Biskup Íslands predikar í Vík á 90 ára afmæli kirkjunnar Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 5. október 2024 13:16 Haldið verður upp á 90 ára vígsluafmæli Víkurkirkju í Vík í Mýrdal á morgun, sunnudaginn 6. október. Magnús Hlynur Hreiðarsson Það iðar allt af lífi og fjöri í Vík í Mýrdal um helgina en þar fer fram Regnboginn 2024, sem er menningarhátíð fyrir íbúa og gesti þeirra. Einn af hápunktum helgarinnar er heimsókn biskups Íslands til Víkur á morgun til að predika á 90 ára vígslu- og afmælishátíð Víkurkirkju. Regnboginn er nú haldin í sautjánda sinn en hátíðin hófst á miðvikudaginn og stendur fram á annað kvöld. Mjög fjölbreytt og skemmtileg dagskrá er í gangi alla dagana. Í gærkvöldi var til dæmis haldið alþjóðlegt matarsmakk í íþróttahúsinu frá 18 þjóðlöndum en um 65% íbúa Mýrdalshrepps eru af erlendu bergi brotnir. Elín Harpa Haraldsdóttir hjá Kötlusetrinu í Vík er framkvæmdastjóri Regnbogans og veit manna best hvað er að gerast í dag. „Mýrdalshreppur býður í vöfflukaffi og listafólkið okkar mun síðan koma saman á Lista- og frumkvöðlamarkaði, það er ótrúlega skemmtilegt og það er ótrúlega gaman að finna kraftinn í samfélaginu, sem felst í því að hér er listafólk og frumkvöðlar út um allar koppagrundir að gera ótrúlega flotta og skemmtilega hluti og þau ætla að deila þessu með okkur,” segir Elín Harpa. Elín Harpa Haraldsdóttir hjá Kötlusetrinu í Vík, sem er framkvæmdastjóri Regnbogans og allt í öllu varðandi skipulagningu hátíðarinnar.Aðsend Svo verða Regnbogaleikarnir líka haldnir í dag og í kvöld verða tónleikar haldnir og kvöldið endar á balli í Leikskálum þar sem verður frítt inn. Á morgun sunnudag verður líka heilmikið um að vera. Risa regnbogi í íþróttahúsinu í Vík í tilefni af hátíð helgarinnar.Magnús Hlynur Hreiðarsson „Já og ein af ástæðunum fyrir því að þemað í ár er „Fögnum fjölbreytileikanum” er af því að við höfum miklu að fagna því við erum búin að fá glæsilegan nýjan leikskóla hér á svæðið og svo er fallega Víkurkirkja okkar, hún á 90 ára afmæli í ár og okkur þykir náttúrulega ofboðslega vænt um þessa fallegu kirkju. Og einmitt, biskup Íslands, Guðrún Karls Helgadóttir kemur og predikar og flestir þeirra prestar sem hafa verið tengdir kirkjunni muni einnig taka þátt,” segir Elín Harpa og bætti þessu við í lokin. „Ég hvet alla til að koma og kíkja á okkur og njóta með okkur en ef þið komst ekki til Víkur þá fagnið þið bara fjölbreytileikanum hvar sem þið eruð og hvernig sem þið getið, njótið helgarinnar.” Hér má sjá dagskrá Regnbogans 2024 Mýrdalshreppur Menning Þjóðkirkjan Trúmál Mest lesið Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Innlent Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Innlent Fá engar bætur fyrir stolinn bíl Innlent Þorsteinn Vilhjálmsson er látinn Innlent Enn stærri jarðskjálfti á svipuðum slóðum Innlent Grunur um frelsissviptingu í miðbænum Innlent Menendez bræður geta nú sótt um reynslulausn Erlent Háttsettur sænskur diplómati handtekinn fyrir njósnir Erlent Lykilvitni gegn Diddy: „Þetta voru hans draumórar“ Erlent Hjörtur Torfason er látinn Innlent Fleiri fréttir Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Ekki á dagskrá að flýta atkvæðagreiðslu um ESB-viðræður Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Þorsteinn Vilhjálmsson er látinn Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Grunur um frelsissviptingu í miðbænum Enn stærri jarðskjálfti á svipuðum slóðum Hjörtur Torfason er látinn Fá engar bætur fyrir stolinn bíl „Þetta er mikil áskorun en á sama tíma tek ég henni bara vel“ Syndir 1.600 kílómetra í kringum landið: Borðar tíu þúsund kalóríur á dag fyrir svaðilförina Ekkert fundist af báti sem sagður er hafa hvolft Gjörunnin matvæli tæpur helmingur af orkuinntöku landsmanna Tilkynnti um stolið hjól og réðst svo á þjófinn „Þetta var ekki rétt, alveg klárlega“ Máttu skikka nemanda í tvö sjúkrapróf samdægurs Njósnari sér að sér og synt í kring um Ísland Vill deila þekkingu á jarðvarma með Úkraínu Bað forseta að taka „stjórnarliða á skólabekk og tukta þá til“ Sjö ára fangelsi fyrir tvær tilraunir til manndráps Blindir vilja Hljóðbókasafnið heim Stjórnarandstaða kvartar undan starfi í velferðarnefnd Breyttar forsendur og pólitískar áherslur á bak við ákvörðunina Úlfar hættir sem lögreglustjóri Ráðherra hafnaði loftslagsrannsókn vegna ófullnægjandi lagaramma Hafnar því alfarið að hafa lekið gögnunum Nú má heita Gúníta Ljósynja Dawn Fólk varað við aukinni hættu á gróðureld Sala á Íslandsbankabréfum hafin og Jón Óttar sakar Ólaf Þór um leka Rannsóknarleyfi Rastar hafnað Sjá meira
Regnboginn er nú haldin í sautjánda sinn en hátíðin hófst á miðvikudaginn og stendur fram á annað kvöld. Mjög fjölbreytt og skemmtileg dagskrá er í gangi alla dagana. Í gærkvöldi var til dæmis haldið alþjóðlegt matarsmakk í íþróttahúsinu frá 18 þjóðlöndum en um 65% íbúa Mýrdalshrepps eru af erlendu bergi brotnir. Elín Harpa Haraldsdóttir hjá Kötlusetrinu í Vík er framkvæmdastjóri Regnbogans og veit manna best hvað er að gerast í dag. „Mýrdalshreppur býður í vöfflukaffi og listafólkið okkar mun síðan koma saman á Lista- og frumkvöðlamarkaði, það er ótrúlega skemmtilegt og það er ótrúlega gaman að finna kraftinn í samfélaginu, sem felst í því að hér er listafólk og frumkvöðlar út um allar koppagrundir að gera ótrúlega flotta og skemmtilega hluti og þau ætla að deila þessu með okkur,” segir Elín Harpa. Elín Harpa Haraldsdóttir hjá Kötlusetrinu í Vík, sem er framkvæmdastjóri Regnbogans og allt í öllu varðandi skipulagningu hátíðarinnar.Aðsend Svo verða Regnbogaleikarnir líka haldnir í dag og í kvöld verða tónleikar haldnir og kvöldið endar á balli í Leikskálum þar sem verður frítt inn. Á morgun sunnudag verður líka heilmikið um að vera. Risa regnbogi í íþróttahúsinu í Vík í tilefni af hátíð helgarinnar.Magnús Hlynur Hreiðarsson „Já og ein af ástæðunum fyrir því að þemað í ár er „Fögnum fjölbreytileikanum” er af því að við höfum miklu að fagna því við erum búin að fá glæsilegan nýjan leikskóla hér á svæðið og svo er fallega Víkurkirkja okkar, hún á 90 ára afmæli í ár og okkur þykir náttúrulega ofboðslega vænt um þessa fallegu kirkju. Og einmitt, biskup Íslands, Guðrún Karls Helgadóttir kemur og predikar og flestir þeirra prestar sem hafa verið tengdir kirkjunni muni einnig taka þátt,” segir Elín Harpa og bætti þessu við í lokin. „Ég hvet alla til að koma og kíkja á okkur og njóta með okkur en ef þið komst ekki til Víkur þá fagnið þið bara fjölbreytileikanum hvar sem þið eruð og hvernig sem þið getið, njótið helgarinnar.” Hér má sjá dagskrá Regnbogans 2024
Mýrdalshreppur Menning Þjóðkirkjan Trúmál Mest lesið Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Innlent Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Innlent Fá engar bætur fyrir stolinn bíl Innlent Þorsteinn Vilhjálmsson er látinn Innlent Enn stærri jarðskjálfti á svipuðum slóðum Innlent Grunur um frelsissviptingu í miðbænum Innlent Menendez bræður geta nú sótt um reynslulausn Erlent Háttsettur sænskur diplómati handtekinn fyrir njósnir Erlent Lykilvitni gegn Diddy: „Þetta voru hans draumórar“ Erlent Hjörtur Torfason er látinn Innlent Fleiri fréttir Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Ekki á dagskrá að flýta atkvæðagreiðslu um ESB-viðræður Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Þorsteinn Vilhjálmsson er látinn Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Grunur um frelsissviptingu í miðbænum Enn stærri jarðskjálfti á svipuðum slóðum Hjörtur Torfason er látinn Fá engar bætur fyrir stolinn bíl „Þetta er mikil áskorun en á sama tíma tek ég henni bara vel“ Syndir 1.600 kílómetra í kringum landið: Borðar tíu þúsund kalóríur á dag fyrir svaðilförina Ekkert fundist af báti sem sagður er hafa hvolft Gjörunnin matvæli tæpur helmingur af orkuinntöku landsmanna Tilkynnti um stolið hjól og réðst svo á þjófinn „Þetta var ekki rétt, alveg klárlega“ Máttu skikka nemanda í tvö sjúkrapróf samdægurs Njósnari sér að sér og synt í kring um Ísland Vill deila þekkingu á jarðvarma með Úkraínu Bað forseta að taka „stjórnarliða á skólabekk og tukta þá til“ Sjö ára fangelsi fyrir tvær tilraunir til manndráps Blindir vilja Hljóðbókasafnið heim Stjórnarandstaða kvartar undan starfi í velferðarnefnd Breyttar forsendur og pólitískar áherslur á bak við ákvörðunina Úlfar hættir sem lögreglustjóri Ráðherra hafnaði loftslagsrannsókn vegna ófullnægjandi lagaramma Hafnar því alfarið að hafa lekið gögnunum Nú má heita Gúníta Ljósynja Dawn Fólk varað við aukinni hættu á gróðureld Sala á Íslandsbankabréfum hafin og Jón Óttar sakar Ólaf Þór um leka Rannsóknarleyfi Rastar hafnað Sjá meira