Nágrannaerjur í Kópavogi: Ekki sýnt fram á að ákveðin tré valdi verulegum óþægindum Jón Þór Stefánsson skrifar 4. október 2024 15:44 Umræddur trjálundur. Vísir/Vilhelm Trjálundur í Hjallahverfinu í Kópavogi er uppspretta nágrannaerja sem hafa verið teknar fyrir á tveimur dómstigum. Landsréttur felldi dóm í málinu í gær og gerir konu, sem býr í einbýlishúsi í hverfinu, að klippa trjágróður við lóðarmörk nágranna hennar, sem búa í nærliggjandi parhúsi. Landsréttur gerir henni að klippa af trjám sem eru í innan við fjögurra metra fjarlægð frá lóðarmörkunum sem málið varðar, þannig að þau séu ekki hærri en 48,6 metra yfir sjávarmáli. Samkvæmt dómskvöddum matsmanni eru tréinn innan fjögurra metra línunnar 45 talsins. Íbúar parhússins sögðu trén skyggja nær algjörlega á dagsbirtu, sól og útsýni. Þá væri verulegur óþrifnaður af trjágróðrinum. Héraðsdómur Reykjaness hafði áður komist að þessari sömu niðurstöðu, en gerði konunni einnig að klippa önnur tré, þau sem voru ekki innan við fjóra metra frá lóðarmörkunum, þannig að þau yrðu í mesta lagi 54 metra yfir sjávarmáli. Sjá nánar: Þarf að grisja trjálundinn eftir að nágrannaerjur fóru fyrir dóm Landsréttur hins vegar sýknaði konuna af kröfunni um að klippa öll trén. Að mati dómsins var ekki búið að sýna fram á að skuggavarp af þeim trjám sem ekki eru innan fjögurra metra valda verulegum óþægindum umfram það sem almennt mætti vænta í þéttbýli. Konan fær þriggja mánaða frest frá uppsögu dómsins til þess að klippa trén sem henni er gert að klippa. Ef hún gerir það ekki verða 35 þúsund króna dagsektir lagaðar á hana. Í héraðsdómi hafði konunni verið gert að greiða tæplega 1,7 milljónir króna í málskostnað. Það var staðfest í Landsrétti. Dómsmál Kópavogur Nágrannadeilur Tré Mest lesið Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Innlent Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Innlent Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Innlent Fjöldi látinn eftir rútuslys í New York Erlent Bíll konunnar sást á upptöku Innlent Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Innlent „Versti tíminn, allra versti tíminn“ Innlent Gamall þristur strand vegna skorts á bensíni Innlent Grjóthart nei hjá dúxinum í Yale Innlent Þáttastjórnendum X-sins sagt upp Innlent Fleiri fréttir Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Skoða að flýta aðgerðum í húsnæðismálum til að ná tökum á verðbólgunni „Versti tíminn, allra versti tíminn“ Gamall þristur strand vegna skorts á bensíni Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Hraðbankinn ófundinn, hungursneyð og skólar hefjast Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Grunaður hraðbankaþjófur í gæslu eftir allt saman Þurfa að bíða lengur eftir að komast í Sundhöllina Bíll konunnar sást á upptöku Þáttastjórnendum X-sins sagt upp Líta málið „mjög alvarlegum augum“ Hella áfenginu niður og hringja í foreldra Tuttugu milljónir í bankanum og kona í gæsluvarðhaldi Rigning og rok í methlaupi Sleppt úr gæsluvarðhaldi en málið enn til rannsóknar Hlaup hafið úr Hafrafellslóni Hungursneyð lýst yfir og forsætisráðherra segir alþjóðasamfélagið ráðalaust Aðstoðar allt að fimmtán ára gömul börn að hætta með bleyju Hungursneið á Gasa, strokulaxar og metþátttaka í Reykjavíkurmaraþoni Grjóthart nei hjá dúxinum í Yale Áfall fyrir RIFF Skipar samningateymi um uppbyggingu Víkings á Markarsvæði Leituðu ítrekað í geymslur stofnunar Tillaga um að stækka Hótel Flatey felld Landsmenn allir harmi slegnir Sósíalistar og Rússlandsvinir undir eitt þak „Kannski verður maður grátandi hálft hlaupið, en þá bara er það þannig“ Bærinn hefur afhent lögreglu myndefni í tengslum við hraðbankaránið Sjá meira
Landsréttur gerir henni að klippa af trjám sem eru í innan við fjögurra metra fjarlægð frá lóðarmörkunum sem málið varðar, þannig að þau séu ekki hærri en 48,6 metra yfir sjávarmáli. Samkvæmt dómskvöddum matsmanni eru tréinn innan fjögurra metra línunnar 45 talsins. Íbúar parhússins sögðu trén skyggja nær algjörlega á dagsbirtu, sól og útsýni. Þá væri verulegur óþrifnaður af trjágróðrinum. Héraðsdómur Reykjaness hafði áður komist að þessari sömu niðurstöðu, en gerði konunni einnig að klippa önnur tré, þau sem voru ekki innan við fjóra metra frá lóðarmörkunum, þannig að þau yrðu í mesta lagi 54 metra yfir sjávarmáli. Sjá nánar: Þarf að grisja trjálundinn eftir að nágrannaerjur fóru fyrir dóm Landsréttur hins vegar sýknaði konuna af kröfunni um að klippa öll trén. Að mati dómsins var ekki búið að sýna fram á að skuggavarp af þeim trjám sem ekki eru innan fjögurra metra valda verulegum óþægindum umfram það sem almennt mætti vænta í þéttbýli. Konan fær þriggja mánaða frest frá uppsögu dómsins til þess að klippa trén sem henni er gert að klippa. Ef hún gerir það ekki verða 35 þúsund króna dagsektir lagaðar á hana. Í héraðsdómi hafði konunni verið gert að greiða tæplega 1,7 milljónir króna í málskostnað. Það var staðfest í Landsrétti.
Dómsmál Kópavogur Nágrannadeilur Tré Mest lesið Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Innlent Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Innlent Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Innlent Fjöldi látinn eftir rútuslys í New York Erlent Bíll konunnar sást á upptöku Innlent Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Innlent „Versti tíminn, allra versti tíminn“ Innlent Gamall þristur strand vegna skorts á bensíni Innlent Grjóthart nei hjá dúxinum í Yale Innlent Þáttastjórnendum X-sins sagt upp Innlent Fleiri fréttir Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Skoða að flýta aðgerðum í húsnæðismálum til að ná tökum á verðbólgunni „Versti tíminn, allra versti tíminn“ Gamall þristur strand vegna skorts á bensíni Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Hraðbankinn ófundinn, hungursneyð og skólar hefjast Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Grunaður hraðbankaþjófur í gæslu eftir allt saman Þurfa að bíða lengur eftir að komast í Sundhöllina Bíll konunnar sást á upptöku Þáttastjórnendum X-sins sagt upp Líta málið „mjög alvarlegum augum“ Hella áfenginu niður og hringja í foreldra Tuttugu milljónir í bankanum og kona í gæsluvarðhaldi Rigning og rok í methlaupi Sleppt úr gæsluvarðhaldi en málið enn til rannsóknar Hlaup hafið úr Hafrafellslóni Hungursneyð lýst yfir og forsætisráðherra segir alþjóðasamfélagið ráðalaust Aðstoðar allt að fimmtán ára gömul börn að hætta með bleyju Hungursneið á Gasa, strokulaxar og metþátttaka í Reykjavíkurmaraþoni Grjóthart nei hjá dúxinum í Yale Áfall fyrir RIFF Skipar samningateymi um uppbyggingu Víkings á Markarsvæði Leituðu ítrekað í geymslur stofnunar Tillaga um að stækka Hótel Flatey felld Landsmenn allir harmi slegnir Sósíalistar og Rússlandsvinir undir eitt þak „Kannski verður maður grátandi hálft hlaupið, en þá bara er það þannig“ Bærinn hefur afhent lögreglu myndefni í tengslum við hraðbankaránið Sjá meira