Upphitun fyrir úrslitadaginn: „Þær eru meiri sigurvegarar en þetta Blikalið“ Sindri Sverrisson skrifar 4. október 2024 14:33 Breiðablik hefur þegar horft á eftir einum stórum titli í hendur Vals í sumar, í bikarúrslitaleiknum á Laugardalsvelli. vísir/Anton Úrslitin ráðast á morgun í Bestu deild kvenna í fótbolta, þar sem Breiðablik og Valur mætast í leik um sjálfan Íslandsmeistaratitilinn. Helena Ólafsdóttir og Mist Rúnarsdóttir hituðu upp með Jóhannesi Karli Sigursteinssyni, þjálfara Stjörnunnar, og Guðmundi Aðalsteini Ásgeirssyni, fréttamanni Fótbolta.net. Breiðabliki nægir jafntefli í leiknum, sem hefst á Hlíðarenda klukkan 16:15. Vegleg útsending verður á Stöð 2 Sport og hefst hún klukkan 15:45. „Ég held að það sé enginn í Breiðabliki að pæla í þessu jafntefli. Þær eru búnar að vera á rosalegu „rönni“ en á sama tíma held ég að þær séu mjög meðvitaðar um að í síðustu tveimur leikjum gegn Val, á Valsvellinum og í bikarúrslitaleiknum, hefur Valur haft mjög góð tök á leiknum,“ segir Jóhannes Karl en þáttinn má sjá hér að neðan. Klippa: Bestu mörkin - Upphitun fyrir úrslitadaginn Miklu skiptir fyrir Val að Katie Cousins geti beitt sér sem mest í leiknum: „Maður hefur heyrt að hún sé svolítið tæp en Adda [aðstoðarþjálfari Vals] sagði í viðtali við mig í gær að hún myndi spila. Maður hefur á tilfinningunni að ef hún getur labbað þá muni hún byrja leikinn,“ sagði Guðmundur. „Hún bossaði síðasta deildarleik liðanna. Ef að Valur ætlar að hafa yfirhöndina þá er þetta lykilkonan í þeirra leik,“ bætti Mist við. Valur og Breiðablik hafa þegar mæst í fimm leikjum á þessu ári og hafa ríkjandi Íslands- og bikarmeistarar Vals haft betur í fjórum þeirra. „Þær eru búnar að sýna síðustu árin að þær eru meiri sigurvegarar en þetta Blikalið, og urðu bikarmeistarar fyrr í sumar. Þær elska þessa stóru leiki, og nú þurfa Blikarnir að sýna að þær elski þá líka,“ sagði Guðmundur en þáttinn má sjá hér að ofan. Einnig spilað um þriðja og fimmta sæti Leikurinn um titilinn vekur auðvitað langmesta athygli en áður en að honum kemur fara tveir leikir fram klukkan 14. Þór/KA og Víkingur spila um 3. sætið og í Hafnarfirði spila Þróttur og FH um 5. sætið. Allir leikir eru að sjálfsögðu á Sportrásum Stöðvar 2. Staðan og lokaumferðin í efri hluta Bestu deildar kvenna í fótbolta. Besta deild kvenna Bestu mörkin Valur Breiðablik Mest lesið „Mikið í gangi sem enginn veit af“ Formúla 1 Kærastinn kemur til varnar: „Allir glíma við sín vandamál“ Sport Gott silfur gulli betra en hvað nú? Enski boltinn Fékk annað gult fyrir að keyra inn í Mikael og lét dómarann heyra það Fótbolti „Augljóslega þurfum við fleiri leikmenn“ Enski boltinn Barist um undirskrift Nunez Enski boltinn Dagskráin í dag: Bikar- og Íslandsmeistararnir mætast Sport „Ég veit ekkert hverjir þetta voru“ Íslenski boltinn Tómas Bent seldur til Skotlands Íslenski boltinn Þvælu að starf Ole Gunnar sé í hættu Fótbolti Fleiri fréttir Sjáðu umdeilda vítadóminn og sigurmarkið sem var dæmt af Sjáðu tvennu Sigurðar og snögg svör Víkinga Tómas Bent seldur til Skotlands Sigurður grautfúll: „Líður eins og við höfum tapað þessum leik“ „Dómur af himnum ofan“ Þurfa þrjú stig „ef við ætlum ekki að lenda í veseni“ „Ég veit ekkert hverjir þetta voru“ „Alltaf gaman að skora fyrir uppeldisfélagið“ Uppgjörið: FH - Víkingur 2-2 | Forza ragazzi! Uppgjör: Breiðablik - KA 1-1 | Umdeild vítaspyrna tryggði Íslandsmeisturunum stig „Lélegasti leikurinn okkar í sumar“ „Hefðum ekki átt að tapa þessum leik“ „Ég vona að tjaldið mitt sé ennþá þarna, það verður gaman í kvöld“ Uppgjörið: ÍBV - KR 2-1 | Fyrirliðinn tryggði fögnuð í Eyjum „Einhver blástur en ekkert sem á að hafa svakaleg áhrif“ ÍBV fær liðsstyrk úr Laugardal Jóhannes ræddi ekki við Val: „Ef ég ætlaði að fara frá KR var það alltaf bara út“ Kristján hættur sem þjálfari Vals en Matthías verður áfram Skoraði ekki í leiknum en dómararnir skráðu samt á hana tvö mörk Orri Hrafn í KR og getur spilað í Eyjum Alfreð og fleiri jálkar með óvænt félagaskipti yfir í Augnablik Selvén aftur í Vestra „Sætt að þetta gerðist á 91. mínútu“ KR sækir Arnar Frey af bekknum hjá HK Uppgjörið: Breiðablik - ÍBV 3-2 | Blikar í úrslit eftir ótrúlega endurkomu „Nákvæmlega það sem ég hef verið að sjá fyrir mér“ KSÍ sektar Árbæ um 250 þúsund krónur ÍR aftur á toppinn Hin efnilega Rebekka Sif til Nordsjælland frá Gróttu Sunna Rún til liðs við Íslandsmeistarana Sjá meira
Breiðabliki nægir jafntefli í leiknum, sem hefst á Hlíðarenda klukkan 16:15. Vegleg útsending verður á Stöð 2 Sport og hefst hún klukkan 15:45. „Ég held að það sé enginn í Breiðabliki að pæla í þessu jafntefli. Þær eru búnar að vera á rosalegu „rönni“ en á sama tíma held ég að þær séu mjög meðvitaðar um að í síðustu tveimur leikjum gegn Val, á Valsvellinum og í bikarúrslitaleiknum, hefur Valur haft mjög góð tök á leiknum,“ segir Jóhannes Karl en þáttinn má sjá hér að neðan. Klippa: Bestu mörkin - Upphitun fyrir úrslitadaginn Miklu skiptir fyrir Val að Katie Cousins geti beitt sér sem mest í leiknum: „Maður hefur heyrt að hún sé svolítið tæp en Adda [aðstoðarþjálfari Vals] sagði í viðtali við mig í gær að hún myndi spila. Maður hefur á tilfinningunni að ef hún getur labbað þá muni hún byrja leikinn,“ sagði Guðmundur. „Hún bossaði síðasta deildarleik liðanna. Ef að Valur ætlar að hafa yfirhöndina þá er þetta lykilkonan í þeirra leik,“ bætti Mist við. Valur og Breiðablik hafa þegar mæst í fimm leikjum á þessu ári og hafa ríkjandi Íslands- og bikarmeistarar Vals haft betur í fjórum þeirra. „Þær eru búnar að sýna síðustu árin að þær eru meiri sigurvegarar en þetta Blikalið, og urðu bikarmeistarar fyrr í sumar. Þær elska þessa stóru leiki, og nú þurfa Blikarnir að sýna að þær elski þá líka,“ sagði Guðmundur en þáttinn má sjá hér að ofan. Einnig spilað um þriðja og fimmta sæti Leikurinn um titilinn vekur auðvitað langmesta athygli en áður en að honum kemur fara tveir leikir fram klukkan 14. Þór/KA og Víkingur spila um 3. sætið og í Hafnarfirði spila Þróttur og FH um 5. sætið. Allir leikir eru að sjálfsögðu á Sportrásum Stöðvar 2. Staðan og lokaumferðin í efri hluta Bestu deildar kvenna í fótbolta.
Besta deild kvenna Bestu mörkin Valur Breiðablik Mest lesið „Mikið í gangi sem enginn veit af“ Formúla 1 Kærastinn kemur til varnar: „Allir glíma við sín vandamál“ Sport Gott silfur gulli betra en hvað nú? Enski boltinn Fékk annað gult fyrir að keyra inn í Mikael og lét dómarann heyra það Fótbolti „Augljóslega þurfum við fleiri leikmenn“ Enski boltinn Barist um undirskrift Nunez Enski boltinn Dagskráin í dag: Bikar- og Íslandsmeistararnir mætast Sport „Ég veit ekkert hverjir þetta voru“ Íslenski boltinn Tómas Bent seldur til Skotlands Íslenski boltinn Þvælu að starf Ole Gunnar sé í hættu Fótbolti Fleiri fréttir Sjáðu umdeilda vítadóminn og sigurmarkið sem var dæmt af Sjáðu tvennu Sigurðar og snögg svör Víkinga Tómas Bent seldur til Skotlands Sigurður grautfúll: „Líður eins og við höfum tapað þessum leik“ „Dómur af himnum ofan“ Þurfa þrjú stig „ef við ætlum ekki að lenda í veseni“ „Ég veit ekkert hverjir þetta voru“ „Alltaf gaman að skora fyrir uppeldisfélagið“ Uppgjörið: FH - Víkingur 2-2 | Forza ragazzi! Uppgjör: Breiðablik - KA 1-1 | Umdeild vítaspyrna tryggði Íslandsmeisturunum stig „Lélegasti leikurinn okkar í sumar“ „Hefðum ekki átt að tapa þessum leik“ „Ég vona að tjaldið mitt sé ennþá þarna, það verður gaman í kvöld“ Uppgjörið: ÍBV - KR 2-1 | Fyrirliðinn tryggði fögnuð í Eyjum „Einhver blástur en ekkert sem á að hafa svakaleg áhrif“ ÍBV fær liðsstyrk úr Laugardal Jóhannes ræddi ekki við Val: „Ef ég ætlaði að fara frá KR var það alltaf bara út“ Kristján hættur sem þjálfari Vals en Matthías verður áfram Skoraði ekki í leiknum en dómararnir skráðu samt á hana tvö mörk Orri Hrafn í KR og getur spilað í Eyjum Alfreð og fleiri jálkar með óvænt félagaskipti yfir í Augnablik Selvén aftur í Vestra „Sætt að þetta gerðist á 91. mínútu“ KR sækir Arnar Frey af bekknum hjá HK Uppgjörið: Breiðablik - ÍBV 3-2 | Blikar í úrslit eftir ótrúlega endurkomu „Nákvæmlega það sem ég hef verið að sjá fyrir mér“ KSÍ sektar Árbæ um 250 þúsund krónur ÍR aftur á toppinn Hin efnilega Rebekka Sif til Nordsjælland frá Gróttu Sunna Rún til liðs við Íslandsmeistarana Sjá meira