttir Reyna að tengja Pelicot við fleiri nauðganir og morð Dominique Pelioct, sem byrlaði eiginkonu sinni ólyfjan og fékk tugi manna til að nauðga henni um árabil, er til rannsóknar vegna fimm annarra mála og þar á meðal eins morðs. Málin þykja keimlík einni nauðgunartilraun sem Pelicot hefur játað og morði sem hann hefur verið ákærður fyrir. 1. október 2024 10:16 Sýndu fyrstu myndböndin í dómsal Þrjú af þeim fjölmörgu myndböndum sem Dominique Pelicot tók af því þegar hann eða tugir annarra manna nauðguðu eiginkonu hans, Gisele, voru sýnd í dómsal í Frakklandi í gær. Það var eftir að einn hinn fimmtíu manna sem hafa verið ákærðir í málinu sagðist ekki hafa nauðgað Gisele. 20. september 2024 13:01 „Ég er nauðgari eins og hinir mennirnir hér inni“ Dominique Pelicot, sem byrlaði eiginkonu sinni Gisele ólyfjan og fékk tugi manna til að nauðga henni yfir tíu ára tímabil, bar vitni í réttarhöldunum gegn honum og hinum mönnunum í dag. Þar viðurkenndi hann að hafa nauðgað konu sinni og ítrekaði að hann og hinir fimmtíu mennirnir sem hefðu verið ákærðir í salnum væru nauðgarar. 17. september 2024 09:33 Mest lesið Stór lögregluaðgerð í Laugardal Innlent Falsaði bréf frá skólastjóra á kostnað Kennarasambandsins Innlent Hefði stoppað Magga Mix á punktinum Innlent Björgunarbátur Ormsins langa blés ekki út Innlent Væri hræddari við loftárásir en Palestínumenn væri hún í Palestínu Innlent Þarf að láta sér átta ára dóm lynda Innlent „Mjög óeðlileg nálgun“ Innlent Hafnaði lægstu tilboðum í smíði brúa á Vestfjörðum Innlent Verði svo gott sem heimilislaus í Kópavogi Innlent Palestínski fáninn dreginn að húni við Ráðhúsið Innlent Fleiri fréttir Stóra og fallega frumvarpið verður að lögum Voru á há-áhættu lista BBC fyrir Glastonbury Fjöldi flugferða felldur niður vegna verkfalls franskra flugumferðarstjóra Danskur covid-samsærissinni bendlaður við rússneskan upplýsingahernað Trúarhópar mótmæla Zúmba-kennslu á Indlandi Stjórnlaus gróðureldur ógnar heimilum á Krít „Stóra og fallega frumvarpið“ enn í limbó á þinginu Combs áfram í gæsluvarðhaldi Sautján ára drengur drukknaði á Hróarskeldu Játar að hafa myrt fjórmenningana í Idaho Jimmy Swaggart allur Evrópuríkjum leyft að nota kolefnisjöfnun erlendis í fyrsta skipti Diddy sakfelldur í tveimur af fimm ákæruliðum Boðar arftaka Dalai Lama Paramount lúffar fyrir Trump og greiðir bætur vegna Kamölu Táningsstúlkan sem lést var að teyma íslenskan hest Maðurinn sem fann upp mew-ið er látinn Handtóku stjórnendur sjúkrahússins vegna ætlaðra barnsdrápa Trans konur fá ekki að keppa og Thomas svipt metunum Segja gengið á birgðirnar og hætta við vopnasendingar til Úkraínu Ísraelsmenn hafi gengist við skilyrðum vopnahlés Kviðdómur komst að niðurstöðu í fjórum fimm ákæruliða Diddy „Stóra fallega frumvarpið“ í gegn á einu atkvæði Öldungur dæmdur fyrir meira en hálfrar aldar gamalt morð Forsætisráðherra Taílands vikið úr embætti Fjarlægja loftslagsskýrslur og ætla að hætta að fjármagna rannsóknir Óeirðir í Tyrklandi vegna umdeildrar skopmyndar Rauðar viðvaranir víða í Evrópu vegna hitans Segja niðurskurð á þróunaraðstoð hafa skelfilegar afleiðingar Óvissa uppi um „stóra og fallega“ frumvarpið og Musk hótar hefndum Sjá meira
Roger Arata, dómari og formaður dómstólsins, tók nýverið ákvörðun um að ef frekara myndefni verði sýnt af mönnum nauðga Gisele Pelicot sofandi yrði fjölmiðlafólki vísað úr salnum. Ákvörðunina rökstuddi hann með því að myndefnið væri ósæmilegt og átakanlegt en Gisele var sjálf mótfallin ákvörðuninni. Le Monde greinir frá því að Arata hafi nú dregið ákvörðunina til baka og fjölmiðlafólki verði ekki gert að rýma dómsalinn þegar myndefni af nauðgununum verða sýnd. Aftur á móti verði fólki yngra en átján ára og viðkvæmum boðið að yfirgefa salinn áður myndefni af nauðgununum verður sýnt. Arata segir að myndefnið verði einungis sýnt þegar brýn nauðsyn er á. Lögmenn Gisele segjast líta á þessa ákvörðun sem sigur. Gisele hefur sjálf krafist þess að réttarhöldin öll verði haldin í heyranda hljóði til þess að vekja til vitundar á kynferðisofbeldi. Frá 2011 til 2020 er vitað til þess að Dominique Pelicot (71) byrlaði eiginkonu sinni Gisele (72) og að minnsta kosti 72 menn nauðguðu henni í að minnsta kosti 92 skipti. Þar að auki nauðgaði hann henni einn oftar en hundrað sinnum. Af 51 manni sem hefur verið ákærður, Pelicot þar með talinn, eru átján í haldi en 32 ganga lausir. Einn hefur aldrei fundist. Mennirnir sem hafa verið ákærðir eru frá 26 til 74 ára gamlir. Frá því að réttarhöld hófust í byrjun september hefur Gisele mætt Dominique og 49 öðrum mönnum sem eru ákærðir fyrir að nauðga henni. Hún hefur hlotið mikið lof baráttufólks gegn kynferðisofbeldi um heim allan fyrir að koma fram undir nafni og krefjast þess að réttarhöldin fari fram fyrir almenningi.
Mál Dominique Pélicot Frakkland Erlend sakamál Tengdar fréttir Reyna að tengja Pelicot við fleiri nauðganir og morð Dominique Pelioct, sem byrlaði eiginkonu sinni ólyfjan og fékk tugi manna til að nauðga henni um árabil, er til rannsóknar vegna fimm annarra mála og þar á meðal eins morðs. Málin þykja keimlík einni nauðgunartilraun sem Pelicot hefur játað og morði sem hann hefur verið ákærður fyrir. 1. október 2024 10:16 Sýndu fyrstu myndböndin í dómsal Þrjú af þeim fjölmörgu myndböndum sem Dominique Pelicot tók af því þegar hann eða tugir annarra manna nauðguðu eiginkonu hans, Gisele, voru sýnd í dómsal í Frakklandi í gær. Það var eftir að einn hinn fimmtíu manna sem hafa verið ákærðir í málinu sagðist ekki hafa nauðgað Gisele. 20. september 2024 13:01 „Ég er nauðgari eins og hinir mennirnir hér inni“ Dominique Pelicot, sem byrlaði eiginkonu sinni Gisele ólyfjan og fékk tugi manna til að nauðga henni yfir tíu ára tímabil, bar vitni í réttarhöldunum gegn honum og hinum mönnunum í dag. Þar viðurkenndi hann að hafa nauðgað konu sinni og ítrekaði að hann og hinir fimmtíu mennirnir sem hefðu verið ákærðir í salnum væru nauðgarar. 17. september 2024 09:33 Mest lesið Stór lögregluaðgerð í Laugardal Innlent Falsaði bréf frá skólastjóra á kostnað Kennarasambandsins Innlent Hefði stoppað Magga Mix á punktinum Innlent Björgunarbátur Ormsins langa blés ekki út Innlent Væri hræddari við loftárásir en Palestínumenn væri hún í Palestínu Innlent Þarf að láta sér átta ára dóm lynda Innlent „Mjög óeðlileg nálgun“ Innlent Hafnaði lægstu tilboðum í smíði brúa á Vestfjörðum Innlent Verði svo gott sem heimilislaus í Kópavogi Innlent Palestínski fáninn dreginn að húni við Ráðhúsið Innlent Fleiri fréttir Stóra og fallega frumvarpið verður að lögum Voru á há-áhættu lista BBC fyrir Glastonbury Fjöldi flugferða felldur niður vegna verkfalls franskra flugumferðarstjóra Danskur covid-samsærissinni bendlaður við rússneskan upplýsingahernað Trúarhópar mótmæla Zúmba-kennslu á Indlandi Stjórnlaus gróðureldur ógnar heimilum á Krít „Stóra og fallega frumvarpið“ enn í limbó á þinginu Combs áfram í gæsluvarðhaldi Sautján ára drengur drukknaði á Hróarskeldu Játar að hafa myrt fjórmenningana í Idaho Jimmy Swaggart allur Evrópuríkjum leyft að nota kolefnisjöfnun erlendis í fyrsta skipti Diddy sakfelldur í tveimur af fimm ákæruliðum Boðar arftaka Dalai Lama Paramount lúffar fyrir Trump og greiðir bætur vegna Kamölu Táningsstúlkan sem lést var að teyma íslenskan hest Maðurinn sem fann upp mew-ið er látinn Handtóku stjórnendur sjúkrahússins vegna ætlaðra barnsdrápa Trans konur fá ekki að keppa og Thomas svipt metunum Segja gengið á birgðirnar og hætta við vopnasendingar til Úkraínu Ísraelsmenn hafi gengist við skilyrðum vopnahlés Kviðdómur komst að niðurstöðu í fjórum fimm ákæruliða Diddy „Stóra fallega frumvarpið“ í gegn á einu atkvæði Öldungur dæmdur fyrir meira en hálfrar aldar gamalt morð Forsætisráðherra Taílands vikið úr embætti Fjarlægja loftslagsskýrslur og ætla að hætta að fjármagna rannsóknir Óeirðir í Tyrklandi vegna umdeildrar skopmyndar Rauðar viðvaranir víða í Evrópu vegna hitans Segja niðurskurð á þróunaraðstoð hafa skelfilegar afleiðingar Óvissa uppi um „stóra og fallega“ frumvarpið og Musk hótar hefndum Sjá meira
Reyna að tengja Pelicot við fleiri nauðganir og morð Dominique Pelioct, sem byrlaði eiginkonu sinni ólyfjan og fékk tugi manna til að nauðga henni um árabil, er til rannsóknar vegna fimm annarra mála og þar á meðal eins morðs. Málin þykja keimlík einni nauðgunartilraun sem Pelicot hefur játað og morði sem hann hefur verið ákærður fyrir. 1. október 2024 10:16
Sýndu fyrstu myndböndin í dómsal Þrjú af þeim fjölmörgu myndböndum sem Dominique Pelicot tók af því þegar hann eða tugir annarra manna nauðguðu eiginkonu hans, Gisele, voru sýnd í dómsal í Frakklandi í gær. Það var eftir að einn hinn fimmtíu manna sem hafa verið ákærðir í málinu sagðist ekki hafa nauðgað Gisele. 20. september 2024 13:01
„Ég er nauðgari eins og hinir mennirnir hér inni“ Dominique Pelicot, sem byrlaði eiginkonu sinni Gisele ólyfjan og fékk tugi manna til að nauðga henni yfir tíu ára tímabil, bar vitni í réttarhöldunum gegn honum og hinum mönnunum í dag. Þar viðurkenndi hann að hafa nauðgað konu sinni og ítrekaði að hann og hinir fimmtíu mennirnir sem hefðu verið ákærðir í salnum væru nauðgarar. 17. september 2024 09:33